Morgunblaðið - 11.01.1959, Qupperneq 2
MORCVNfíL 4Ð1Ð
Sunnudagur 11. jan. 1959
Með fjarstýrðum stilli má tak-
marka rennslið eftir k>örfum
Mundi kosta 5 til 6 milljónir
Brýnt tyrir fólki að láta ekki renna að
óþörfu
„ÞAÐ var sízt betra hjá Hitaveit-
unni í nótt en undanfarnar næt-
ur“, sagði Helgi Sigurðsson, hita
veitustjóri, er tíðindamaður Mbl.
innti hann eftir ástandinu í hita-
veitumálunum í gær. Skýrði hita
veitustjóri svo frá, að til jafnað-
ar hefðu runnið 213 lítrar á sek-
úndu í fyrrinótt. Fór ekki að
hækka í geymunum fyrr en klukk
an að ganga tvö um nóttina, en
milli kl. 6 og 7 í gærmorgun byrj
aði að lækka í þeim aftur og
voru þeir orðnir tómir um há-
degið. Alis söfnuðust 2,75 m. á
geymana í fyrrinótt, en þeir taka
7 m. fullir.
Vatnsmagn Hitaveitunnar er
400 lítrar á sekúndu. Þar af eru
325—330 lítrar frá Reykjum, en
hitt frá Elliðaárstöðinni og bor-
holunum í bæjarlandinu. Rennsl
ið í fyrrinótt samsvarar því nokk
urn veginn því vatnsmagni, sem
kemur frá Reykjum.
Hitaveitan mun nú víða vera
ófullnægjandi, enda hafa verið
óvenjumikil frost að undanförnu.
Þegar Hitaveitan var lögð var
ekki gert ráð fyrir að hún full-
nægði hitaþörf nema að vissu
marki. Vatnsmagnið miðað við
hitaþörf er álíka mikið nú og það
var í byrjun. Hitinn mundi nýt-
ast miklum mun betur, ef fólk
lokaði fyrir vatnið á nóttunni,
en mjög illa gengur að fá menn
til að bregðast af þegnskap við
tilmælum í þá átt, eins og frá-
sögnin hér að framan ber með
sér. Þá virðast margir mjög treg
ir til að kveikja undir miðstöðv-
arkötlunum, þó til séu. í sumum
húsum munu miðstöðvarkatlar
hafa verið teknir burt er Hita-
veitan kom, enda þótt slíkt sé
óvarlegt. Mislingafaraldur, sem
gengið hefur í bænum að undan-
förnu, mun hafa átt einhvern þátt
í því, að menn hafa látið heitt
vatn renna á nóttunni, en þeim
mun meiri ástæða er til að þeir,
sem heilbrigðir eru, sýni ein-
hverja tilhliðrunarsemi. Bað Hita
veitustjóri blaðið að brýna það
fyrir fólki, að láta ekki renna að
óþörfu.
Vér spurðum Hitaveitustjóra,
hvort ekki væri einhver leið til
að loka fyrir vatnið hjá öllum
almenningi og stjórna vatns-
rennslinu til hinna einstöku húsa.
Sagði hann, að með því móti að
setja fjarstýrðan stilli á hvert
hús, mætti takmarka rennslið
eftir þörfum. Þá væri hægt að
taka vatnið af og stjórna rennsl-
inu eins og þurfa þætti til að allir
gengju sem jafnmestan og beztan
hita. T.d. mætti taka heita vatnið
af vissum bæjarhlutum hálftíma
í einu, meðan rennslið er jafnað,
en hitinn í hinum einstöku hús-
um mundi mjög lítið lækka við
það. Hins vegar er ekki hægt að
takmarka vatnsrennsið með því
að loka fyrir vatnið í stöðinni, því
Gisli Mngnússon leikur með
útvnrpshljómsveitinni í dng
HLJÓMSVEIT Ríkisútvarpsins
leikur að venju í dagskrá út-
varpsins kl. 16.30 í dag, undir
stjórn Hans Antolitsch. Sérstök
ástæða er til að benda hluitend-
um á tónleikana í dag: Fyrst leik
ur hljómsveitin þrjá ungverska
dansa eftir Brahms. Síðan leikur
hinn góðkunni píanóleikari Gísli
Magnússon með hljómsveitinni
„Konsertínó fyrir píanó og hljóm
sveit“ eftir Jean Francaix, og er
það í fyrsta sinni að þetta verk
er flutt hér á landi. Gísla Magn-
ússon þarf ekki að kynna fyrir
útvarpshlustendum eða íslenzk-
um tónlistarunnendum, því hann
hefur fyrir löngu unnið sér orð,
sem einn gáfaðasti píanóleikari
þjóðarinnar. Franska tónskáldið
Jean Francaix samdi þetta tón-
verk sitt, „Konsertínó fyrir píanó
og hljómsveit", tvítugur að aldri,
og einmitt þetta tónverk varð til
þess að vekja athygli á honum
víða um lönd. Jean Francaix er
fæddur árið 1912, og er nú talinn
í hópi helztu tónskálda Frakk-
lands. — Þriðja og síðasta tón-
verkið á efnisskrá hljómsveitar-
Ríkisútvarpsins er svo „Pas de
deux“ úr ballettinum „Þyrni-
rósa“ eftir Tchaikovsky í útsetn-
Dagskrá Alþingis
Á morgun er boðaður fundur í
sameinuðu Alþingi kl. 1,30 og er
eitt mál á dagskrá: Rannsókn kjör
bréfs. Er hér um að ræða kjörbréf
Tómasar Árnasonar, deildarstjóra,
sem tekur sæti Halldórs Ásgríms-
sonar 2. þm. Norðmýlinga á Al-
þingi, en Halldór mun á förum úr
bænum. — Að loknum fundi í
sameinuðu þingi verður settur
fundur í neðri deild og eru þar
þrjú mál á dagskrá: 1. Atvinnu-
leysistryggingar, frv. 3. um. — 2.
Búnaðarmálasjóður. frv. Framh.
2. umr. — 3. SkvJdaskil útgerðar-
manna 1951, frv. 1. umr.
ingu hins fræga nútímatónskálds
Igor Stravinsky. — Hljómsveit
Ríkisútvarpsins hefur í vetur og
fyrravetur flutt hlustendum mik-
ið af léttari tónlist, og hlotið vin-
sældir fyrir, sem von er. — Oft
hefði verið ástæða til að benda
á tónleika hljómsveitarinnar, og
verður vonandi gert í framtíð-
inni, þegar óvenjulegt efni er á
ferðinni.
Búist við minna
f rosti við ströndina
HVAÐA veðurbreytingu getur
það táknað fyrir okkur, þegar
hér er víðast hvar þó nokkuð
frost, en á sama tíma aðeins
þriggja stiga frost norður á Jan
Mayen?
Eitthvað á þessa leið var
spurning, sem Mbl. beindi í gær-
kvöldi til Veðurstofunnar. Svar-
ið, sem hún gaf var á þá leið, að
búast mætti við að nokkuð
myndi draga úr frosti meðfram
ströndum landsins. En háþrýsti-
svæðið yfir Grænlandi heldur
algjörlega velli gangvart öllum
utanaðkomandi lægum, upplýsti
Veðurstofan.
í gærkvöldi var kaldast hér á
landi austur á Þingvöllum, þar
mældist frostið 16 stig. Hér í
Reykjavík var 12 stiga frost, jafn
mikið norður á Blönduósi, en 15
stig á Sauðárkróki, Akureyri 8
stig og 10 stig á Fjöllum. Minnst
frost var 4 stig, t. d. á Dalatanga.
Hvergi var hvassviðri en strekk-
ingur á nokkrum stöðum, en víð-
ast hvar logn eða gola.
Geta má þess að á Tobinhöfða
í Grænlandi var 33 stiga frost í
gær, en annars staðar þar í landi
var hvergi eins kalt og austur á
Þingvöllum, og hiti jafnvel um
frostmark, eins og t. d. í Krist-
jánssundi!
þá tæmast leiðslurnar og fer þá
megnið af því vatni, sem safnað
hefur verið til að fylla þær, auk
þess sem hætta er á að þær fyll-
ist lofti og skapist þannig miklir
erfiðleikar.
Kostnaður við að setja fjar-
stýrða stilla á hvert hús á Hita-
veitusvæðinu mundi nema um
það bil 5 til 6 milljónum króna.
En það fer nú að verða mjög
aðkallandi að hrinda því máli í
framkvæmd, því nætureyðslan
hefur aldrei verið eins mikil og
nú“, sagði Hitaveitustjóri að lok
um.
Jon Konrads syndir 880
yards undir 9 mínútum
SYDNEY í Ástralíu, 10 jan. —
Hinn 17 ára ástralski sundmaður,
Jón Konrads rauf í dag 9 mín-
j útna markið fyrir 880 yarda og
800 metra sund frjáls aðferð.
Jón tók þátt í sundmeistara-
móti Nýj'a Suður Wales. Hann
synti 880 yarda á 8 mín 59,6 sek.
og bætti þannig eldra heimsmet
sitt um 14,9 sek.
Berge Phillips ritari sundsam-
bands Ástralíu hefur lýst þessu
afreki sem stórkostlegasta sund-
afreki allra tíma. Phillips sagði:
„Það hefur verið talað um það
sem mikið afrek hjá ástralska
hlauparanum Herb. Elliot, að fara
niður fyrir 4 mínútna markið í
mílu-hlaupi. En þetta var þá enn
þá meira afrek.
Þegar Jón var hálfnaður með
sundið varð flestum áhorfendum
það ljóst, að hann myndi setja
nýtt heimsmet. Síðasta fjórðung
sundsins kváðu við óhemju fagn-
aðarlæti og urðu þau þess vald-
andi, að Jón herti enn á sundinu
og var stundum eins og hann upp-
hæfi náttúrulögmálin. Svo þaut
hann áfram.
Eldra heimsmetið setti Jón í
Melbourne í febrúar s.l. Það var
9 mín. 14,5 sek. Síðan það gerðist
hefur Murray Rose, einnig frá
Ástralíu synt vegalengdina á 9
mín. 13,5 sek. En eftir var að
staðfesta hans met.
Gamanleikurinn „Gerviknapinn“ hefur nú verið sýndur 10 sinnum í Hafnarfirði við ágæta að-
sókn og mikil fagnaðarlæti leikhúsgesta. Sýningum var hætt um miðjan desember, vegna jól-
anna, en nú hefjast sýningar að nýju og verður „knapinn" sýndur næst á þriðjudagskvöld í
Bæjarbíói. — Á undanförnum árum hafa gamanleikir þeir, sem L. H. hefur sýnt, náð miklum
vinsældum og má í því sambandi geta þess, að „Svefnlausi brúðguminn“ var sýndur þar 48 sinn-
um og „Afbrýðisöm eiginkona“ var sýnd 40 sinnum á sl. leikári. Eftir þeirri aðsókn að dæma
virðast reykvískir leikhúsgestir ekki telja eftir sér að fara suður í Hafnarfjörð, þegar bráðsnjall
gamanleikur er á boðstólum. — Myndin er af Guíjóni Einarssyni, Steinunni Bjarnadóttur og
Kötlu Ólafsdóttur í hlutverkum sínum.
Sorg í þorpinu Ribadelago
160 manns fórusf þegar flóðbylgja skall
yfir það
MADRID, 10. janúar — (Reuter) — Þar sem smábærinn
Eibadelago í Douro-dal á norðvestur Spáni áður stóð, er nú
lítið annað að sjá en hrunda veggi og brak úr veggjum og
trjábolum. 22 lík hafa fundizt, en 135 manna er saknað, eftir
eitt hörmulegasta slys sem orðið hefur á Spáni, þegar nýr
stíflugarður í hlíðinni fyrir ofan þorpið brast í sundur og
flóðbylgja skall yfir þorpið og sópaði öllu með sér sem fyrir
varð —
brast er tveggja ára. Við hann
er ætlunin að reisa stórt raf-
orkuver. — Stíflan sprakk
skyndilega um miðnætti að-
faranótt föstudagsins. — Það
gerðist allt á einu augnabliki
og 10 milljón rúmmetrar af
vatni skullu 600 metra niður
hlíðarnar, yfir bæinn Ribade-
lago, sem 500 manns bjuggu í.
Þorpsbúar segja að engin
rigning hafi verið síðustu
daga, en fyrir jólin hafði snjó-
að mikið í fjöllin og halda
menn að vegna þíðviðris hafi
vaxið í uppistöðuvatninu.
Flóðbylgjan var svo ströng, að
hún reif upp með rótum 200 ára
kastínutré og sópaði burt 8 hús-
um skammt frá. Þá tók hún stór-
an farþegavagn og bar hann 400
metra með sér.
Fréttamenh og aðrir, sem
koma á vettvang, vikna við, er
þeir sjá sorg og umkomuleysi
þeirra, sem af komust.
Kona ein reikaði niður eftir
stígnum, þar sem aðalgata bæj-
Jorge Vigon, framkvæmdaráð-
herra, kom í dag til slysstaðar-
ins. Voru eftirlifandi íbúar þorps
ins þá að reika um rústirnar í
örvæntingu sinni og leita að ást-
vinum í húsabrakinu. Er óttast
að allir þeir 140 manns, sem
saknað er, hafi drukknað og
munu þá nær 160 manns hafa
látizt í þessum hamförum.
Þegar fólkinu varð það ljóst,
að ráðherrann var kominn í
heimsókn, safnaðist það í kring-
um hann og skýrði honum með
ekka og gráti frá því hvað það
hafði misst. „Se marcharon", þeir
eru farnir, sagði fólkið, þegar
það talaði um ástvini sína, sem
saknað er. Ráðherrann gat engu
öðru svarað en því, að heita fólk-
inu, að bærinn Ribadelago skyldi
byggður upp að nýju og stjórnar-
völdin gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að bæta hinum
eftirlifandi tjónið.
Enn hefur engin skýring
verið gefin á orsökum slyss-
ins, — Stíflugarðurinn, sem
arins var áður. Hún sagði kjökr-
andi: „Hvar er systir mín? Hvar
er systir mín?“ Systir hennar
hafði horfið.
Falleg 18 ára stúlka fór leit-
andi um rústirnar og hrópaði:
„Mamma! Mamma!“
Einn hinna eftirlifandi sagði að
hann og 20 aðrir hefðu bjargast
með því að hlaupa upp í kirkju-
turninn og bíða þar meðan vatns-
flaumurinn æddi um byggðina
fyrir neðan.
Einn af mönnunum í kirkju-
turninum fórst er hann fór úr
turninum og reyndi að komast að
húsi sínu til að bjarga sparifé
sínu. Tvær konur fórust af því
að þær reyndu að bjarga þremur
kúm sínum.
Úr hverju er
snjórinn húinn ?
CATANIA á_ Sikiley, 10. jan.
(Reuter) — Átta ára drengur í
hafnarbænum Catania á austur-
strönd Sikileyjar týndist fyrir
nokkrum dögum og hefur víða
verið leitað. f dag gekk hann inn
í lögreglustöð sem er í 800 metra
hæð í hlíðum eldfjallsins Etnu.
Hann var örmagna. Sagðist hann
hafa ætlað að ganga upp á tind
Etnu, sem er 3500 metrar á hæð
til þess að sjá úr hverju snjórinn
er búinn til. Eldfjallið er snæ-
krýnt þótt það sé sunnarlega við
Miðjarðarhaf