Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 2
2 mor nrmnr 4Ðir Sunnudagur 2. nóv. 1958 Sigrar Rockefeller? ÞAÐ er nú helzt álitið að fram- bjóðandi republikana, milljónamær ingurinn Nelson A. Rockefeller, muni sigra í ríkisstjórakosningun um, sem fram eiga að fara á þriðjudaginn í sambandsríkinu New York. Virðist sem fylgi þessa unga vellríka manns hafi heldur farið vaxandi eftir því sem leið á kosningabaráttuna. Á þriðjudaginn fara fram, víða í Bandaríkj unum, þingkosningar, kjör ríkisstjóra og öldungardeild arþingmanna. Mesta athygli hef- Ur kosningabaráttan vakið í Kali- forniu og New York, þar sem ætl- að er að einn helzti leiðtogi re- publikanaflokksins, William Know land sé mjög hætt kominn, og verði þar jafnvel endalok stjórn- málaferils hans. 1 New York ríki hefur það hins vegar þótt einstætt að tveir mill- jónamæringar hafa boðið sig fram og keppa um embætti ríkisstjór- ans. Þeir eru demokratinn Averell Harriman, sem kosinn var ríkis- stjóri með naumum meirihluta ár- ið 1954, og republikaninn Nelson Rockefeller. Fram að þessu hefur það þótt heldur óvænlegt til kjör- fylgis að bera heitið milljónamær- ingur. Nú virðist þetta orðið breytt. Þvert á móti er eins og al- þýðufólk hafi gaman af þegar þessir auðugu og frægu menn „koma niður á jafnsléttuna" til þess að taka í hendurnar á því og segja við það nokkur vel valin orð fyrir kosningarnar. !^¥S3W!Sí,/:%:í9!WR:í;: I Listamannaskáíanum stendur enn yfir sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, myndhöggvara, sem Félag íslenzkra myndlistarmanna gengst fyrir i tilefni af 50 ára afmæli lista- mannsins. Sýningin er opin frá klukkan 2 til 10 síðdegis. — Myndin hér að ofan er af brjóstmynd af Jóni Krabbe. Hún er steypt í eir. Brezku togurunum er skipað að vera ,innan línu7 3 daga íveiðiferð FRÁ því að hin nýju fiskveiði- takmörk tóku gildi hinn 1. sept. sl. og til þessa dags er ekki vitað um að önnur skip hafi stundað ólöglegar veiðar hér við land en brezkir togarar, en þeir hafa. eins og kunnugt er gert það sam- kvæmt fyrirmælum útgerðarfé- laga sinna og undir vernd brezkra herskipa. Þessar ólöglegu veiðar hafa þó ekkí verið stundaðar jafnt kring- um allt land, heldur á ákveðnum svæðum og undir stjórn yfir- manna brezku herskipanna, eða umboðsmanna togaraeigendanna, sem hafa verið þar um borð. Virðast ákveðnar reglur hafa gilt um þar, en þær eru í stuttu máli þannig: í fyrsta Jagi hefir hver brezkur togari, sem veiðir á íslandsmiðum fyrirmæli um að stunda ólöglegar veiðar a. m. k. 3 sólarhringa (72 klst.) í hverri veiðiferð, á einhverju þeirra veiðisvæða. sem vernduð eru af herskipunum. Hann skal tilkynna bæði komu sina og brottför frá svæðinu og vera í nánu radio-sambandi og undir algerri yfirstjórn herskip- anna á meðan hann dvelst þar. Þessum reglum virðist hafa verið hlýtt, og togararnir stundað sinar þriggja sólarhringa ólöglegu veiðar á verndarsvæðunum, hvort sem nokkurn fisk var þar að tá eða ekki. í öðru lagi er hverjum togara Dagskrá Alþingis Á MORGUN er boðaður fundur í neðri deild Alþingis á venju- legum fundartíma kl. 1,30 mið- degis. Þrjú mál eru á dagskrá. Frumv. til laga um heimild fyr- ir ríkisstjórnina til að innheimta ýmis gjöld með viðauka árið 1959. Er það til 3. umræðu. — Frumv. til laga um bráðabirgða- brevtingu á lögum um bifreiða- skatt er til 1. umr. og frv til laga um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins ex til 1 umr. algjörlega bannað að veiða innan gömlu 4 sjómílna takmarkanna, svo og að veiða innan 12 sjómílna takmarkanna utan hinna á- kveðnu svæða. Ekki er annað vitað en að þess- um reglum hafi verið hlýtt, nema í einstaka tilfellum, en íslenzku varðskipin (og líka brezku her- skipin) hafa komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Loks má eng- inn togari hafa viðskipti við land, eða önnur skip án vitundar her- herskipanna og með samþykki þeirra og alls ekki sigla að og frá veiðisvæðunum innan 12 sjó- mílna markanna. Frá byrjun hafa verndarsvæði brezku herskipanna verið þrjú, hvert um 30 sjómílur á lengd, eða samtals um 9% af stækkun fiskveiðitakmarkanna úr 4 í 12 sjómílur. Hins vegar hafa brezku togararnir að langmestu leyti verið yzt, eða mjög utarlega á svæðunum, þannig að raunveiu- lega hefir aðeins lítill hluti aukn- ingarinnar verið nýttur að stað- aldri til ólöglegra veiða. Sérstak- lega er þetta áberandi fyrir Vest- I f jörðum, þar sem aðalveiðisvæðið I hefir verið um eða rétt innan við takmörkin. Af þessum þremur svæðum hafa yfirleitt tvö verið fyrir Vestfjörðum og eitt fyrir austan eða norðaustan land. Hafa oftast um 10 til 15 togarar verið að ólög- legum veiðum fyrir vestan, en 4 til 5 fyrir norðaustan. Hins vegar hefir ekki orðið vart við neinar ólöglegar veiðar á öllu svæðinu frá Breiðafirði suður um til Austurlands, svo og aðeins lítils háttar fyrir Norðurlandi, en á þessum slóðum vissi Landhelgis gæzlan um erlenda togara að veið um i 264 skipti á sama tíma í fyrra, þar af 235 sinnum fyrir sunnan og 29 sinnum fyrir norð- an. Að jafnaði hafa 4 brezk her- skip auk birgðaskips verið her við land samtímis til verndar brezku togurunum, en þar sem iðulega hefir verið skipt um skip þá hafa alls 14 tundurspillar og freigátur auk 3 birgðaskipa, eða samtals 17 skip með rúmlega 2700 manna áhöfnum tekið þátt í þessum aðgerðum. Á sama tíma hefir íslenzka landhelgisgæzlan notað 7 varð- skip og 1 til 2 flugvélar, áhafnir samtals um 112 manns. Stærð is- lenzku varðskipanna samtals mun vera nálægt 1/30 af saman- lagðri stærð brezku skipanna, en mesti ganghraði þeirra 2 til 3 sinnum minni. Síðastliðna tvo mánuði hafa íslenzku varðskipin og flugvélarn ar farið 55.450 sjómílur í gæzlu- erindum, en það er um 214 sinn- um meira en á sama tíma í fyrra. Til þessa dags hafa alls 113 brezkir togarar verið kærðir fyr- ir ólöglegar veiðar, þar af margir oftar en einu sinni. Af þeim voru um % hlutar gömui skip, annað hvort smíðaðir fyrir síðasta stríð eða í því, og aðeins örfáir yngri en 8 ára. (Landhelgisgæzlan). Einu af brezku verndar- svœðunum við ísland breytt KAUPMANNAHÖFN, 1. nóv. — Brezka stórblaðið Daily Mail skýr- ir frá því í forsíðufregn í dag, að samkvæmt góðum heimildum undirbúi íslenzka stjórnin nú stríð við brezka togara, sem veiða innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi íslands. í fréttinni segir enn- fremur, að í ráði sé að vopna íslenzku sjóliðana, sem taka eiga brezku togarana, en í vetur hugsi Islendingar sér að taka minnst fjóra brezka togara í landhelgi og dæma skipstjóra þeirra í tveggja til þriggja ára fangelsi. land. Ástæðan sé sú, að togar- arnir hafi hingað til getað legið í vari undan ströndum landsins, en í vetur verði það ekki hægt. Til þess að minnka áhættuna vegna storma og illviðra hefur verið ákveðið að breyta einu verndarsvæðanna, svo að brezku herskipin eigi auðveldara með að vernda brezku togarana. Loks skýrði Sir Farndale frá því, að brezki flotinn hefði veitt togur- um ómetanlega aðstoð og mundi hann halda því áfram. Á íslands- miðum yrðu að staðaldri tveir tundurspillar og tvær korvettur. Sambandsríki Þá segir í skeyti frá Höfn um þessa grein brezka blaðsins, að sjávarútvegsmálaráðherra ís- lands hafi nú ýmis plön á prjón- unum eftir Moskvuför sína. — Hann hafi verið í Moskvu í sum- ar og þar urðu menn sammála um nauðsyn þess, að ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu og stofnað verði hlutlaust sam- bandsríki á Norður-Atlantshafi, með þátttöku íslands, Grænlands og Færeyja. t Reutersskeyti til Mbl. segir, að Sir Farndale Phillips, for- seti togaraeigendafélags Bret- lands, hafi sagt í samtali við fréttamenn í gær, að í ráði sé að gera breytingar á einu verndar- svæði brezku togaranna við ts- Bílastöður bann- aðar við Dóm- kirkjuna? MIKLAR líkur benda nú til þess, að með öllu verði bannaðar bíla- stöður á Kirkjutorgi, sunnan Dómkirkjunnar. Hefur bæjarráð samþykkt að leggja til að bila- stæðin þar verði lögð niður. Þar voru fyrir nokkru settir upp stöðu mælar. Mun af bílastæðinu leiða truflandi áhrif á messur og aðr- ar helgiathafnir í Dómkirkjunni. Sigurjón Jónsson ,,Það sem ég sá" 22 smá- sögur eftir Sigurjón Jónsson ÚT er komið nýtt safn smásagna eftir Sigurjón Jónsson, hinn þjóð kunna rithöfund sem á þriðja tugi aldarinnar vakti á sér al- menna athygli með skáldsögum, ævintýrasöfnum og ljóðabók. Þetta smásagnasafn nefnir höf- undurinn „Það sem ég sá“, og eru þar saman komnar ýmsar af gamalkunnum smásögum hans, þeim sem hlotið hafa mest lof gagnrýnenda. Má t. d. nefna sög- urnar „Rauðir sokkar“; „Frá horf inni öld“, „Grunur", „í sláturtíð- inni“, „Fisið“, „Tvær geðveik- ar“ og „Slæmir hormónar" sem allar hafa verið lofaðar af gagn- rýnendum. Aðrar sögur í bókinni bera þessi nöfn: „Sumargjöf langafa", „Munaðarleysinginn", „Galin- hopp“, „Fjallavætturin", „Lenda koddinn“, „Vofan í dalnum“, „Ævihlaup”, „Hjónavígslan", „Rauða blómið“, „Að Saurum", „Ég og nafni minn“, „Kvikmynd", „Auður í Mávahlíð", „Helga Jarls dóttir" og „Minning". Sumar eru sögurnar nýjar af nálinni. Hverri sögu fylgir mynd eftir Atla Má. Bókin er 318 blaðsíður í stóru broti og sérlega vönduð að öllum frágangi. Er hér greinilega sam- ankomið það bezta sem eftir Sigurjón Jónsson liggur á vett- vangi smásagna. Þetta er sext- ánda bók Sigurjóns til þessa. Af fyrri bqkum hans má nefna skáld sögurnar „Silkikjólar ög vaðmáls buxur“ og „Glæsimennska", sem fyrst komu út árin 1922 og 1924. ->■ Pasfernak Framh. af bls. 1 Hann gæti haldið áfram að búa þar og lifað á ritlaunum fyrir þýðingar á ljóðum og öðrum verkum. En því má ekki gleyma, að rússneskir ráðamenn og rithöf undar hafa margsinnis gefið í skyn, að skáldið mundi verða hamingjusamara erlendis, meðal „dreggja landflóttalýðsins", eins og þeir hafa komizt að orði. í bréfi því, sem Paster- nak hefur sent Krusjeff seg- ir svo: „Ég sný mér til yð- ar persónulega, miðstjórnar kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna og Sovétstjórnar- innar. Ég sé af ræðu T. Semich- astny (formanns Æskulýðs fylkingar Sovétríkjanna), að „stjórnin mundi ekki hindra hrottför mína frá Sovétríkjunum“. Mér er það ómögulegt. Ég er hundinn Rússlandi, hæði vegna þess að ég er fæddur þar, og þar hef ég lifað og’ starfað. Ég get ekki hugsað mér líf mitt nema í nánum tengsl um við Rússland. Hverjar svo sem yfirsjón- ir mínar eru, þá gat ég ekki ímyndað mér, að ég yrði miðdepill pólitískra átaka, sem hófust á Vesturlöndum í samhandi við nafn mitt. Vitandi þetta skýrði ég sænsku akademíunni frá . því, að ég hafnaði Nóbels- verðlaununum af frjálsum vilja. Brottför (departure) úr föðurlandi mínu samsvarar dauðadómi og af þeim sök- um hið ég yður að gera ekki strangar ráðstafanir gegn mér. Ég býst í einlægni við, að ég geti sagt, að ég hafi gert ýmislegt fyrir Sovét- bókmenntir og geti enn orð- ið þeim að liði. Pasternak.“ Bréf þetta minnir mjög á þær játningar, sem alþekktar eru í Sovétríkjunum. Þess má loks geta, að nokkuð mismunandi túlkun var í frétt- um, sem bárust í gær á því, hvað fælist í bréfi Pasternaks og yfir- lýsingu Tass-fréttastofunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.