Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 24
V EORIO Norð-austan kaldi, skýjað 251, tbl. — Sunnudagur 2. nóvember 1958 Reykjavíkurbréf er á bls. 13. ) Almennur fundur Heimdallar: „Andleg kúgun austan járntjalds — Pasternakmálið" Frummœlandi Gunnar Gunnarsson skáld Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD kl. 20.30 efnir Heimdallur, FUS, til almenns fundar í Sjálf- stæðishúsinu. — Umræðuefni fundarins verður: „Andleg kúgun austan járntjalds — Pasternaksmálið“. Frummæl- andi verður Gunnar Gunn- arsson, rithöfundur. Það mál, sem nú er efst á baugi meðal alls almennings um allan hinn vestræna heim, eru þeir atburðir, sem gerzt hafa í sambandi við út- hlutun bókmenntaverðlauna Nóbels og hin ruddalegu við- brögð kommúnískra ráða- manna gegn hinu mikla ljóð- skáldi og rithöfundi, Boris Pasternak. Heimdallur, FUS, hefur því ókveðið að efna til fundar um þessa atburði nk, þriðjudags- kvöld kl. 20,30 í Sjálfstæðishús- inu. Frummælandinn, Gunnar Gunnarsson, er sem kunnugt er einn fremsti rithöfundur íslend- inga á þessari öld. öllum er heimill aðgangur að fundinum meðan húsrúm leyfir. Verk sr. Sigurðar Ein- arssonar kynnt í dag I gær hellirigndi í Reykjavík. Flóðgáttir himins opnuðust, og regnið streymdi niður í stríðum straumum. Ekki var þurr þráður á þeim, sem hö fðu verið svo óhyggnir að voga sér út fyrir dyr, án þess að klæðast góðum hlífðarfötum. Regnhlífar eru þarfaþing, þegar veðurguðirnir komast í þennan ham, enda er unga, fallega stúlkan á my ndinni í bezta skapi, þó að rigningin dynji á regn hlífinni hennar. Þeir munu þó hafa verið margir, sem voru í fúlu skapi, og ekki er ólíklegt, að þeim hafi hrotið af munni nokkur ókvæðisorð. Þá er gott að minnast þess, að oft kemur skin eftir skúr, og sakar ekki að geta þess, að Veðurstofan taldi í gær allar horfur á, að úrkomulaust yrði í dag. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Það vantar menn í stað- inn fyrir 200 Fœreyinga í DAG verða kynnt í hátíðasal Háskólans verk séra Sigurðar Einarssonar í Holti í tilefni af sextugsafmæli skáldsins. Kynn- ingin er á vegum Almenna bóka- félagsins. Hefst kynningin með því að Guðmundur Daníelsson, rithöf- undur, flytur erindi um skáldið. Guðbjörg Þorbjarnardóttir og ( Lárus Pálsson lesa kvæði, Bald- vin Halldórsson les eina af rit- gerðum séra Sigurðar og Þor- steinn Hannesson syngur einsöng, j lög við Ijóð eftir skáldið. Dr. Páil | ísólfsson annast undirleik. Síðan T ónlistark vimiiig í DAG, sunnudag 2. nóv., verður tónlistarkynning í hátíðasal Há- skólans. Flutt verður af hljóm- plötutækjum skólans sjötta sin- fónía Beethovens (Pastoralsin- fónían). Dr. Páll ísólfsson mun skýra verkið fyrir áheyrendum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. verður samlestur úr leikritinu Fyrir kóngsins mekt. Haraldur Björnsson og Ævar Kvaran lesa. Að lokum flytur skáldið sjálft kvæði. Þeim er það ekki kunimgt ístjórnar- ráðinu Á FÖSTUDAGINN birti Þjóð- viljinn sem aðalforsíðufrétt, að nú væri hætt við áformin, sem undirbúin hafa verið í samráði við Efnahagssamvinnustofnunina í París, um þungavatnsvinnslu hér á landi og sagði blaðið að hér væri um að ræða hefndarráð- stafanir af hendi Breta vegna landhelgismálsins. Morgunblaðið hefur spurzt fyr- ir í stjórnarráðinu um sannleiks- gildi þessarar fréttar og segja þeir, sem gerst mega vita, að þeim sé með öllu ókunnugt um að málum sé svo komið sem Þjóðvilj inn segir. Fulltrúaráðið i Keflavik FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna i Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík kl. 2 e.h. í dag. Rætt verður um bæjarmál og félagsmál. Áríðandi að fulltrúar fjöl- menni á fundinn. STÖÐUGT er unnið að aukningu Hitaveitunnar fyrir Reykjavík. Sem kunnugt er, hafa miklar VESTMANNAEYJUM, 1. nóv. — Útgerðarmenn hér í Vestmanna- eyjum hafa gert stjórnarvöldun- um grein fyrir því, að mjög óvæn lega horfi um ráðningu manna á hinn mikla bátaflota á komandi vertíð. — Þannig er ástandið í dag, að menn sjá ekki hvernig takast megi að fylla í skarðið, en hér voru á síðustu vetrarvertíð rúmlega 200 Færeyingar. framkvæmdir staðið yfir í sam- bandi við smíði dælustöðvar við svonefnda Fúlutjörn. Þar var borað eftir vatni og varð mikill og góður árangur af því. Er nú búið að fullgera dælustöðina og byrjað að dæla frá henni inn á hitaveitukerfi borgarinnar. 1 dælustöð þessa liggur einnig æð frá holu við Nóatún. Er búið að leggja sjálfa æðina, og næstu daga mun verða lokið við að tengja hana dælustöðinni. Þegar því verki er lokið, dælir Fúlutjarnarstöðin um 15 sek- úndulítrum alls inn á bæjarkerf- ið. — Þá er verið að leggja æð frá vatnsholunni í Flókagötu, sem djúpborinn mikli boraði nú í sum ar. Verður æð lögð frá þessari holu, sem venjulega gengur und- ir nafninu Klambratúnshola, og niður í aðalæðina í Snorrabraut. Vatnið í þessari holu er svo heitt að ekki er mögulegt að beina því rakleiðis í næstu götuæð, en hitastigið er 110 stig og magn- ið 5,5 seklítr. Verður byggð lítil dælustöð við holuna og standa vonir til að hún verði komin í notkun um næstu áramót. Um þessar mundir er verið að bora eftir vatni við Sigtún og er þar þegar komið upp dálítið vatn, einnig er verið að bora við Þvottalaugaveginn, en ekkert vatn er enn í þeirri holu. sjómaður hafi verið á hverjum báti og flestir voru þeir 6 á skipi. Þegar „bjargráðin" komu til framkvæmda, var sýnt að hverju stefndi varðandi Færeyingana, og svo fór, að þeir hættu hér allir og gerði enginn ráð fyrir að koma aftur, þar eð kjörin væru með öllu óaðgengileg. Útgerðarmenn hér hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að útvega menn á bátana, og eru fyrir löngu byrjaðir að reyna að tryggja sér menn í skiprúm. En þrátt fyrir svo tímanlegan undirbúning er ástandið afar ískyggilegt. Hér áður fyrr var mikill straumur vertíðarfólks úr öllum landsfjórðungum hingað til Eyja, en ýmsar ástæður valda því að þessi straumur fer óðum minnkandi. Það er af þeirn sök- um m. a. að ráða varð Færey- ingana. Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, var hér á fundi um daginn með útgerðar- mönnum, er lögðu á það sérstaka áherzlu að hér væri um stór- alvarlegt mál að ræða fyrir út- gerð landsmanna, ef í ljós kem- ur að útgerð frá Vestmannaeyj- um kunni verulega að dragast saman af fyrrgreindum sökum. Ekki gaf ráðherrann neina yfir- lýsingu varðandi lausn þessa vandamáls á fundinum. — Bj . Guðm. Fjöltefli í Valhöll kl. 2 í dag f DAG kl. 2 e. h. hefjast að nýju hin vinsælu fjöltefli á vegum Heimdallar. Mun Ingi R. Jóhanns son tefla við Heimdellinga að þessu sinni. Teflt verður í Val- höll við Suðurgötu. Þátttakendur mæti stundvíslega og hafi með sér töfl ef hægt er. Hlutu verðlaun fyrir snyrtimennsku í búskap Hinn 30. ágúst sl. var úthlutað verðlaunum úr Minningarsjóði séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur og frú Þórunnar Bjarnadóttur, konu hans. Verðlaunin, 1200 kr., hlutu Æðeyjarbændur, systkin- in Sigríður, Halldór og Ásgeir Guðmundssynir. Verðlaunin voru veitt fyrir snyrtimennsku í bú- skap, utanhúss og innan. — Tilgangur Minningarsjóðsins er að verðlauna bændur í Norður-fsa- fjarðarsýslu fyrir góða umgengni utanhúss og innan, myndarskap í ræktun og byggingum, ásamt framkvæmdum á sviði garðræktar og skógræktar. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunum er úthlutað úr sjóðnum. — Myndin hér að ofan er af byggingum í Æðey og höfn eyjarinnar. Er hún meðal fegurstu bújarða við ísafjarðardjúp. Búa þar þrjú systkini við rausn og myndarskap. Það má heita að færeyskur Heitu vafni dœlt frá stöðinni við Fúlutjörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.