Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 6
6 M ORGUNBL AÐIÐ Sunnudagur 2. nðv. 1958 Baráttan gegn krabbameininu: Ný lyf og lœkningaaðferðir kunna að finnast á nœstunni Unnsð að víðtœkari krahbameins- rannsóknum en nokkru sinni fyrr en Samtal v/ð Ólaf Bjarnason deildarlœkni í Rannsóknarsfofu Háskólans FYRIR um það bil ári síðan var íslenzkum lækni veittur 10.000 danskra króna styrkur úr. J. C. Möllerssjóðnum danska. Læknir- inn sem styrkinn hlaut var Ólaf- ur Bjarnason, deildarlæknir í Rannsóknastofu Háskólans. Var honum veittur styrkurinn til rannsókna á krabbameini í legi á íslandi. Stofnandi fyrrgreinds sjóðs er danskur iðjuhöldur, sem haft hef ur mikil viðskipti við ísland og hefur komið hingað nokkrum sinnum. Er það tilgangur sjóðs- ins að veita styrki til eflingar vísinda- og menningarstarfsemi í þremur Norðurlandanna, Dan- mörku, Svíþjóð og íslandi. Ólaf- ur Bjarnason er fyrsti íslenzki læknirinn, sem hlýtur þennan styrk. Áður hafði einum íslend- ingi verið veittur hann til að kynna sér skógrækt. Ólafur Bjarnason lauk læknis- fræðiprófi við Háskóla íslands vorið 1940. Stundaði hann síðan framhaldsnám í Sviþjóð og Bret- landi og um skeið í Bandaríkj- unum. Síðan hann lauk námi hefur hann starfað við Rannsókn- arstofu Háskólans. Er hann nú deildarlæknir þar og stjórnar vefjarannsóknum stofnunarinn- ar. En þær eru fólgnar í rann- sóknum á vefjasýnishornum, sem tekin eru við skurðaðgerðir á sjúkrahúsum. Er það hlutverk þessara rannsókna að kveða á um, hvers kyns sjúkdóma sé um að ræða í hinum einstöku til- fellum. Ólafur Bjarnason hefir jafnframt starfað sem aukakenn- ari við Háskóla íslands síðan árið 1950. Hann fór utan snemma í apríl sl. og kom heim aftur um miðjan september. Morgunblaðið hitti hann að máli í gær og spurði hann tíðinda af rannsóknum hans og um ýmis- legt er lítur að krabbameins- vörnum. Krabbameinsrannsóknir Svía — Mér var í sjálfsvald sett, hvar og hvernig ég notaði styrk þann úr J. C. Möllers sjóðnum, sem mér var veittur sl. haust, segir Ólafur Bjarnason. Taldi ég Stokkhólm ákjósanlegan stað, sökum fyrri kynna. Þar er heims- þekkt stofnun, sem vinnur að krabbameinsrannsóknum og lækningum á krabbameini. Er það Radiumhemmet. Fór ég þangað sl. vor og vann aðallega við þá deild stofnunarinnar, sem heitir Radiopatologiska In- stitutionen. — Hvað er að segja um niður- stöður rannsókna yðar? — Þeim athugunum er enn ekki lokið, en ég vonast til að geta birt niðurstöður þeirra síð- ar. — Hafa náð miklum árangri — En hvað getið þér sagt okk- ur um baráttu Svía gegn krabba- meini? — Á því sviði sem og á öðr- um sviðum standa þeir framar- lega. Að grundvallarrannsóknum á eðli sjúkdómsins er mikið unnið, og geislalækningar Svía á krabbameini eru víðkunnar. Slíkar lækningar eru bundnar við nokkrar miðstöðvar, sem annast sjúklinga hver í sínum landshluta. Þekktust þessara stofnana er Radiumhemmet í Stokkhólmi, sem annast geisla- lækningar fyrir allan norður- og miðhluta Svíþjóðar. Hafa vísinda menn þessarar stofnunar t. d. náð einum bezta árangri í heimi í lækningu á krabbameini í legi, enda sækja þangað læknar og vísindamenn víðs vegar að til þess að fylgjast með starfsem- inni og kynna sér aðferðir, sem þar eru viðhafðar. 80—90% læknast. ■—Hve stór hluti þessara sjúk- dómstilfella læknast að jafnaði? Það fer allt eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn er, þegar sjúklingurinn kemur til lækninga. Á fyrsta stigi sjúk- dómsins ná 80—90% sjúklinga bata, samkvæmt síðustu skýrslum. Þeirri ófrávíkjanlegu reglu er fylgt á stofnuninni, að fylgjast með hverjum einasta sjúkling, sem þangað hefir komið til með- ferðar og fá á þann nákvæm- ar upplýsingar um afdrif hans og líðan. Er heil deild innan stofnun- arinnar sem annast eingöngu þetta eftirlitsstarf. Heldur hún stöðugt sambandi við sjúkling- inn eða lækni hans. Er þetta að sjálfsögðu þýðingarmikil starf- semi. — í hvaða líffærum er krabba- mein algengast í Svíþjóð? — Hjá karlmönnum er krabba- mein algengast í maga og meðal kvenna í brjósti og legi. Dánar- talan mun vera hæst hjá þeim sjúklingum, sem haldnir eru krabbameani í maga. Margar tegundir sjúkdómsins. — Fer krabbamein í vöxt í Svíþjóð? — Segja má að sumar tegund- ir krabbameins hafi farið þar í vöxt á undanförnum áratugum. Menn Verða hins vegar að greina mjög á milli einstakra tegunda krabbameins. Það er reginmis- skilningur að krabbamein sé einn og sami sjúkdómurinn, hvar sem þess verður vart í líkaman- um. Tegundir þess eru svo marg- víslegar að víst má telja að or- sakir sjúkdómsins séu mjög mis- munandi. Vonir um árangur af læknisaðgerðum eru einnig mjög mismunandi eftir því um hvaða tegundir krabbameins er að ræða. Krabbamein í vör og húð læknast t. d. í allflestum tilfell- um. — Er hægt að koma einhverj- um sérstökum vörnum við gegn sjúkdómnum? — Það er erfitt að tala um varnir gegn krabbameini, meðan eins lítið er vitað um orsakir sjúkdómsins og raun ber vitni. Öðru máli gegnir t. d. um berkla- varnir, þar sem sýkillinn er þekktur, og aðra næma sjúk- dóma, þar sem hægt er að beita bólusetningu. Hvaff gerist viff breytinguna? — Eru ekki þekktar orsakir einhverra tegunda krabbameins? — Ekki er kunnugt hvað gerist 1 líkamsfrumu, þegar hún breytist úr heilbrigðri frumu í krabbameinsfrumu. Hins veg- ar eru þekktar ýmsar orsakir, sem hrundið geta þessari breyt- ingu af stað. Mætti þar nefna ým is efni, sem orkað geta á menn í sumum greinum efnaiðnaðar. Þá er og alþekkt að ýmiss geisla- virk efni geta valdið krabba- meinsvexti. Loks má nefna tóbaksnotkun, sem nú má telja fullsannað að geti valdið krabbameini í lung- um og víðar. Ef til vill mætti telja til krabba meinsvarna ráðstafanir, sem vernda menn gegn hættunni af áhrifum fyrrgreindra og fleiri efna. Að öðru leyti mundu varn- ir gegn sjúkdómnum vera í því fólgnar, að fá fólk til þess að leita læknis á byrjunarstigi sjúk- dómsins meðan hann er viðráð- anlegur. Á það einkum við um krabbamein í húð, vör, munni og í brjóstum og legi kvenna. Menn eru að vísu ekki á eitt sáttir um það, hversu mikið skuli gert að því að hafa í frammi áróður fyrir almenning, sem beinist að hvatningum til að leita læknis í þessu skyni. En að mínu áliti er hófleg upplýsingastarfsemi á þessu sviði nauðsynleg, þar sem örlög sjúklingsins fara í flest- um tilfellum eftir því, hvort mein hans uppgövast í tæka tíð eða ekki. Hitt er svo ekki síður mikilvægt, að læknarnir séu á- vallt á verði gagnvart þessum sjúkdómi. • íslenzka leitarstöðin — Hvað munduð þér vilja segja um ástandið í þessum mál- um hér á landi? — Krabbameinsfélögin hafa tekið upp baráttu á þessu sviði undanfarin ár. Um árangur af þeirri starfsemi er erfitt að full- yrða enn sem komið er. Tvö at- riði í starfsemi þeirra eru þó áreiðanlega mjög þýðingarmikil. Það er stofnun leitarstöðvarinn- ar og skráning krabbameinstil- fella, sem fram fer á vegum Krabbameinsfélags íslands. Að því er snertir fyrra atriðið má benda sérstaklega á einn þátt í starfi leitarstöðvarinnar. Það eru frumurannsóknirnar, sem þó eru ekki enn orðnar eins víð- tækar og æskilegt væri. Hefir fjárskortur félaganna valdið þar --------------rwnnornnrrfiiin^giift Ólafur Bjarnason, læknir nokkru um. En vonir standa til að úr rætist. Bjargaffi þúsundum mannslífa. Til vitnis um þýðingu frumu- rannsókna, minni ég á ummæli, sem viðhöfð voru um frumkvöð- ul aðferðar þessarar, er honum voru veitt verðlaun fyrir vís- indaafrek sín. í greinargerð fyr- ir veitingu verðlaunanna segir, að þau séu veitt fyrir „eitt mesta framlag aldarinnar til heilsu- verndar kvenna“ og séu „viður- kenning fyrir uppgötvun aðferð- ar við rannsóknir á krabbameins- frumum í legi, sem stuðlað hafi að því að bjarga þúsundum mannslífa og gefi fyrirheit um útrýmingu legkrabba, sem al- gengri dánarorsök". Það var læknirinn George Papanicolaou, sem hlaut þessi verðlaun og viðurkenningu, en hann er þekktur vísindamaður í Bandaríkjunum. Varðandi skráningu krabba- meinstilfella er óhætt að segja, að mjög þýðingarmikið sé að geta gert sér gxein fyrir tíðni sjúkdómsins og einstakra teg- unda hans hér á landi. Slík skráning er framkvæmd á öllum Norðurlöndum, og var hafin hér á landi árið 1954. Þá má benda á herferð þá sem hafin hefir verið gegn tóbaks- reykingum, svo og fræðslu um heilbrigðismál í Fréttabréfi próf. N. Dungal. Miklar líkur til aff lækning takist. .— Er líklegt að fúllkomnar lækningaaðferðir eða lyf gegn krabbameini finnist á allra næstu árum? — Víst eru líkurnar miklar en þó er ólíklegt að nokkur sé í dag þess umkominn að segja fyr- ir um það. Hins vegar eru nú þegar fyrir hendi aðferðir, sem beita má með miklum árangri í baráttunni við vissar tegundir sjúkdómsins. Á ég þar við geisla- og skurðlækningar. Með þessum aðferðum er hægt að lækna stór- an hluta þeirra sjúklinga, sem koma í tæka tíð til læknis og haldnir eru þeim tegundum krabbameins, sem áður er á minnzt. Ennfremur eru kunn lyf, sem geta tafið vöxt meinanna um lengri eða skemmri tíma. í dag er unniff aff rannsókn- um á krabbameini um allan heim í ríkari mæli og af meiri áhuga en nokkru sinni fyrr. Þær rannsóknir geta leitt til þess aff ný lyf finnist fyrr en varir effa effli sjúkdómsins skýrist þaff mikiff, aff unnt' verffi aff beita gegn honum árangursríkari varnarráffstöf- unum en hingaff til hefur ver- iff mögulegt, segir Ólafur Bjarnason læknir aff lokum. S. Bj. skrifar úr daglegq hfinu "■53* I Allra heilagra messa. tilkynningum prestanna um messur í dag, stendur í svigum allra heilagra messa.En gamli há tíðisdagurinn, sem ber þetta nafn, var í gær, 1. nóv. Vafalaust eru margir meðal unga fólksins, sem í dag kannast varla við þennan dag. Þó var þetta merkisdagur hér áður fyrr. Allra heilagra messa heitir líka sviðamessa, en þann dag var sið- ur að hafa svið til miðdegisverð- ar, a. m. k. á Norður- og Vest- urlandi. Þótti þá myndarlegt að skammta vel. Sviðin voru þá venjulega soðin daginn áður og skömmtuð köld. Jón Thoroddsen kvað: Etum, bræður, ákaft svið, oss svo hrokafyllum, höfum góðan sveitasið, sveltum þá á millum. Einnig þek’kist þessi botn: höfum tóu og hunda sið, hungi um þá á millum. E Sebra-bönd fyrir börnin. Kvíðin móðir“ skrifar: INS og að líkum lætur, þegar þessi tími er kominn, hafa allir skólar byrjað vetr- arstarf sitt. Börnin eru því í skól- anum frá kl. 8 að morgni til kl. 6 að kveldi. Oft verður að skipta í skólanum, því blessaður hóp- urinn er stór. Við mæður, sem búum hér í úthverfi, en þó eigi langt frá skóla, þurfum að senda börnin okkar í skammdeginu og vetrarmyrkrinu fjórar til sex ferðir yfir fjölfarna umferðar- götu, Suðurlandsbrautina, þar sem venjulega er ekið hratt. Lái ofan að Tjörn, og sá þá mér til mikillar gleði lausn á þessu máli. Við Miðbæjarskólann er máluð gangbraut yfir Fríkirkjuveginn að Tjörninni, eins konar sebra- bönd eða stigi. Það veitir öryggi að fá börnin til að ganga þanmg á einum stað yfir götuna. Sá sem þetta hefur fundið upp og komið því í framkvæmd á mikl- ar þakkir skildar fyrir. Nú vil ég beina orðum mínum til þeirra, sem umferðarmálum ráða í þessum bæ, hvort þeir geti ekki látið svona sebraband á Suð urlandsbrautina, austan Reykja- vegár, þar sem börnin eiga bezt okkur hver sem vill, en okkur með að fara yfir götuna og he'zt er kvíði í huga og brjósti að sjá á eftir bömunum út í nátt- myrkrið, vitandi um öryggisleys- ið í hringiðu umferðarinnar, þar sem börnin skjótast á milli bíl- anna og ekki þarf nema brot úr sekúndu til að þessi sári kvíði verði að veruleika. Þá flýgur oft í gegnum huga manns þessi spurning: Má ekki gera umférð- ina öruggari? Jú! Ég fór um daginn einn sólrík- an sumardag með börnin mín þyrfti að láta lögregluþjón vera á staðnum, þegar umferðin er mest og flest börnin á götunni, eins og á morgnana og um há- degið. Því alls staðar er manns- lífið jafndýrmætt og móðurhjart að jafnheitt og viðkvæmt. Ég veit að ég tala þarna fyrir munn allra mæðra hér um slóðir, og treysti því að fyrrnefndir ráða menn bregðist vel og víturlega við þesSari öryggisbeiðni".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.