Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 23

Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 23
Þriðiudágur 23. des. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 23 Jólakveöja Á JÓLUNUM senda menn vinum og kunningjum kort og kveðjur eða þeir sem telja sig hafa efni eða ástaeður til gefa fagrar gjafir. Ekki fer það ætíð eftir efnum og ástæðum hvort gjafirnar eru smáar eða stórar, heldur miklu fremur eftir skapgerð og tilfinn- ingalífi gefandans. Það er nú svo að flestir þeir sem jólin hafa ein- hverja merkingu fyrir munu vera tilfinninganæmari, bljúgari í hugsun og þá einm. við slík tíma- mót hafa löngun til þess að láta eitthvað gott af sér leiða í orði eða verki. Sumir hafa það fyrir venju að færa kunningjum einnig áramótaósk á jólakortinu, þakka fyrir gamla árið og óska heilla og velfarnaðar á komandi ári og svo verður gert hér. Það verður aldrei um það deilt að í okkar þjóðfélagi er það öðr- um fremur ein stétt manna, sem fer á mis við jólahelgina, en það er sjómannastéttin. Sjómannin- um verður hvorki með kortum, skrifum eða skeytum bættur sá söknuður og sársauki, sem hann líður við að geta ekki verið meðal ástvina og kunningja, er jólahelg in gágntekur hugi manna. Enda þótt þetta eigi að heita jóla og áramótakveðja til allra sjó- manna, var þó að gefnu tilefni ætlunin að minnast sérstaklega einnar deildar innan sjómanna- stéttarinnar, varðskipsmann- annna. Við sem höfum verið á sjónum undanfarna áratugi, þekkjum þá sorgarsögu, sem gerzt hefur í varðskipsmálum okkar. Við eigum að vísu varð- skip, en afar óíullkomin. Að sjálfsögðu ræður þar mestu um fjárhagslegur vanmáttur okkar. En einnig fyrirhyggju, og skiln- ingsleysi á hinu mikilvæga hlut- verki landhelgisgæzlunnar, og það er hollast að viðurkenna þá staðreynd hreinskilnislega, að af miklum fjölda íslenzkra þegna hefur til skamms tíma verið litið á störf varðskipsmanna sem lítt nauðsynleg. Ég hefi oft orðið þess var í tali manna, að þetta væri eiginlega mest til þesss að sýnast, að vera að hafa þessi varðskip og þann hóp manna, sem þar eru launaðir af ríkinu til lítils gagns. Þetta verður þó að fyrirgefa að nokkru, því við höfum annan og ónæmari skilning á þessu en hernaðarþjóðir sem alast upp við þá trú að vald þjóðanna út á við og inn á við byggist á fall- byssukúlum og byssustingjum. Eftir þá atburði, sem gerzt hafa við strendur landsins, á líðandi ári hljótum við að skipta um skoð un. Við höfum áþreifanlega feng ið að finna fyrir því að varðskip- in eru þjóðamauðsyn. Við höfum einnig fengið áþreifanlega sönn- un fyrir því að á þessum skipum starfar hópur manna, sem er sómi íslenzku sjómannastéttarinnar. í orði og athöfn hafa þeir sýnt og sannað, að þeir eru hvers manns virðingar verðir. Við dáumst oft að hörku og harðfylgi víkinga fornaldar okkar. Oss hefur fund- izt það lýsa kappi og skiljanlegu áræði að berjast með vopnum, en hvað megum við þá segja um sálarþrek, skapfestu og stillingu þeirra manna, sem eiga hlaðna skammbyssu í vasanum, en skjóta ekki þótt þjófurinn reki rýting í bak þeim, vegna þess að þeir vita að heiður þjóðar þeirra er í veði. Þessum mönnum vildi ég alveg sérstaklega senda jóla og nýárs- kveðjur. Þakka þeim dáðríkt og drengilegt starf á liðnu ári og óska þeim gæfuríks komandi árs. Ég óska þess af heilum hug, að þeir megi á komandi ári sjá upp- rísa sól réttlætisins og að þeir megi allir lifa það að njóta verm andi geisla þeirrar sólar. Hafið þjóðarþökk og virðing fyrir starf ykkar. Hallfreður Guðmundsson. 77/ jólagjafa Skíöi Skaular Körfuboltaspil Hringjaköst „Stúdentinn44 Manntöfl Taflsyrpur Lúdó Borðtennis-sett Badmintonspaðar Aflraunagormar Atlaskerfi Sunabolir Sundskýlur Svefnpokar Ferðaprímusar Gúmmíknetti r Skíðaskór Knattspxmuðkór íítiæfingaföt Ailt til íþróttaiðkana HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 1-51-98. Rússar œtla að auka verulega framlög til vís- inda og mennta MOSKVU, 22. des. — NTB — Sovétstjórnin lagði í dag fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Mesta athygli vek- ur, að framlög til vísinda og kennslumála eru stórkostlega aukin. Þótt rússnesk fjárlög séu óglögg og framlög til vopnaframleiðslu séu falin undir framlögum til vísinda, er þó enginn vafi talinn á því, að Rússar hafa í hyggju að auka verulega framlög til vís- indalegra rannsókna. Æðstaráð Sovétríkjanna, sem er eins konar þjóðþing Rússlands, kom saman í dag. Á fyrsta degi þingsins lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarpið. Það kemur í ljós af frumvarpinu, að framlög til landvarna og yfirstjórnár rík- isins lækka nokkuð. Þrátt fyrir það eru niðurstöðutölur fjárlag- anna 722 milljarðar rúblna, um 80 milljörðum rúblna hærri en á þessu ári. Stafar hækkunin mest N ámu verkamenn fyrir rétt MADRID, 22. des. (Reuter). — 32 námuverkamenn á Norður- Spáni hafa verið leiddir fyrir rétt sakaðir um ólöglega kommúníska starfsemi. Er því haldið fram að þeir hafi haft samband við út- sendara alþjóðakommúnismans, skipulagt sellur í námunum á Norður-Spáni og safnað fé til kommúnískrar flokksstarfsemi. Hinn opinberi ákærandi krefst þess að mennirnir verði dæmdir í þungar fangelsisrefsingar. 6^ Glœsilegt úrval Verð frá kr. 320,00 ^flíjófjœra u. JJlc^r. ^Jfe lcja dó ttar af auknu framlagi til vísinda og menntamála. Áætlað er að verja 94 milljörð- um rúblna á næsta ári til mennta mála, eða 34 milljörðum rúblna meira en í ár. Er það hér um bil sama fjárhæð og ganga skal til landvarna. Útgjöld til landvarna hafa lítið breytzt að rúblnatölu á síðustu árum, en þar sem flest- ir aðrir liðir hafa hækkað, hafa þau hlutfallslega lækkað úr 15% árið 1957 í 13% á fjárlagafrum- varpinu. Æðsta ráðið mun að þessu sinni taka til meðferðar ýmis fleiri stjórnarfrumvörp, sem þykja tíðindum sæta. Þar er fyrst að nefna hið víðtæka skóla- lagafrumvarp, sem Krúsjeff hef- ur sjálfur samið og felur í sér róttækar breytingar á skólakerf- inu. Verður m. a. stórlega aukið verklegt nám. Þá er breyting á refsilögum, sem ætlað er að tryggja almenning gegn réttar- ofsóknum, en dauðadómur ekki afnuminn, og nokkrar breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna. — íslandsferðin Framhaid af bls. 17. og þangað sti'eymdi landsfólkið þúsundum saman. — Minnist ég þess vel er afi minn og amma riðu af stað á sólskinsbjörtum morgni, ásamt fjölda fólks úr Lunda- reykjadal, en ég baulaði hástöfum yfir því að fá ekki að fara með til Þingvalla. — Þjóðhátíðin var haldin þar 2. ágúst og fór hið bezta fram. Var konungur hinn glaðasti og hrifning gestanna al- menn. Síðan var farið tíl Geysis og Gullfoss og víða komið við. — Reið konungur hvítum hesti, mikl- um kostagrip. Dáðust Danir-mjög að íslenzku hestunum, svo og frjálsmannlegri framkomu bænda fólksins, er þeir hittu á leið sinni. Frá Reykjavík var svo haldið vestur og norður um land tíl Seyð- isfjarðar, með víðkomu á ísafirði og Akureyri. Voru móttökuhátíðir á öllum þessum stöðum. En þann fimmtánda ágúsit sigldi konungs flotinn frá landinu áleiðis til Dan- merkur. Bókin hefur feikna mikinn fróð leik að geyma um ástand og horf- ur á Islandi það herrans ár 1907. Hún hef ur auk þess þann öndvegia kost að vera skemmtileg aflestr- ar, eins og fyrr er getið. Fjöldi ágætra mynda prýðir hana, og þýðingin má teljast góð. Frá- gangur allur er hinn glæsilegasti og bókin eiguleg mjög. Hjartans þakkir færi ég öllum íbúum Gerðahrepps fyrir höfðinglega peningagjöf sem þeir færðu mér nýlega. Sér- staklega þakka ég frú Ástu Guðmundsdóttur fyrir for- göngu hennar við söfnunina. Gleðileg jól — gott ár. Ágúst H. Matthíasson, Laufási Garði. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- áttu sína á 75 ára afmæli mínu 17. desember s.L, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Stefán Jónsson, Eyvindarstöðum. VESTURVERI Bróðir minn SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsameistari. lézt sunnudaginn 21. desember. Jenný Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur DANlELlNU JÓNSDÓTTUR Einnig viljum við þakka öllum þeim sem glöddu hana og gerðu henni gott í veikindum hennar. Sigríður Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Sigurðsson. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður VILMUNDAR ÁSMUNDSSONAR Fyrir hönd dætra og tengdasona hins látna. Jón Árni Vilmundarson. Þökkum sýnda samúð við andlát og útför móður okkar GUÐRtJNAR GRlMSDÓTTUR frá Ásgarði. Börnin. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa MAGNÚSAR VILHELMS JÓHANNESSONAR yfirframfærslufulltrúa. Fríða Jóhannsdóttir, Svala Magnúsdóttir, Jóhann Ágústsson, Magnús Valur Jóhannsson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við útför MARGRÚTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ingibjörg Þórðardóttir, Guðm. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.