Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 6

Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 6
6 MORGVNttLAÐlÐ Þriðjudagur 23. des. 1958 Carsten Nielsen ritstjóri 50 ára í DAG er einn virðulegasti og kunnasti blaðamaður í Dan- mörku, Carsten Nielsen, fimm- tugur. Hann hefur um iangt skeið verið formaður blaðamannafé- lagsins danska, brautryðjandi bættra kjara, og nýjunga, í þe:m félagsskap dáður af íéiögum sín- um, ekki sízt af þeim yngri. Tal- inn er hann vera sá, er einna bezt hlustar eftir viðburðaklið líðandí stundar. Faðir hans var skáld, kunnur blaðamaður, og ritstjóri merkra blaða. Einnig var hann kunnur vinur fslands og íslendinga. Þess- ir sterku eiginleika föðurins, virðast hafa verið syninum í blóð bornir, á þeim tímum, sem íslands vinir voru fáir í Danmörku.Vissu- lega eru Danir merkileg þjóð, og öðrum til fyrirmyndar, á mörg- um sviðum, ekki sízt í athafnalífi, góðgjarnir og engir stríðsmenn, en sambúðin við íslendinga var sem kunnugt er um aldaskeið frekar erfið. Við kröfðumst frels- is, en Danir vildu eigi slaka á kiónni. Og skildu hvorugir aðra. Mun sú skoðun hafa verið ríkjandi i Danmörku, sérstaklega eftir síð- ustu aldmót, að við værum erfiðir í taumi. Þó voru til Danir, og máske fleiri en við vissum, sem vildu að mál þessi væru athuguð af gætni og sanngirni. Og einn þeirra var Carsten Nielsen, þá ungur að árum. Á unga aldri tók hann strax djarflega málstað okk ar, og vakti athygli á því. að úr því sem komið væri, myndi heppi legast að skilja að fullu í vináttu, og bindast tryggðaböndum. Hef- ur reynslan sýnt, að þar var stefnt í rétta átt og að einmitt með því einu, hafi lífið fengið gildi, í sambúð þess- ara náskyldu þjóða. Að námi loknu ákvað Carsten að ná því markí, er hann ungur hafði sett sér, að læra blaða- mennsku, af beztu getu, bæði heima og erlendis. Starfaði hann um langt skeið við ýms dönsk blöð, fór því næst til New York og vann þar við nokkur stórblöð. Var nú farið að veita honum at- hygli heima fyrir, ekki sízt vegna athyglisverðra greina hans um möguleika á útflutningi danskra landbúnaðarvara til Bandaríkj- anna. Bauð stórblaðið Berlingske Tidende honum atvinnu. Tók hann því tilboði og settist að í Kaupmannahöfn. Hefur hann sem kunnugt er verið meðritstjóri blaðs þessa, en er nú hættur að vinna þar, vegna sívaxandi anna í þágu blaðamannafélagsins. Tilkynning frá Hitaveitu Reykjavíkur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátíðarnar, verður kvörtunum veitt viðtaka í síma 153 59 kl. 10—14. Hitaveita Reykjavíkur NÝ SENDING Þýzkar baðvogir bláar — grænar — hvítar GÓÐ JÓEAGJÖF VEKÐ kr. 340,00. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19, símar 13184 og 17227. Tilkynning um fjárfestingarumsóknir 1959 Umsóknir um fjárfestingarleyfi fyriir næsta ár, bæði ný leyfi og endurnýjuð, þurfa að berast Innflutningsskrifstofunni fyrk 15. janúar eða vera póstlagðar þann dag í síð- asta lagi. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá Inn- flutningsskrifstofunni í Reykjavík og hafa verið póstlögð til oddvita og byggingairnefnd- ar utan Reykjavíkur. Innflutningskrifstofan, 19. des. 1958. I grein þessari verða ekki talin nein sérstök æviatriði, enda óþarft. En hitt langar mig til að minnast á: Ijúfmennið, höfðingj- ann og Islandsvininn, sem aldréi bregst okkar málstað Minnist ég í því sambandi á hversu oft hann hefur leiðrétt alls konar mis- hermi í blöðum heimalands síns, vegna landhelgismálsins og hald- ið okkar málstað fram. Það er hugnæmt að minnast þess, á þessum tímum, þegar vart sést nýtt ættjarðarljóð frá okk- ar skáldum, að til skuli vera mik- ilsmetinn menntamaður, erlend- ur, er telur fsland vera land feg- urðar og töfra, og þjóðina ein- stæða, bæði fyrr og nú, jafnt í blíðu sem stríðu, er aldrei glat- aði hug, er mest á reyndi. Af litlum efnum tók hann sér ferð á hendur til íslands, nokkru fyrir síðustu heimsstyrjöld. Það átti að verða skyndiferð, en úr varð langt ferðalag, þar sem ferð- azt var jafnt um sveitir landsins sem öræfi. Bæði í bílum og eins gangandi á slitnum skóm. Því ferðalagi segist Carsten Nielsen aldrei gleyma, svo óviðjafnanlegt hafi það verið. Þá kynntist hann nokkrum af okkar listamanna- snillingum, sem hann telur alveg einstaka, hvar sem leitað er eftir í veröldinni. Meistarann Kjarval telur hann hiklaust heimsmeist- ara, og skrifast þau oft á kona Carstens, hin mikla listakona í dráttlist Sys Gauguin, með teikn- ingum, og veit ég ekki hvort þeirra hefur betur. Eru sem kunn ugt er margar af beztu teikn- ingum, sem birtast i Berlingske Tidende, eftir hana. Síðustu árin hefur Carsten Nielsen oft komið til íslands, meðal annars undir bjó hann fyrir B. T. komu forseta vors til Danmerkur, er hann heim sótti Danakoung, og ritaði þá lista greinar um land og þjóð, er vöktu hina mestu athygli, jafnt á Norð- urlöndum, sem víða í álfu vorri. Að endingu árna ég svo afmæl- isbarninu og fjölskyldu hans allra heilla. Jónas Sveinsson. ★ Já, eigum við ekki að skrifa um Carsten? segir Jónas Sveins- son — já, Carsten Nielsen á merk- isafmæli. — — Nú, er hann nú orðinn hálfthundrað ára, bless- aður? — — Eins og þegar list- vinir okkar höfðu sýninguna í menntaskólanum. Það var mikið átak! Já, Carsten er yndislegur maður — — hann er líka upp- alinn í landi mannvísindalegrar borgarmenningar, — við mörg Þeir komu jafnsnemma til blaffsins meff afmæliskveffjur til Carstens Nielsens, Jónas Sveinsson læknir og Jóhannes S. Kjarval. — Kom þá í ljós, aff Jónas hafffi glataff mynd af Carsten, sem fylgja átti greininni. „Ja, ég verff aff bæta úr því“, sagði Kjarval, greip umslag, sem var á borffinu og gerði í snatri meðfylgjandi teikningu. hundruð ára listháskóla og þegn skap. — Já, sannarlega hefir hann Carsten ekki látið sitt eftir liggja með að lyfta listum á hin hærri menningarsvið — í sínum vold- uga blaðamannaheimi. Guð blessi Cartsen Nielsen, hér og annars staðar, alla tíma, og Jónas Sveins- son fyrir þetta smáskrif. — — Verst að myndin, sem ég gaf hon- um Carsten, í vor, af Móskarðs- hnjúkunum, er ekki alveg viss mér enn sé búin. — Eg þarf að tala við hann Svavar um þetta Guðnason. Móskarðshnjúkarnir eru nefnilega stórmerkilegir — en erfiðir í myndbyggingu. — Það er bezt að þakka fyrir gamla árið í millitíð. Og blessaðir. Gleðileg jól. Jóhannes S. Kjarval. ★ ÉG hef það fyrir sitt, að vinur minn Carsten Nielsen ritstjóri eigi merkisafmæli í dag og þykir mér vænt um að mega að því tilefni senda honum beztu kveðj- ur mínar og árnaðaróskir. Ég hygg það ekki ofmælt, að Carsten Nieisen hafi, á sömu stundu og hann kom hingað fyrst, tekið ástfóstri við land vort og þjóð, og hann hefur æ síðan unn- ið ósleitilega að kynningu ís- lenzks menningarlífs óg íslenzks málstaðar. Einlægari og velvilj- aðri talsmann á erlendum vett- vangj getur ísland ekki kosið sér. En hinir fjölmörgu vinir Carst- ens Nielsens kunna einnig um hann aðra sögu, sem veit nánar að þeim sjálfum, og eflaust er hann þeim minnistæðastur fyrir óbilandi tryggð og drengskap. Hann er einnig allra manna ljúf- astur í umgengni, sífelldlega glaður og reifur, og lifandi áhugi hans fyrir fjarskyldustu greinum mannlegrar hugsunar sér fyrir því, að engum þarf að leiðast i návist hans. Sennilega munu þó listir og bókmenntir eiga í honum ríkust tök, svo sem hann á kyn til, enda nýtur hann ekki hvað sízt mikilla vinsælda í hópi þeirra manna, sem þau efni eru hug- leikin. Það ætla ég, að aldrei geti vinur vor Carsten Nielsen orðið svo önnum kafinn í dag, að hann gefi sér ekki ráðrúm til að láta hugann hvarfla til íslands. Það er inniíeg ósk mín, að hann megi að sama skapi finna fyrir því, að þar verður hann ávallt aufúsu- gestur. Tómas Guðmundsson. skrifar ur dqgiegq liíínu IDAG er Þorláksmessa, en þennan dag andaðist Þorlák- ur helgi. í „Sögu Þorláks bisk- ups“, segir svo: „Þorlákur biskup andaðist á Þórsdag einni nótt fyrir jóla- aftan, sextíu vetra gamall, og hafði fimmtán vetur biskup ver- ið. Þá var iiðið frá burði Krists eitt þúsund eitt hundrað níutíu og þrír vetur“. í hugum þeirra, sem aldir eru upp í Reykjavík á síðustu ára- tugum, er Þorláksmessan allt annað. Það er dagurinn þegar verzlanir eru opnar til klukkan 12 á miðnætti, og allir, sem vettl- ingi geta valdið fara í búðir. — Margir munu minnast þess, þegar þeir fengu í fyrsta sinn að fara með pabba og mömmu að velja jólagjafir handahinu fólkinu, seint um kvöld, búðirnar voru skreytt- ar og mannmergð á götum, og þetta var allt svo „spennandi". Þeir, sem vinna við verzlanir minnast Þorláksmessu, sem erf- iðasta dagsins á árinu, og í vit- und verzlunareigenda er Þorláks messa sennilega „bezti“ dagurinn á árinu. Víða er það að verða siður að starfsfólk fyrirtækja óski hvert öðru gleðilegra jóla og kveðjist fyrir jólahátíðina á Þorláksmessu, og þá ber það við að dreginn er tappi úr flösku í síðasta sinn fyrir jólin, því að jólin sjálf eru hátíð barnanna og þá eru allar flöskur aðrar en kóka kóla-flöstur og appelsín-flöskur alger bannvara. Þetta vill því oft setja sinn svip á götulífið á Þorláksmessu. Vonandi verður betra veður í kvöld en síðastliðinn laugardag, þegar verzlanir voru opnar til kl. 10. Aldrei hef ég séð færra fólk á götunum þann dag en í þetta sinn. Menn rétt skutust á milli búða, rauðnefjaðir og gráir í gegn, og margir hreinlega gáfust upp og frestuðu öllum frekari kaupum fram yfir helgi og þá helzt fram á Þorláksmessu. Þann- ig hefur þetta verið um langan tíma hér á Suðurlandi, sífellt rok og kuldar, þangað til í gær og Veðurstofan gefur okkur vonir um óbreytt veður. Nú ríður á að veðrið verði sæmilegt í kvöld, því að ekki er lengur hægt að fresta j ólag j af akaupunum. Skemmstur sólargangur. Iþessari viku tekur hver merk- isdagurinn við af öðrum. í gær voru vetrarsólstöður. Þá var skemmstur sólargangur hér á landi. Sennilega hefur „dagur- urinn“ staðið í rúmlega þrjá tíma hér í Reykjavík. En nú fer hann aftur að lengjast. Áður fyrr hefur það verið ís- lendingum mikið gleðiefni, þegar aftur var haldið mót hækkandi sól. Nú á öld rafljósanna veit- um við því tæpast eftirtekt, hvort bjart er klukkutímanum lengur eða skemur. Suðurlandabúum, sem heyra um þessa stuttu vetrardaga okk- ar, finnst þetta fyrirbrigðj svo óhugnanlegt, að þeir eiga erfitt með að skilja að hægt sé að búa við það. Þó varla 'sé hægt að segja að við séum sérlega hrifin af skammdeginu sjálf, þá býst ég varla við að við vildum skipta og fá alla daga jafnlanga. Þar með mundum við missa af björtu, löngu sumarnóttunum. Áður fyrr var því trúað að áhrif sólstöðudagsins entust leng- ur en þessa þrjá fjóra tíma, sem getið var um. Eftir því hvernig viðraði á sólstöðudaginn og þrjá daga fyrir hann og eftir, þannig átti veðnð að vera það, sem eftir var vetrar. Við skulum vona að ekki reynist það satt á þessum vetri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.