Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. des. 1958 Steinn Emilsson, Bolungarvík 65 ára Blöndal listmálara) „HVAR skal byrja, hvar skal standa?“. Þannig kvað skáldið Matthías. í dag stend ég í sporum skálds- ins. Mér er það vandaverk á höndum að skrifa um bezta vin minn í Bolungarvik á merkum tímamótum í ævi hans. Steinn Emilsson er sérstæður persónu- leiki í íslenzku þjóðlífi, en með skáldinu skal undir það tekið, að erfitt er að festa hendur á verkefninu. Auðvelt er svo sem að láta staðreyndirnar tala. En hvort þær segja nóg, er annað mál. Steinn Emilsson er fæddur að Kvíabekk í Ólafsfirði 23. des- ember 1893. Foreldrar hans voru Emil Guðmundsson, prestur þar, og Jane Marie Margrét Steins- dóttir Steinsen, bæði af gagn- merkum ættum komin. Steinn varð gagnfræðingur 1915, og hóf síðan nám í Menntaskólanum i Reykjavík, og lenti í skálda- bekknum svokallaða, enda eitt af þeim frægu skáldum. Hann hvarf frá því námi. Séra Árni Sigurðsson sálugi fríkirkju- prestur segir eftirfarandi í grein sinni í bókinni „Minningar úr Menntaskóla": „Um mína daga var allt yfirleitt kyrrt milli kennara og nemenda, og hirði ég ekki að telja þær smávegis snurður, sem hlupu á þráðinn þessa vetur, og varla verður með öllu hjá komizt í slíkum tilfellum. Helzt væri þá að nefna úrsögn eins skólapilts úr skólanum, sem varð fyrir þá sök, að hann taldi sig hafa hlotið áminningu að ósekju. Olli úr- sögn hans óánægju allmargra skólapilta, því að hann var dreng ur góður og vel látinn af félög- um sínum og kunningjum“. Það var Steinn Emilsson, sem þepnan vitnisburð fékk. Eftir þetta lauk hann stúdents- prófi í Noregi, stundaði síðan há- skólanám um hríð í Þýzkalandi, m.a. við háskólann í Jena. Á útivistarárum sínum reynd- ist hann íslendingum ytra hinn bezti stuðningsmaður og kunna margif honum miklar þakkir síðan. Frá þeim tíma er og mynd sú, sem með þessum lín- um birtist, en hún er gerð af herbergisfélaga hans í Ósló, Gunnlaugi Blöndal listmálara. Eftir heimkomuna ferðaðist hann mikið um ísland og hefur af óþrjótandi elju og elsku rann- sakað náttúru þess. Lengi mun nafni hans á loft haldið af þeim mönnum, sem að þeim rannsókn- um vinna, því að Steinn hefur meðal annarra verka fundið elztu menjar um líf á íslandi og eng- inn mun honum nú fremri í leir- fræði og steinafræði íslands hér á landi, og þótt til annarra landa væri leitað. Snemma lá leið hans til Vest- fjarða. Hann var efnafræðingur Sólbakkaverksmiðjunnar í Ön- undarfirði um tíma, og þann tíma, sem hann var á ísafirði, var hann ritstjóri Vesturlands, blaðs vestfirzkra Sjálfstæðis- manna. Nokkrum árum fyrir 1930 kom hann hingað til Bolungarvíkur, og ekki hafa margir aðrir mark- að dýpri spor í sögu þessa byggð- arlags en Steinn. Hann stofnaði hér unglinga- skóla 1928, og var skólastjóri hér um langa hríð. Nemendur hans fjölmargir um ísland nú, vitna um frábæra kennarahæfileika hans. Hann hefur um langt ára- bil verið hér sparisjóðsstjóri og stýrt þeirri stofnun af einskær- um áhuga og árvekni, og orðið valdur að einhverri stórkostleg- ustu byltingu í byggingarsögu eins byggðarlags á fslandi, sem um getur. Mun honum seint gleymd sú þjónusta. Hann hef- ur einnig starfað mikið að félags- málum hér, verið um langt skeið hreppsnefndarmaður og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf- um. Mér persónulega er það einstak lega ljúft að votta honum mikla þökk fyrir 5 ára samstarf í skatta nefnd Hólshrepps, þar sem hann hefur af fyllstu skyldurækni gegnt ábyrgðarmiklu starfi. Hann kvæntist árið 1931 Guð- rúnu Hjálmarsdóttur frá Meiri- Hlíð í Bolungarvík, ágætri konu, og hefur eignazt með henni 4 mannvænleg börn, Rún, Stein- gerði, Vélaugu og Magna, sem eru hvert öðru ágætara. Þannig eru upptaldar í stór- um dráttum staðreyndirnar í lífi Steins Emilssonar, en þær lýsa tæplega manninum. Svo ótal- marga aðra kosti á hann til að bera. Mér og minni fjölskyldu hefur hánn reynzt sannur vinur, og kunnum við honum fyrir það beztu þakkir. Sjálfsagt munu margir segja, að ekki sé Steinn laus við bresti ýmiss konar, en hver er sá mað- ur, sem af því getur hælt sér? Fer enda bezt á því, að kostir og gallar haldist í hendur í góðu jafnvægi, og þá munu menn mestir í íslandssögu bæði fyrr og síðar, þar sem svo er. Steinn Emilsson er maður, sem fer sínar eigin leiðir, engum háð- ur, alltaf glaður og reifur, víð- feðma í þekkingu sinni og mann- reynslu, og standa honum þar fáir á sporði. Skyldustörfum sínum við Sparisjóð Bolungarvíkur, í skatta nefnd og hreppsnefnd Hóls- hrepps, og síðast en ekki sízt við barna- og unglingaskólann í Bolungarvík, hefur hann gegnt af stakri prýði, svo að þar á hef- ur enginn skuggi fallið. Hann er í engu meðalmaður. Hann fer þá vegi, sem þeim ein- um hentar, sem góður guð hef- ur gefið aflið góða, til að vera ofar samferðamönnum sínum og á þann veg vil ég minnast hans á þessum tímamótum í ævi hans. Ég veit að þessar línur mínar, eru bæði fátæklegar og smáar. Ég hefði kosið að geta lýst mann- inum Steini Emilssyni eins og hann raunverulega er, sérstæð- um persónuleika, sem menn eiga ekki kost á að kynnast nema einu sinni á öld. Ég bið Stein afsökunar, hafi ég eitthvað missagt, en ég veit, að ég hef í engu ofsagt, það geta allir vinir hans vottað. Leyfist mér svo að enda þessa afmælisgrein á þeim vísum, sem öldruð vinkona hans í Bolungar- vík, Guðlaug Guðnadóttir, hef- ur um hann ort, og sem máske lýsa honum allra bezt: íturvaxinn er og beinn oft til greiða hraður. Allir vita, að hann Steinn, er elskulegur maður. Lifnar gleði, líka mál, leynist töfrakraftur. Við skulum lyfta vinarskál, ég verð að sjá þig aftur. Er hér gestur ungur sveinn, yrkir beztu ljóðin. Öðrum mestur er hann Steinn, opnar flestum sjóðinn. Að síðustu, Steinn minn góð- ur! Beztu þakkir fyrir viðkynn- inguna. Mættum við oft mætast í „Inter nos“ í góðu tómi og rabba um lífið og tilveruna. Lanolin Plus GJAFAKASSAR með nytsömum snyrtivörum fyrirliggjandi. Fást í flestum lyfjabúðum og víðar. Heildsöiubirgðir: qeséaf ARNI GESTSSON UMBOÐS OO HEILDVERZLUM Hverfisgötu 50 — Sími 17148. BÓK jONAS JONSSON y | H LAN O H|0 GOO^ Aðalumboð: Bókaforlag Odds Björnssonar. Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu Allir eru sammála um að Jónas Jónsson frá Hriflu sé ritsnjallasti Islendingur sem nú er uppi. í þessari bók kennir margra grasa. Kafl- inn „Vínland hið góða“ er upphaf að ferða- þáttum um Ameríkuför Jónasar 1938. 1 þessari bók er ítarleg ritgerð um Halldór Kiljan Laxness, þar sem leitast er við að móta frumdrætti að nýju viðhorfi til skáldsins í Gljúfrasteini, með því að tengja sögu hans við umhverfi, ætterni og áhrif frá æskudög- um. Bókin er 268 bls. Verð kr. 150,00 í bandi. Lifðu heill, góði vinur. Friðrik Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.