Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 22
MORGrWBL AÐ1Ð Þriðjudagur 23. des. 1958 22 Hafnarstræti 5. Laugaveg 89. Hafnarstræti 11. Hafnarstræti 5. Hvað er bak við myrkur lokaðra augna? SJÁLFSÆVISAGA yogans Par- amhansa Yogananda svarar þess- ari spurningu. Slíku verður ekki svarað með einni setningu. En hitt er víst að lesandi þessarar bókar verður furðu lostinn yfir þeirri veröld andans, sem þar er brugðið upp. Við íslendingar erum undar- legt sambland raunsæismanna og dulfræðinga; eða hvaða önnur þjóð gæti fóstrað í einum manni yogalærisvein, dulfræðing, spirit ista og kommúnista? Ef til vill er ein ástæðan sú, að í sálarlífi íslendings fer saman sterk þrá til réttlætis og upp- reisnar og djúp trúarþörf. í lýsingunni á því, hvernig meistari höfundar læknar hann af megurð eftir langvarandi veikindi, þannig að ættingjar hans ætla ekki að trúa sínum eigin augum, erum við minnt á orð meistara kristinna manna: „Fyrir því segi ég yður, hvers svo sem þér biðjið og beiðist, þá trú- ið, að þér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það“. (Mark. XI., 24.). „Sagan af Adam og Evu er mér óskiljanleg", segir höfundur dag nokkurn við meistara sinn. Hann svarar: „Fyrsta bók Móse er mjög táknræn og hún verður ekki skil- in eftir bókstafnum Lífsins tré er mannlegur líkami. Mænan er sem tré, er snýr öfugt og hár mannsins er sem rætur þess, en ytri og innri taugar greinar .... Höggormurinn táknar upphring- aða orku mænunnar, sem örvar kyntaugarnar. Adam er skynsem in. Eva er tilfinningarnar. Þegar tilfinningarnar eða Evuvitundin í manninum er borin ofurliði af kynhvötinni, býður skynsemin eða Adam lægra hlut .... Þann- ig varð tvískiptingin eða and- stæðurnar tvær, sem öll fyrir- brigði heimsins eru grundvölluð á. Vit og tilfinning sérhverrar mannlegrar veru ríkir í himni samræmisgleðinnar, svo lengi sem hugur hans er ekki bundinn spilltum öflum dýrslegra tilhneig inga. Líkami mannsins er þar af leið andi ekki aðeins árangur í þró- unarframrás dýranna, heldur er hann fram kominn við ákveðna skapandi ráðsályktun Guðs. Gerfi dýranna var of gróft til þess að opinbera guðdóminn að fullu. Mannverunni var einnig gefinn mikill andans máttur, hinn þúsundblaðaði lótus heilans, ásamt ósýnilegum vakandi og skarpskyggnum miðstöðvum mænunnar. .... Fallinn í blekkingu vegna misnotkunar tilfinninga sinna og skynsemi, eða vegna Adams og Evu vitundarinnar, hefur maður- inn yfirgefið garð guðdómlegra gnægða“. Hvernig fóru hinir helgu menn að ganga á vatni? Hvernig gat Kristur vakið krossfestan líkama sinn aftur til lífs? Þessum spurn ingum og ótal fleiri er svarað í þessari bók. „Já“, segir nú kannske einhver lesandi, „en við lifum á atóm- öld. Hvað varðar okkur, upplýst fólk, um svona hátrúarhjal?" Alveg rétt, við lifum á atom- öld. Öldinni, þegar orðið „ómögu legt“ er að verða úrelt! Og þeg- ar við horfum undrandi og van- máttug á einkenni þyngdarlög- máls og rafmagns, sem enginn veit hvað er í rauninni, þá skul um við minnast orða sjálfs Marc onis: „Vanmáttur vísindanna til þess að leysa gátu lífsins er al- gjör. Þetta værii sannleika hræði leg staðreynd, ef við hefðum ekki trú. Leyndardómar lífsins eru vissulega þrálátasta vandamál mannlgrar hugsunar". Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnu lögtaki þann 11. des. s.l. verður bifreiðin R-3792 seld á opinberu uppboði, sem haldið verður við húsið Þinghólsbraut 14, Kópavogi, þriðjud. 30. des. 1958 kl. 15. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. ' Bæjarfógetinn í Kópavogi. Laugaveg 89. Hafnarstræti 11. Fallegasti jóla- kjóllinn og falleg- arsta jólakápan fæst hjá okkur Góður eiginmaður lætur ekki konuna fara í jóla- köttinu. ■' MARKADURIKM • Laugaveg 89. uuBUR-irm Hafnarstræti 8 Kvk Hafnarstræti 11 Bvk Laugaveg 89 Rvk Geislagötu 6 Akureyri Lœknir óskar eftir 2ja—4ra herbergja íbúð sem fyrst, helzt í Austurbænum. Upplýsingar í síma 16887 í dag kl. 14—19. Krystall Postulín íslenzkur leir T r é v a r a Skartgripir Silfurplett Vefnaður og margt fleira til jólagjafa S T O F A N Hafnarstræti 21, sími 10987. Bólsturhúsgögn og svefnsófar Áklæði í mjög miklu úrvali. — Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Trésmiðjan V í ÐI R Laugaveg 166. Pakkhúsmaður Reglusamur og duglegur maður getur fengið atvinnu við verkstjórn. Mjólkurfélag Reykjavlkur Laugaveg 164. Og hvað segir snillingurinn, sem lagði grundvöllinn að því að máttur atómsins var leystur úr læðingi? (Kjarni afstæðiskenn- ingarinnar er hraði ljóssins (229.786 km. á sekúndu) og með henni opnaðist stærðfræðilegur vettvangur til að kanna frum- eindina til fullnustu). Einstein segir: „Hið fegursta, sem hægt er að kynnast, er hið dulræna. Upp- spretta allrar sannrar listar og vísinda. Sá, sem ekki þekkir þessa tilfinningu og getur ekki hvílt hugann og undrazt í lotn- ingarfullri aðdáun, hann er sama sem dauður". („Lifandi heim- speki“). Skáldin hafa lengst af verið spámenn íslenzku þjóðarinnar. Hér getum við einnig minnzt orða Davíðs Stefánssonar um hina indversku vitringa: Fáir sjá það, sem fjöll og firnindi hylja, fræðast og skilja lögmálsins leyndardóm. Bak við allt sjá þeir voldugan vilja, sem verndar hvert lótusblóm. Ég hygg, að hverju sem menn trúa geti þeir notið þessarar bók- ar. Maður, sem er höfundi algjör- lega ósammála í öllum aðalatrið- um hlýtur þó að skemmta sér við lestur hennar, sökum al- menns gildis hennar sem bók- mennta. Stíllin er fjörugur, lit- ríkur og lifandi. Það má venju- lega skipta bókum í þrjá flokka. Þær, sem maður les og gleymir síðan fljótt; þær sem maður les og minnist lengi, og þær sera maður les og verður að lesa aft- ur. Þessi bók tilheyrir síðasta flokknum. , Ég vil færa frú Ingibjörgu Thorarensen þakkir fyrir að hafa íslenzkað þessa bók, en það er vandaverk, sem hún hefur leyst vel af hendi. Megi hún færa okk- ur á íslenzku fleiri erlendar bæk ur jafngóðar og göfgandi. Ævar R. Kvaran. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.