Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIO A-kaldi, hiti um frostmark. dagur til jála 295 tbl. — Þriðjudagur 23. desember 1958 Tafsamt oð fara landleiðina norður Tarfpegar voru á sföðugu ferðalagi i 33 klukkustundir Bílalestir brunuðu inn Skúlagötuna í gærmorgun með háfermi af suðrænum ávöxtum, sem vænt- anlega munu ná á jólaborð alls þorra fólks, þó það sé að vísu ekki öruggt. Hér var um að ræða appelsínur og virðast þær ágætar. Það er um tv ær tegundir að ræða, Cardenas, á kr. 22,50 kg. og Navel, á kr. 23,80 kg. — Þær komu með Fjallfossi, sem lestaði þær í Hull, en þær.eru spænsk- ar. Einnig komu í gær í verzlanir perur vestan frá Bandaríkjunum með Dettifossi. Þær eru ekki fullþroskaðar og þurfa dálitla geymslu við venjulegan húshita til þess að ná fullum þroska. Ekki veit blaðið um verðið á perunum. Handtekinn aftur eftir oð hafa fengið oft frestun á afplánun AKUREYRI, 22. des. —Stöðugt þyngir nú færð hér norðanlands, enda snjóar meira og minna dag hvern. Veður er hins vegar frem- ur milt og frostlítið. Hægviðri eru i innsveitum, en hvasst hefir verið með ströndum fram. Mjólkurflutningar ganga nokk- urn veginn reglulega enn sem komið er. Framan úr Eyjafirði ganga venjulegir vörubilar, enda er færð þaðan ekki þung enn- þá. Aftur á móti er illfært eða ails ófært úr ýmsúm útsveit- um Eyjafjarðar. Vegurinn til Dal- víkur er alveg lokaður, og er mjólk úr Svarfaðardai flutt sjó- leiðis til Akureyrar. Úr Arnar- neshreppj hafa trukkar brotizt til Akureyrar og sömuleíðis af Sval- barðsströnd. Ófært er út í Höfða- hverfi. Ekki er að óttast um skort á mjólk eða rjóma hér um jólin. Heiðavegir eru sumir hverjir enn sæmilega færir, en hins vegar eru dalirnir, sem að þeim liggja víðast ófærir. Svo háttar t. d. um Öxnadalsheiði. Sjálf er hún fær, en Öxnadalur alls ófær. Bifreiðar Mikið um ölvun í gærkvöldi ALLERILSAMT var hjá lögregl- unni í gærkvöldi. Höfðu lögreglu- menn tíðum verið kallaðir og beðnir að fjarlægja ölvaða menn. Bar talsvert á ölvun á almanna færi í gærkvöldi og um klukkan 10,30 var „kjallarinn" nær full- ur orðinn. Er slíkt heldur sjald- gæft á mánudögum, en óhætt mun að setja þetta í samband við stórhátíðina. Kveikt í bálköstum 1 GÆRKVÖLDI var slökkviliðið kallað út þrisvar sinnum. öll þessi útköll stóðu í sambandi við eld í bálköstum, sem búið var að hlaða og brenna átti á gamlárs- kvöld. Ekki höfðu það verið eig- endur bálkastanna, sem hér voru að verki, heldur utanaðkomandi. Brann einn bálkösturinn alveg upp og stóð sá vestur við íþrótta- völl, annar hjá Neskirkju brann að verulegu leyti, en hinn þriðji hafði ekki brunnið til muna. Átta Reykjavíkur- togarar á hafi úti 1 GÆRDAG fékk Mbl. uppl. um það hvaða togarar héðan frá Reykjavík verði á hafi úti um jólin, en það eru Ingólfur Arnar- son, sem mun vera einn á heima miðum, Neptúnus á leið frá Þýzkalandi, á Fylkismiðum eða á siglingu verða Jón Þorláksson, Úranus, Jón forseti, Þormóður goði, Þorkell máni og Egill Skallagrímsson. Hér í Reykja- víkurhöfn verða Askur, Hvalfell, Geir, Marz, Hallveig Fróðadóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Skúli Magn ússon, Pétur Halldórsson, Fylkir og Karlsefni. Hér verða einnig togararnir Vöttur og Guðmundur Júní. 1 Allir Hafnarfjarðartogararnir verða úti um jólin. Akranestog- i ararnir verða báðir í höfn. Norðurleiðar hf. hafa átt erfiða ferð nú um helgina. Kl. 5 í dag kom bifreið hingað til bæjarins með 30 farþega, og höfðu sumir þeirra verið á ferð sunnan úr Reykjavik frá kl. 8 á laugardags- morgun eða í 56 klst. Þeir gistu þó á Blönduósi vegna óveðurs. Aft ur á móti höfðu þeir farþegar, sem lögðu upp frá Reykjavík í gærmorgun, verið 33 klst. á stöð- ugu ferðalagi. Erfiðasti hluti leið- arinnar var frá Varmahlíð til Akureyrar og tók hann 13 klst. Ráðgert er, að síðasta ferðin landleiðis héðan til Reykjavíkur hefjist í kvöld kl. 7.30. Vaðlaheiði var í gær farin á jeppum, en í dag hefir færð þar þyngzt að mun. Kinnavegur er ófær orðinn, og Ljósavatnsskarð að lokast. Má því segja, að þeim, er vilja komast heim til sín um jólin, gangi skrykkjótt ferðalagið á landi. __ Flugferðir hafa einnig tafizt. A laugardaginn var ekkert flogið hingað til Akureyrar. í gær heyrðu bæjarbúar í flugvél hér yfir um hádegið, en hún varð að snúa við og lenti á Sauðár- króki. Um miðnætti í nótt komst hún hingað til Akureyrar. — vig. Nýtt skip til Akureyrar AKUREYRI, 22. des. — 1 gær kom til hafnar hér á Akur- eyri eitt hinna nýju austur-þýzku fiskiskipa, sem nefnt hefir verið Sigurður Bjarnason, og er eign hlutafélagsins Súlur (Leó Sig- urðsson o.fl.). Skip þetta er 248 lestir að brúttóstærð, en 79 lestir nettó. Skipstjóri er Tryggvi Gunnarsson, sem að undanförnu hefir verið með Akraborgina. Fyrsti stýrimaður er Steingrím- ur Aðalsteinsson, en fyrsti vél- stóri Þorsteinn Magnússon. Skipið fékk gott veður á leið- hingað til lands, nema hvað það hreppti lítils háttar storm frá Langanesi. Skipstjóri telur það gott sjóskip. — vig. MESTI annadagur ársins, Þor- láksmessa, er í dag, en þá reyna allir að Ijúka jólaundirbúningi utan heimilisins. M.a. af þeim sökum eru verzlanir opnar til miðnættis í nótt. Horfur eru á á- gætu veðri, austan kalda og frost leysu. Búast má því við gífurlegri umferð í bænum í dag. í kvöld verða strætisvagnarn- ir í ferðum á öllum leiðum fram til klukkan 1. Þá má geta þess að á aðfangadagskvöld verða vagn- arnir í ferðum til kl. 5,30 síðd. Á aðfangadagskvöld verður eins og undanfarin ár, vagnar í ferðum á átta helztu leiðunum, hraðferðar- leiðunum. Munu þeir vagnar fara 8 ferðir milli klukkan 6— 11,30. Farþegar aka ókeypis með vögnunum það kvöld. Þá verða einnig á jólakvöld farnar ferðir vestur á Seltjarnarnes og suður í Skerjafjörð. Einnig verður Blésugrófar—Rafstöðvar-, Selás- og Smálandavagnar í ferðum. í Dagbók Morgunblaðsins á morg- f GÆRDAG lét dómsmálaráðu- neytið handtaka ungan mann Halldór Hermannsson Skaftahlíð 29. Hafði hann komið að utan á laugardaginn eftir að hafa smokr að sér um borð í flugvél frá Loft- leiðum í Kaupmannahöfn. Var hann dæmdur í fyrravetur í rúm- lega eins árs fangelsi, en hefur fengið hvað eftir annað frest til þess að afplána dóminn. Nú hefur hann aftur brotið af sér og frest- ur sá er hann fékk síðast til þess að taka út dóm sinn, verið aftur- kallaður og hann settur í varð- hald. í gærdag fékk sakadómaraem- bættið fyrirskipun um það frá dómsmálaráðuneytinu að hand- taka Halldór Hermannsson. Síð- degis var hann tekinn og fluttur samstundis upp í „Stein“. Halldór þessi sem er tæplega 28 ára gamall var fyrir réttu ári, á aðfangadag, dæmdur í 15 mán- aða fangelsi óskilorðsbundið. Var hann dæmdur fyrir að hafa svikið fé út úr mönnum á þann hátt að bjóðast til þess að kaupa fyrir þá Bandaríkjadali suður á Keflavíkurflugvelli. Halldór fékk frest hjá dóms- málaráðuneytinu til að taka út un, aðfangadag, verður greint ná kvæmlega frá ferðum vagnanna um hátíðarnar. Einn af varðstjórum umferð- arlögreglunnar, sagði tíðinda- manni Mbl. í gærdag, að jóla- umferðin hefði gengið mjög greiðlega og væri það mest því að þakka að allur þorri öku- manna veit, að til þess að um- ferðin gangi greiðlega, þá þurfa menn að vera með hugann við aksturinn, fara í einu og öllu eft- ir akreinakerfinu, þar sem aka ber samkv. því, og stöðva ekki bíla sína þar sem bílastöður eru bannaðar. En alltaf eru þó til ökumenn sem gleyma þessu, og það eru þeir sem valda því að hnútar hlaupa á í hinni miklu umferð á götum bæjarins um þessar mundir. Loks er þess að geta, að síðan götulögreglumenn fengu hvítu kylfurnar til þess að stjórna umferðinni með, þá er eins og allt gangi miklu betur og liðlegra, sagði lögregluvarð- stjórinn að lokum. dóminn. f ágústmánuði síðastl. sat hann aðeins nokkra daga inni, en var sleppt þar eð hann fékk enn frest á afplánun dómsins fram til 1. nóvember. Þegar sá dagur rann upp, var Halldóri enn á ný veittur frestur, og skyldi hann hefja afplánun hins uppkveðna dóms um fangelsisvist í 15 mán- uði, 1. febrúar 1959. Fyrir um það bil viku síðan Fengu ekki „jólagjöfina44 HVERAGERÐI, 22. des. — Við höfðum vonazt til þess að fá í jólagjöf mikinn og góðan árang- ur við borun þá eftir gufu og vatni, sem staðið hefur yfir und- anfarið. Er nú sú von úti, í bili a. m. k., því borinn er kominn niður á 70 m dýpi, en hvorki hef- ur vatn né gufa komið upp úr holunni. Hér hafa borholur venjulega gosið vatni og gufu þegar komið hefur verið niður á 40—50 m dýpi. — Fréttaritari. Tíðar skipakomur til Akraness AKRANESI, 22. des. — Skipa- komur hafa verið tíðar hér um þessa helgi. Á sunnudaginn kom Lagarfoss hingað og lestaði um 500 tonn af freðfiski, en áður hafði skipið verið í Keflavík og lestað þar 1000 tonn. Héðan fer Lagarfoss á Snæfellsnes-, Breiðafjarðar og Vestfjarðahafnir en síðan siglir skipið til Hamborgar. Á sunnu- daginn kom Goðafoss. Hann lest- aði hér hvalkjöt og borgfirzkt kindakjöt og í dag er Reykjafoss kominn með 100 tonn af ýmiss konar vörum, en hér tekur skipið skreið. Þá kom líka í dag vél- skipið Helgi Helgason með 2800 síldartunnur að norðan, til sölt- unarstöðvar Har. Böðvarssonar. — Oddur. HVERAGERÐI, 22. des. — Hér hefur nú verið kveikt á tveim jólatrjám, sem vinabæir Hvera- gerðis hafa sent. Eru bæir þessir Brande í Danmörku og Skoger í Noregi. — Fréttaritari. fór Halldór utan með flugvél. Hann kom svo aftur á laugardag- inn sem fyrr greinir. Lá þá fyrir ákæra á hann vegna tékka, en ekki er um háa fjárhæð að ræða. Mun dómsmálaráðuneytinu hafa þótt augljóst mál, er hann kom nú heim aftur að hann hefði brotið af sér og það væri í rétti til að rifta ákvörðun sinni um frestun á afplánun dómsins. Lét það því handtaka manninn aftur og setja hann í varðhald. Þegar Halldór var dæmdur fyrra, var hann jafnframt gjald- þrota, en síðan hefur hann haft með höndum smáverzlun, sem hann hefur þó ekki sjálfur verið skrifaður fyrir. Sæmdir fálkaorðum í TILEFNI af vígslu Sements- verksmiðju ríkisins, á sl. «sumri hefur forseti íslands, að tillögu orðunefndar, sæmt þessa menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu, fyrir störf þeirra að framkvæmdum málsins: Dr. ing. Jón Vestdal, formann stjórnar sémentsverksmiðjunnar, riddarakrossi. Framkvstj. Helga Þorsteinsson, meðlim í stjórn verksmiðjunnar, riddarakrossi. Múrarameistara Sigurð Símon- arson, Akranesi, fyrrv. meðlim í stjórn verksmiðjunnar, riddara- krossi. Þá hefur forseti íslands í dag sæmt eftirtalda menn heiðurs- merkjum fálkaorðunnar: Elías Halldórsson, forstjóra fiskveiðasjóðs, riddarakrossi, fyr- ir störf í þágu sjávarútvegsins. Einar Arnalds, borgardómara, riddarakrossi, fyrir embættis- störf. Guðmund Erlendsson, bónda og hreppstjóra, Núpi, Rangár- vallasýslu, riddarakrossi, fyrir störf að búnaðar- og félagsmál- um. Hafstein Pétursson, bónda og oddvita, Gunnsteinsstöðum, Laugadal, Austur-Húnavatns- sýslu, riddarakrossi, fyrir störf að búnaðar- og félagsmálum. Jónas Kristjánsson, forstjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri, riddarakrossi, fyrir störf í þágu íslenzks mjólk- uriðnaðar. Valdimar Stefánsson, sakadóm- ara, riddarakrossi, fyrir embætt- isstörf. — (Fréttatilkynning frá orðuritara). Búizt er við gífurlegri umferð í bœnum í dag \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.