Morgunblaðið - 26.11.1958, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.1958, Page 2
2 MORGl’ NBLAÐtÐ Miðvikudagur 26. nðv. 1958 * JÞegrar Tyrone Power iéll * Hér birtist síðasta myndin, sem tekin var af einvígi þeirra George Sanders og Tyrone Powers í Madrid. Skömmu seinna var Tyrone Power liðið lík. 1 kvikmyndinni um Salómon og drottninguna af Saba átti Tyrone að leika Salómon, en George Sanders bróður hans. Háðu þeir einvígi, þar eð þeir elskuðu báðir drottninguna af Saba. Drottningnua leikur Gina Lollo- brigida. Hún grét, er hún sá, Tyrone féil niður helsjúkur. Senn þarf að útbúa ióla póstinn Mikils vœnzt af fundi de Gaulle og Adenauers LONDON, 25. nóv. — Miðlunar- tillögur þær sem vitað er, að fram hafa komið i sambandi við ágreininginn um fríverzlunar- svæðið miða að því að deila Evrópu í fleiri efnahagssamvinnu heildir en upphaflega hafði verið ráð fyrir gert. Er þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í Lond- on. Hollenzkur séirfræðingur gerði í dag að tillögu sinni, að reynt yrði að koma málum svo fyrir með samningum milli eínstakra ríkja — svo að auðveldara yrði Austurvegur - um Svínahraun - opnaður MERKUM áfanga hefur nú þeg- ar verið náð við lagningu Aust- urvegar, því að fyrir nokkrum dögum var sá hluti vegarins er liggur gegnum Svínahraunið og þvervegur af honum sem ligg- ur upp á Hellisheiðarveg, opn- aður fyrir umferð bíla. Þessi veg ur er 4.5 km. langur. Vegamálaskrifstofan tilkynnti þetta formlega í gær. Sem kunn- ugt er, hefur Svínahraunið allt- af orðið mög fljótlega ófært bíl- um, í snjóum og mjög erfitt að halda hrauninu opnu, því að veg- urinn um það er ekki upphækk- aður og fennir því fljótlega í för bílanna, ef vindur hreyfir snjó- inn. Þá segir í tilkynningu véga- málastjórnarinnar, að þar sem þvervegurinn af Austurvegi kem ur á Hellisheiðarveginn, í Hvera- dalabrekku, hafi þar í brekkunni verið lagður 500 m langur vetrar vegur, upp á hraunbrúnina neð- an Skíðaskálans. Um hann eiga bílarnir að aka þegar aðalvegur- inn teppist í snjóalögum. Þessi nýi vegur gerir það t.d. kleift fyr ir Reykvíkinga að bregða sér miklu oftar á skiði, — þegar snjór er á hinum vinsælu skíða- slóðum í Hveradölum, — en að- altilgangurinn er auðvitað sá að "tryggja betur samgöngurnar milli höfuðborgarinnar og land- búnaðarhéraðanna fyrir austan Fjall. Við það að þessi nýja leið hef- ur verið opnuð, styttist Hellis- heiðarvegur um 1,3 km. Árshátíð Sjálf- stæðisfélapanna í Hafnarfirði HAFNARFIRÐL — Arshátíð Sjálfstæðisfélaganna hér verð ur haldin í Góðtemplarahús- inu n.k. laugard. og hefst hún kl. 8,30 síðd. — Hún verður með svipuðu sniði og í fyrra. en nánar verður sagt frá til- högun hennar hér í blaðinu siðar í vikunni. — Mikil að- sókn hefir ávallt verið að árs- hátíð Sjálfstæðisfélaganna, enda vel til hennar vandað. G. E. Dagskrá Alþingis í DAG er boðað til fundar í Sam- einuðu Aiþingi á venjulegum tíma. Fjögur mál eru á dagskrá. 1. Skýrsla iðnaðarmálaráð- herra um fríverzlunarmálið. 2. Steinsteyptur vegur frá Hafnar- firði til SfUidgerðis, þáltill. 3. Hag rannsóknir, þáltill. 4. Almanna- tryggingalög, þáltill. að stíga næsta skrefið í áttina að sameiningu. Annars er of snemmt að leggja árar í bát, því að mikils er vænzt af fundi þeirra Adenauers og de Gaulle. Zarubin látinn LONDON, 25. nóv. — TASS- fréttastofan rússneska skýrði svo frá í dag, að Georgi Zarubin, að- stoðarutanríkisráðherra Rússa, hefði látizt í gær úr „illkynja sjúkdómi.“ Zarubin var 58 ára að aldri. Hann hafði um árabil verið sendiherra Rússa í Was- hington, London og Ottawa og var talinn einn fremsti „diplo- mat“ Rússa. Hann var jafnframt fulltrúi Rússa á fjölmörgum al- þjóðaráðstefnum, á utanríkisráð- herrafundinum í París 1947, utan ríkisráðherrafundi fjórveldanna í Berlín 1954 og jafnframt í rúss- nesku sendinefndinni á ríkisleið- togafundinum í Genf 1955. Hann átti sæti í miðstjórn kommúnista flokksins. 134 mislingatilfelli í GÆRKVÖLDI sendi skrifstofa borgarlæknis i.il blaðsins yfirlit um farsóttir þær er nú herja hér í bænum. Eins og kunnugt er, þá eru það mislingarnir sem helzt er um að ræða. Það kem- ur í ljós við athugun á útbreiðslu misbnganna, að þeir virðast hafa farið nokkru hraðar yfir síðustu tvær vikurnar en til dæmis í byrj un mánaðarins. Samkvæmt yfir- litinv voru skráð 134 mislinga- tilfelli vikunna 9.—15. nóv. — Vígsla félagsheim- ilisins á Flúðum í GREININNI af vígslu Félags- heimilisins að Flúðum í gær, brá prentvillupúkinn á Ieik. Er þar fyrst að geta, þar sem standa átti virðulegar húsfreyjur, stóð bústýrur. Eru húsfreyjurnar í Hrunamannahreppi vissulega beðnar afsökunar. Þá var allt í einu búið að flytja Hraungerðis- hrepp upp í Hreppana, en þar átti auðvitað að standa Hruna- mannahreppur. Varðandi fram- lögin til félagsheimilisins, þá hef ur Félagsheimilasjóður þegar greitt 315,000 kr. og hlutur Ung- mennafélagsins er 250 þús. kr. Fjárhæðir þessar voru báðar taldar lægri i frásögninni og leið- réttist það hér með. Eins víxluð- ust nöfn tveggja manna undir myndinni af byggingarnefnd Flúðaheimilisins, þeirra Magnús ar Ögmundssonar Galtafelli og Helga Kjartanssonar í Hvammi. Þá skal þess getið að til kaupa á borðum og stólum söfnuðust inn- an sveitarinnar 106.000 kr. En kvenfélagskonur gáfu aftur á móti borðbúnað og ýmsan annan húsbúnað til heimilisins. WASHINGTON, 25. nóv. — Tals- maður Bandarikjastjórnar upp- lýsti í dag, að Túnisstjórn hefði nú fallizt á skilyrði þau sem Bandaríkin setja fyrir vopna- sölu til útlanda. Munu fulltrúar stjórna beggja ríkjanna setjast á rökstóla innan tíðar til þess að ræða væntanleg vopnakaup Tún- is í Bandaríkjunum, en ekki er j ákveðið hvar og hvenær fundur- J inn verður hldinn. PÓSTSTOFAN í Reykjavík vill vekja athygli póstnotenda á því, að nú fer að líða að því að út- búa þarf jólapóstinn. Skipaferðir til útlanda fyrir jól verða allar fyrri hluta des- embermánaðar, og þarf því að skila öllum sendingum (bréfum og bögglum), sem fara eiga sjó- leiðis, í síðasta lagi: Fyrir 5. des. til Ameríku (U. S.A. og Canada). Fyrir 8. des. til Englands og áfram. Fyrir 11. des. til Norðurlanda og meginlands- ins. Þeim póstsendingum, sem senda á flugleiðis til útlanda, ber að skila til flutnings í síðasta lagi fyrir neðangreinda daga: Bögglapósti fyrir 18. des. At- hygli skal vakin á því, að út- flutningsleyfi þarf fyrir öllum varningi til útlanda nema bókum og blöðum. Leyfi á Skólavörðu- stíg 12. Bréapósti fyrir 18 des. til Ameríku (U.S.A. og Canada). Fyrir 19. des. til Bretlands. Fyr- ir 20. des. til Norðurlanda og meginlandsins. Til staða innanlands þarf í síð- Ekkert svar LONDON, 25. nóv. — Macmillan upplýsti það á þingi í dag, að Krúsjeff hefði enn ekki svarað bréfi um hugsanlegan ríkisleið- togafund Ekki hefur heldur verið látið opinberlega uppi um hvaða vopn hér verður að ræða, en samkv. áreiðanlegum heimildum mun Túnisstjórn fyrst og fremst leggja áherzlu á að búa fótgöngu lið sitt fullkomnari vopnum. Bandariski talsmaðurinn lét þess getið, að Frökkum hefði verið kunngert um gang málanna — og skilyrði Bandaríkjastjórnar fyrir vopnasöhinni væru, að vopnin yrðu einungis notuð í varnarskyni og ekki afhent herj- um annarra þjóða nema með sam þykki Bandaríkjanna. asta lagi að skila til flutnings öll um sendingum, sem eiga að kom ast í hendur viðtakenda fyrir jól, eins og hér segir: Til Austurlands fyrir 15. des. Til Norður- og Vesturlands fyr ir 17. des. Síðustu ferðir með sérleyfis- bifreiðum frá Reykjávík út um land verða dagana 18.—20. des. Jólakort (skrautkort) með á- prentuðum heillaóskum og að- LONDON, 25. nóv. — Brezka ut- anríkisráðuneytið upplýsti í dag, að Abbúd forsætisráðherra Súd- ans og stjórn hans hefði verið kunngert, að brezka stjórnin mundi viðurkenna hana form- lega innan skamms. Þá er kominn til London sér- legur sendimaður stjórnarinnar í Afríkuríkinu Guinea, sem sagði skilið við Frakkland fyrir skemmstu og hlaut sjálfstæði. ' Daillo, en svo heitir sendimaður- ! inn, mun ræða við brezka ráð- herra og gera frekar grein fyrir yfirlýsingu þeirri, sem birt var í Guinea um helgina þess efnis, að til greina kæmi stofnun sam- Togarafarmur af karfa unninn austanlands NESKAUPSTAB, 25. nóv. — Karfafarmurinn, sem bv. Gerpir landaði hér í síðustu viku, reynd- ist 365 lestir og fór hann svo til allur til frystingar. Mikil vinna er við frystinguna, sem gengur vel og mun ljúka á miðvikudag. Karfinn virðist þola þá geymslu ágætlega. Gerpir var 16 daga í þessari veiðiferð. Fór skipið héðan á laugardagskvöld áleiðis á nýju Fylkismið aftur. Þetta er fyrsti togarafarmurinn af karfa, sem unninn er hér austanlands á þessu ári. — Fréttaritari- eins nafnkveðju, má senda i opnu umslagi. Póststofan vill biðja alla að skrifa greinilega utan á send- ingarnar, kaupah frímerkin tím- anlega, líma þau í efra hægra horn utanáskríftarmegin. Pen- inga má ekki senda í almennum bréfum. Jólabréf í Reykjavík verða borin út ásamt öðrum sending- um eftir því sem þau berast, en jólabréf og kveðjur, sem koma í póst eftir 18. des., má búast við að verði ekki borinn út fyrr en eftir jól. bandsríkis Guineu og Ghana. Ghana var áður brezk nýlenda og hlaut sjálfstæði innan brezka samveldisins 1957. Brezka stjórnin ræddi málið í dag. Ef úr stofnun þessa sam- bandsríkis verður mun ráðstefna brezku samveldislandanna skera úr um það hvort Ghana skuli víkja úr samveldinu, eða hvort sambandsríkið fái í heild inn- göngu í samveldið. Frá Alþingi FUNDIR voru haldnir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tima í gær. Á dagskrá efri deild- ar var eitt mál. Frumvarp til laga Um breytingu á lögum um útflutningssjóð. — Var það til fyrstu umræðu og vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar með samhljóða atkv. Tvö mál voru á dagskrá neðri deildar. Frumvarp til laga um skemmtanaskattsviðauka 1959 var til 2. umr. og vísað til 3. umr. samhljóða. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skip- an prestakalla var til 1. umr. og vísað samhljóða til 2. umr. og menntamálanefndar. 11. fundurinn VARSJÁ, 25. nóv. — Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og kínversku kommúnistastjórnarinnar hittust í 11. sinn í dag til þess að reyna að finna lausn Formósumálsins. Fimdurinn stóð í tvær stundir. Enginn árangur varð. Næsti fundur verður haldinn 12. desem ber og munu fulltrúarnir halda heimleiðis í millitíðinni Túnis fœr vopn í Banda- ríkjunum Ghana úr brezka satn veldinu ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.