Morgunblaðið - 11.01.1959, Page 3

Morgunblaðið - 11.01.1959, Page 3
SuAudagur 11, jan. 1959 MORGUNBLAMÐ Úr verinu -Eftir Einar Sigurðsson Togararnir Á heimamiðum hefur síðustu viku verið hvöss norðanátt með allmiklu frosti. Samt hafa togar- ar þeir, sem þar eru, en það eru eingöngu þeir, er veiða fyrir er- lendan markað, getað stundað veiðar nokkurn veginn viðstöðu- laust. Þeir eru enn flestir á sömu slóðum og áður, til og frá fyrir Vestfjörðum, en einstaka skip hefur leitað suður og austur fyr- ir land, þar sem eitthvað er að lifna við. Aflinn hjá þessum skip- um hefur verið sáratregur. Sem dæmi upp á það má nefna, að Karlsefni kom inn í vikunni með 70 lestir eftir 10 daga á veiðum til og frá úti fyrir Vestfjörðum og ætlaði að reyna fyrir sunnan og austan land í leiðinni út. Á Nýfundnalandsmiðum hafa verið töluverð frátök vegna storma, skipin hafa verið 5—6 daga að fylla sig í stað 3—4 daga áður. Aflinn er óbreyttur, ágæt- ur. Sem dæmi má nefna, að skip hafa verið að fá 9 poka sem eru við 25 lestir í drætti og tekur lVz til 2 tíma. Fisklandanir sl. viku Jón Þorláksson .. 290 t. 16 dag Þorkell máni .... 372 t. 17 dag Söl<ur erlendis í vikunni Surprise .. 145 t. DM. 86.245 Júní....... 130 t. DM. 77.000 Reykjavík Einmuna tíð hefur verið síðustu viku, hááttarkul. Fyrsti báturinn, Svanur, dróg út fimmtudaginn 8. jan. og fékk þá 8*4 t. Daginn eftir fékk hann 10% t. Nú eru 4 bátar byrjaðir með línu, sem róa daglega. Þá eru einnig 4 útilegubátar byrj- aðir, en hafa ekki enn landað. Litlu línubátarnir landa í Grindavík og afla vel, mest ýsu. Er aflanum ekið til Reykjavíkur fyrir bæjarmarkað. Keflavík Vélbáturinn Andri varð til þess að fara fyrsta róðurinn á ver- tíðinni. Var það á miðvikudag- inn 7. janúar, og var þá ekki bú- ið að semja. Fékk hann 8 lestir af fiski. Daginn eftir réru svo 4 bátar og öfluðu svipað. Síðan hefur bátunum farið fjölgandi daglega og eru nú orðnir 11, sem eru byrjaðir. Bezti róðurinn í vikunni var hjá Vilborgu, sem fékk 11 lestir. Að vísu fékk Ólaf- ur Magnússon einn daginn 12 lestir, en hann dró nokkur bjóð frá öðrum, vegna þess að línu- vindan bilaði. Það eftirtektarverðasta við afla brögðin er, hve mikið er af stórri og feitri ýsu í aflanum, þó er hún ekki öll jafnstór og sýni- lega nokkrir árgangar. Leggst vertíðin vel í menn, þegar hún fer svona vel af stað. Bátar eru nú almennt að verða tilbúnir, en heldur hefur það seinkað öllu, hvað samningar drógust fram yfir áramót. Akranes Fyrsti báturinn fór í róður þriðjudaginn G. janúar, og var það Sigurvon. Fékk hún 8V2 lest. Daginn eftir fóru 6 bátar á sjó, og nú eru þeir orðnir 12, sem eru byrjaðir róðra. Aflinn hefur verið frá 5—9% lest, var það Sæfari, sem fékk stærsta róðurinn í vikunni. Helm- rngur af aflanum er ýsa. Sjó- menn búast við, að hún dragist fljótt upp, eins og oft vill verða, þegar almennt er farið að róa og allur bátafjöldinn kominn á mið- in. Enn er ekki fullráðið á alla bátana, en þeir geta orðið 19 talsins, ef allir komast af stað. V estmannaey jar Fyrstu 3 línubátarnir drógu út á fimmtudaginn. Aflinn var um 3 lestir á skip. Á föstudaginn voru 10 bátar á sjó, og enn fjölg- aði bátunum í gær. Meirihluti bát anna er nú tilbúinn, en enn þá vantar menn á marga. Nokkrir handfærabátar réru í vikunni og öfluðu ágætlega, fengu allt upp í 12 lestir af ufsa á skip yfir daginn. Eru yfirleitt 5 menn á, og hafa þeir ágætan hlut með slíkum afla. Lamast fiskiðnaðurinn? Fátt hefur verið glæsilegra í íslenzku atvinnulífi en hin mikla gróska, sem verið hefur í fisk- iðnaðinum, og þá einkum fryst- ingunni. íslendingar standa þar framar öllum öðrum Evrópuþjóð- um að undanskyldum Rússum. Það að fullvinna fiskinn í land- inu, en senda hann ekki óunninn úr landi sem ísfisk eða blautsalt- aðan fisk, eins og mikið bar á áður, hefur fært þjóðinni hundr uði milljóna króna í gjaldeyri og stórbætt lífsafkomuna. En þótt glæsilegum árangri hafi verið náð í þessari atvinnugrein, má sækja á fjarlægari mið en nokkru sinni, ættu þeir að fá sér hrað- skreiðari og stærri skip. Eins og sést á aflamagni þeirra tveggja skipa, sem lönduðu í sl. viku, munar við 80 lestum, eða verð- mæti 160 þúsund krónur. Það er fjárhæð, sem er ef til vill nægi- leg til þess að greiða allri skips- höfninni hlutinn. Þetta eru þó ekki minnstu og stærstu skipin, munurinn á þeim er enn meiri. Stærstu togararnir eins og Þor- móður goði geta sjálfsagt komið með um 100 lestir meira af karfa en nýsköpunartogararnir, eða verðmæti, sem nemur nálægt 200 þús. króna. Það hlýtur að vera hagkvæm- ara að hafa stór skip, þegar vega- lengdirnar eru orðnar eins og til Nýfundnalands. Sjálfsagt ættu skipin að taka 600 lestir af karfa minnst og ganghraði þeirra að vera 17—18 mílur. Þá þyrftu þau ekki að vera lengur í veiðiferð- inni en gömlu skipin. En er það ekki gamla sagan, að mönnum eru allar bjargir bann- aðar, ef ekki er um það að ræða að fara í haíarófu á eftir ein- hverri ríkisstjórn, og þá vill nú verða dráttur á framkvæmdum, j og víðsýni og áræði ekki úr hófi I fram. Hér er nú engin lánsstofn- Sr. Óskar J. Þorláksson Mótlœti og trúarstyrkur „Þjónið Drottni, verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þján- ingunni og staðfastir í bæn- inni. (Róm: 12,12). SORGIR vonbrigði, böl og þján- ingar eru vissulega mikil vanda- mál hverju mannshjarta. Menn hafa oft reynt að gera sér grein fyrir því, hversvegna mótlætið yfirleitt skuli fylgja lífi vor mann anna, og hversvegna gæfu og ógæfu skuli vera svo misskipt milli mannanna barna sem raun ber vitni. Sennilega fáum vér aldrei leyst þá gátu til fulls, á þessu stigi til- verunnar, en vér hljótum samt ailtaf að hugsa um þetta vanda- mál. Mannsandinn vill gera sér grein fyrir öllum hlutum, og oft getum vér lært mikið af því, sem vitrustu menn hafa um þetta hugsað á liðnum öldum. Hvert sinn sem vér heyrum um sorglegar og óvæntar slysfar- ir, eða einhver ógæfa hendir oss sjálf og samborgara vora, þá hugsum vér allaf að nýju um þetta vandamál, og hvernig vér eigum að bregðast við því. Störf sjómannanna skapar gjaldeyri. hér ekki láta staðar numið. Fisk- iðnaðurinn þarf að geta haldið áfram að vaxa jafnhliða útgerð- inni, því að ekkert er betur fall- ið til þess að auka almenna vel- megun. En því er ekki að leyna, að nú syrtir í álinn hjá fiskiðnaðinum, þótt samningum sé enn ekki lok- ið við ríkisstjórnina. Það væri illa farið, ef fram undan væri hnignunar- og sérstakt erfiðleika tímabil hjá fiskiðnaðinum, eins og var hjá togurunum allt fram að síðasta ári, að þeir réttu við af tvennum ástæðum: Þeir fengu svo til sama starfsgrundvöll og bátarnir og þó miklu fremur fundur hinna fengsælu fiskimiða við Nýfundnaland. En undirrótin að því, að þann- ig var búið að togurunum ár- um saman var sú sama og nú, hvað fiskiðnaðinn snertir: Óttinn við kjósendur. Enn er rekið upp harmakvein í blöðunum og þeim er sízt skyldi, um, að útgerðinni hafi verið rétt stórfé, þótt að- eins sé verið að bæta henni sann- anlegar hækkanir frá því síðast var samið. Og þá er hikað. En afleiðingin að búa verr að fisk- vinnslunni en verið hefur verður sú sama og með togarana: Allt dregst saman. Þá var ekki unnt að halda skipunum við og ekki var hægt að búa að þeim með veiðarfæri eins og þurfti. Það var ekki hægt að greiða skips- höfnunum sem skyldi og því erfitt að manna þau vel. Skulda- slóðinn var í milljónum á eftir hverju skipi. Alveg eins myndi fara um fiskverkunina, ef svona illa þyrfti að takast til. Hún myndi skríða inn í skelina, þeg- ar kreppti að og bjarga því, sem bjargað yrði, til óbætanlegs tjóns fyrir fólkið, yfir hvers velferð ríkisstjórnin þó á að vaka. Stærri togara Nú þegar íslendingar þurfa að un, sem telur sér skýlt að lána til togarakaupa. íslendingar ekki með í Morgunblaðinu í fyrradag var skýrt frá því, að stofnað hafi verið í Accra í hinu nýja full valda ríki Ghana í Afríku félag til að byggja frystihús. í stjórn- inni eru auk þarlendra manna 1 Norðmaður og tveir Danir. Fyrir Afríkuströndum er mikil fisk- veiði, og er ætlunin, að frysti- húsið fullnægi fyrst innanlands- þörfinni, en síðar á að byggja annað, sem á að taka við mat- vörum frá Norðurlöndum, t.d. norskri síld, og eru miklar mark- aðs vonir tengdar við þetta. Fáar þjóðir eru eins vakandi og Norðmenn fyrir nauðsyn þess að byggja trausta markaði fyrir útflutningsvörur sínar. Er algengt að þeir setji sig niður í öðrum löndum til þess að greiða fyrir slíkum viðskiptum. Mjög lítið er um, að íslendingar geri slíkt nú orðið. Það var þó nokkuð um það, en ófrelsið, sem hefur hel- riðið þjóðinni síðustu áratugina og árlega farið versnandi, hefur girt fyrir slíkt. Þó er merkileg starfsemi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandarikjunum í þessu efni, en það er ekki ætlunin hér að ræða það. • En þótt einhverjir einstakling- ar eða félög vildu ryðja brautina á sama hátt og um getur í þess- ari frétt, verður ekki komizt hænufet. Engum fslendingi er heimilt að leggja fé í neitt er- lendis, nema hann flýi land. Hvað skyldu Bretar, Norðmenn og Danir, sem eiga fyrirtæki um allan heim, segja, ef þeir byggju við slíkt ófrelsi, en einmitt slík fyrirtæki gefa þessum þjóðum ó- grynni fjár í gjaldeyri. Tekið úr öðrum vasanum og látið í hinn Frá fornu fari hefur útgerð og fiskverkun haldizt í hendur, og svo er enn. Gizka má á, að 85—90% útvegsmanna verki afla sinn sjálfir, að undanskyldri síld, þótt þar sé líka mikið um, að menn salti sjálfir. Nú er á hverju ári háð hörð barátta við ríkisvaldið um starfs- grundvöll fyrir útgerðina, eins og það er kallað. Hefur félag útgerðarmanna orðið að taka upp sömu aðferð og önnur stéttarfélög og stöðva til að koma fram sín- um málum. Mörgum þóttu harka- legar aðfarir verkalýðsfélaganna, þegar þau beittu slíkum aðferð- um. En er nú ekki orðið lítið öðru vísi á slíkt en áður. Gegnir nokkru öðru máli með útgerð- ina? Allur tilkostnaður við fiskverk un og útgerð hefur mjög vaxið frá því síðast var samið, og það var það, sem verið var að bæta útgerðinni. Verður nú búið að fiskverkuninni þannig í ár, að hún fái ekki bættan þennan aukna tilkostnað? Þá stæði útgerð armaðurinn, sem verkar aflann í sömu sporum og áður en hann fékk réttan hlut bátsins, því auk- inn tilkostnaður við verkunina myndi meira en svelgja það upp. Þetta er mál, sem útgerðar- menn, sem verka afla sinn sjálf- ir, mættu gefa meiri gaum, ekki aðeins nú, heldur og í framtíð- inni. í samningum við ríkisvald- ið á ekki að aðskilja útgerðina og fiskverkunina, heldur leysa beggja vanda samtímis. Verðlag á fiski í U.S.A. hefur farið hækkandi undan- farin 8 ár eins og vöruverð yfir- leitt á heimsmarkaðinum. Miðað við árið fyrir Kóreustyrjöldina, 1950, lítur þessi hækkun þannig út: Nýr fiskur........ 45% Niðursoðinn fiskur 20% Frystur fiskur .... 35% Það er athyglisvxert, að verð á fiski, sem Ráðstjórnarríkin byrjuðu aftur að kaupa af ís- lendingum 1953, hefur staðið í stað, nema hvað lítilsháttar hækk un, 2%%, varð á karfa 1954. Vörur þær, sem íslendingar kaupa af Ráðstjórnarríkjunum eru seldar á heimsmarkaðsverði, sem, eins og áður segir, hefur yf- irleitt farið hækkandi. Rússar ráðgera aukna frystingu Ráðstjórnarríkin fyrsta nú yfir 400.000 lestir af fiski árlega. Til samanburðar má geta þess, að fslendingar frysta við y5 hlutann af þessu magni. Er það geysi- mikið af jafnfámennri þjóð. Norð menn eru t.d. ekki með nema Vi hlutann af því, sem íslending- ar frysta. Rússar eru nú með á prjónun- um að stórauka frystingu á fiski. Sjalfsagt hefur höfundur lífs-' ins ákveðinn tilgang með mót- lætinu yfirleitt, þó að það sé sjaldan á voru valdi að rekja þar sundur alla örlagaþræði. Oft geta óvænt vonbrigði í líf- inu opnað augu vor fyrir mikils- verðum sannindum, sem oss hafa dulizt, eða leyst úr læðingi öfl í vorri eigin sál, sem ekki fengu notið sín, meðan allt lék í lyndL Þess vegna er mikill sannleikur í þessum orðum: ) „Ei vitkast sá, sem verður aldrei hryggur hvert vizku- barn á sorgarbrjóstum ligg- ur“. (St. Th.). Margt af böli lífsins er að vísu þess eðlis, að vér fáum litlu um það róðið, en sumt á beinlínis rætur sínar í vorri eigin vilja- stefnu, sem fer í bág við þau lög- mál, sem Guð hefur settt tilver- unni. Það er fráleitt að hugsa sér, að allar slysfarir, sorg og þjáningar mannlífsins séu Guðs vilji. Þess vegna er það skylda vor að forða slysum, lækna mein, lina þjáning ar og bæta úr margvíslegu böli lífsins eftir því, sem í voru valdi stendur. Og það er einmitt á þann hátt, sem vér lærum mest af mótlætinu yfirleitt. ^ Áður fyrr voru menn oft varn- arlausir gegn náttúruöflunum, ef þau gengu úr skorðum, gegn drepsóttum og öðrum válegum hlutum. Nú kunnum vér betri tök á öllu þessu,. þó að mörg vandamál séu enn óleyst. s Og það er sannfæring vor, að Guð ætlist til þess af oss, að vér berjumst gegn öllu böli lífsins og séum samverkamenn hans, að skapa bjartari og betri heim. v II. En með þessu er ekki allur vandi leystur. Sorg og mótlæti er persónulegt. Ástvinamissir get ur verið mikið reiðarslag. Hjón, sem missa tvo • efnilega syni, óvænt á einum degi, eru lostin þyngra harmi en vér fáum metið. Og vér vér spyrjum oss sjálf: hvernig fengjum vér afborið slíkt, ef það yrði vort hlutskipti? En þá kemur trúin til hjálpar. Þegar maðurinn getur leitað sem barn til síns himneska föður. Reynslan hefur sýnt það, að guðstraust og trúarstyrkur lyftir mörgum yfir örðugasta hjallann og hjálpar oss mönnunum til þess að sjá tilveruna i öðru ljósi, en vér sjáum hana oftast frá degi til dags. ,j Og einmitt í ljósi trúarinnar fær dauðinn annan svip, hann er fæðing til nýs lífs, flutningur á! æðri svið. í innsta eðli sínu ætti því dauðinn ekki að vera oss sorg arefni, þó að vér getum ekki ann að en fellt saknaðartár yfir þeim, sem vér elskum. ^ Það er svo margt í lífinu sjálfu, sem er miklu meira sorgarefni en dauðinn, þótt út í það verði ekki farið hér. Allt mótlæti kallar á samúð og hiuttekningu. „Berið hvers annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists“, segir postulinn. <j Það er kannske eitt af fegurstu táknum vorra tíma, hve mikil samúð og hjálpsemi er ríkjandi meðal manna, þegar einhver verð ur fyrir óvæntri sorg, eða tjóni. Vér, sem í dag erum meðlætis- ins börn og horfum með bjartsöni til framtíðarinnar, vér vitum ekki hvenær röðin kemur að osa, að ganga í gegnum erfiðá reynslu í einhverri mynd. En til þess að vera viðbúin, þurfum vér oð þroska með oss það hugarfar, sem á rætur sínar í trú og einlægu guðstrausti, og þá getum vér líka orðið öðrum til hjálpar, að bera byrðar þeirra. Þess skulum vér að lokum minnast í sambandi við allt mót- læti lífsins: „Að þeim, sem Guð elska, sam verkar allt til góðs“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.