Morgunblaðið - 11.01.1959, Page 23
Sunnudagur 11. jan. 1959
23
MORCinsm. AÐIÐ
Tónleikor Björns Óinlssenor
BJÖRN ÓLAFSSON fiðluleikari
hélt tónleika í Austurbæjarbíói
þriðjudaginn 6. og miðvikudag-
inn 7. jan. Jón Nordal aðstoðaði.
Það er nú orðið nokkuð langt
síðan Björn hefur haldið sjálf-
stæða tónleika hér. Þeim mun
ánægjulegra var að hlusta á hann
nú, en þessir tónleikar voru um
margt frábærir. Fyrst á efnis-
skránni var sónatína í G-dúr, op.
100, eftir Dvorak. Var samleik-
ur þeirra Björn og Jóns mjög
góður og hnitmiðaður, og naut
þetta fagra verk hins tékkneska
meistara sín hið bezta. Þá lék
Björn tvö Átthagaljóð (Aus mein
er Heimat) eftir Smetana.
Eftir hléið léku þeir félagar
sónötu eftir Jón Nordal, vel sam
ið verk og fallegt. Einkum finnst
mér annar þátturinn bera af
hvað dýpt og næma músíkkend
snertir. Sónatan er í styttra lagi
og væri nafnið sónatína réttara
að ég hygg. Vakti sónatan mikla
athygli hlustenda og hefði ég
óskað eftir að heyra hana leikna
strax aftur.
Björn lék einnig sónötu fyrir
einleiksfiðlu eftir Eugene Ysaye.
Lék Björn þetta geysierfiða verk
með miklum yfirburðum í túlk-
Eyþór Einarsson
Frá rannsóknar-
leiðangri
á Grænlandi
HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag
gengst fyrir samkomu í fyrstu
kennslustofu Háskólans kl. 20,30
annað kvöld. Þar flytur Eyþór
Einarsson magister erindi með
skuggamyndum, sem nefnist:
Ferðaþáttur frá Grænlandi.
Eyþór Einarsson lauk magi-
stersprófi í náttúrufræði frá
Kaupmannahafnarháskóla s.L
vor og var grasafræði aðalfag
hans þar. I sumar er leið tók
hann þátt í leiðangri, sem farinn
var til Norðaustur-Grænlands í
því skyni a ðathuga gróðurfar í
þeim hlutum Grænlands, sem
áður voru lítt kunnir grasa-
fræðingum. Voru leiðangurs-
menn sjö vikur í leiðangri þess-
um og mun hafa verið mjög
fróðleg og skemmtileg för.
Á fyrirlestri sínum annað
kvöld mun þessi ungi vísinda-
maður skýra frá ýmsum athug-
unum, sem gerðar voru í þessum
Grænlandsleiðangri og sýna lit-
skuggamyndir þaðan. Gróður-
farið úti við ströndina á Græn-
landi er víða svipað íslenzku
gróðurfari, en þó allt með meiri
heimskautablæ.
Lengra inni í landi er gróður-
farið aftur á móti miklu ólíkara
því, sem gerist á fslandi, enda er
loftslagið þar allt annað, en hér
heima. Allmargar plöntutegund-
ir finnast á Grænlandi, sem ekki
eru til hér á landi.
Er ekki að efa, að marga mun
fýsa, að heyra grasafræðinginh
segja frá rannsóknum sínum í
þessu rannsóknarlandi.
un og tækni. Tónleikunum lauk
með hinu fræga Rondo capricci-
oso eftir Saint-Saéns, sem
var „brilliant" leikið.
Áheyrendur hylltu listamennina
mjög hjartanlega að lokum og
lék Björn þrjú aukalög: Melódíu
eftir Gluck, Tilbrigði eftir Tart-
ini og Perpetuum mobile eftir
Novacek.
Voru þessri tónleikar hinir
vönduðustu í alla staði. Hafi lista
mennirnir þökk fyrir. — P. í.
Arif hershöfðingi
fyrir rétti
KAÍRÓ, 10. jan. — (Reuter) —
Egypzka blaðið A1 Akhbar skýrir
frá því að réttarhöld standi yfir
í Bagdad yfir Abdul Arif hers-
höfðingja, sem er sakaður um að
hafa gert samsæri gegn fyrri fé-
laga sínum, Karim Kassem hers-
höfðingja, núverandi forsætisráð-
herra landsins.
Blaðið segir að lausafregnir
um að Arif hafi verið tekinn af
lífi séu rangar. — Réttarhöldin
standi enn yfir og hafi 30 vitni
verið yfirheyrð. Arif hershöfð-
ingi hefur snúizt harðlega til
varnar. Hann hefur ráðist á for-
seta réttarins og heldur því fram
að hann hafi komið til íraks frá
Vestur-Þýzkalandi með sérstöku
leyfi Kassems, forsætisráðherra.
En þegar hann kom til Bagdad
var hann handtekinn.
Leikhús Leikf élags
ins í Háaleitis-
hverfi
ÞÁ hafa bæjaryfirvöldin veitt
lóðarréttindi til byggingu á nýju
leikhúsi hér í Reykjavík. Er um
að ræða lóða umsókn frá Leik-
féjagi Reykjavíkur. Var fjallað
um málið í bæjarráði á föstudag-
inn. Þar hefur það áður borið á
góma, og á þessum fundi lá fyrir
umsögn samvinnunefndar um
skipulagsmál, varðandi staðsetn-
ingu leikhússins.
Bæjarráð samþykkti að gefa
Leikfélaginu kost á lóð fyrir leik
húsið við Háaleitisbraut, sunnan
Miklubrautar og ákvað bæjarráð
að það skuli síðar ákveða bygg-
ingarfrest og annað þess háttar.
Fjórtán ára og á að
verða kynbomba
PARÍS, 10. jan. (Reuter) — í dag
var enska menntaskólastúlkan
Gillian Hills kynht fyrir blaða-
mönnum. Hún er aðeins 14 ára,
en ljóshærð, hávaxin og þroskuð.
Franski kvikmyndastjórinn Rog-
er Vadim hefur ákveðið að þessi
stúlka skuli verða nýjasta kyn-
bomban og koma í staðinn fyrir
Birgitte Bardot, sem sagði skilið
við Vadim fyrir nokkru.
Ungfrú Gillian var að baða sig
á Bláströndinni fyrir nokkru, er
Roger Vadim kom auga á hana.
Hún á að fara að leika í kvik-
myndinni „Hættulegt samband“.
Stúlkan er ótrúlega lí'k Birgitte
Bardot. Hún hefur sama kringl-
ótta munninn og römu líkams-
stærð, sem er táknuð með þremur
tölum: 36-22-36.
Eiginkona Rogers Vadims,
danska stjarnan Anette Ströyberg
á einnig að leika í kvikmyndinni
„Hættulegt samband".
Molotov sendi-
herro í Hollondi?
HAAG, 10. jan. (Reuter). —
Orðrómur gengur um það í
Hollandi, að Sovétstjórnin
hafi spurzt fyrir um það,
hvort hún hafi nokkuð á
móti því að Vyacheslav Molo-
tov verði skipaður rússneskair
sendiherra þar í landi.
Molotov var áður utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna um
langt skeið, en féll í ónáð í
fyrrasumar og hefur síðan ver
ið sendiherra í Ytri Mogólíu.
Frétt þessi hefur ekki feng-
izt staðfest. Núverandi sendi-
herra Rússa í Hollandi heitir
S.P. Kirsanov. Hann hefur
verið í Hollandi síðan 1953
og er nú aldursforseti sendi-
herrasamkunndunnar.
Utsala
hefst á morgun
Fatnaður, metravaira, smávörur o.fl.
selst með allt að 50% afslætti.
Notið tækifærið.
Vík
Laugaveg 52.
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim er sýndu mér vin-
semd á 60 ára afmæli mínu 3. jan. s.l. og glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og góðum kveðjum.
Hermann Hjálmarsson, vélstjóri Ljósafossi.
Innilegar þakkir votta ég öllum þeim er glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á áttræðisaf-
mæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Jónsson frá Arnórsstöðum.
Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig með heim-
sóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 75 ára afmælinu
10. desember.
Guðmundur Guðjónsson, vélstjóri.
Móðir mín
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Grettisgötu 77, andaðist að kveldi 9. þ.m.
Ingimar Kr. Jónasson.
Eiginkona mín
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR
andaðist 9. þ.m. að Elliheimilinu Grund. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Fyrir hönd sona okkar, tengdadætra og barnabarna.
Ólafur J. Gestsson.
Bróðir okkar og mágur
ÓLAFUR JÓNASSON
Seljateigi, Reyðarfirði,
sem andaðist 4. janúar, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikud. 14. janúar kl. 2. Athöfninni verður
útvarpað.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna.
Ragnar Jónasson, Dórothea Sigurfinnsd.,
Sæbjörg Jónasdóttir, Ingólfur Pétursson,
Guðný Ásberg.
Jarðarför dótttur minnar
ÞÓREYJAR ÞORLEIFSDÓTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. jan. kl. 1,30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar
látnu, er bent á Blindravinafélag Islands, Ingólfsstræti
16.
Ragnheiður Bjarnadóttir, Bókhlöðustíg 2.
Maðurinn minn
JÓN AÐALSTEINN SVEINSSON
vélstjóri,
sem andaðist 30. f.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju, þriðjudaginn 13. þ.m. Athöfnin hefst kl. 10,30.
Blóm afþökkuð.
* Guðný Guðmundsdóttir.
Útför míns hjartkæra eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa
GRlMS GRÍMSSONAR
Bragagötu 36,
er andaðist 2. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 13. janúar klukkan 1,30 e.m.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið. En þeim sem
vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guðrún Guðbjartsdóttir.
Þökkum samúð við andlát og jarðarför móður minnar og
tengdamóður
GEIRLlNU ÞORGEIRSDÖTTUR
Pálína Þorleifsdóttir, Kristmann Jónsson.
Innilegar þakkir vottum við öllum, sem sýndu samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar
SIGURBJARGAR M. EYJÓLFSDÓTTUR
Hjúkrunarkonum og starfsfólki að Sólvangi færum við
jafnframt alúðar þakkir fyrir góða hjúkrun og umönnun.
Þórunn K. Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og jarðarför eiginmanns, föður og tengdaföður
okkar
KRISTJÁNS GlSLASONAR
vélsmiðs.
Ingibjörg Árnadóttir, börn og tengdadætur.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
ÁRNA KRISTJÁNSSONAR
Smyrilsveg 29.
Guð gefi ykkur gleðilegt ár.
F.h. aðstandenda.
Laufey Árnadóttir.