Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 15
Sunnudagur 2. nóv. 1958 MORCVTSBL 4Ð1Ð 15 Sigurjón Jónsson rithöfundur sjötugúr FÁIR eiga sér einkennilegri rit- höfundarferil að baki en Sigurjón Jónsson. Ritstörf sín hóf hann með því að skrifa rómantísk ævintýri og ljóð, en hann kvaddi sér fyrst hljóðs með bókinni ör- æfagróðri 1919. Ævintýri hans voru nýstárleg í íslenzkum bók- menntum, en eigi alls kostar laus við erlend áhrif. Næsta bók Sig- urjóns, Fagrihvammur, 1921, bar guðspekilegan keim, líkt og sög- ur Einars H. Kvarans frá þeim árum voru ritaðar í anda spírit- ismans. Ári síðar, 1922, sendi Sig- urjón frá sér skáldsöguna Silki- kjóla og vaðmálsbuxur og 1924 framhald hennar, Glæsimennsku. Með þeim sögum gerðist Sigur- jón heimsádeiluhöfundur og hæðniskáld. Á því sviði var hann brautryðjandi. Þó að sögum þessum væri all- mjög áfátt, listrænt skoðað, eink- um hinni fyrri, var beiskja höf. ósvikin, bersögli hans djörf og ádeilan hvöss. Óhikað fletti hann ofan af löstum og sviksemi Reykjavíkurlífsins, einkum stjórn málaspillingunni, og sýndi, hvernig ófyrirleitinn siðleysingi lýkur langskólanámi, nær háum prófum, og kemst allar götur upp í æðstu tignarstöður þjóðfélags- ins með svikum og fláttskap. Svona hafði ekki verð skrifað áður hér á landi. Silkikjólar og Glæsimennska Sigurjóns boðuðu nýjan tíma í bókmenntaheimin- um. Meðal þeirra, sem síðar skrif uðu í svipuðum anda, en fóru að sjálfsögðu sínar leiðir, voru Þórbergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness. Árið 1927 gaf Sigurjón út ljóða bókina Ljósálfa, er lýsir m.a. vonbrigðum hans í lífinu. Síðan lét hann ekkert frá sér heyra í 18 ár, en 1945 kvaddi hann sér aftur hljóðs með stökum. Tveim árum síðar komu svo Sögur og ævintýri, sem teljast til þess bezta, sem hann hefur gert af því tagi. Mesta verk Sigurjóns til þessa er þó Yngvildur fögurkinn, sögu- leg skáldsaga í tveim bindum, sem út komu 1951—52. í kjölfar Yngivildar sigldu Gaukur Trand- ilsson 1953, Helga Bárðardóttir 1955 og loks Snæbjörn galti á þessu ári. Sá, er þessar línur ritar, er yfir leitt ekki mikill aðdáandi skáld- sagnaritunar, sem byggð er á fornsögunum. Fágætt er, að þær séu betrumbættar við að snúa þeim í rómana eða leikrit, eins og dæmin sýna. Óþarft er að telja þau upp. En það verð ég að segja, að fáum þykir mér hafa tekizt þetta eins vel og Sigurjóni, og engum betur. Hon- um hefur lánazt að skapa sér stíl, að vísu eigi alls kostar hnökralausan, en þó gæddan töfrum, ljóðrænni fegurð og mýkt. Uppistaðan er fornmálið og nútíðaríslenzkan í senn, en ívafið gert úr ævintýra- og hug- myndaheimi skáldsins sjálfs, ver- öld, er það hóf að skapa sér í hjáverkum frá barnakennslu norður í Þingeyjarþingi á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar eða jafnvel fyrr. Smásögusafnið Það, sem ég sá er nú að koma út, að mestu endurprentað. Sögurnar í því eru raunar ærið misjafnar að gerð og gæðum. Sumar eru augsýnilega endurminningar frá æskustöðv- Sigurjón Jónsson um höfundarins á Húsavík. Aðr- ar eru í raun og sannleika smá- sögur, gerðar af mikilli kunnáttu, svo sem Fisið og Grunur. Þó að endurminningarnar, sem ég nefni svo, hafi varla allar jafnmikið lífsgildi og listar, er gaman að þeim flestum. Beztar þykja mér Frá liðinni öld og Minning. Hún fjallar um fóstru Sigurjóns, Guð- rúnu Jónsdóttur, sem eftir lýs- ingu hans að dæma hefur verið gædd flestum ágætustu kostum þessa kynstofns, sannkölluð drottning í tötrum. Þetta er frá- bærlega fögur mannlýsing, sem ég trúi, að sé alveg sönn. Sigurjón Jónsson er sérkenni- legt skáld. Hann er bæði misk- unnarlaus og mildur í senn. Sums staðar kann stíll hans að virðast gerður af sérvizku eða fordild, jafnvel forneskjulegur. Svo er þó ekki. Honum er eiginlegt að rita eins og hann gerir. Vægðar- laus er hann við sjálfan sig sem aðra, oftast stuttorður eins og Ari. Enginn núlifandi höfundur, kemst nær því að rita það, sem nefna mætti lakónskan stíl. Það hefur Sigurjón lært af fornsög- unum, er hann dáir. f fornöldinni hefur þrá hans á efri árum feng- ið fullnægju í viðfangsefnum. Hann minnir á Grím Thomsen, sem sagði: „í nútíðinni nátt- tröll ég slóri“. Þetta var að vísu eigi alls kostar rétt um Grím. Það á eigi heldur við Sigurjón. Öldin og fyrirheitin fögru á morgni hennar hafa raunar brugð izt honum eins og fleirum. En hann er enn gæddur sérstæðum kráfti og persónuleika, einurð, hreinskilni og hörku, sem marg- ir yngri menn mættu öfunda hann af. Milli vita sá ég og heyrði Sig- urjón Jónsson kenna börnum heima í átthögum mínum — var þá enn of ungur til að njóta til— sagnar hans — hressa sig úti i norðlenzkri stórhríð og rita ævin týri á kvöldvökum, þegar færi gafst. Snemma beygðist krókur- inn að þvi, sem verða vildi. Ára- tugum síðar hittumst við aftur, auðugri af reynslu, og höfum nú átt langt samstarf, sem ég minnist með einskæru þakklæti. í æsku heyrði ég Sigurjón Jóns- son nefndan „hinn hvíta‘', sem stafaði af ljósu yfirbragði hans. Enn í dag minnir hann mig á hvítan fugl. Megi honum auðnast flugið sem hæst og lengst. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. 3/o herbergja íbúð í Vesturbænum óskast til kaups. Mikil útborgun möguleg. íbúðin þarf ekki að vera laus til íbúðar fyrst um sinn. Tilboð merkt: „Vesturbær — 4119“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld. TAKID EFTIR Allt að 100 kr. í kaupbætir ef heppnin er með. V hálsinálspeysur, golftreyjur, peysusett, barna- peysur, unglingapeysur, Kvenundirfatnaður í úrvali. fsabella nælonsokkar o.fi. tegundir. Tvennir fyrir eitt verð, ef heppnin er með. Laugaveg 60. 1 ( < * LESRÖK BARNANNA Strúturinn R \ S IVI U S Rasmus synai nú skot- fimi sína. Hann tók sím- ann, skaut inn í talrörið og sýndi hvernig kúian kom út úr heyrnp-*—»k- inu í öðrum síma. Hún j að spíla, ga.di. ai ftas- hitti beint í mark á skot- mus kolkrabba inn á skífunni, enda hélt negra sviðið og með mörgu örm kóngurinn á símanum. | unum sínum spilaði hann Þegar hljón- -veP’i' 't*i ^apr-'n sir’'usmars. Allir Klöppuðu og siðan , spotta í priKið, sem nota i ið datt niður Skvamp! sýndi Rasmus jafnvægis- | itti í jafnvægisþrautinni. [ Vatnið, fiskurinn og kér- þraut og boltaieik. Fyrst [ Næst lét Rasmus gull- [ ið datt beinl ofan á höfuð lét hann alla boltana j fiskaker vega salt á prik- ið á Rasmusi. Fólkið hélt, haldast á lofti og snúast j inu ofan á nefinu á sér. að þetta hefði verið eitt í hring. Hann tók ekkert | En Sammi kippti allt í1 atriðið í sýningunni og eftir, að Sammi batt' einu í spottann, svo prik -1 skemmti sér prýöilega. blómið, sagði mamma hans. — Já, svaraði drengur- inn. sem betur fór gerði hann ekki annað en að naga rótina af. u Presturinn var að koma aeim frá hjónavíxlu. 3tína litla, dóttir hans, ipurði: „Pabbi, hverjir voru nú rð gifta sig?“ „Það var systrabrúð- kaup, vina mín“. „Jæja“, sagði Stína, „það hafa þá ekki verið neinir karlmenn með í þetta skipti". 3á Mamma: Óli, ef þú held ur alltaf áfram að blaðra, neyðist ég til að setja hengilás fyrir munninn á þér. Óli: Þýðir ekki: Þá fer ég bara að hvísla gegn um skraargatið. Bambi í FJARSKA sáu þeir 'litra á vatnið. Leiðin var löng, en Jumbó sóttist Eerðin vel og um kvöldið náðu þeir í áfangastað. Bambi stökk af baki og leysti krókódílinn aftan úr. — Nú getur þú stokk- ið út í vatnið þitt, sagði hann við krókódíiinn. en ófreskjan hreyfði sig ekki úr sporunum. — Af stað með þig, þrumaði Jumbó. Krókó- díllinn fór að gráta. — Hvað er nú?, spurði Bambi. — Þetta eru bara krókódílatár, sagði Jumbó. — Ég get ekki lifað í vatninu, ef ég get ekki lokað munninum. Sýnið mér meðaumkvun og takið trjágreinina úr gininu á mér, bað krókó- díllinn. — Gættu þín, Bambi, sagði Jumbó að- varandi, ef þú losar greinina, etur krókódíll- inn þig. — Æ, nei, nei, það skal ég ekki gera, lofaði krókódíllinn. — En við getum samt ekki skilið hann svona eftir, sagði Bambi, sem aumkvaðist nú yfir óvin sinn. — Flýttu þér þá upp á bakið á mér, svo að hann nái ekki í þig. Mér getur hann ekkert gert, því að ég er svo sterkur, sagði Jumbó. — Jumbó greip nú utan um greinina með ranan- um og fór að reyna að losa hana. Krókódíllinn yeinaði: — Hættu hættu, það er svo sárt! — Ég get svo sem vel hætt, sagði Jumbó. Það er undir þér sjálfum komið, hvort þú /ilt losna við greinina. leyndu að opna ginið íins mikið og þú getur og ?á gengur þetta betur. Krókódíllinn fór að ■áðum Jumbós og brátt Um kvöldið náðu losnaði greinin. Jumbó togaði svo fast, að hann datt aftur yfir sig. Krókó díllinn var ekki lengi að notfæra sér það, stökk á hann og hjó tönnunum utan um ranann á hon- um. — Þarna gat ég loks- ins náð mér niðri á þér, urraði krókódíllinn. Jumbó togaði af öllum kröftum. Það tognaði á rananum eins og gúmmí- bándi. Allt í einu hljóp Jumbó móti krókódílnum, lyfti upp fætinum og bjó sig til að sparka í hann. Þá varð krókódíllinn hræddur, sleppti takinu >g forðaði sér undan lumbó út í vatnið. — Jumbó var reiður. Ran- inn á honum var allur rifinn og blóðugur eftirj krókódílinn. — Aumingja Jumbó,1 sagði Bambi og stökk af | baki, nú skal ég binda' þeir á áfangastað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.