Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 1
24 siður De Gaulle kjöiinn forseti París, 22. des. DE GAULLE var í gær kjör inn fyrsti forseti hins fimmta franska lýðveldis. Hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða kjör- mannanna eða nær 80 prós- ent. Innan fárra daga mun Coty síðasti forseti fjórða lýðveldisins afhenda De Gaulle völdin. Að því búnu mun De Gaulle skipa eftir- Slvsfarir í Brasilíu Rio de Janeiro, MEIR en 50 manns hafa látið lífið í náttúruhamförum sem urðu í einu úthverfi Rio de Jane iro. Jarðfall varð undan járn- brautarstöð og sópaðist hún með íjölda fólks út á sjó. Þessu valda óhemju rigningar, sem yfir borg ina hafa gengið að undanförnu. Er slíkt úrfelli óalgengt á þessum slóðum. mann sinn í sæti forsætis- ráðherra. Forsetinn í hinu nýja lýðveldi verður á marg an hátt valdameiri en for- seti Frakklands hefur verið. ísjaki undir rannsóknarstöð brotnar MOSKVU, 22. des. 1 dag brast í sundur um miðjuna stór ísjaki, sem rannsóknárstöð Rússa við Norðurheimskautið er á. Sprung- an kom einmitt þvert í gegnum bækistöðina og er þar nú fimm metra breið íssprunga. Rannsókn- arstöðin verður áfram á stærri helming ísjakans, og verður að flytja tjöld, tæki og starfslið, sem lenti hinum megin sprungunnar, á þann stærri. Til þess munu Rússar nota þyrilvængjuA Svo vel vildi til, þegar íshellan sprakk í sundur, að ekkert slys varð á mönnum, en tvö tjöld glötuðust. Gengur Líbería í Banda ríki Afríku? BOMBAY í Indlandi, 22. des. (Reuter). Kwame Nkrumah for- sætisráðherra Chana er kominn Jólaboðskapur VATÍKANIÐ, 22. des. Jóhannes 23. páfi mun flytja fyrsta jóla- boðskap sinn á aðfangadaginn. Mun hann flytja 25 mínútna ávarp frá hásæti sínu í Vatíkan- höllinni. Fyrir framan hann verða tveir silfur-hjóðnemar og verður ræðunni útvarpað á mörg um bylgjulengdum frá útvarps- stöð páfagarðs, en einnig verður henni endurvarpað samtímis í Ítalíu, Frakklandi, Svisslandi, Belgíu, Lúxemburg, Mónakó, ír- landi, Spáni og Hollandi, en seinna verður henni endurvarp- að í Vestur-Þýzkalandi, Portugal, Kanada og Bandaríkjunum. Páf- inn talar á ítölsku, en Vatíkanið mun einnig flytja þýðingu á ræð- unni á mörgum tungumálum. til Indlands. Hann skýrði frétta- mönnum í Bombay frá því í dag, að athuganir væru hafnar á því, hvort ríkið Líbería á Vestur- strönd Afríku skuli ganga inn í ríkjasamband það sem Ghana og Gínea hafa stofnað með sér. Blaðamenn báðu Nkrumah um að skýra frá samsæri því sem á að hafa verið gert gegn honum fyrir skömmu, en leitt hefur nú til handtöku helztu stjórnmála- andstæðinga hans. Hann neitaði að skýra nokkuð frá þeim mál- um. Þá báðu þeir hann að skýra frá hvort rétt væri að erlend öfl hafi staðið að baki samsærinu. Nkrumah hló bara og yppti öxl- um. Forsætisráðherrann mun m.a. ræða við Nehru forsætisráðherra Indlands og munu þær viðræður einkum snúast um viðhorf brezka samveldisins til sameiningar Ghana og Gíneu. Þegar jólasveinarnir riðu i hlað að Amarhóli, hinu forna höfuðbóli Reykjavíkur, var uppi fótur og fit meðal Reykjavíkurbarna, sem hópuðust utan um sleða þeirra. Jólasveinarnir reyndust hin- ir söngelskustu og tóku óðara lagið fyrir börnin og leyfðu þeim börnum sem þægust höfðu verið á jólaföstunni, að sitja á sleðanum hjá sér, eins o? myndin sýnir. Ljósmynd: Mbl.) FlokksráB Sjálfstæðismanna og miðsfjórn A/þýðuflokks kölluð á fundi myndunar. Það var Hermann Jónasson, sem enn hugðist vekja V-stjórnina upp. Emil heldur áfram Hermann EMIL JÓNSSON hélt yfir helgina áfram tilraunum sín- um til stjórnarmyndunar. Hann átti bæði á sunnudag og í gær oftsinnis viðræður við forystumenn stjórnmálaflokk anna á víxl. tilraunum sinum. o stjai flokksráði og Alþýðuflokkurinn í miðstjórn. Samtímis því sem Emil Jóns- son vann að tilraun þeirri, sem forseti íslands hafði falið hon- um, urðu menn þess varir, að annar var á stjái til stjórnar- Þá bar það og við í gær, að Framsóknarmenn létu með for- setavaldi í efri deild stöðva framgang frv. til heimilda fyrir fjárgreiðslum úr ríkissjóði, er gilda átti til 1. febr. n.k. og sam- þykkja þarf vegna þess, að fjár- lög hafa ekki verið afgreidd. Duldist engum, að eitthvert sam- band var á milU þessa og stjórn- armyndunartilraunanna. Emil mun halda áfram tilraun- um sínum í dag og var í gær- kvöldi búizt við því, að senn mundi draga til úrslita. í dag kl. 2 e.h. hafa bæði Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur boðað til funda, Sjálfstæðisflokkurinn í Bandaríkin senda Júgó slövum matvœli Jólaverzlun dauf í New York vegna verkfalls við dagblöðin NEW YORK, 22. des. — Verkfall útburðarmanna við blöðin í New York hefur nú staðið í tíu daga. Alvar- legustu áhrifin af því eru; að jólaverzlun í borginni er í molum. Sambandið milli verzlananna og almennings hefur slitnað og það hefur komið í ljós að auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi g<eta á engan hátt komið í stað- inn fyrir blaðauglýsingar. Kaupmennirnir segja, að fólk- ið vanti hugmyndir, um hvað það eigi að gefa vinum sínum í jóla- gjöf. Sérstaklega á þetta þó við í vefnaðarvöruverzlunum, þar sem segja má að ördeyða ríki um þessar muhdir. Ein stærsta verzl- un New York hefur byrjað á nýrri aðferð í gluggaútstillingum til að auka hugmyndaflug veg- farenda. Hún lætur fallegar stúlk ur standa út í gluggum með töflu og krít og skrifa á töfluna ráð til vegfarenda um það hvað þeir skuli kaupa handa eiginkonunni eða kærustunni. Þetta hefur nokkuð aukið aðsókn karlmanna að verzlununum. Kvikmyndahús í New York kvarta einnig undan því að þau hafi misst sambandið við almenn ing. Fólk í úthverfunum veit ekki lengur hvaða kvikmyndir er ver- ið sýna og situr því frémur heima. Verkfall útburðarmanna og sendla við blöðin þykir draga á eftir sér mikinn dilk. Þeir eru aðeins nokkur þúsund, en öll blöð borgarinnar hafa stöðvazt þeirra á meðal stórblaðið New York Times. Samanlagt upplag þessara blaða nemur 5,5 milljón eintökum og útgefendurnir tapa daglega samtals 40 milljónum króna en ú sunnudögum um 100 milljónum króna. Útburðarmennirnir krefjast 9 dollara laúna á viku, en útgefend urnir vilja greiða þeim 7 dollara. Þá krefjast þeir styttri vinnu- tíma og að blöðin verði minnkuð, svo að þeir þurfi ekki eins mikið að bera. WASHINGTON, 22. des. Reuter. — í dag var undirritaður í Was- hington samningur um áfram- haldandi efnahagsaðstoð Banda- ríkjanna við Júgóslavíu. Að þessu sinni fá Júgóslavar vörur að verðmæti 95 milljónir dollara úr offramleiðslu bandarísks land- búnaðar. Verða þær seldar á al- mennum markaði í Júgóslavíu og mun stjórn landsins nota and- virðið til framkvæmda innan- lands. Samkvæmt samningi þessum mun Tító fá 900 þúsund tonn af hveiti og öðru korni, 30 þúsund tonn af matarolíum, 27 þúsund tonn af baðmull, og 10 þúsund tonn af baunum. Þetta er um BAGDAD, 20. des. — Um 50 þús. manns fóru í hópgöngu í dag í sambandi við „Friðarviku“, sem nú er haldin hátíðleg í írak. Létu menn 1 hópgöngunni allt annað en friðsamlega, þegar farið var fram hjá nokkrum sendiráðum vestrænna ríkja, en Kassem for- sætisráðherra var fagnað ákaft. þriðjungi meiri matvælasala en á síðasta ári. Bandaríska stjórnin er auk þess að íhuga beiðni Júgóslava um 100 milljón dollara lán til langs tíma sem á að fara til ýmissa framkvæmda, m. a. byggingar á stórri köfnunarefnisverksmiðju. Júgóslavar eiga nú í miklum erfiðleikum vegna þess að korn- uppskera þeirra brást af veður- farsástæðum. Ætla þeir þrátt fyr- ir erfiðleikana ekkert að draga úr kostnaðarsamri viðreisnaráætlun landbúnaðarins. Þriðjudagur 23. desember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Framsókn stöðvar frumvarp um fjárgreiðslur. — 6: Carsten Nielsen fimmtugur. — 8: Sitt af hverju tagi. — 12: Forystugreinin: Nýr vegvísir. Sjónhverfingar, svínarækt og stjórnmál (Utan úr heimi). — 13: ísrael eftir Ólaf Ólafsson. — 17: Bókmenntaþáttur Kristmannj Guðmundssonar. ★---------------------------★ / >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.