Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. des. 1958 < v Felur frumvarp um skuldask.il út- gerðarmanna í sér stjórnarskrárbrot} FUNDUR var settur í neðri deild Alþingis á venjulegum tíma í gær. Eitt mál var á dagskrá. Frv. til laga um ábyrgðir á skuldum við skuldaskil útgerðarmanna 1951 frá sjávarútvegsnefnd. Er lagt til í frv. þessu, að 26. gr. laga nr. 120 frá 28. des. 1950 falli xiður, en í þeirri grein er svo kveðið á að skuldaskilasamning- ur haggi ekki heimild lánardrott- ins til að ganga að tryggingu eða ábyrgð, sem þriðji maður hafði sett fyrir kröfum á hendur út- gerðarmanni eða útgerðarfyrir- tæki, sem skuldaskil fékk. Þá seg- ir ennfremur svo í frumvarpinu: Skuldir, sem samið var um að gefa eftir við skuldaskil, sam- kvæmt II. kafla laga nr. 120 frá 28. des. 1950, má ekki innheimta hjá ábyrgðarmönnum. nema þeir við skuldaskilin hafi tekið að sér að greiða þær. Skuldir, sem sam- ið var um við skuldaskil að gefa eftir, en hafa verið greiddar, svo og vexti, sem greiddir hafa verið af slíkum skuldum, má endur- krefja, nema ábyrgðarmenn hafi tekið að sér greiðslu. Þar eð frumvarpi þessu hafði verið útbýtt á þingfundinum, Myndarlegt jóla- blað Hamars HAFNARFIRÐI. — Jólablað Hamars er komið út mjög fjöl- breytt að efni og prýtt fjölda mynda. Á forsíðu er falleg jóla- mynd; þá er greinin Kirkjan og trúarlífið í Hafnarfirði, sem er viðtöl við Jóel Ingvarsson, Krist- in J. Magnússon og séra Boots; þá er grein um Byggðasafn í Hafnarfirði eftir Gísla Sigurðs- son lögregluþjón, Ólafur Þor- valdsson þingvörður skrifar grein, er heitir Minningar af Möl- unum; grein er, sem heitir Frá Betlehemsvöllum eftir Jóhannes Jörensen; Myndaopna erfrá 50ára afmæli kaupstaðarins; einnig er húsmæðraþáttur, barnasíða, þátt ur úr gömlum blöðum, gaman- sögur, verðlaunakrossgáta og ýmislegt annað. — Er blaðið í alla staði hið myndarlegasta. Er það til sölu í bókabúðum og einnig verður það selt á götum bæjarins. Fyrir nokkru fóru fram rit- stjóraskipti við Hamar, Árni Gret ar Finnsson stud. jur. lét af því starfi, en við tók Jóhann Ragn- arsson stud. jur. Hefir hann tekið virkan þátt í félagslífi Háskóla- stúdenta, t.d. var hann formaður Vöku, fél. lýðræðissinnaðra stú- denta og einnig formaður Ora- tors, félags laganema í Háskólan- um. Binda Sjálfstæðismenn mikl- ar vonir við Jóhann, sem sýnt hef ir það með hinu glæsilega jóla- blaði Hamars, að hann er starfinu vaxinn. Einnig þakka Sjálfstæðis- menn Árna Gretari fyrir gott starf við blaðið, en hann varð að láta af því sökum anna. G.E. Framlögum og ið- gjöldum almanna- tryggínga verði frestað NOKKRUM nýjum þingskjölum var útbýtt á Alþingi í gær. Auk þeirra, sem annars staðar er get- ið í blaðinu, má nefna frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Frv. þetta er flutt af heilbrigðis- og félags- málanefnd efri deildar sam- kvæmt ósk ráðherra. Meginmáls- grein þess hljóðar svo: Ráðherra er heimilt að frest:. ákvörðun framlaga og iðgjalda Lil almanna trygginga á árinu 1°59 þar til fjárlög fyrir árið 1959 hafa verið sett þurfti að leita afbrigða til að taka það til umræðu. Áður en forseti deildarinnar hafði leitað eftir af- brigðum, kvaddi Emil Jónsson sér hljóðs utan dagskrár. Kvaðst hann hafa séð frumvarp þetta er það var að fara í prentun og virt- ist sér liggja opið fyrir, að í því fælist stjórnarskrárbrot. Þar sem frv. hefði verið útbýtt á fundin- um, hefði þingmönnum ekki gef- izt kostur á að kynna sér efni þess og vildi hann þvi mælast til þess við deildarforseta, að hann taki það ekki til umræðu á þess- um fundi með afbrigðum. Forseti deildarinnar skýrði frá því, að hann hefði ekki lesið frum varpið, en Lúðvík Jósefsson kvaddi sér hljóðs og sagði, að frumvarp þetta væri samið af nefnd, sem skipuð hefði verið fyrir rúmu ári. Væri formaður þeirrar nefndar kunnur hæsta- réttarlögmaður hér í bænum. Hefði verið rætt við hann og fleiri, um það hvort nokkur vafi gæti leikið á því að flytja þetta frv. og hefðu þeir ekki talið að svo væri. Aðspurður skýrði Lúð- vík frá því, að formaður nefndar- innar hefði verið Ragnar Ólafs- son hrl, en hann mundi ekki hverjir höfðu verið með honum í nefndinni. Kvaðst Lúðvik ekki álíta neinn vafa leika á því, að frv ætti að takast fyrir. Deildarforseti lýsti því yfir, að komið hefði fram ósk um að mál- ið yrði ekki afgreitt með afbrigð- um og yrði það því tekið út af dagskrá. Sleit hann síðan fundi, en boðaði jafnframt til annars fundar síðar um daginn. Endurbætur á Reykholtsskóla AKRANESI, 22. des. — Undan- farin sumur hefur verið unnið áð miklum endurbótum á Reykholts skóla. í sumar voru þar um skeið 15 menn, en yfirsmiður við verk- ið og verktaki, er Guðmundur Jónsson, húsasmiður hér á Akra- nesi. — Er búið að endurnýja glugga og þak, og endurnýjuð hefur verið einangrun í % hkt- um hússins og að utan heiur skólinn verið málaður. Þá hefur verið gerður nýr gafl í samkomu húsið á Logalandi. I sumar hefur einnig verið unnið að smíði barnaskóla í Reykholtsdal. Hann stendur á Kleppjárnsreykjavöll- um og er hitaður við forhitun úr hinum stóra hver þar. Er vatni veitt úr hvernum í þró, þar sem forhitunarkerfið er. — Þórður Eyjólfsson hefur annazt lagningu hitakerfisins, en bróðir hans, Bjami, annazt smíði hússins. — Oddur. Gerd Kaempel Jólatónleikar Tónlistar- félagsins UNGUR þýzkur píanósnillingur Gerd Kaempel, verður hér um jólin og mun halda tvo tónleika fyrir meðlimi Tónlistarfélagsins, 29. og 30. des., í Austurbæjar- bíói. Gerd Kaempel er aðeins 27 ára gamall, en er þegar frægur píanó snillingur og hefur ferðazt um víða veröld, ekki aðeins Evrópu og Ameríku, heldur og endilanga Afríku og í Asíu. Kaempel byrj- aði ■ átta ára gamall að læra á píanó í smábæ skammt frá Köln, þar sem foreldrar hans búa og stundaði hann nám þar allt til 18 ára aldurs, er hann spilaði fyrir hinn heimsfræga píanósnilling, Walter Gieseking, sem tók þá strax við honum og hafði hann hjá sér við nám í rúm þrjú ár, en þá var Kaempel orðinn svo fullkominn „tekniskt" að Giesek- ing sendi hann í konsertferð til Ameríku, og fór hann til New York, Washington og Boston og síðan til New Orleans og þá á vesturströndina til Los Angeles og San Fransisco og þaðan til Kúbu, Mexico og um endilanga Suður-Ameríku. Þá hélt hann enn námi áfram í fjóra mánuði hjá Gieseking, en síðastliðin 5 ár hefur hann verið á óslitnu ferðalagi um Evrópu, Asíu og Afríku og haldið rúma 400 tón- leika. Kaempel hélt tónleika í Lon- don 15. des. og fer 3. jan. til Ósló, Stokkhólms, Helsingfors og Kaupmannahafnar og þaðan til Ítalíu og Grikklands. Var tæki- færið gripið að fá hann hingað í jólafríinu. Mun hann heimsækja Nóbelsskáldið í Gljúfrasteini um jólin og leika fyrir hann. Kaempel hefur valið fremur aðgengilega efnisskrá á jólatón- leika Tónlistarfélagsins. Spilar hann eina fyrstu sónötu Beet- hovens, Sinfónískar etýður eftir Schumann, 5 smáverk eftir Chopin og að lokum sónötu eftir samtíðarmann Beethovens, Dus- sek. Kaempel hefur komið víða við á sínum miklu ferðum. Hann hef- ur meðal annars heimsótt Albert Schweitzer í Lambarene, fór 4 km á eintrjáningi til að komast til hans og dveljast hjá honum í tvo daga. Schweitzer átti tvo píanó- garma. Af ritdómum frá öllum stór- borgum Evrópu og Ameríku verð ur það eitt lesið, að Kaempel sé ekki aðeins fullkominn píanisti, heldur háþroskaður listamaður. Þorlákur Jónsson 70 ára í dag ÞORLÁKUR Jónsson, starfsmað- ur Ráðningastofu Reykjavíkur- bæjar allt frá stofnun hennar, árið 1934, er 70 ára í dag. Hann er ekki staddur hér í bæ um þess ar mundir. Eggjaskorturinn í FRÉTT Mbl. af eggjaskortinum hér í Reykjavík í fyrradag, brá prentvillupúkinn á leik, mis- ritaðist t.d. er sagt var að varn- arliðið hefði keypt alla offram- leiðslu af eggjaframleiðendum í lok septembermánaðar, en átti að vera í lok nóvembermánaðar. Sólfaxi hafði jólasveininn Kertasníki með sér austnr að Egils- stöðum á laugardaginn og var þeim gamla vel fagnað af mikl- um barnahópi. Fór hann með þeim til skólahússins, sagði þeim sögur og söng með þeim. Efndi Flugfélagið til happdrættis í tilefni af komu jólasveinsins þangað austur og meðal vinninga voru reiðhjól, fiugfar að austan og til baka — auk 20 smærri vinninga. Þegar jólasveinninn kvaddi, gaf hann öllum sælgætis- poka. Myndin er tekin fyrir austan af þeim Kertasníki og Sveini Jónssyni á Egilsstöðum. Sveinn er með barnabarn sitt, Sigríði Fanneyju. Bretar þátttakendur í kjarnorkusamsteypu BRUSSEL. 22. des. (Reuter) — f dag náðist samkomulag um það að Bretland gerðist aðili að kjarnorkusamsteypu Evrópu. í samsteypunni voru fyrir sömu sex ríkin og myndað hafa með sér Evrópumarkaðinn, þ. e. Frakkland, Vestur-Þýzkaland, ít- alía, Holland, Belgía og Lúxem- burg. Kjarnorkusamsteypan mun ein göngu vinna að friðsamlegri not- kun kjarnorkunnar. Er það mikil- Vægt einkum fyrir minni ríkin áð geta átt aðild að sameiginlegum rannsóknum, sem yrðu þeim Bráðabir gðast j órn í Hollandi HAAG, 22. des. (Reuter). — Ný stjórn hefur verið mynduð í Hol- landi eftir nær hálfsmánaðar stjórnarkreppu. Það er foringi kaþólska flokksins Beel sem myndar stjórnina, en hún er mjög veik, studd af kaþólska flokknum og andbyltingarsam- tökunum. Verður þetta bráða- birðastjórn, sem mun hafa það hlutverk aðallega að efna til nýrra kosninga. Utanríkisráð- herra er J.M. Tuns úr kaþólska flokknum. %gging gagnfræðaskóla Akraness AKRANESI, 22. des. — Bygging Gagnfræðaskóla Akraness hófst haustið 1957. Þetta á að vera stór skóli og er neðan við Vall- holt, milli Brekkubrautar og Vogabrautar. Sprengt var fyrir grunni snemma í sumar og grunn urinn steyptur. Var svo hlé á framkvæmdum meðan lagning gangstétta stóð sem hæst og fleiri aðkallandi störf hjá bæn- um. í byrjun desember hófst svo vinna að nýju við skólahúsið og er langt komið að slá upp mótum fyrir 4 kennslustofum. Liggja nú framkvæmdir niðri fram yfir, áramót vegna fjárskorts. Yfir- smiður er Halldór Bachmann. — Oddur. Leiðrétting frá V.R. Jólatrésskemmtanir Verzlun- armannafélags Reykjavíkur verða haldnar 2. og 3. janúar nk., en ekki annan jóladag eins og auglýst hafði verið. hverju fyrir sig ofviða. Þátttaka Breta í kjarnorkusamsteypunni mun mjög styrkja hana, enda eru Bretar nú lengst komnir Evrópu- þjóða í nýtingu kjarnorku. Jólablað Spegilsins JÓLABLAÐ Spegilsins er nýlega komið út. Af efni þess má nefna: Faraldur atvinnulaus, Fyrir sunn an Fríkirkjuna (vígsluljóð í 2 þáttum), Búsveltu- og bjargráða- annáll anno MCMLVIII, Flat- rímsþátturinn, Þegar jólastúlkan kom, Stór eða lítill, Á góðra vina fundi (kvæði), Frá Englum ofanjarðar og neðan eftir Eir- Ketil, Úr Eilífs sögu ræfils, eftir Dúk og Disk (verðlaunasaga mán aðarins). Þá er og í þessu blaði þáttur um daginn og veginn, Hollívúdd- síða, Kvennasíða, Ruslakistan o. fl., auk margra mynda af inn- lendum og erlendum höfðingjum. Gjafabók Norræna félagsins og Nor- ræn tíðindi E IN S og undanfarin ár sendir Norræna félagið félagsmönnum sínum gjafabók. Að þessu sinni er það fræðslurit um Skán, prýtt rösklega 100 ljósmyndum. Ritið er gefið út af Norrænu félögun- um í Danmörku og Svíþjóð sam- eiginlega, en í ár eru 300 ár liðin síðan friðarsáttmálinn í Hróars- keldu var undirritaður, þar sem Danmörk lét Skán af hendi við Svíþjóð. Bókin um Skán er not- uð sem gjafabók allra Norrænu félaganna í ár, en nú eru félags- menn allra félaganna samtals rösklega 125 þúsund. Norræn tíðindi Þá er desemberhefti „Nor- rænna tíðinda" komið út. Hefst það á ávarpi Gunnars Thorodd- sens, formanns Norræna félags- ins. Þá er sagt frá fulltrúafundi Norrænu félaganna í Helsing- fors, sjötta þingi Norðurlanda- ráðs, störfum norrænu menning- armálanefndarinnar, norrænu söngmóti 1958 og vinabæjamót- unum hér sl. sumar. Birt er þýtt ljóð eftir Viktor Rydberg, Thor- geirs Anderssen-Rysst er minnzt, Lúðvík Guðmundsson segir frá norrænu listiðnaðarsýningunni í París og loks er frásögn af knatt- spyrnuferð til vinabæja í Finn- landi og Svíþjóð. Ritstjóri „Norrænna tíðinda1* er Magnús Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.