Morgunblaðið - 11.01.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.01.1959, Qupperneq 1
24 síðuK Rússar stinga upp á ráðstefnu 28 ríkja innan 2 mánaöa um friðarsamninga við Þýzkaland Samkomulag milli Breta og Egypta í vœndum Óliklegt oð Vesturveldin fallist á slikan fund áður en lýðræðislegar kosningar eru haldnar i Þýzkalandi öllu MOSKVU, 10. janúar. (Eftir Vincent Buist, fréttaritara Reuters) — Sovétríkin hafa í dag stungið upp á því að haldin verði innan tveggja mánaða ráðstefna 28 ríkja til að undirbúa friðarsamninga við hin „tvö þýzku ríki“, eða við „sambandsríki þeirra“. — Meðal ríkja, sem Rússar vilja að fái aðild að þessari ráðstefnu er Komm- únista-Kína. Rússar lýsa sig reiðubúna að ræða Berlínarvandamálið á þess- ari ráðstefnu, hvort sem er á grundvelli fyrri tillagna Rússa í Berlínarmálinu, eða tillagna Vesturveldanna. Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, hefur afhent orð- sendingu lútandi að þessu, Moskvu-sendiherrum ríkja, sem börðust gegn Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni. Orðsendingin sjálf er 12 vél- ritaðar folio-síður, en henni fylgir uppkast að friðarsamningi við Þýzkaland, sem er 25 vélritaðar síður. Eintök af orðsendingu og friðaruppkasti hafa einnig verið afhent fulltrúum Austur- og Vest- ur-Þýzkalands. hower í Ameríkuferð sinni. Með orðsendingunni má segja að hendur Mikoyans séu bundnar. Hann mun nú varla geta rætt aðra möguleika en þá sem fram koma í orðsendingunni. Verðhækkanir í Frakklandi PARÍS, 10. jan. — (Reuter) — í dag hækkaði verð á hárklipp- ingu, gasi og rafmagni í Frakk- landi. Ódýrasta klipping hækkar úr 225 frönkum í 240 franka. Raf magn hækkar að meðaltali um 12% og gas AVz—7%. Hækkanir þessar eru sem aðrar, bein afleið- ing af efnahagsaðgerðum frönsku stjórnarinnar, sem miða að auknum sparnaði. KAÍRÓ, 10. jan. — (Reuter) — Brezk sendinefnd kom skyndi- lega til Egyptalands í morgun. Jafnskjótt og hún var komin til landsins hófust viðræður við eg- ypzk stjórnarvöld um það hvern- ig komið verði á samkomu- lagi um skaðabætur og fjár- greiðslur milli ríkjanna. Það er Eugene Black, forseti Alþjóðabankans, sem beitir sér fyrir þessum viðræðum. Sterkur orðrómur hermir, að uppkast að samkomulagi sé þegar tilbúið og muni það verða undirritað næstu daga. Samkomulag þetta um fjár- greiðslur gæti orðið upphafið að því að eðlileg samskipti kæmust aftur á milli Bretlands og Eg- yptalands. Ríkin hafa deilt um fjárgreiðsl- ur allt frá því Egyptar þjóðnýttu Súez-skurðinn í júlí 1956. Síðan hafa aðrir árekstrar aukið deilur og kröfugerð aðilanna, einkan- lega þó árás Breta og Frakka á Súez-skurðinn. Egyptar krefjast þess, að Bret- ar greiði þeim stríðsskaðabætur ^og gefi frjálsa sterlingspundainn- stæðu Egypta í London, sem hef- ur verið fryst inni frá því deil- urnar hófust. Bretar krefjast skaðabóta fyrir eignir brezkra borgara í Egyptalandi, sem hald hefur verið lagt á. Umræður um málið milli Breta og Egypta höfðu staðið ár- angurslaust svo mánuðum skipti, þegar upp úr slitnaði í septem- ber sl. Aðilar viðurkenna kröfu- gerðir hvors annars efnislega, en kemur ekki saman um upphæð skaðabótanna. Jafnskjótt og nefndin hafði komið til Kaíró í dag, gekk for- maður hennar, Colin Crowe, á fund Kassouny, efnahagsmálaráð herra Egypta. Seinna bættust í hópinn Black, forseti Alþjóða- bankans, og Mahmoud Fawsi, ut- anríkisráðherra Egypta. Form- lega byrja viðræðurnar ekki fyrr en á morgun. Aðvara Persa. Sovétstjórnin hef- ur varað íransstjórn við því að gera hervarnasamning við Bandarikin. Segja Rússar, að slíkur samningur væri ógnun við Sovétríkin. Rússnesk yfirvöld hafa ekki enn birt skjöl þessi. Vitneskja um þau hefur síazt út frá erlendu sendiráðunum í Moskvu. Rússar leggja til að ráðstefnan verði haldin annaðhvort í Prag eða Varsjá. Hún á að undirbúa gerð friðarsamninga við Þýzka- land. Rússar leggja til að aðal- atriði væntanlegra friðarsamn- inga verði þessi: 1) Þýzkaland vsrði hlutlaust ríkl. 2) Allir erlendir herir verði kvaddir brott frá Þýzkalandi einu ári eftir að friðarsamn- ingarnir ganga í gildi. 3) Hinu nýja þýzka ríki verði heimilað að hafa eigin her, en bannað að hafa kjarnorku vopn, eldflaugar eða kafbáta. 4) V-Berlín skal vera .frjálst afvopnað borgríki, þar til Þýzkaland hefur verið sam- einað. 5) Þýzkaland skal afsala sér öllu tilkalli til landsvæðanna fyrir austan Oder-Neisse- fljót, sem nú tilheyrir Pól- landi. 6) Það skal bannað að stjórn- málalegt eða efnahagslegt samband komist á milli Þýzkalands og Austurríkis. í orðsendingunni segja Rússar, að þegar lokið sé að gera frum- varp að friðarsamningum við Þýzkaland megi gera samning- ana, hvort sem vera vill, við A- ★----------------;-------★ JllprgMiiM&MlJ Efni blaðsins m.a.: Sunnudagur 11. janúar. Bls. 3: Mótlæti og trúarstyrkur (Kirkjuþáttur). Úr verinu. — 6: Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára (Pétur Ottesen). — 8: Sitt a fhverju tagi. — 10: Fólk í fréttunum. — 11: Ensk húsgögn. — 12: Forystugreinin: Fyrst útilokun — síðan þjóðstjórn. Nýtt „æði“ í stað „húla hopps“. (Utan úr heimi). — 15—16: Barnalesbókin. — 16: Afmælisrabb við Valgarð Stefánsson. — 22: Minning látins sendiherra heiðruð. *-----------------------* og V-Þýzkaland hvort í sínu lagi, eða við sambandsríki þeirra, sem yrði stofnað. Orðsending Rússa er svar við nýársorðsendingum Vesturveld- anna þriggja. I þeim orðsending- um höfnuðu Vesturveldin tillögu Rússa um stofnun borgríkis í V- Berlín og um fund æðstu manna austurs og vesturs. Það er ætlun Rússa að allar þjóðir, sem börðust gegn Þjóð- verjum fái að senda fulltrúa á undirbúningsráðstefnuna. Er at- hyglisvert að þeir vilja að tvö sambandsríki SoÝétríkjanna, Hvíta-Rússland og Úkranía, fái sérstaka aðild að ráðstefnunni. Rússar stinga upp á eftirtöld- um aðildarríkjum: Sovétríkjunum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Al- baníu, Belgíu, Hvíta-Rússlandi, Búlgaríu, Brazilíu, Ungverja- landi, Grikklandi, Danmörku, Indlandi, Italíu, Kanada, Komm- únista-Kína, Luxembúrg, Hol- landi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Pakistan, Póllandi, Rúmeníu, Úkraínu, Finnlandi, Tékkósló- vakíu, Júgóslóvakíu og Suður- Afríku. ★ LONDON, 10. jan. (Eftir Pamelu Matthews, fréttaritara Reuters). Stjórnmálamenn hér segja, að það sé mjög ólíklegt, að Vestur- veldin fallist á tillögu Rússa um að halda ráðstefnu innan tveggja mánaða um þýzka friðarsamn- inga. Það hefur verið afstaða Vestur- veldanna þriggja að undanförnu, að óhjákvæmilegt sé að frjálsar lýðræðislegar kosningar verði haldnar í Þýzkalandi öllu áður en friðarsamningar verða gerðir. — Það er álit Vesturveldanna að sérhver tilraun til að gera friðar- samninga áður en þessu skilyrði er fullnægt, muni einungis verða til að breikka bilið milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. I Brezka utanríkisráðuneytið hef I ur neitað að birta nokkra opin- ! bera umsögn um tillögu Rússa fyrr en orðsendingin sé komin eftir venjulegum leiðum til ráðu- neytisins. Þó hefur það frétzt að Rússar hafi búið stjórnir Vestur- veldanna undir þessar tillögur. Það vekur athygli að orðsend- ing þessi er afhent Yesturveldun- um skömmu áður en Mikoyan, varaforsætisráðherra, hittir Eisen Forsetaskiptin i Frakklandi ■ WmLii'' ~ít ?&? - uM17 :n; Mynd þessi var tekin í Ódáinshöll í París á fimmtudaginn, þegar forsetaskipti urðu í Frakklandi. Ilér hefur René Coty, fyrrvcrandi forseti (hægra megin) afhent de Gaulle, hinum nýja forseta, keðju stórmeistara frönsku heiðursfylkingarinn ar. Coty óskaði eftirmanni sínum allra heilla. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.