Morgunblaðið - 11.01.1959, Page 15
Sunnudáffur 11. ian. 1359
MORCTJKfíLAÐlÐ
15
— Góðtemplara-
reglan
Framh. af bls. 6
á fyrsta aldarfjórðungnum, sem
reglan starfaði hér.
Bindindisstarfseminni haldið
í horfi við erfið skilyrði
Og þá er því einnig haldið
fram, að Góðtemplarareglan hafi
ekki með annarri starfsemi sinni,
eftir að bannlögunum var spillt
og síðan þau voru afnumin, getað
reist rönd við því tjóni, sem hér
var á orðið. Það er ávallt létt
verk að ásaka aðra fyrir þetta
og hitt. Og alveg sérstaklega er
þeim þetta í lófa lagið, sem
hvergi koma nærri, enga viðleitni
sýna til liðsinnis þeim málefn-
um, sem þeir menn berjast fyrir,
sem ásökunum er beint að. Góð-
templarar á íslandi hafa æði oft
fengið á þessu að kenna. Engan
veginn er með nokkurri sann-
girni hægt að ásaka Góðtempl-
araregluna fyrir það, hver urðu
örlög bannlaganna. Talsmenn
reglunnar létu ekkert tækifæri
ónotað til þess að benda á, hver
hætta þjóðinni gæti stafað af
þeim breytingum á lögunum, sem
skertu gildi þeirra, og að allar
slíkar breytingar væri til þess
eins gerðar að koma þessari lög-
gjöf fyrir kattarnef. Hefði ráðum
Góðtemplara verið fylgt, byggj-
um vér enn að þessari löggjöf,
því Spánarvína-kúguninni hefð-
um vér getað bráðlega hrundið.
Þá væri vissulega öðruvísi um-
horfs í þjóðlífi voru, þá værum
vér lausir við drykkjuskapar-
vandamálið, sem nú er á öllum
sviðum eitraður fleinn í holdi
þjóðarlíkama vors.
Hinni ásökuninni, að hin félags-
lega útbreiðslustarfsemi reglunn-
ar gefi nú ekki sömu raun og á
fyrri stigum starfsins, er ekki
heldur sanngjarnt að beita án
þess þá, að leitað sé jafnframt
skýringa á því, af hverju það
stafi, ef svo er.
Þar kemur þá fyrst til greina,
að þegar Góðtemplarareglan
haslar sér völl, hér á landi, var
það eini almenni félagsskapurinn,
sem beitti sér fyrir skemmtana-
lífi í landinu. Þessar skemmtanir
voru sterkur liður í útbreiðslu
bindindishreyfingarinnar. Og að
sjálfsögðu voru þær mótaðar af
þeirri bindindis- og siðgæðishug-
sjón, sem var grundvöllur starf-
seminnar. Þegar hokkuð leið frá,
kom annar aðili til sögunnar,
ungmennafélagsskapurinn, sem
einnig tók skemmtanalífið á sína
arma. Tókst um þetta góð sam-
vinna milli þessara aðila, enda
höfðu ungmennafélögin bindindis
heit á stefnuskrá sinni, er þau
hófu starfsemi sína og lengi síð-
an.
Bylting í skemmtanalífinu
Nú er ástandið í skemmtanalíf
inu hér á landi orðið gjörbreytt
og munar þar mestu, hversu skip-
,azt hefur síðustu áratugina. í
stað þess að Góðtemplarareglan
og ungmennafélögin ráku
skemmtanir, sem lið í því að
hyggja upp hugsjónastarf á sviði
framfara og menningar, þá er
mikill hluti skemmtanalífsins
rekinn nú sem fjárplógsstarf-
semi og allra ráða neytt, til þess
að komast sem dýpst niður í
vasa þeirra, sem skemmtanirnar
sækja. Nægir hér að benda á
þennan eðlismun skemmtanalífs-
ins, þó ógert sé látið að lýsa því
hyldýpi spillingar og lasta á
slíkum skemmtunum, sem þar
þróast oft og löngum, eins og
bakteríur í sjúkum líkama.
Aðstaða Góðtemplarareglunnar
til skemmtanalífsins í landinu er
því orðin ærið breytt frá því, sem
áður var meðan hún hafði ein að
mestu ráð á því að samræma þar
bindindis- og siðgæðishugsjón
starfsins. Þetta ber þó engan veg-
inn svo að skilja, að niður hafi
lagzt allt skemmtanalíf innan
reglunnar. Þvert á móti lifir það
þar góðu lífi, auk þess sem regl-
an stendur fyrir skemmtanalífi,
sem fólk, er stendur utan regl-
unnar á einnig kost á að sækja.
Á öllum slíkum skemmtunum er
að sjálfsögðu sama snið og innan
félagssamtakanna, enda er aðál-
tilgangurinn með þeim að laða
fólkið að skemmtunum, þar sem
siðsemi og háttprýði ríkir.
Ný sókn
Nú beinir Góðtemplarareglan
djarflega og vonglöð skrefum sín-
um inn á síðasta aldarfjórðung
starfsemi sinnar hér á landi.
Geta Góðtemplarar vissulega,
þrátt fyrir það, sem skeð hefur
og hér hefur verið drepið á, litið
yfir farinn veg með ánægju yfir
því að vel hefur verið unnið og
dyggilega. Hvert starf, sem af
góðum hug og fórnfýsi er í té
látið, veitir þeim, er það vinnur,
innri ánægju, hefur launin i sér
fólgin.
Þannig er vinnu þeirra háttað,
sem ganga undir merki Góðtempl
arareglunnar og helga henni
starf sitt. Engir mundi þrá það
jafnheitt og innilega og Góðtempl
arar sjálfir, að starf þeirra hefði
nú í seinni tíð orðið árangursrík-
ara en raun ber vitni um. Oll
áform manna og framkvæmdavið
leitni á hvaða sviði sem er, hefur
sín takmörk og starfsemi Góð-
templara er einnig þessu lögmáli
háð.
Það vantar ekki, að ýmsir, sem
utan reglunnar standa, telja starf
Góðtemplara léttvægt. Engum er
það vitanlega betur ljóst en
Góðtemplurum, hve slíkir dómar
eru ósanngjarnir. Góðtemplarar
geta án alls sjálfshóls og án þess
að leggja meira upp úr verkum j
sínum en réttmætt er, varpað
fram þeirri spurningu: Hvar stæð
um vér, þrátt fyrir allt, í þess-
um málum, ef sá 10 þúsund
manna hópur, eldri og yngri, sem
hér starfar undir merkjum regl-
unnar, og það aðstoðarlið utan
hennar, sem ávallt er reiðubúið
að veita reglunni brautargengi,
þegar mikið liggur við, væri
ekki að verki? Ætli að ástandið
væri þá ekki enn alvarlegra en
það er? Því má vafalaust svara
játandi. ----- ----- .
Hættan, sem vofir yfir æskunni
Starfsaðferðum við framgang
mála verður að sjálfsögðu að
haga eftir mati þeirra, sem þar
að vinna á hverjum tíma.
Mitt álit er, að Góðtemplara-
reglan eigi nú á þessum tímamót-
um að taka upp og hefja hiklausa
og ákveðna baráttu fyrir því, að
komið verði á aftur aðflutnings-
banni' á áfengi til landsins. —
Ástandið í áfengismálum hér hjá
oss er svo alvarlegt, að enginn
hugsandi og sómakær maður get-
ur lengur setið auðum höndum,
án þess að hafast nokkuð að, er
til úrbóta horfir. Framtíð æsk-
unnar, sem erfir þetta lítt numda
og mikla möguleikannaland, þar
sem verkefnin bíða hvarvetna úr-
lausnar, er með þessu áframhaldi
í áfengismálum teflt í tvísýni, og
horfurnar í þessu efni eru svo
uggvænlegar, að eigi verður bet-
ur séð en hér sé voði fyrir dyr-
um.
Endurreisn bandalaganna
Þær aðgerðir, sem fyrst og
bezt ná tilgangi sínum, til þess að
víkja þessari vá frá bæjardyrum
vorum, þvo af þjóð vorri þennan
smánarblett, er setning nýrra
bannlaga. Eins og að er vikið hér
að framan og stutt gildum rök-
um, ætti að vera vel kleift að
halda hér uppi bannlögum, þar
sem sporið væri stigið til fulls.
Nú erum vér reynslunni ríkari í
þessu efni.
Er það oss mikil leiðbeining og
vegvísir til nýrra átaka, á þessu
sviði.
Vér skulum forðast þá hugsun,
sökkva henni i sextugt djúp, að
vér séum svo heilluna horfnir, að
eigi sé hægt að efla þjóðarein-
ingu um framkvæmd svo bráð-
nauðsynlegra aðgerða.
Að sjálfsögðu verður það nú
sem fyrr hlutskipti Góðtemplara-
reglunnar að hafa hér forystuna.
Beita hér krafti sínum og vilja-
festu, samfara óbifandi trú á sig-
ur góðs málefnis.
Um leið og ég, sem þessar lín-
ur rita, færi reglusystkinum mín-
um og öllum öðrum, sem veitt
hafa oss lið, hugheilar þakkir fyr
ir vel og trúlega unnin störf að
undanförnu, færi ég ykkur og
reglu vorri hinar beztu árnaðar-
óskir í framtíðinni og beinast
þær þá fyrst og fremst að því,
að vel takist og giftusamlega um
þær aðgerðir í þessu máli, sem
ég hef hér hreyft, að hafnar
verði.
Pétur Ottesen.
Vanur bókhaldari óskast
Vanur bókhaldari óskast til starfa hjá opinberri
stofnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sé skilað á afgr. Morgunbl. fyrir 14.
jan. n.k. merkt: „Bókhaldari — 5587“.
LESBÓK BARNANNA
Negrastrákarnir teiknuðu mynd af ílóðhesti í leirinn
á árbakkanum. Síðan breyttu þeir henni í völundar-
hús. Getur þú fundið leiðina í gegnum það? Örvarn-
ar sýna hvaðan lagt er af stað og hvar komið er út.
litla fuglinum að lifa.
Kisa varð voða hrædd.
Hún sleppti fuglinum og
stökk út um gluggann á
turninum. En litli fuglinn
slapp lifandi og ómeidd-
ur.
Ottó Ólafsson
8 ára
Kópavogi.
— ★ —
Kæra Lesbók.
Eg ætla að senda þér
litla krossgátu, sem ég
hefi búið til sjálf og tvær
skrítlur.
Lárétt: 1. Það, sem eng-
inn vill vera í.
Lóðrétt: 2. Ekki góður
staður til að verjast í.
Kennarinn: Nú hefur
þú hegðað þér svo illa,
Hans, að þú átt ekki skil-
ið að vera meðal siðaðra
manna. Komdu hingað
og stattu hjá mér!
—★—
Faðirinn: Hvert ætl-
arðu með þessa mýflugu,
Mangi minn?
Mangi: Eg ætla að fara
með hana inn til hennar
ömmu og láta hana búa
til úr henn. úlfalda handa
mér.
Faðirinn: En það getur
hún ekki.
Mangi: Jú víst, þú sagð-
ir sjálfur í gær, að hún
gerði alltaf úlfalda úr
mýflugunni, og nú ætla
ég að sjá, hvernig hún
fer að því.
Sigrún Vilbergsdóttir
Reykjavík
Kæra Lesbók!
Mig langar til að senda
þér nokkrar gátur.
1. Hver hefur fjóra fæt-
ur, en getur þó ekki
gengið?
2. Hver er það sem geng-
ur og gengur, en stend-
ur þó alltaf kyr á sama
stað?
3. Hvað er það sem
hækkar, þegar af fer
höfuðið?
Guðrún M. Stefánsdóttir,
6 ára, Reykjavík.
—★—
Kæra Lesbók.
Eg ætla að senda þér
eina skrýtlu.
Mamma: Ef þú ert
svona vond telpa og
óþekk, Ella mín, þá verða
börnin þín svona líka.
Ella (hróðug): Þarna
komstu upp um þig,
mamma! Þú hefur þá
verið óþekk, þegar þú
varst lítil.
Guðný Helga Örvar,
11 ara, Reykjavik.
★
Skrítla
Ræðumaðurinn, sem
hafði talað í klukkutíma
yfir veizlu'gestum, komst
svo að orði: — Ef eg hefði
borðað meira af þessum
ljúffengu réttum, er ég
hræddur um, að eg hefði
ekki komið upp einu orði.
Rödd frá hinum borðs-
endanum: — Fljótir nú,
stingið upp í hann kart-
öflu!