Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 23. des. 1958 MOttCTJNTtT, 4ÐIÐ Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR íslandsferðin 1907 17 Gólfteppi margar stærðir — fallegir litir Gangadreglar mjög fallegt úrval TEPPAMOTTUR GÚMMIMOTTUR GEYSIR H.F. Teppa- og Dregladeild Islandsferðin 1907. Eflir Svenn Poulsen og Holger Rosenlierg. ísafoldarprenlsniiðja. Geir Jónasson þýddi. ÞAÐ má merkilegt heita að þessi bráðskemmtilega og fróðlega bók skuli ekki fyrr hafa verið átlögð á íslenzka tungu. En betra seint en aldrei og víst er hún enn í fullu gildi, sem menningarsögulegt plagg og ferðasaga. Frásögnin er 511 létt og lifandi, hress og hlýleg, vinsamleg í vorn garð og rituð af einlægum vilja til skilnings á ísl. þjóðinni. , Tilefni ferðar þessarar var það, að Friðrik VIII. bauð alþingis- mönnum og ráðherrum íslands til Danmerkur. Þetta gerðist 1906, sama ár og hann kom til ríkis, að látnum föður sínum, Kristjáni IX., en konungur sá færði oss stjórnarskrána á þjóðhátíðinni 1874, eins og kunnugt er. Var Is- lendingunum forkwnnar vel tekið á Danagrund, og mynduðust þá tengsl vináttu og skilnings, er vafalaust hafa haft mikla þýð- ingu. Árið eftir kom svo konungurinn til íslands, ásamt syni sínum, Haraldi og ýmsu öðru stórmenni dönsku, m. a .fjörutíu þingmönn- íim. Reyndu Islendingar að taka vel á móti þeim, og virðast gest- irnir hafa verið hinir ánægðustu. Tveir merkir blaðamenn voru í fylgd konungs, þeir Svenn Poulsen og Holger Rosenberg. — Hinn fyrrnefndi var bróðir leik- aranna miklu og frægu, Jóhannes ar og Adams Poulsen. Hann var um langt skeið starfsmaður Berlingslœ Tidende og um tíma meðritstjóri þess blaðs. Varð hann svo hrifinn af Islandi, að hann keypti sér jörð hér, Bræðratungu, og kom hingað mörgum sinnum. Rosenberg var enn frægari sem blaðamaður, enda fór hann víða um lönd og ritaði ferðaþætti í mjög útbreidd blöð_ svo sem Familie Journal og fl. Islandsferðin hófst 21. júlí og var komið við í Færeyjum. Var mikið um dýrðir við brottförina og er henni vendilega lýst, svo og herbergjaskipun konungs og kon- ungssonar um borð í skipi þeirra, Birmu. Gekk ferðin vel, nema hvað ofurlítil ylgja spillti matar- lystinni einn daginn. Er lýsingin af skipunum og ferðafólkinu bæði fróðleg og fyndin. Þá er langur og fjörlega ritað- ur kafli um Færeyjar og móttökur þar. Má af honum fræðast um fólk og landkosti í eyjum þessum á öndverðri öldinni. Þrítugasta júlí kom konungs- skipið til Reykjavíkur. En þá voru raunar önnur skip komin þangað með fjölda farþega frá út- löndum, einkum Danmörku. — En l'ítið var um gistihús í höfuðstaðn- um handa svo mörgu fólki. Hótel Reykjavík og Hótel Island voru þegar yfirfull, öll herbergi ieigð meðlimum ríkisþingsins og öðru fyrirfólki. En leyst var úr mesto vandanum með því að koma gest- um fyrir á reykvískum heimilum. Reykjavík hafði þá stækkað ört að undanförnu og voru íbúar hennar orðnir tíu þúsund. Farið er jafn- vel að tala um slíka dýrð sem mal- bikaðar götur og rafmagnsljós. Þess er getið, að fluttar séu út vörur fyrir á að gizka fimm millj- ónir króna árlega, en gestunum þykir helzt til mikill blaðakostur landsmanna í hlutfalli við íbúa- tölu. Víðlesnasta blaðið er Isa- fold_ „sem Björn gamli Jónsson gefur út, aldraður og hjartahlýr hugs jónamaður". Fánastríðið er hafið: „Var þrátt að um í ákafa, hvort stjórnarand- staðan skyldi flagga hjá sér kon- ungsdagana, með hinum bláhvíta krossfána eða dönsku litunum“. Nokkrir bláfánar blöktu á stöng- um þegar fyrstu gestirnir komu, en þegar konungur steig á Iand sást enginn! „Morguninn reis_ bjartur og fagur, eins og danskur haustdag- ur við sólax’upprás". Gestirnir hrífast ákaflega af fegurð lands- ins, og hvarvetna e.r fögnuður og gleði. Lýsingin á Reykjavík þenn- an fagra morgunn og móttökun- um, er frábærlega lifandi og fjörleg. öllu er tjaldað, sem til er, einnig stórmenni því, er landið hef ur á að skipa: Þar eru þeir Lárus Sveinbjörnsson dómstjóri, (bróðir tónskáldsins), Kristján Jónsson og Jón Jensson yfirdóm- arar_ Hallgrímur Sveinsson bisk- up, Eiríkur Briem forseti sam- einaðs Alþingis, Júlíus Havsteen fyrrum amtmaður, Magnús Step- hensen, fyrrum landshöfðingi, Klemens Jónsson landritari, Jón Magnússon — þá mikilvirkur meðlimur móttökunefndar. Aðrir meðlimir hennar voru: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guð- mundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri, — Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Björn M. Ölsen Þórhallur Bjarna son og Axel Túlinius. Hannes Hafstein ráðherra tók á móti konungi á Steinbryggjunni fornu_ s«m allir gamlir Reykvík- ingar kannast við. Heilsuðust þeir með handabandi, en ráðherra var lágmæltur, er hann sagði: „Vel- kominn til þessa hluta ríkis yðar, he.rra konungur!“ Heyrði enginn þau orð greinilega nema Haraldur prins. Veizla var konungi og föru- neyti hans haldin í Alþingishús- inu, en mjög var mikið um dýrð- ir hvarvetna í Reykjavík. Síðar var haldið til Þingvalla, Framh. á bls. 23. J Ó L A B Virkir dagar Ævisaga Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra: Með þessu stórmerka riti er Guðmundur Hagalín að rita nýjar íslendingasögur, aldar- spegil þjóðarinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og um- svifamikillar nútíðar. Enginn hefur reynzt Haga- lín snjallari í þessari bók- menntagrein. Virkir dagar eru og munu verða, sem hinar gömlu ís- lendingasögur, hornsteinn að varðveizlu íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Vilhjálmur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis Vilhjálmur Finsen, jöfur og öldungur íslenzkra blaða- manna, var um lengri tíma starfsmaður hinna stærstu blaða Noregs. Fyrr og síðar hefur hann kynnt land sitt og þjóð á erlendum vettvangi með fjölda viðtala við ýmsa merkustu menn þjóðarinnar. Mun lesandinn fá í bók þess- ari glögga mynd af gangi landsmálanna hér heima. Æ K I) R IMORÐRA í bókinni birtast viðtöl m.a. við eftirtalda menn: Pétur Jónsson söngvara Sigurð Eggerz Svein Björnsson Lárus Bjarnason Sæm. Bjarnhéðinsson Geir Zoega Gunnar Egilsson Knud Zimsen Finn Jónsson prófessor Bjarna frá Vogi Jón Þorláksson Þorstein Gíslason Davíð Stefánsson Jóh. Jóhannesson bæjarf. Tryggva Gunnarsson Pétur A. Ólafsson Jón Árnason Ólaf Johnson Magnús Sigurðsson Einar Benediktsson Gunnar Ólafsson Garðar Gíslason Pál Eggert Ólason Jón Laxdal 1 Guðm. Jónsson skipstjóra Kristm. Guðmundsson rith. Ágúst Kvaran Ragnar Ólafsson Gunnar Gunnarsson Þórarinn Kristjánsson Sigurð Nordal Ben. G. Waage Carl Sæmundsson Lúðvík Guðmundsson Sig. Sigurðsson Klemenz Jónsson Jón Sívertsen Óskar Halldórsson \. Guðm. Grímsson dómara 1 Ingvar Guðjónsson Ásgeir Ásgeirsson forseta Ólaf Proppé Ólaf Thors Steingr. Jónsson rafm.stj, Árna Eylands , Magnús Jónsson Jónas Þorbergsson Hermann Jónasson L. H. Múller Agnar Kofoed-Hansen Thor Jensen Emil Nilsen O. Tynæs Ludvig Kaaber Harald Faaberg. Auk Viðtalanna er frásögn af undirbúningi og fram- kvæmd „Dönsku nýlendusýn- ingarinnar 1905“, er vakti ó- hemju gremju meðal íslend- inga, en gerði um leið landan- um Ijóst, hve mikill fjöldi verðmætra forngripa hafði farið úr landi á ólöglegan hátt. Hygea ÍJj hefur úrval af ILMVÖTNUM STEINKVÖTNUM GJAFAKÖSSUM o. fl. (Reykjavíkur Apóteki) Sími: 1 98 66. Höfum aftur fengið hin hentugu Ufvarpsborð úr teaki með plötuspilara á kr. 3200. — án plötuspilara á kr. 1900. — Radiostofa Vilbergs & Þorsteins Laugaveg 72 — Sími 10259. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.