Morgunblaðið - 11.01.1959, Side 13
Sunnudagur 11. ian. 1959
MOH'IVTSBLAÐIÐ
13
Með hækkandi sól hefst tímabil skíðaferðanna. VTyndin er tekin í brekkunni við Skiðaskálann í
Hveradölum, þar sem hundruð Reykvíkinga njóta útiveru á góðviðrisdögum.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 10 jan.
Nýjasta aírek
Rússa
Geimferð hinnar nýju eld-
flaugar Rússa er mikið afrek.
Þeir hafa nú enn á ný sannað,
að þeir standa öllum öðrum
framar í þessum efnum. Eðlilegt
er, að Rússar og fylgjendur
þeirra hvarvetna . miklist af
þessu. Sennilega hefur þessi síð-
asta eldflaug — Rússar kváðu
nefna hana Lunik — þó veru-
lega minna áróðursgildi fyrir
kommúnista en hinn fyrsti Sput-
nik. Nú orðið er ljóst, að litlu
má muna hver á undan verði til
annarra hnatta, Rússar eða
Bandaríkjamenn. Á afrekum
hvors um sig er aðeins stigmun-
ur en ekki eðlis, og því tilviljun,
hvor verður fyrri til að ná
næsta áfanga.
Fyrir þá, sem meta vilja gæði
þjóðskipulags eftir árangri í
geimferðum, er hollt að minnast
þess, að bæði Rússar og Banda-
ríkjamenn hafa sótt þá tækni og
lærdóm, sem bezt hefur dugað
þeim í gerð eldflauganna til vís-
indamanna, sem gerðu uppgötv-
anir sínar undir stjórn Hitlers.
Mundu þó væntanlega fáir segja,
að með því væri sannað, að
stjórnarhættir Hitlers væru öðr-
um betri.
Strangleiki
vísindaima
Sannleikurinn er sá, að nú er
skorinn upp ávöxturinn af því,
sem fyrir löngu hefur verið sáð.
Eldflaugar og geimferðir eru að-
eins einn, að vísu í bili mest
áberandi og umtalaði, angi hinn-
ar almennu tækniþróunar, sem
vísindi seinni alda hafa gert
mögulega. Vísindi hafa þróazt
bezt í vestrænni menningu, sem
sjálf hefir tekið þúsundir ára til
að myndast. En hin vísindalega
aðferð og hugsun er ekki bund-
in við neitt eitt þjóðland, heldur
tiltæk öllum, sem þroska og getu
hafa til að nýta sér hana.
Þar kemur margt til greina, en
þó eitt öllu öðru fremur: Sann-
leiksástin. Það eru staðreyndirn-
ar og staðreyndirnar einar, sem
byggt verður á í heimi vísind-
anna. Hugmyndaflugið er ómet-
anlegt til þess að átta sig á eðli
staðreyndanna og innbyrðis sam-
bandi þeirra, en hugmyndin laus
við raunveruleikann er þar harla
lítils virði. Óskhyggjan haggar
ekki lögmálum náttúrunnar
hætishót. Þetta eru einföld sann-
indi, en það heýur þurft langan
tíma og mikla þolinmæði til þess
að læra að vinna samkvæmt
þeim. Eftir að það tókst, hafa
tækniframfarirnar orðið ótrúlega
örar.
„Sannleikur
og strangleila4
Oft hefur verið sagt og með
réttu, að stjórnmál og vísindi
væri sitt hvað. Rétt er það og
þó er það svo, að í stjórnmálum
hefnir sín ekki síður en í vís-
indum, ef grundvallarreglur eru
einskis virtar. Efnisheimurinn
er aðalviðfangsefni vísindanna
en mannshugurinn stjórnmál-
anna. Mannshugurinn lætur að
vísu því miður oft sveigjast af
ósannindum. Sú stjórn, sem á
þvílíkri undirstöðu er byggð,
hlýtur þó ætíð að verða ótrygg.
Virðing fyrir staðreyndunum er
þegar til lengdar lætur ekki síð-
ur nauðsynleg i stjórnmálum en
efnislegum vísindum.
Ýmsir bæði hér á landi og víðs
vegar um heim telja, að de
Gaulle, sem einmitt sl. fimmtu-
dag tók við forsetaembætti í
Frakklandi, hafi reynzt merk-
asti maður á árinu sem leið. Um
þann dóm, sem margt fleira, má
deila. Þeir, sem svo mæla virð-
ast hafa gleymt því, að de Gaulle
var ekki að þessu sinni kvaddur
til valda í Frakklandi sökum eig-
in ágætis, heldur var það her-
inn í Alsír, sem setti stjórnmála-
mönnum í París úrslitakosti um,
að þeir yrðu að gera de Gaulle að
forsætisráðherra eða herinn tæki
ella völdin í sínar eigin hendur.
Það er í skugga eða skjóli þess-
arar hótunar, sem skoða verður
atburðina ,er síðar hafa gerzt í
Frakklandi. Þessu mega menn
ekki gleyma, allra sízt þar sem
de Gaulle sjálfur áminnti þjóð
sína nýlega um að hafa í heiðri
kjörorðið:
„Verité et severité".
Það útleggst: Sannleikur og
strangleiki (eða e. t. v. siða-
vendni).
Valdboð
eða þjóðarvilji
Óhagganlegt er, að de Gaulle
hlaut upphefð sína nú fyrir vald-
boð herforingjaklíku. Engum
kemur til hugar, að hann hefði
fengið nægan stuðning þjóðar-
innar til þess, sem hann síðar
hefur gert, áður en þetta vald-
boð var látið út ganga. Eftir það
hefur hann hins vegar hvað eft-
ir annað við almennar atkvæða-
greiðslur fengið meira fylgi en
forystumenn í lýðfrjálsum lönd-
um eiga að venjast. Jafn rangt
væri að átta sig ekki á skugga-
hliðum þessa fyrirbæris sem
hinu, að de Gaulle er tvímæla-
laust hæfasti maðurinn til að
stjórna Frakklandi nú.
Valdatöku hans er fagnað um
allan hinn frjálsa heim. Menn
tala nú um Frakkland sem end-
urborið. En illa er komið, ef
slík niðurlæging þarf að eiga
sér stað eins og komin var í
Frakklandi til þess að menn sjái
að sér. Og hvernig er þá statt
fyrir þeim þjóðum, þar sem hót-
un um valdbeitingu á franska
vísu kemur ekki til greina? Er
og enn ekki sýnt, hvernig fer í
Frakklandi, þegar ljóminn af de
Gaulle eyðist við úrlausn dag-
legra viðfangsefna. Og hvað tek-
ur við, þegar hans sjálfs nýtur
ekki við til að fylla út í stjórn-
skipun, sem berlega er fyrst og
fremst sniðin við hans hæfi?
Simdrimg og
skollaleikur fyrir-
gerir trausti
Enginn skyldi og ætla, að gald-
urinh við að ráða niðurlögum
kommúnista væri sá einn, að
svifta þá þeim þingsætum, sem
þeir eiga kröfu til, miðað við
fylgi sitt hjá þjóðinni. Það er af-
rek að hafa minnkað fylgi komm
únista í Frakklandi um IV2 millj.
atkvæða, eins og de Gaulle hefur
tekizt. Hitt, að svifta fjölmenn-
asta flokk þjóðarinnar nær öll-
um fulltrúum sínum á þingi, er
meira en vafasamt. Þau öfl, sem
með slíku móti á að kæfa, búa
um sig með öðrum hætti og sízt
heillavænlegri.
Annað mál er, að flokkarnir í
Frakklandi höfðu fyrirgert
trausti sínu hjá þjóðinni og rétti
til að stjórna með sífelldri sundr-
ungu og skollaleik. Þeir völdu
blekkingu og loforð um að miklu
væri hægt að ná erfiðleikalaust
í stað „sannleika og strangleika“.
Á þetta minnti de Gaulle með
því kjörorði, sem að framan var
eftir honum haft.
Unnendur lýðræðis hljóta að
vona, að umbótum verði komið
við, án þess, að þær þurfi að
gera í skjóli hótunar um slíka
valdbeitingu og í Frakklandi átti
sér stað. Látlaus fræðsla al-
mennings og dugur við að brýna
fyrir mönnum frumsannindi ætti
að vera haldbetra ráð en hótanir
til að koma á hollum stjórnhátt-
um.
Aðferð til að
íitrýma skatt-
svikum
Mjög er misjafnt hversu skatt-
svik eru tíðkuð í ýmsum lönd-
um. Þar sem beinir skattar eru
óhæfilega háir og fjármálastjórn
hefur verið laus í reipum, eins
og á íslandi og í Frakklandi,
þykja skattsvik nær sjálfsögð.
Þar sem beinir skattar eru hóf-
legir og fjárstjórn í föstum skorð-
um, svo sem í Bretlandi og Banda
ríkjunum, eru skattsvik aftur á
móti harla fátíð og þykja mann-
orðsskemmandi. í Bandaríkjun-
um liggja m. a. s. þungar fang-
elsisrefsingar við þvílíkum af-
brotum.
Ein af nýungum de Gaulle nú
er sú að breyta til um reglur,
sem skattar e«u lagðir á eftir.
í stað þess að þeir séu fyrst og
fremst byggðir á tekjum, á nú
að fara eftir eyðslu, þó þannig,
að tiltekin eyðsla er talin sanna,
að ákveðnar tekjur séu fyrir
hendi og þær þá reiknaðar út
eftir eyðslunni. Metið er hversu
miklar tekjur sá hafi, serri^t. d.
býr í íbúð af ákveðinni stærð,
á sumarbústað og bíl, svo og svo
stóran, hefur hjálparstúlku o.
s. frv. Hvert þessara atriða er
talið sanna, að samsvarandi tekj-
ur séu fyrir hendi og þær lagð-
ar til grundvallar hinum beina
skatti. Fylgir þar með, að hinu
fasta mati verði í engu hagg-
að. Ekki skal sagt, hvernig þetta
reynist í framkvæmd. En svip-
uðu sýnist mega ná með því að
leggja óbeina skatta á sjálfa
eyðsluna, svo sem norski fjár-
málaráðherrann benti á í erindi
sínu á þingmannafundi hér í
Reykjavík haustið 1957.
Þá var Tíminn
einlægur
Því miður svipar ástandinu á
íslandi um fleira en skattsvikin
of mikið til þess, sem í Frakk-
landi hefur verið. Mikill munur
er þó á því, hversu stjórnir hafa
setið lengur hér á landi en í
Frakklandi. Þar er vissulega
ólíku saman að jafna. En óein-
lægnin og sundrungin milli svo-
kallaðra samstarfsmanna hefur
stórum farið vaxandi hér á síð-
ustu árum. Þar er ekki einungis
til að telja valdatíma V-stjórn-
, arinnar sálugu.
Frá styrjaldarlokum mætti
ætla, ef fara ætti eftir skrifum
Tímans, að Framsóknarflokkur-
inn hefði lengst af verið í stjórn-
arandstöðu. Á þessum árum hef-
ur Framsókn þó tekið þátt í 4
ríkisstjórnum: Fyrst stjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar;
alla tíð og þó einkum síðari hluta
starfstíma hennar var Tíminn í
beinni andstöðu við þá stjórn.
Svipuð og þó örlítið mildari í
fyrstu var afstaða Tímans til
stjórnar Steingríms Steinþórs-
sonar. Út yfir tók um stjórn
Ólafs Thors. Ekki mátti á milli
sjá, hverjir væru henni fjand-
samlegri, hin opinberu stjórnar-
andstöðublöð Þjóðviljinn og Al-
þýðublaðið eða Tíminn.
Eina stjórnin, sem Tíminn hef-
ur heils hugar stutt á þessu tíma-
biii er V-stjórnin, enda var hún
sjálfri sér sundurleitust og ó-
starfhæfust, allt frá fyrsta degi.
Engin tilviljun er, að hún skuli
hrökklast frá svo snemma á kjör-
tímabili sem raun ber vitni um
og kosningar þar með verða ó-
umflýjanlegar fyrr heldur en
venja er. Óheilindin og sundur-
lyndið hafa einkennt starfshætti
þess Alþingis, sem Hræðslu-
bandalagið og Alþýðubandalag-
ið settu svip sinn á. Það eru því-
líkir stjórnarhættir, sem Tím-
inn hefur tekið að sér að verja
af öllum lífs og sálar kröftum.
Jraunsæi eða
ósaimindalmeigð
Enginn flokkur hefur verið
lengur við völd á íslandi en Fram
sókn. Sagt er, að menn öðlist
raunsæi með aldrinum, en því
fer fjarri að svo sé um þann
flokk. Aldrei hefur borið meira
á andúð hennar á staðreyndun-
um en einmitt hin síðustu ár,
hvort sem óraunsæi eða bein ó
sannindahneigð veldur.
Eitt af því ,sem Tíminn reyn-
ir nú að telja sjálfum sér og
öðrum trú um, er, að V-stjórnin
hafi verið einkar vinsæl úti um
land. Vinsældirnar eiga að hafa
byggzt á því, að meira hafi verið
um atvinnu víðs vegar hin síð-
ustu ár en oft áður. Að svo
miklu leyti, sem þetta er rétt,
þá er atvinnuaukningin fyrst og
fremst að þakka ráðstöfunum,
sem fyrrverandi stjórnir, og þá
einkum stjórn Ólafs Thors höfðu
gert, t. d. um raforkuvirkjanir
og byggingar fiskvinnslustöðva.
Eina nýmæli V-stjórnarinnar,
smíðin á 12 250 tonna togskipum
er enn ekki farið að hafa nein
áhrif í þessum efnum. Fyrstu
skipin komu ekki til landsins fyrr
en eftir að V-stjórnin hafði gefizt
upp og hrökklazt frá. Enn annað
mál er það, að uggur er uppi um,
að smíði þessara skipa, svo
margra í senn, hafi verið vafa-
söm. Eðlilegt var, að eitt eða
tvö skip væru fengin í fyrstu til
reynslu, en harla óvarlegt er að
kaupa 12 samtímis, áður en nokk-
ur vissi,. hvernig slík skip hæfa
hér við land, eins og nú háttar
til.
Ef Framsóknarmenn vildu í
raun og veru gera sér grein fyr-
ir vinsældum V-stjórnarinnar, þá
hefðu þeir átt að hugleiða úrslit
kosninganna til Búnaðarþings í
stærsta landbúnaðarhéraði lands-
ins, Suðurlandsláglendinu. Þar
unnu Sjálfstæðismenn stórlega á
frá því, sem verið hafði. Gegn
því stoðar ekki að vitna til þess,
að sums staðar annars staðar hafi
Framsókn fengið einhvern vinn-
ing. Þar komu þeir að óvörum
og hleyptu pólitík inn í baráttu,
þar sem menn höfðu búizt við,
að hún ætti ekki að koma til
greina. Á Suðurlandsláglendinu
höfðu menn óttað sig á vinnu-
brögðum Framsóknar og voru
þess vegna viðbúnir. Þar reyndi
fyrst verulega á um fylgið, og
úrslitin urðu þau, sem kunnug
eru.
í öllu cins
Þó að í litlu sé er það lær-
dómsríkt, að Tíminn talar ætíð
um „samstjórn“ Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Allur
landslýður veit þó, að hér er
ekki um samstjórn þessara
tveggja flokka að ræða. Núver-
andi ríkisstjórn er minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins, sem
bæði Framsóknarmenn og Sjálf-
stæðismenn voru beðnir um að
greiða fyrir. Framsókn setti óað-
gengileg skilyrði fyrir aðstoð
sinni. Sjálfstæðismenn settu aft-
ur á móti þjóðarheill ofar þröng-
um flokkshagsmunum og lofuðu
að styðja stjórnina á þann veg
að verja hana vantrausti á meðan
kannað væri, hvort hún gæti
stöðvað verðbólguna, enda bæru
flokkarnir fram sameiginlegt
frumvarp um nýja kjördæma-
skipun og þing yrði rofið, hver
sem afdrif stjórnarskrárfrum-
varpsins yrðu.
Tilgangur Tímans með rang-
nefningu stjórnarinnar er auð-
sær. Framsóknarmenn hafa í
hyggju að gera henni þann miska
sem þeir mega og vita að í efri
deild Alþingis eru þeir og komm-
únistar saman í meirihluta. —
Ætlunin er að reyna að koma
skömm af óþokkaverkum þeirrar
samfylkingu yfir á Sjálfstæðis-
menn, vegna þess að þeir höfðu
manndóm til að lofa því að
bregða ekki fæti fyrir hinn eina
af V-stjórnarflokkunum, sem
ekki rann af hólmi þegar Her-
mann gafst upp.