Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Forfaðir Gyðinga, Abraham, og Sara fluttust til fsraels fyrir fyrir 4000 árum. — Ekki ólíkt þeim? rÖræfin fagna ... Framh. af bls 13 nokkurra ára gamlar í beinum röðum. „Þarna“, sagði kennarinn, „sjá- ið þér muninn á ræktunaraðferð- um 10. aldar og hinnar 20. Sjáið til, járnplógar voru í notkun hjá ísraelsmönnum þúsund árum f. Kr. Því segir í fyrstu Samúels- bók, að ísraelsmenn létu hvessa plógjárn, gref, axir og brodda.“ Nú var þetta af óvildarhug mælt, það fann ég. En samt ekki af fullkominni ósanngirni. Israelsmenn gróðursettu á fyrstu sex árum lýðveldisins, 15 millj. trjáplöntur, mikið til í einskis nýtum hrjóstrum. Þeir hafa sett sér það takmark að gróðursetja 200 millj. tré svo að rætist spádómur Esekíels: „Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður". í Biblíunni segir að Abraham hafi gróðursett tamarisk i Beresebu, í Negevsauðnum. ísraelsmenn hafa farið bókstaflega að dæmi hans, gróðursett þar tværmilljón- ir tamarisk, — en það er eina trjátegundin, sem þolir þurrviðr- in þar og seltu jarðvegsins. Mér var sagt að ekki væri óal- gengt að menn gæfu vinum sín- um trjáplöntur í stað blóma, við hátíðleg tækifæri. Stóraukin bygging og ræktun landsins er tvímælalaust aðdáun- arverðast af öllu, er skeð hefur í ísrael síðan Gyðingar tóku stjórn landsins í sínar hendur. Þeim hefur þegar tekizt að „endurnýja ásjónu“ síns forna lands. Þar hef- ur orðið svo gagnger breyting á fáum árum, að manni koma tii hugar orð, sem töiuð voru til forfeðra þeirra fyrir 3400 árum: „Guð þinn leiðir þig inn í gott land þar sem nóg er af vatns- lækjum, lindum og djúpum vötn- um, sem spretta upp í dölum og á fjöllum .... Þar sem nóg er af hveiti og byggi, vínviði, fíkju- trjám og granateplum, olíutrjám og hunangi .... þar sem stein- arnir eru járn og þú getur grafið kopar úr jörðu“. Náttúruauðævi eru mjög tak- mörkuð í Israel en eru enn hin sömu og þá: Yatnslindir og frjó- samur jarðvegur. Vinnsla er haf- in í „koparnámum Saómons" að tilvísun Gamla testamentisins. Margar orsakir liggja til þess, að Biblían — aðallega Gamla testamentið — er nú almennar og betur lesin meðal Gyðinga en áð- ur. Þeir eiga það fyrst og fremst henni að þakka, að hebreskan er aftur orðin þjóðtunga þeirra. Spá- dómar hennar og fyrirheit þykja nú tímabært lestrarefni, þrátt fyrir ríkjandi trúleysi og trúar- glundroða. Fremstu leiðtogar þjóðarinnar halda á lofti fyrirheiti Drottins til ættföðurins Abrahams, — en það er síendurtekið, síðast í Post- ulasögunni: „Drottinn hét að gefa honum landið til eignar og niðj- um hans“. Þá eru og dregnir fram spá- dómar um endurkomu ættstofns- ins til fyrirheitna landsins, — svo sem hjá Jesja: „Á þeim degi mun Drottinn útrétta hönd sína í ann- að sinn, til þess að endurleysa þær leyfar fólks síns, sem eftir eru í Assýríu (þ. e. írak), Egypta- landi, Blálandi (þ. e. Eþíópíu), Elam (þ. e. V-íran), Sínear (þ. e. fljótstungu íraks), Hamat (þ. e. Sýrlandi) og eyjum hafs ins. Og hann mun safna saman hinum brottreknu úr ísrael og heimta saman hina tvístruðu ... frá fjórum höfuðáttum heimsins". Nú er það einmitt þetta, sem skeð hefur í bókstaflegum skiln- ingi. Gyðingar frá „fjórum höfuðáttum heimsins" hafa flutzt að heita má samtímis til landsins, ekki aðeins einstaklingar eða smá hópar á stangli heldur heil þjóðar brot: Þannig t. d. frá írak 126 þús., Póllandi 107 þús., Búlgaríu 122 þús., frá Jemen 45700 manns, — en þangað höfðu Gyðingar hröklast fyrir um það bil 2700 árum. Síðar komu nokkrar tug- þúsundir frá Norður-Afríku, svo að nefndir séu nokkrir hinna stærstu hópa innflytjenda. Mest- öll þessi tilfærsla skeður á tæp- um áratug. Það þykir í fsrael sótsvört van- trú sé ekki tekið mark á hinum fjölmörgu spádómum um upp- byggingu og ræktun landsins í beinu sambandi við heimkomu þjóðarinnar. Ég læt nægja að vitna í tvo slíka spádóma. Hinn fyrri hjá Jesaja: „Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast Öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja. — Á komandi tímu.m mun ísrael blómgast og frjóvgast, og þeir munu fylla jarðkringluna með ávöxtum“ Enn vantar mikið á að landbúnaðarafurðir fullnægi þörfum landsmanna. En ávaxta- ræktun er ísraelsmönnum það, sem fiskveiðar eru okkur íslend- ingum. Algengt er að talað sé um „kraftaverk" í sambandi við stofn un Gyðingaríkis í ísrael. Jafnvel Ben Gurion, sem þykir ekki mik- ill trúmaður, tekur það orð sér í munn. Enginn sem til þekkir ber á móti því, að þar hafa skeð óvenjulegir atbui ðir. Innflytjendur streyma tii lands ins um líkt leyti frá 74 löndum. Margir þeirra \oru illa upplýstir og bláfátækir. Aðrir voru efnaðir ef ekki stórríkir Enn aðrir voru vel heima i visindum og tækni nútimans. lJm náinn skyldleika var ekki að ræða þó að þeir teidust vera einnar ættar, Gyðingar. Þeir töl- uðu fjarskyld n.ál, höfðu einatt gagnólíkar stjórnmála- og trúar- skoðanir og voru oftlega gerólíkir í útliti. En sameiginlegir óvinir þröngv- uðu þeim til samheldni og sam- stöðu, í baráttu upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni sem ein- staklingar og þjóðfélag. Fylltir trúarlegum eldmóði sameinuðust þeir að einu verki, endurreisn hins forna Ísraelsríkis í landi feðranna, enda höfðu þeir margt til þess. Þeir bjuggu yfir reynslu og þekkingu margra þjóða, höfðu menn er nutu viðurkenningar á sviði vísinda og tækni, og réðu yfir nálega ótakmörkuðu fjár- magni. Árlega hefur verið safnað stórfé til styrktar Ísraelsríki með- al Gyðinga erlendis. Enn eru tíu milljónir Gyðinga „í dreifingu". F'lestir eru þeir bú- settir í New York og London og eru margir þeirra alkunnir auð- kífingar. Áhrifa bins kristiia minnihluta (2,5 hundraðshlutar, íbúanna) gætir lítið, og Messíasarspádóin um Gamla testamentisins er ekki mikill gaumur gefinn. Ben Guri- on — og margir með honum — segir, að hið messíanska tímabil sé upprunnið, spádómarnir hafi þegar rætzt. Fulltrúi utanríkismálaráðuneyt isins í Jerúsalem, dr. Úriel Doran, lét í samtali við mig orð falla, sem mér þykir viðeigandi að vitna til í lok þessa greinarkorns. Hann mælti: „Helmingur okkar litla lands (20.850 ferkm) er eyðimörk, suð- urhluti þess. Norður í Galíleu er nóg vatn. Við teljum að viðráð- anlegt sé að veita vatninu suður í eyðimörkina. En okkur hefur reynzt óviðráðanlegt að komast að samkomulagi við okkar ara- bísku nágranna. Allt vatn Jór- danar, er nú rennur í Dauðahaf og gufar þar upp, viljum við að sé tekið til áveituræktunar og rafvirkjunar. Veita má sjó úr Miðjarðarhafi austur í Dauðahaf, sem er 392 metrum lægra, eða lægsti staður jarðar. Mundi þá fást nóg vatnsorka — sem okkur skortir tilfinnaniega — til rat- væðingar. Höfnin við Akabaflóa (Rauða haf) er okkur höfuðnauðsyn. Bæði er það, að skip okkar fá ekki að sigla um Súezskuið og að vegna lokunar landamæranna er alveg tekið fyrir eðlileg viðskipti okkar og nágrannaríkjanna. Öryggisleysi og útgjöld til her varna, hafa mjög íaíið framfarir í landinu. Nú er ekki lengur á okkar valdi að leita samkomuiags við Araba. Það eru Rússar og Bandaríkjamenn sem nú „tnake politics", en gangur mála óviss eigi að síður.“ — Þannig fórust þeim mæta fsraelsmanni orð.Ólafur Ólafsson ^óíctcjjci^i tr Armbönd, dömuhringar, háls- men, eyrnalokkar nælur, skyrtuhnappar og karlmanns- hringar. — Allt gull og ekta steinar. Munir þessir eru aðeins seldir í vinnustofu minni, Aðalstr. 8. PILTAR ef þií elqlð unnustuna pá 3 éq hringana . I nnnydnd , /?<?*/#//■<*// 8 \' setja hátíðasvip á jólaborðið — — Vínglös, ölglös, vatnsglös, cocktailglös, kampa- ^ vínsglös, koniaksglös, snapsaglös, líkjörglös, » sjússaglös — og alls konar glasasett og glasasam- , stæður — *• Bæjarins bezta úrval af krystalsglösum. . Gefið glös í jólagjöf £ Laugaveg 89. >, bæjarius hezta úrval HAFNABSTRÆTI 5 LAUGAVEG 89 i sérhver kona óskar sér Helena Rubinstein gjafa- kassa í jóiagjöf. Hafnarstræti 1L i Laugaveg 89. Hafnarstræti S. mjög fallegar. bæjarins bezta úrval. Hafnarstræti 5. Laugaveg 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.