Morgunblaðið - 11.01.1959, Qupperneq 22
22
MORGl’NBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. jan. 1959
Kristín Eyjólfsdóttir
Utskálahamri — Minning
- ...... , 1 ....... i ■■■ ■
Bjarne Börde, sendiherra Norðmanna, við minningartöfluna á Torgeirsstöðum. (Ljósm. Mbl.)
Nordmannslaget og
Skógrœktarfél. heiðra
minningu T. A. Rysst
NORSKI og íslenzki fáninn
blökktu við hún í fegursta vetr-
arveðri í gærdag við Torgeirs-
staði í Heiðmörk. Tilefnið var að
Nordmannslegat hér í Reykja-
vík og Skógræktarfélag íslands
hafa látið setja litla minningar-
töflu í hinn norska bjálkakofa,
til minningar um sendiherra Norð
manna Torgeir Anderssen-Rysst,
er lézt hér síðastl. sumar.
Við dálitla athöfn, sem fram
fór í bjálkakofanum, voru við-
staddir forráðamenn Skógrækt-
arinnar með formann Skógræktar
félags íslands Valtý Stefánsson í
broddi fylkingar og forráða-
menn félags Norðmanna hér
Nordmannslaget, en formaður
þess er T. Haarde símafræðingur.
Sem sérstakur gestur við þetta
tækifæri var Bjarne Börde hinn
nýskipaði sendiherra Norðmanna,
og samstarfsmenn hans í sendi-
ráðinu.
Þegar komið var inn í bjálka-
kofann utan úr 15 stiga frosti,
skíðlogaði eldur í arni Torgeirs-
staða, en á vegg andspænis dyr-
unum var tjaldað norskum fána.
Athöfnin hófst með því að sungið
var Torgeirsstaðasöngur, en text-
inn er eftir Ivar Orgland.
T. Haarde formaður Norð-
mannslaget kvaddi sér hljóðs og
skýrði frá því, að sem virðing-
ar- og þakklætisvott, við Ander-
son-Rysst sendiherra og konu
hans hefði verið ákveðið að láta
setja upp í bjálkakofanum litla
minningartöflu. Við sem þekkt-
um sendiherrann, vitum hvílík-
an hauk í horni Norðmannslaget
átti svo og málefni ísl. skógrækt-
ar. Þvi er þessi tafla sett upp
fyrir þá er á eftir koma í þennan
kofa, sem Rysst sendiherra átti
hugmyndina að, og vonandi á eft-
ir að verða skóggræðslunni í Heið
mörk að miklu gagni, svo sem
var ætlun sendiherrans, jafn-
framt því að Norðmenn ættu hér
samastað. Áhugi Ryssts sendi-
herra á málefnum íslands var
slíkur að það kom næst föður-
landi hans sagði Haarde.
Að svo mæltu bað Haarde, Há-
kon skógræktarstjóra Bjarnason
um að afhjúpa minningartöfluna.
Hákon sagði nokkur orð. Sagði
hann að afskipti Andersens-
Ryssts sendiherra af skógræktar-
málum íslendinga, væri út af
fyrir sig mikill og merkilegur
T. Haarde,
formaður Nordmannslaget.
kapituli. Hér á landi hefur hann
reist, sér óbrotgjarnann minnis-
varða, þar sem norskir skógrækt-
armenn fyrir hans tilstilli gróður
sett barrviði sem nú vaxa og
dafna austur í Haukadal. Sagði
Hákon að í „ barrviðalundinum
þar myndi verða settur upp minn
ingasteinn um þennan ágæta ís-
landsvin og einlæga stuðnings-
mann íslenzkrar skógræktar, sem
sediherrann hafði óbilandi trú á.
Að svo mæltu afhjúpaði Há-
kon hina litlu og yfirlætislausu
minningartöflu, og sagði um
leið, að á þessari stundu myndu
ekkju sendiherrans frú Ruth And
ísl. skógræktarmenn hugsa til
erssen með þakklæti í huga.
Bjarne Börde sendiherra Norð-
manna, kvaðst enn sem komið
væri, hafa lítil kynni af landi
og þjóð.
Víst væri að Anderssen-Rysst
sendiherra, hefði unnið hér
merkilegt starf, það veganesti
hefði hann meðferðist frá Noregi,
og Börde sendiherra kvaðst
vænta þess að sér myndi takast
að festa í fótspor hins vinsæla
fyrirrennara. Skógræktarmálin á
íslandi hefðu vakið mesta athygli
hins látna sendiherra og kvaðst
Börde sendiherra, einnig hafa
mikinn áhuga á því að kynnast
þeim málum af eigin raun og
kvaðst vona að hann gæti á því
sviði unnið að nánum samskipt-
um íslands og Noregs.
Veitingar voru nú frambornar
og kvaddi sér þá hljóðs formað-
ur Skógræktarfélags Reykjavík-
ur Guðmundur Marteinsson, sem
í skemmtilegri ræðu bauð Börde
sendiherra velkominn í „höfuð-
vígi“ reykvískra skógræktar-
manna, Heiðmörk.
Fór athöfn þessi öll virðulega
fram, en yfirlætislaust svo sem
bezt sæmir minningu Anderssensi-
Rysst sendiherra.
Hákon, skógræktarstjóri,
afhjúpar minniugartöfluna.
„Glaður til þín ferð ég flýti,
Feginn senn ég gisti þig.
Fagra sveit mín föður-móðir,
faðmi þínum vefðu mig“.
Með slíkri hugsun og felst
í þessum ljóðlínum býst ég við að
Kristín muni hafa lokið lífi sínu,
því svo mjög unni hún sveit
sinni, og fólkinu, sem hana bygg-
ir. Og fór hún ekkert dult með
það.
Kristín var fædd að Vindási í
Kjós 19. nóv. 1867. Og var því nú
er hún andaðist, 1. þ.m., rúmlega
91. árs að aldri. Voru foreldrar
hennar hjónin Margrét Jónsdótt-
ir og Eyjólfur Þorsteinsson. Hér
í sveitinni sleit hún því barnskón
um, og lifði sín beztu manndóms-
ár. Kristín fór snemma að heim-
an til þess að vinna fyrir sér, og
vandist þá oft mikilli vinnu, eins
og títt var í þá daga, enda ósér-
hlífin og kappsfull til allra
verka. Var Kristín nokkur ár
vinnukona á Möðruvöllum hjá
þeim heiðurshjónum Guðlaugu
Jónsdóttur oð Guðmundi Sigurðs
syni. Var þar gott að vera, þó að
vinna væri stundum sótt þar
fast, eins og víðar á þeim árum.
Kristín tók mikla tryggð við
þetta fólk, og hefir það haldizt
við það fólk sem nú býr á Möðru-
völlum. En aðalstarf sitt vann
Kristín á Útskálahamri hér í
sveit, enda var hún oftast við
þann bæ kennd. Bjó hún þar
nokkuð á þriðja tug ára með
manni sínum Finboga Jónssyni
frá Möðruvöllum í Kjós. Hann
andaðist 1918.
Eftir það bjó Kristín með son-
um sínum þar til hún fluttist til
Reykjavíkur, fyrir fullum 30 ár-
um síðan. Eignuðust þau hjón 7
börn, 3 dætur, sem allar dóu í
æsku og 4 syni, eru 3 þeirra á
lífi. Og eru þeir þessir. Eyjólfur
bifreiðastjóri, Gunnar og Finn-
bogi, verkamenn. Allir eru þeir
búsettir í Reykjavík. Sama árið
og Finnbogi dó, tóku þau stúlku
til fósturs, Áróru Guðmundsdótt-
ur, sem þá var ung að árum.
Reyndist Kristín henni sem
bezta móðir.
Vogun vinnur
vogun tapar
ÚTVARPSÞÁTTUR Sveins Ás-
geirssonar, „Vogun vinnur —
vogun tapar“ verður ekki fluttur
í kvöld, sunnudag, þótt hálfur
mánuður sé liðinn, frá því er
síðasti þáttur fór fram, heldur
flytzt hann fram á næsta sunnu-
dag á sama tíma og verið hefur.
Það skal tekið fram, að hér er
ekki um það að ræða, að neinn
þáttur falli niður, heldur verða
þeir jafnmargir í vetrardag-
skránni og ráð hefur verið fyrir
gert.
Nokkur breyting A þættinum
á sér stað samkvæmt áætlun um
áramótin, en frá henni verður
að sjálfsögðu ekki skýrt fyrr en
á sunnudaginn kemur.
Upptaka næsta þáttar fer fram
í Sjálfstæðishúsinu 18. jan. og
hefst kl. 3. e. h. Aðgöngumiða
geta menn tryggt sér þegar dag-
inn áður, laugardag, á sama stað
milli kl. hálftvö og þrjú.
Leiðrétting
í LEIKDÓMI mínum um Mennta
skólaleikinn í blaðinu í gær hafa
orðið þau pennaglöp, að sagt er
að Sigurður Helgason hafi leik-
ið Sebastian, bróðir Violu, í stað
þess að hann leikur Antonio skip
herra, vin Sebastians. Hins vegar
leikur Þorsteinn Geirsson Se-
bastian, lítið hlutverk sem hann
fer laglega með.
Bið ég hlutaðeigendur afsök-
unar á þessum mistökum. —
S. Gr.
Fyrstu búskaparár þeirra
hjóna fór Finnbogi að sjó, eins
og margir sveitabændur gerðu á
þeim árum. Varð þá Kristín að
sjá um allt úti sem inni, eins og
algengt var um margar sveita-
konur í þá daga. Allt þetta fór
vel hjá Kristínu. Urðu þau hjón
heldur veitandi en þiggjandi er
árin liðu. Mun Kristín hafa litið
til fólks sem átti við erfiðan hag
að búa, þó að ekki væri það á
allra vitorði.
Þegar landssíminn var fyrst
lagður var Útskálahamar fyrsti
bærinn í Kjósinni sem síminn
kom á og þá um leið landssíma-
stöð. Hélzt það í allmörg ár, þar
til síminn færðist lengra inn í
sveitina. Það var því oft gest-
kvæmt á Útskálahamri á þessum
árum. Og alltaf var reynt að
leysa hvers manns vanda sem
kostur var á. Á þeim árum eign-
aðist Kristín marga góða vini og
kunningja. Var því viðbrugðið,
hvað Kristínu tókst vel að leysa
úr þeim vanda er oft var á, í
sambandi við símaafnot. Kom þar
fram dugnaður hennar í því sem
öðru. Og þegar hún lét af störf-
um sem símastjóri, var henni
af yfirmönnum símans, fært áletr
að skjal með þakklæti fyrir vel
unnin störf. Ég minnist þess nú,
hve hún var góður tengiliður
milli heimila okkar bræðranna,
þegar við vorum sjómenn, því að
þá voru ekki samgöngur þannig,
að skroppið væri heim eftir
hverja veiðiferð.
Nokkru eftir að Kristín flutti
til Reykjavíkur, festi hún kaup
á litlu húsi, Grettisgötu 56B. Átti
hún þar heima síðan til dánar-
dægurs. Bjuggu börn hennar
stundum hjá henni, en nú síðast
kona, sem hjúkraði henni svo
frábærlega vel, þegar hún helzt
þurfti á mestri hjálp að halda.
Fyrir það var Kristín ákaflega
þakklát, og einnig fólkið hennar.
Kristín bar aldur sin sérstaknlega
vel, miðað við hve hann var
orðinn hár. Kristín var létt í lund
og tók erfiðleikum með ró og
karlmennsku. Var hún hrókur
alls fagnaðar í góðum vinahóp.
Hún fór vel með efni sín, enda
ólst hún upp á þeim tímum er
fólk varð að neita sér um flesta
hluti, ef vel átti að fara og
karlmannskaupið var ekki nema
1—2 krónur á dag. Kristín var
sérstaklega ábyggileg í öllum við
skiptum og heiðarleg í hvívetna.
Og tryggð hennar var ekki að efa,
það fundu þeir bezt, sem kynnt-
ust henni vel.
Nú er langri vegferð lokið, eft-
ir langan og oft strangan vinnu-
dag. Þá er vissulega gott að fá að
hvílast. Nú verða líkamsleifar
hennar fluttar í fæðingarsveit
hennar, þar sem maður hennar
hvílir og þar sem hún einnig kaus
sér að vera. Hún er því kvödd af
nánasta skylduliði og frændfólki
öllu með einlægri þökk fyrir allt
og allt.
Far þú í friði, góða vinkona.
— St. G.
Okkur vantar nú þegar
stúlku
til að smyrja brauð. — Þægilegur vinnutími.
Uppl. frá kl. 2—4 á morgun í skrifstofunni.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
S J ÁLFSTÆÐISH tsn).