Morgunblaðið - 26.11.1958, Síða 18
18
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 26. nóv. 1958
Islendingar geta ekki horft aðgerðar
lausir á eyðingu miðanna
Fœrri en vildu gátu hlýtt á erindi Cunnars
Thoroddsen um ísland í Höfn
Rœtt við Steingrím J.
Þorsteinsson próf. um
fytirlestrarför hans
KAUPMANNAHÖFN, 25. óv. —
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
— Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri hélt erindi á vegum
„Dansk-Islandsk Samfund í gær-
kvöldi. Fyrirlesturinn fjallaði
um ísland í nútið og framtíð. Að-
sókn var geysimikil. Komust
áheyrendur alls ekki fyrir í-saln-
um, þar sem erindið var flutt,
og var tekið það ráð að opna
hliðarsali til þess að þurfa ekki
að vísa neinum frá.
Stutt spjall v/ð Cuð-
mund L. Friðfinnsson
NÚ um helgina kom á mark-
aðinn ný skáldsaga eftir bónda
norður í Skagafirði. Sagan heitir
„Hinumegin við heiminn" og er
eftir Guðmund L. Friðfinnsson
bónda að Egilsá í Skagafirði.
Þetta er fimmta bók höfundar.
Áður hefur hann gefið út tvær
barnabækur (1950) og tvær skáld
sögur „Mátt lífs og moldar“
(1954) og „Leikur blær að laufi“
(1957).
Skáldsögur hans eru allar
sveitalífslýsingar, en sú síðasta
gerist öðrum þræði í bæ. Guð-
mundur kveðst vera kunnugri
sveitalífinu, þar sem hann sé sjálf
ur bóndi og eigi því hægara með
að sjá það í nekt sinni heldur en
lífið í bæjunum.
Nýjasta skáldsaga Guðmundar
hefur ákveðinn boðskap að flytja,
þó að sá boðskapur komi ekki
handan yfir tjaldið. „Hún gerist
nú á tímum og er um vandamál
dagsins í dag. Þar er gerð tilraun
til að gegnumlýsa manneskjuna,
eins og hún er og vill vera, í nekt
og ríkidómi, sorg og hamingju og
litbrigðum lífsins“, sagði Guð-
mundur þegar tíðindamaður
blaðsins hafði tal af honum.
„Eiginlega er þetta saga hins
spyrjandi og leitandi manns sem
alltaf er uppi og alltaf hefur verið
uppi: um hik hans og víxlspor,
sigra og ósigra — og hver niður-
staða hans verður að lokum, cem
þó aldrei verður fullmótuð eða
fullráðin náttúrlega".
Bókin er 275 blaðsíður og
kveðst Guðmundur gera sér
mestar vonir um hana af öllum
bókum sínum. „Þetta er eina
handritið, sem ég hef vogað að
fara með til bókmenntamanns.
t>að var Sigurður Nordal. Hann
sagði mér að efni sögunnar væri
grípandi fyrir sig, og taldi þetta
mína beztu bók. Mig langar til
að bókin verði lesin og veki at-
hygli og umtal, og vona að hún
verðskuldi gagnrýni, sanngjarna
og drengilega gagnrýni. Ég vona
að lesendur mínir athugi að bak
við gamansemina feist alvara og
lesi líka þá sögu sem er á bak
við línurnar — það er venjulega
merkilegasta sagan“.
Áheyrendut hlýddu með mik-
illi athygli á mál borgarstjórans,
en hann kom mjög víða við í er-
indi sínu. Meðal annars ræddi
hann um fiskveiðitakmörkin
nýju og deilurnar, sem þau hafa
vakið. Hann lagði áherzlu á það,
að íslendingar hefðu þá fyrst
fært fiskveiðilandhelgi sína út
í tólf mílur, er áralöng barátta
þeirra og viðleitni til að ná al-
þjóða-samkomulagi um. málið
hefði reynzt árangurslaus.
Þegar talið barst að daglegum
störfum Guðmundar, kvaðst hann
eiga annríkt við búsýsluna og að-
eins sinna skriftum í frístundum
eða á „stolnum" stundum. í upp-
hafi faldi hann ritsmíðar síi'.ar
og sýndi þær ekki nokkurri sál,
hann var dálítið „hræddur við
þessi ósköp“. En þegar hann var
kominn á fimmtugsaldur átti
hann loks áræði til að sýna öðr-
um verk sín.
Hann hefur líka fengizt við
ljóðagerð, birt ljóð í safni skag-
fírzkra ljóða og í dagblöðum. En
tíminn til skrifta er mjög tak-
markaður og einkum helgaður
skáldsögunni í seinni tíð.
Guðmundur kvaðst stundum
skrifa á hhé sér þar sem hann
væri við vinnu, en oftast kvaðst
hann fá innblástur upp til fjalla
þegar hann væri þar einn í fjár-
leit og hlustaði á nið þagnarinnar.
Þá birtust honum margar hans
beztu hugdettur og sýnir. „En ég
fer ekki á fjöll nema þegar ég
þarf þess“ bætti hann við.
Ekki er að efa að mörgum mun
vera forvitni á að kynnasí verk-
um þessa bónda, sem býr á af-
skekktri og erfiðri jörð norður
í landi, en gefur sér þó tóm til
að hugsa um hin æðri vandamál
og setja á pappírinn árangurmn
af þeim hugleiðingum. „Hinu-
megin við heiminn" verður ón
efa víðlesin bók, hvort sem menn
verða niðurstöðum höfundar sam
þykkir eða ekki.
UM sl. helgi fór fram á Akranesi
hraðkeppni í handknattleik milli
liða fjögurra staða: Akraness,
Hafnarfjarðar, Keflavíkur og liðs
Aftureldingar í Mosfellssveit. —
Er þetta fyrsta keppni sinnar teg-
undar utan Reykjavíkur og á-
ENSKA kanttspyrnuliðið Wolver
hampton tapaði fyrir þýzku
meisturunum Schalke í Gelsen-
kirchen á þriðjudag með tveimur
mörkum gegn einu. „Úlfarnir“
hafa þar með orðið af
Evrópubikarnum svonefnda í
knattspyrnu. Fyrri leikurinn
milli þessara liða fór fram í
Wolverhampton í fyrri viku og
varð þá jafntefli 2—2. Það vakti
mikinn fögnuð áhorfenda í Gel-
senkirchen að Þjóðverjarnir báru
Borgarstjórinn tók það skýrt
fram, að íslendingar teldu tólf
mílna takmörkin ekki til fram-
búðar. Hið endanlega takmark í
þessum efnum væri, að íslend-
ingar hefðu einkarétt til fisk-
veiða á öllu landgrunninu. Hér
þyrfti að vinna kappsamlega og
af hyggindum, en þá yrði líka
þessu framtíðarmarki náð. ’
Áður en fyrirlestur borgar-
borgarstjórans hófst, las frú
Anna Borg upp smásögu • eftir
Gunnar Gunnarsson.
o—★—o
BERLINGSKE TIDENDE birti á
sunnudaginn samtal við Gunnar
Thoroddsen borgarstjóra, sem þá
var nýlega kominn til Kaup-
mannahafnar til fyrirlestrahalds.
Ræddi Gunnar þar m. a. um land
helgismálið og sagði m. a.:
— íslendingar eru sameinaðir
í kröfu sinni um víkkun land-
helginnar. Það er beinlínis lífs-
skilyrði fyrir þjóð vora.
Fiskistofninn við ísland er í
mikilli hættu vegna togveiðanna.
Víða um höf hafa fiskimið verið
eyðilögð með rányrkju, eins og
t. d. í Norðursjónum. Við fslend-
ingar getum ekki setið aðgerðar-
lausir og horft á hvernig útlend-
ir veiðimenn sem eytt hafa heima
mið sín, koma nú og ætla að eyði
leggja okkar fiskimið, sem við
byggjum alla lífsafkomu” okk-
ar á.
Um handritamálið sagði borg-
arstjóri:
— Menntamálaráðherra íslands
hefur nýlega gefið Alþingi
skýrslu um viðræður sínar við
danska ráðherra varðandi af-
hendingu handritanna. Það er
persónulegt álit mitt, að málið
leysist í fullri vinsemd.
Þá greinir borgarstjórinn í sam
talinu m. a. frá Sogsvirkjuninni
og hitaveitunni og segir að byrj-
að verði á byggingu nýs ráðhúss
næsta vor. Sex húsameistarar
vinni að því að teikna það. Enn
sé ekki afráðið hvernig húsið eigi
að líta út, en það verði ekki í
fúnkisstíl.
Þá er frá því grei* að á móti
borgarstjórahjónunum við kom-
una til Kaupmannahafnar hafi
tekið: E. Meulengracht- formaður
Dansk-Islandsk selskab, Kaj Pet-
ersen varaformaður sama félags,
Gunnar Björnsson ræðismaður fs
lands í Kaupmannahöfn og ívar
Guðmundsson varaframkvæmda-
stjóri skrifstofu S. Þ. í Kaup-
mannahöfn.
nægjulegur vottur um framgang
handknattleiksins út um land.
Svo fóru léikar að Hafnfírð-
ingar sigruðu, svo sem vænta
mátti. Hlutu þeir 6 stig og bikar
þann er Kattspyrnufél. Akraness
gaf og sá skyldi hljóta til eignar
er sigraði. Afturelding hlaut 4
sigur úr býtum, því Wolverhamp
ton liðið, sem eru Englandsmeist
arar viðurkenndir fyrir leikni og
dugnað, var álitið sigurstrang-
legra fyrir leikina tvo og því
reyndar spáð að það myndi ná
langt í keppninni. Manchester
Utd. komst í undanúrslit í þessari
keppni í fyrra og var að koma úr
kappleik við Rauðu Stjörnuna í
Belgrad er mikill kjarni liðsins
fórst í flugslysi við Munchen í
febrúar s.l.
STEINGRÍMUR J. Þorsteinsson,
prófessor er nýkominn heim úr
fyrirlestrarför við háskólana í
Svíþjóð og Noregi. — Fréttamað-
ur Mbl. átti í gær stútt samtal
Steingrímur J. Þorsteinsson
við prófessorinn um ferðalag
hans.
— Hvernig var þessi ferð til
komin?
— í vor og sumar bárust mér
boð frá háskólunum í Uppsölum
Vissi byltinguna
fyrir
PARÍS, 25. nóv. — Abdullah
Khalil, fyrrum forsætisráðherra
Súdans, hefur skýrt frá því, að
hann hafi haft veður af bylting-
unni, sem Ibrahim Abbúd og her-
inn gerðu fyrir skemmstu. Sagð-
ist Khalil hafa vitað um fyrir-
ætlanir þeirra þó nokkru áður
en látið var til skarar skríða. Lét
hann heldur vel yfir nýju stjórn-
inni og sagðist viss um að hún
mundi þiggja fjárhagsaðstoð
með þökkum hvaðan sem hún
kæmi, hvort sem um væri að
ræða austur eða vestur, aðeins,
ef engin skilyrði fylgdu henni.
stig, Akurnesingar 2 og Keflvík-
ingar ekkert. Tvö efstu liðin eru
kunn í heimi handknattleiksins.
í hinum eru byrjendur og þau
tvö eru álíka að styrkleika.
Handknattleiksráð Akraness
efndi til kaffisamsætis við móts-
lok. Kom þar ánægja fram með
þessa keppni og mun ákveðið að
hún verði árlega einmitt meðan
á Reykjavíkurmótinu stendur og
aðrir leikir fara ekki fram í
Reykjavík.
Bury sigraði
KUNNINGJAR okkar frá í sum-
ar, enska knattspyrnuliðið Bury
sigraði York City í fyrstu um-
ferð bikarkeppninnar á miðviku-
dag. Leikurinn sem hófst á laug-
ardag milli þessara liða varð að
hætta sökum þoku er 60 mín.
voru af leik og stóðu leikar þá
0:0. í þetta skipti voru úrslitin
1:0 og stóð markvörður York,
Forgan að nafni sig með miklum
ágætum. McGrath (Bury) var
bezti maður vallarins.
Stokkhólmi, Lundi, Gautaborg,
Óslo og Björgvin um að koma í
haust og flytja fyrirlestra um ís-
lenzkar bókmenntir síðari tíma.
Tók ég þessum góðu boðum vita-
skuld með þökkum.
■— Hvað um áhugann á íslenzk
um bókmenntum og íslenzkum
fræðum í þessum löndum?
— Hann var enn meiri en ég
hafði þorað að gera mér vonir um
ekki sízt í Svíþjóð, og er einnig
mjög vaxandi í Noregi.
— Hvað marga fyrirlestra flutt
uð þér, og um hvað fjölluðu
þeir?
— Ég flutti alls sextán fyrir-
lestra, auk viðtalsþáttar í ncrrska
ríkisútvarpið um íslenzkar nú-
tímabókmenntir. Efni fyrirlestr-
anna voru íslenzkar þjóðsögur,
sr. Matthías Jochumsson og Ein-
ar Benediktsson, sem fjallað var
um í einum fyrirlestri, eins kon-
ar samanburður skáldanna, þá
fjallaði einn fyrirlesturinn um
Stephan G. Stephansson og svo
einn um Halldór Kiljan Laxness,
stöðu hans í bókmenntum okk-
ar, afstöðu hans til íslenzkra bók
mennta, einkum íslendingasagna,
og afstöðu lesenda til hans.
— Hverjir þessara fyrirlestra
voru oftast fluttir?
— Víðast var óskað eftir fyrir-
lestrunum um sr. Matthías og
Einar og Laxness, en allir fyr-
irlestrarnir voru fluttir oftar en
einu sinni.
— Á hvaða máli voru fyrirlestr
arnir fluttir?
— Þeir voru samdir á sænsku
íyrir Svíþjóð og norsku fyrir
Noreg. Varð ég var við þakklæti
manna fyrir þá viðleitni mína að
flytja fyrirlestrana á máli við-
komandi þjóða.
— Hvað um aðsókn og viðtök-
ur?
— Aðsókn var góð, yfirleitt
milli 50 og 100 áheyrendur og
mest þó nokkuð á annað hundrað
Mér var alls staðar tekið af ein-
stakri rausn og alúð.
— En segið okkur eitthvað um
íslenzkukannslu við þessa há-
skóla.
— Allir háskólarnir hafa mik-
inn áhuga á íslenzku-kenslunni,
þótt hún sé misjafnlega á veg
komin við þá. í uppsölum er ís-
lenzkur lektor, Bjarni Guðnason,
magister, sem hefur verið þar á
þriðja ár. Sem dæmi um grósk-
una má geta þess, að hann kenndi
sex vikustundir í fyrstu, en nú
tólf. Mikið af þessu er vitan-
lega kennsla í fornmáli, en í nú-
tímaíslenzku hefur hann a.m.k.
10 stúdenta, og á hverju vori hef
ur hann námskeið í nútímaís-
lenzku við Stokkhólmsháskóla.
í Lundi hefur Frakkinn Pierre
Naert, dósent og fyrrverandi
sendikennari hér, oft kennt nú-
tímaíslenzku, og fil. mag. Tomas
Johannsson, sem hér var við
nám fyrir allmörgum árum, hef-
ur einnig um tíu íslenzkunemend
ur í Lundi. Við Gautaborgarhá-
skóla hefur Peter Hallberg, dós-
ent, á hendi íslenzkukennslu.
Hann hefur einnig verið sendi-
kennari hér við háskólann. Horf-
ur eru á, að stofnað verði á næst-
unni sameiginlegt lektorsem-
bætti í íslenzku fyrir háskólana
í Gautaborg og Lundi. Þannig
er því einnig farið í Noregi, að
einn íslenzkur sendikennari er
við báða háskólana, haustmiss-
erið í Ósló, vormisserið í Björg-
vin, en háskólinn þar stendur að
ráðningunni. Núverandi sendi-
kennari þar er Gunnar Sveins-
son, magister. Þar er áhugi á, að
stofna sérstakt sendikennaraem-
bætti við hvorn háskólann.
— Og nú hafið þér byrjað
kennslu aftur við íslenzku deild-
ina. Um hvað haldið þér fyrir-
lestra þar um þessar mundir?
— Fram til jóla flyt ég fyrir-
lestra um Stephan G. Stephans-
son og eftir nýár um Einar
Benediktsson.
Hlustar á nið þagnar
innar í fjallaauðninni
' ■•. ’•/ '••' . v- • * , PMy n * t Wg
Hafnfirðingar sigruðu i hraðkeppni í
handknattleik á Akranesi
Fyrsta keppni sinnar tegundar utan
Reykjavíkur
Úlfarnir slegnir út