Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. des. 1958 MORCVlKfíLAÐIÐ 3 Framsókn stöðvar frumvarp um fjárgreiðslur Frá umræðum á Alþingi FUNDUR var settur í efri deild Alþingis á venjulegum tima í gær. Tvö mál voru á dagskrá. Frumvarp til laga um bráða- birgðagreiðslur úr ríkissjóði á ár- inu 1959 frá fjárhagsnefnd. í fyrstu grein frv. segir svo: Til 1. febrúar 1959 er ríkisstjórninni heimilt að greiða úr ríkissjóði til bráðabirgða, í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1958, öll venjuleg rekstrargjöld ríkis- ins og önnur gjöld, er talizt geta til venjulegra fastra greiðslna, þó ákvæðin séu og heimiluð til eins árs í senn. I greinargerð seg- ir, að þar sem augljóst sé, að ekki verði hægt að afgreiða fjárlög fyrir árið 1959 fyrir næstu ára- mót, beri nauðsyn til að veita rikisstjórninni þessa heimild. Þar eð frumvarpinu var ekki útbýtt fyrr en á þessum fundi, þurfti afbrigði til að ta-ka það til umræðu og voru þau veitt. Framsögumaður fjárhagsnefnd ar, Bernharð Stefánsson, gerði grein fyrir frv. Næstur kvaddi sér hljóðs Björn Jónsson og boð- aði hann breytingartillögu við frv. frá Alþýðubandalagsmönn- um í deildinni, á þá lund, að aft- an við 2. gr. kæmi ákvæði til bráðabirgða þess efnis, að Alþingi kysi nefnd með fullu um- boði til að semja við útvegsmenn um rekstrargrundvöll fyrir sjáv- arútveginn. Ennfremur óskaði hann eftir því, að það langt hlé yrði gert milli funda, að þing- flokkunum gæfist kostur á að fjalla um málið. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpið samþykkt til 2. um- ræðu með 12 samhljóða atkvæð- um. Frumvarpið um virkjun Sogs- ins, sem var til 3. umræðu, var tekið út af dagskrá. í fundarlok skýrði forseti efri deildar, Bernharð Stefánsson, frá því, að þetta yrði væntanlega síð- asti fundur í deildinni fyrir jól og vildi hann því nota tækifærið og óska öllum þingmönnum deild arinnar gleðilegra jóla. Jóhann Þ. Jósefsson kvaddi sér hljóðs og kvaðst fyrir hönd deildarinnar vilja þakka forseta góðar jóla- óskir og bera fram þakkir til for- setans fyrir góða fundarstjórn og óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og alls góðs. Þing- deildarmenn tóku undir þessar óskir Jóhanns Þ. Jósefssonar með því að rísa úr sætum. Jólaeyfistilk. kom mönnum á óvart, því almennt hafði verið búizt við því, að frumvarp þetta yrði afgreitt sem lög á þinginu í gær. Er forseti neðri deildar sleit fundi kl. rúmlega hálftvö bað hann þingmenn að búa sig undir það að mæta á fund í deildinni síðar um daginn, sem kynni að verða boðaður með litlum fyrir- vara. — Hins vegar höfðu menn veitt því athygli, að meðan Björn Jónsson hélt ræðu sína í efri deild, gekk Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, til Bernharðs Stefánssonar og átti við hann hljóðskraf. Fundur var settur í neðri deild kl. 4,45 síðdegis. Eitt mál var á dagskrá, frv. um veitingasölu o. fl., en óskir höfðu komið fram um að því yrði frestað og var það því tekið af dagskrá. Er for- seti deildarinnar hafði tilkynnt, að fleira lægi ekki fyrir fundin- um og þetta mundi verða síðasti fundur deildarinnar fyrir jól, kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs utan dagskrár og mælti á þessa leið: Herra forseti. Það var vegna yfirlýsingar hæstv. forseta um það, að ef ekkert sérstakt breytt- ist yrði þetta síðasti fundur fyrir hátíðisdagana. Nú vitum við all- ir, hvernig á stendur í þinginu, — að svo miklu leyti, sem nokk- ur veit það. — Verið er að reyna að mynda ríkisstjórn og ekki vit- að, hvernig eða hvenær því lýk- ur. Hins vegar er einnig vitað, að nokkrir þingmenn eru ýmist þeg- ar farnir eða munu fara heim til sín næstu daga til að halda jól á heimilum sínum. Innan Sjálf- stæðisflokksins hefur orðið sam- komulag um það, að þeir þing- menn, sem færu, gæfu félögum sínum fullt umboð til að semja um þau mál, sem nauðsynleg eru í þeirra fjarveru. Þeir geta að sjálfsögðu ekki greitt atkvæði á þingfundi, — það þarf ekki að taka fram, — en að svo miklu leyti sem um samninga um mál á milli þingflokkanna er að ræða, er þingflokkurinn þess vegna fyllilega starfhæfur, jafnvel þótt þessir þingmenn fari burtu. En einmitt vegna þess, að vit- að er, að nokkrir þingmenn munu hverfa burtu, kann að vera óþægilegt að þurfa að hafa þing- fundi milli jóla og nýárs. Þess vegna vil ég skjóta því til for- seta, að hann athugi það í sam- bandi við aðra fyrirmenn og ráðamenn þingsins, hvort ekki mundi skynsamlegt að afgreiða nú þegar í dag það mál, sem ég tel víst, að engum ágreiningi geti valdið að afgreiða þurfi, en það er heimild til fjárgreiðslna úr ríkissjóði. Hversu vel, sem myndun stjórn ar kann að ganga og hversu vel, sem henni kann að takast, þá vita þó allir, að fjárlög verða ekki héðan af afgreidd fyrir desember lok. Og eins er vitað, að engum þm. getur komið til hugar að neita um heimild til nauðsyn- legra fjárgreiðslna, hver sem stjórnin verður. Og þess vegna sýnist mér það einsætt, að það séu skynsamleg vinnubrögð að afgreiða þetta frv. nú í dag á meðan þingmenn eru ekki farnir fleiri en enn er og síðan hafi forsetar það í hendi sér í sam ráði við núv. hæstv. ríkisstjórn og þá, sem við kunna að taka hvort sem það verða ein eða tvær stjórnir á þeim dögum, sem fram undan eru, að kveðja þing- ið saman til formlegs fundar strax og nauðsyn krefur. Ég vildi í allri vinsemd og án þess að gagnrýna nokkuð þá starfshætti, sem við hafa verið hafðir, benda á og bera fram tilmæli um það, að fjárgreiðslufrv. yrði afgreitt út úr þinginu í dag, og vil lýsa yfir því, að þótt við Sjálfstæðis- menn séum í eindreginni and- stöðu við núv. hæstv. ríkisstjórn, þá skulum við afgreiða það um ræðulaust hér í neðri deild þannig, að engin töf verði af okkar hálfu. Forseti neðri deildar, Einar Ol- geirsson, kvað það því miður ekki á sínu valdi, að ákveða hve- nær þetta mál yrði tekið fyrir í deildinni. Kvaðst hann hafa grennslazt eftir því við forseta efri deildar, en hann hefði svar- að því til, að allt útlit væri á, að málið kæmi ekki fyrir til af- greiðslu fyrr en eftir jól. Hins vegar kvað hann ekki skyldi standa á sér, ef eitthvað breytt- ist með þetta mál og mundi hann þá kalla saman fund í deildinni síðar um daginn eða daginn eftir. Að lokum kvaðst forseti neðri deildar vilja óska þingmönnum deildarinnar gleðilegra jóla og alls góðs svo og öllum starfs- mönnum þingsins. Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs og kvaðst fyrir hönd deildarinnar vilja þakka forseta hlýjar óskir. Einnig kvaðst hann vilja þakka hv. forseta sköru- lega, réttláta og snuðrulausa fundarstjórn. Tóku þingmenn undir þær óskir með því að rísa úr sætum. Lokaatriði jólaleiksins, „Gestur var ég“. Að tjaldabaki í Laugarnesskóla HVAR sem við förum þessa dag- ana má sjá jólaundirbúninginn í einhverri mynd. í hverri búð er fjöldi manns viðinnkaup.á hverju heimili er unnið dag og nótt við bakstur og hreingerningar og í skólum bæjarins halda börnin há tíðleg sín „litlu jól“. Bl. föstu- dagskvöld fór fram jólaskemmt- un Gagnfræðadeildar Laugarnes- skóla. Skólinn var fagurlega skreyttur með myndum eftir nem endur og í miðjum forsalnum var komið fyrir stóru jólatré. Ég gekk upp á aðra hæð skólans þar sem ég vissi að í einni kennslustofunni var verið að undirbúa leik- sýningu nemenda, en hún er að- alliðurinn á skemmtiskránni. Þegar inn kom blasti við skrítin sjón: Feitur, ljótur, hörundsbrúnn karl, með svart alskegg, virðuleg- ur maður í bláum kyrtli með vef- jarhött á höfði, hrjáðar konur og tötrum klæddir menn. Hvaða fólk er þetta? Jú, þetta eru persón- urnar, sem við lesum um í jóla- guðspjallinu. í einu horni stof- unnar er allt í einu rekið upp óp. — Hvað kom fyrir, spyr ég með öndina í hálsinum? Og sá sem æpti, svarar: „Þetta bölvað skegglím, það er svo mikil fýla af því“. Er það ekki fyrir neðan virð- íngu hermannsins að hijóða svona af ekki meiri ástæðu?“, spyr maður í hvítum slopp. Og þá kemur það upp úr kafinu, að sá sem hljóðaði, er hermaður, já meira að segja hermaður Heró- desar konungs í Júdeu. — En hver er maðurinn í hvíta sloppnum? Hann er ekki einn leik endanna. _ — Það er leikstjórinn, Skeggi Ásbjarnarson, kennari. Hann er að „sminka“ leikarana og eft- ir stutta stund er hann orðinn ljósameistari á sviðinu. Hann er allt í senn: þýðandi, leikstjóri, leiktjaldasmiður og ljósameistari. Og hann er enginn viðvaningur í þessu starfi. Þetta er í þrett- ánda sinn, sem hann annast jóla- leiksýningu í skólanum. Nú er hann að festa skeggið á hermann- inn og þegar því er lokið, taka allir til þá muni, sem þeir eiga að nota í leiknum, skipta sér í röð og svo er farið upp í rishæð- ina, en þar er leiksviðið. Ég kveð leikarana í bili. og óska þess að þeim gangi vel. Þau fara inn á leiksviðið, en ég fæ mér sæti aftur í sal. Þegar allir áheyrendur hafa tekið sér sæti, eru ljósin slökkt, grænt for- tjaldið á leiksviðinu þokast frá og í ljós kemur gistihúsgarður í Betlehem. Vinstra megin er for- dyri gistihússins, fyrir miðju lítið gripahús, en fyrir ofan það skín stór, fögur stjarna og vinstra meg in er hlið út á þjóðveginn. Leikurinn er mjög í anda jól- anna. Þar kemur fram harð- brjósta gestgjafi, sem hugsar um það eitt, að græða peninga. Kona hans og dóttir skynja heigi næt- urinnar en fá engu tauti við hann komið. Hann er blindur, Það kemur þreyttur ferðamaður inn í garðinn. Hann segist heita Jósef, kominn langan veg og bið- ur gestgjafann um leyfi til að flytja konu sína inn í gripahúsið, því að hún sé veik. Hann fær leyfi með því skilyrði að hann gefi gestgjafanum lúna asnann sinn. Og þannig heldur atburða- rásin áfram. Gestgjafinn sýnir margoft hið illa innræti sitt, en í lok leiksins kemur inn vitring- ur frá Austurlöndum og gerir gest gjafanum það ljóst, að í gripa- húsinu hans hafi fæðzt lítið barn, „sem verða muni konungur fsra- elsmanna og veita mönnum ný fyrirheit og nýja von“. Gestgjaf- inn iðrast og biður Guð um fyrir- gefningu synda sinna og síðan krjúpa allir í þögulli bæn fyrir framan gripahúsið, en veggur þess færist til hliðar og inn í hús- inu sjást María og Jósef krjúp- andi við jötuna. Ég skýzt „á bak við“, eins og það er kallað. Leikararnir koma niður af sviðinu, löðursveittir. „Af hverju eruð þið svona sveitt? Var þetta erfitt?" „Nei, nei. Það er bara sminkið" „Guð, ég gleymdi heilli setn- ingu“, segir ein daman. „Það gerir ekkert til. Þú bara manst eftir henni næst“, segir annar. „Hvíslari! Þú hvíslar allt of hátt. Ég er viss um að það heyr- ist alla leið á aftasta bekk“. „Ég var næstum því farinn að hlæja“, segir einn strákurinn. „Af hverju?" „Af því aðj hann Siggi hló. — Þetta er svo smitandi á sviðinu". „Æ, ég kvíði svo fyrir“, kvein- ar hermaðurinn. „Fyrir hverju“? „Að rífa skeggið af aftur'1. Það eru auðheyrilega mörg vandamál, sem steðja að, en samt eru allir glaðir og ánægðir ... „Hafið þið leikið oft áður?“ „Aldrei". „Einu sinni". „Aldrei". „Aldrei". „Ég trúi því ekki. Hvað æfðuð þið oft?“ „Tíu sinnum. Einn varð veikur og annar kom í staðinn, daginn fyrir „generalprufu". „Hvíslari! Kann hann rull- una?“ „Já, alveg reiprennandi". Drrrr. Það er bjallan sem hringir. Allir tilbúnir. Önnur sýning er að hefjast fyrir „annars bekkinga". — Siggi, er ístran ekki alveg föst? — Jú, jú. Og þá má Siggi fara inn á. — Hver eru launin, sem þið fáið fyrir þetta starf ykkar?, spyr ég þau að lokum? — Launin eru mikil. Þau eru svo mikil, að það er ekki hægt að meta þau til fjár. Þau eru ánægj- an af starfinu. — M. Ö. A. STAKSTEINAR Kauphækkanirnar Tíminn talar mikið um það, að kaupið hafi hækkað alltof mikið og sé það öðrum að kenna en Framsóknarflekknum. Þeir hafl alltaf stöðvað hækkanir á öllum sviðum. I þessu sambandi má minnast þess, að rétt eftir að stjórnin komst til valda, og „stöðvunarstefnan" átti að vera í algleymingi, var það einmitt Samband íslenzkra samvinnufé- laga, sem hafði forgöngu um a3 hækka kaup. Framsóknarmenn voru með alls konar afsakanir út af þessu, en hver maður gat séð að það fór ekki vel saman að vera í öðru orðinu að tala um að hækka ekki kaupið, en svo voru þessir menn fyrstir allra til þess að gera það. í öðru lagi má á það minna, að ríkisstjórnin hafði beinlínis for- göngu um kauphækkanir, rétt eftir að hún komst til valda, og kemur það heldur ekki vel heim og saman að einmitt hún skyldl hafa forystu í þessu efni á sama tíma og í málgögnum vinstri stjórnarinnar var auglýst, að nú mætti ekkert kaup hækka. Tíminn talar mikið um það, að aðrir hafa æst til kauphækkana. Þeir Framsóknarmenn mættu vel muna það, að þeir voru sízt af öllu eftirbátar annarra í því, enda var allt á sömu bókina lært. Það sem sagt var á Alþingi og það sem sagt var í Tímanum, var ekki hið sama og gert var. . Tíminn talar oft um tvísöng og skollaleik, en í sambandi við kaupgjaldsmálin ætti hann fyrst og fremst að hlusta á sjálfan sig, því enginn hefur sungið hærri tvísöng í þessum málum heldur en einmitt Tíminn. Uppgjöf Tíminn talar mikið um það sL sunnudag, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi gefizt upp við að mynda stjórn. Þeim Tímamönnum ferst sízt að tala um „uppgjöf" i þessu sambandi. Hverjir voru það sem gáfust upp, ef það voru ekki þeir? Hermann Jónasson hljóp burt frá öllu án þess að tala við Alþingi og án þess að gera þar nokkra grein fyrir hvernig mál- um væri komið. Ef slíkt er ekki uppgjöf, hvað er það þá? Þó ekki tækist að mynda stjórn, eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi og gerði grein fyrir, hvemig á stæði, þá á sízt af öllu að tala um upp- gjöf. Það er Tíminn sem fyrst og fremst ætti að tala um „upp- gjöf“. Það duldist engum sem sá og heyrði Hermann Jónasson, þegar hann sagði af sér, að þar var um „uppgjöf" að ræða, brott- hlaup frá þeim vanda, sem fyrir lá og frá þeim loforðum, sem hann hafði gefið. Sparnaður í ríkisrekstri Tíminn er a* tala um það á sunnudaginn var, að það þurfi að spara í ríkisrekstri. Það þurfi að minnka útgjöld ríkissjóðs og „draga saman". Það er rétt að menn minnist þess, að í ZV2 ár meðan vinstri stjórnin fór með völd, var Eysteinn Jónsson sá sem hélt um pyngjuna hjá ríkis- sjóði. Það hefur aldrei áður sézt í Tímanum að endilega þyrfti að spara hjá ríkissjóði. Vafalaust er þetta rétt, en einhvern veginn kemur það undarlega fyrir sjón- ir, að Tíminn skuli einmitt núna, eftir að flokkur hans er brott- hlaupinn, tala um þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.