Morgunblaðið - 02.11.1958, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.11.1958, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnuda^ur 2. nðv. 1958 Nokkur atriði um útvarpsins í vetur Spurningar „hryllings"-saga, geim- ferðir og leikfimi EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, hefur vetrardagskrá út- varpsins verið ákveðin. Ýmsir gamlir þættir verða áfram eins og „Skáldið og ljóðið", sem Knútur Bruun og Njörður Njarð- vík sjá um og verður fyrsti þátt- urinn í kvöld. Þá verða kynnt ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Þátt- ur Sigurðar Magnússonar verður einnig áfram og ýmisiegt fleira verður með svipuðu sniði og áð- ur eins og t. d. lestur útvarps- sögunnar. Eins og kunnugt er, les nú sr. Jón Thorarensen út- varpssöguna og er það skáldsaga hans Útnesjamenn. Um tónlistina má taka það fram, að ráðinnhefur verið nýr hljómsveitarstjóri út- varpsins, Hans Antolitsch frá Vín arborg. Af nýjum dagskrárliðum má nefna samtalsþátt Sigurðar Bene diktssonar, sem ráðgert er, að verði einu sinni í viku. Þá er Sveinn Ásgeirsson byrjaður með nýjan spurningaþátt, eins og al- kunna er, og hefur hann hlotið nafnið „Vogun vinnur — vog- un tapar“. Þykir mönnum þessi þáttur hafa farið vel af stað, ekki sízt vakti það athygli, hve þeir, Ný sending ☆ Cólflampar — Verð kr: 695, — Borð- og vegglampar í miklu úrvali. — Verð frá kr: 175. — Skrifborðslampar Vönduð og vel þegin tækifærisgjöf. Verð kr: 295. — Hskla Austurstræti 14 — Sími 11687. I dagskrá Sveinbjörn Jakobsson bóndi, Hnausum sem spurðir voru, stóðu sig yfir- leitt vel. Geta þeir unnið allt að 10 þúsund krónur, ef þekking þeirra er nógu traust og heppnin er með. Mbl. hefur snúið sér til Sveins Ásgeirssonar og spurt hann nokkurra spurninga um þátt hans: — Ég þarf ekki að kvarta undan því, að nægilega margir þátttakendur fáist ekki. Þeir haía komið af frjálsum vilja, og vona ég, að það haldist. — Hver ætlar að borga þessar 10 þúsund krónur, ef einhver verður svo heppinn að vinna þær? — Útvarpið. Þeir eru orðnir svo stórhuga upp á síðkastið. ■— En er þess nú vænzt að ein- hver vinni þessa upphæð? — Það er hiklaust gert ráð fyr- ir því. — Koma ekki þyngstu spurning arnar síðast? Flosi Ólafsson. — Hver er þyngsta spurning- in? Annars geri ég ráð fyrir, að þyngsta spurningin verði oftast sú, sem menn geta ekki svarað! Skiptir þá ekki máli, hvort hún kemur fyrst eða síðast. — Eruð þér ánægður með byrj- — Minning ÞANN 24. f.m. andaðist á Hér- aðshælinu á Blönduós bóndinn Sveinbjörn Jakobsson á Hnaus- um í Þingi. Hann lá rúma 2 sólarhringa. Var banamein hans heilablæð- ing. Hann verður jarðsunginn á Þingeyrum á morgun, 3. nóv. Sveinbjörn var fæddur í Ár- nesi á Ströndum 20. okt. 1879 og því réttra 79 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Sveinsína Sveinbjörnsdóttir prests í Árnesi og Jakob Þor- steinsson er lengi var verzlunar- stjóri í Flatey á Breiðafirði. Var Jakob yngstur af 7 börnum Þor- steins Helgasonar bónda á Grund í Svínadal, og konu hans Sigur- bjargar Jónsdóttur prests á Auð- kúlu. Sveinbjörn missti móður sína 2ja ára gamall og var þá tekinn í fóstur af föðurbróður sínum Ingvari Þorsteinssyni, hrepp- stjóra í Sólheimum, ágætum sæmdarmanni. Ólst hann þar upp við venjuleg sveitastörf. í Möðruvallaskóla fór Svein- björn 19 ára gamall og útskrif- aðist þaðan að 2 vetrum liðn- um. Eftir það stundaði hann barnakennslu og verzlunarstörf nokkra vetur á Patreksfirði, Sauð árkróki, í Reykjavík og Borgar- nesi. Var- lengst skrifstofumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, bæði í Reykjavík og Borgarnesi, og reyndist þar sem annarsstaðar traustur og öruggur starfsmaður og naut almennra vinsælda. Á þessum árum var hann nokk- ur sumur í kaupavinnu í æsku- sveit sinni Svínavatnshreppi, í Sólheimum Stóradal og Holti. Árið 1914 keypti hann hálfa Hnausa á móti frænda sínum Jakobi Guðmundssyni frá Holti. Hóf Jakob þá búskap á allri jörð- inni, en þess ágæta manns naut ekki lengi við. Vorið 1916 flutti Sveinbjörn norður og hóf búskap á Hnausum. Þar hefir hann búið sæmdarbúi alltaf síðan. Árið 1917 kvæntist hann Kristínu Pálma- dóttur skörulegri myndar konu. Er hún húnvetnsk í föðurætt, en af skagfirzkri móðurætt. Þau Knútur Skeggjason og Sigurður Þorsteinsson. — Já, finnst hún hafa tekizt vonum betur. Ég þakka það ekki sízt mínum ágætu samstarísmönn um. — Þess má loks geta, að úrk- ert handrit er að einni einustu setningu, sem sögð er í þættinum, nema þá spurningunum, svo ekki er laust við, að þetta reyni á taug arnar. — Viljið þér ekki segja okkur þær spurningar, sem lagðar verða fyrir þátttakendur í næsta þætti? — Jú, sjálfsagt, þegar honum verður útvarpað. ★ Og með það íbrpm við á fund Flosa Ólafssonar, sem hefur með höndum stjórn á sakamálaleik- riti útvarpsins. Það er samið upp úr banadrískum reyfara „Því miður — skakkt númer“, eftir Allan Ullmann og Lucille Fletcher. Þátturinn hefur vakið allmikið umtal og eru sumir ánægðir, en aðrir reiðir, eins og gengur, finnst hann sannkallaður „hryllingur", svo að notað sé saumaklúbbamál. — Hvað viltu segja um söguna, Flosi? hjón eignuðust 6 börn og eru & þeirra á lífi, öll fullorðin og hÉl ágætasta fólk. Þau eru: Guðrún, gift Dýr- mundi Ólafssyni, póstfulltrúa í Reykjavík; Leifur nú bóndi á Hnausum, ókvæntur; Jakob bif- reiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Þórdýsi Ingu Þorsteinsdóttur; Jórunn Sigríður, gift Hafsteini Hjartarsyni, lögregluþjóni í Reykjavík, og Svafa sem er heima á Hnausum, ógift. Heimili þeirra Hnausahjóna hefir alla tíð verið hið mesta ágætis heimili. Það er í þjóð- braut og þar er símstöð sveitar- innar. Var Sveinbjörn símstjóri allan sinn búskap. Þar var oft mjög gestkvæmt alla tíma árs. og gestrisni hin mesta. Sveinbjörn byggði á Hnausum vandað íbúðarhús úr steini og mikið af útihúsum. Hann leiddi heim vatn langa leið í félagi við mótbýlismann sinn. Túnið hefir hann sléttað og stækkað stórlega og önnur mannvirki á jörðinni hafa verið framkvæmd í hans tíð, svo sem: girðingar, áveita og framræzla. Var Sveinbjörn mjög lengi í stjórn Áveitufélags Þingbúa, en það félag hefir látið gera áveitu á stórt engjasvæði margra jarða og ræsa það fram. Stærsti hlutinn af því svæði er eign Hnausa. Af því sem hér er sagt, er augljóst, að hið þekkta höfuðból Hnausar hefir tekið miklum stakkarskiptum undir stjórn Sveinbjarnar. Hygg ég óhætt að fullyrða að nú er hálflendan mun betri um heyskaparaðstöðu og mannvirki en jörðin var öll þá er Sveinbjörn hóf þar búskap sinn fyrir 42 árum. Þar hefif hann gengið til góðs, götuna fram eftir veg. Sveinbjörn Jakobsson var hinn mesti sæmdarmaður og hafði hylli almennings vegna Ijúf- mennsku, alúðar og drenglyndis. Hann var greindur maður og sér- lega hygginn búmaður, svo sem frændur hans margir. Hann var nokkuð hlédrægvií- og vildi sem minnst blanda sér í annara mál, en vinfastur og traustur í allri starfsemi. Á yngri árum var hann mikill afkastamaður til vinnu og alla tíð sívinnandi. Vann að staðaldri að búi sínu til síðustu stunda. Svo sem að líkum lætur var hann orðinn mjög slitinn eftir erfiðan ævi- dag, en þó við sæmilega heilsu. Kom því fráfall hans allmjög á óvart. Vinir hans og venzlamenn vonuðu að njóta hans lengi enn. Ég sem þessar línur rita horfi á eftir þessum mínum ágæta vini yfir hafið mikla. Um orðin ör- lög þýðir eigi að kvarta þegar svo er komið. En söknuðurinn fyllir hugann og þakklæti fyrir trausta vináttu, gófía samvinnu og marg víslegar ánægjustundir á liðinni ævi, svífur norður yfir fjöllin, þar sem fjölmennur hópur ást- vina sveitunga og frænda kveður hinn látna sæmdarmann. Minn- ingarnar um hann eru ánægju- legar og góðar. Konu hans, börn- um og öllu venzlafólki votta ég einlæga samúð og hluttekningu. Jón Pálmason. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.