Morgunblaðið - 15.01.1959, Page 2
2
MORCVNRLAÐIÐ
Fimmtudaerur 15. jan. 1959.
Tillaga um lœknishjálp
sjómanna til stjórnar-
innar
Fjórar leiðir konta
til greina
1 GÆR var tekin til síðari um-
ræðu í sameinuðu Alþingi þings-
ályktunartillaga Péturs Ottesen
um læknishjálp sjómanna á fjar-
lægum miðum. Hafði Benedikt
Gröndal framsögu í málinu fyrir
hönd allsherjarnefndar. Sagði
hann, að þegar allur flotinn væri
að veiðum, færi nærri, að um
3—400 menn væru á þeim skip-
um, sem væru að veiðum, en
6—700 væru á skipum á siglingu
að miðum og frá. — Færi því
ekki milli mála nauðsyn á að
veita þessum mönnum einhverja
hjálp ef slys bæri að höndum.
Fjórar leiðir kæmu einkum til
greina í því sambandi.
í fyrsta lagi væri sú leið, að
hafa eftirlitsskip með lækni um
borð á miðunum, en það mundi
of kostnaðarsamt til að unnt
væri að framkvæma það. í öðru
lagi hefði verið bent á þá leið,
að hafa lækni um borð í togara
og flytja hann milli togara,
þannig, að læknirinn væri alltaf
á miðunum. — Þessi leið myndi
hafa mikla erfiðleika í för með
sér og væri óraunhæf. í þriðja
lagi hefði verið lagt til, að skip-
in leituðu næstu hafnar, ef slys
bæri að höndum ,en til næstu
hafnar væri 15 til 20 klst. sigling
af Nýfundnalandsmiðum. — í
fjórða lagi hefði loks verið bent
á þá leið, að veita læknishjálp
gegnum útvarp eða gegnum loft-
skeytastöðvar. Hefði þessi aðferð
verið reynd með góðum árangri
í Róm, en einnig nokkuð tíðkuð
hér við land. Sá agnúi væri þó
á, að loftskeytasamband væri
mjög misgott milli íslands og
skipa á Nýfundnalandsmiðum. —
Hins vegar væri hægt að bæta
úr því og væri þá ekkert til fyrir-
stöðu, að þessi aðfenð væri tek-
in upp.
Pétur Ottesen kvaddi sér hljóðs
að ræðu framsögumanns lokinni.
Kvaðst hann vilja þakka alls-
herjarnefnd fyrir skjóta af-
greiðslu þessarar tillögu. Tillag-
an hefði vakið mikla athygli hjá
þeim sjómönnum, sem stunda
veiðar á fjarlægum miðum. —
Hefðu Alþingi víst borizt áskor-
anir frá áhöfnum flestra ef ekki
allra íslenzkra togara, sem veið-
ar stunda við Nýfundnaland um
að bætt yrði úr þessu ástandi.
Það væri ekki farið langt í
tillögunni í því að benda á leiðir
til úrbóta, en bezt væri þó að
hafa eftirlitsskip á miðunum. —
Hugsanlegt væri einnig að sýna
viðleitni í að sinna þörf sjómann-
anna með því að hafa lækni að
staðaldri um borð í einhverjum
togaranna. — Vandkvæði mundu
þó á, að slík hjálp kæmi ávallt
að notum. Þó teldu bæði skip-
stjórar og sjómenn, að í þessu
mundi felast mikil úrbót frá því,
sem nú er. Og í þeim tilfellum,
sem ekki væri hægt að ná í lækn-
inn, væri hægt að leita ráða hans.
Vandhæfi væri á því, að leita
læknisráða frá íslandi, en frekar
að hann gæti gefið góð ráð ef
hann væri staddur á miðunum.
Pétur Ottesen kvaðst vita eft-
Dagskrá Alþingis
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi kl. 1,30, en að
honum loknum eru boðaðir fund-
ir í báðum deildum.
Á dagskrá sameinaðs Alþingis
er eitt mál. Fyrirspurnir: a) Raf-
veita Vestmannaeyja. Hvort leyfð
skuli. — b) Vegakerfi á Þing-
völlum. Hvort leyfð skuli.
Eitt mál er á dagskrá efri deild
ar: Dýralæknar, frv. — 2. umr.
Á dagskrá neðri deildar eru
tvö mál: 1. Bann gegn botnvörpu
veiðum, frv. 3. umr. — 2. Bún-
aðarmálasjóður, frv. Frh. 2. umr.
ir þeim undirtektum, sem þetta
mál hefði fengið í allsherjar-
nefnd, að það yrði afgreitt frá
Alþingi. — En þá kæmi til kasta
ríkisstjórnarinnar. Beindi nú
Pétur máli sínu til dómsmála-
ráðherra, sem einnig fer með
heilbrigðismál, og kvaðst vona,
að hann brygðist vel við og leit-
aði tiltækilegra úrbóta í þess-
um efnum. — Hefði þá hv. ráð-
herrann samráð við útgerðar-
menn, sjómenn og lækna um það
hvernig hægt væri að ráða bót
á þessum málum og hvernig
bezta lausn þeirra yrði tryggð.
Fleiri tóku ekki til máls og
var tillagan samþykkt með 27
samhljóða atkvæðum og afgreidd
til ríkisstjórnarinnar sem álykt-
un Alþingis.
— Varðarfundurinn
Framhald af bls. 1.
hefðu bent á, í fyrsta lagi, að
gera þyrfti bráðabirgaráðstafanir
til þess að stöðva verðbólguna.
Hefðu þeir bent á ákveðnar leiðir
til þess.
í öðru lagi hefðu þeir lýst því
yfir að gera yrði margháttaðar
aðra rráðstafanir til þess að koma
efnahagsmálum þjóðarinnar á
heilbrigðan grundvöll.En eðlilegt
væri að kosningar skæru úr um
það, hvaða leiðir yrðu farnar í
þessum efnum. Hann kvað Sjálf-
stæðismenn ekki fara dult með
það, að nauðsynlegar ráðstafanir
kynnu að hafa í för með sér
nokkra kjaraskerðingu fyrst í
stað. En um þetta yrði að segja
þjóðinni sannleikann og koma
hreint framan að henni, segja
henni hver vandinn sé Ef nú
væri farið rétt að væri hægt að
leggja grundvöll að meiri vel-
megun en nokkru sinni áður með
hagnýtirrgu þeirra auðlinda, sem
landið á.
Ekki liægt að fá
þingmeirihluta
Bjarni Benediktsson kvað ekki
hafa verið mögulegt að fá þing-
-meirihluta á Alþingi til stuðn-
ings við þær ráðstafanir sem
Sjálfstæðismenn hefðu talið nauð
synlegar. Flokkurinn hefði þá
ákveðið að veita minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins þann
stuðning, að verja hana van-
trausti. Ríkisstjórnin hefði lýst
því yfir að hún mundi beita sér
fyrir kosningum í vor, bráða-
birgðaráðstöfunum til stöðvunar
verðbólgunni og nýrri kjördæma
skipun.
Kall tímans
Ræðumaðurin kvað Sjálfstæðis
menn gera sér það ljóst, að ráð-
stafanir stjórnarinnar í efnahags
málum yrðu aðeins byrjunarað-
gerðir til lausnar þeim vanda,
sem við væri að etja.
Við Sjálfstæðismenn munum
styðja Alþýðuflokkinn til þessara
ráðstafana og vonum að forysta
hans um þær takist vel.
Bjarni Benediktsson lauk
máli sínu með þeim orðum, að
Sjálfistæðismenn vildu hafa
samstarf við alla þá sem
skildu kall tímans og vildu ís-
landi vei. Við þurfum á sam-
starfi margra manna að halda,
og við heitum á allt þetta fólk
til stuðnings baráttunni fyrir
því að vegur þjóðar okkar og
farsæld verði meiri en nokkru
sinni fyrr.
Ræðu Bjarna Benediktssonar
var ágætlega tekið.
Hófust síðan frjálsar umræður,
og tóku þessir menn til máls:
Ólafur Björnsson .alþingismaður,
Hannes Jónsson, verkamaður,
Þorkell Sigurðsson, vélstjóri og
Jóhann Hafstein, alþingismaður.
Fór þessi fyrsti fundur Varðar
félagsins á þessu nýbyrjaða ári
hið bezta fram.
Vafalaust Tyftist hrúnin á skíðagörpunum, þegar þeir sjá þessa snævi þöktu tinda á myndinni.
Bláfjöllin eru eitthvert hezta skíðalandið í nágrenni Reykjavíkur. örin bendir á lítinn skíða-
kofa, sem hlotið hefur nafnið Himnaríki, og sýnir það betur en nokkuð annað hverjum aug-
um fjallamenn líta þennan stað. Inn í fjöllin skerst Jósepsdalur, þar sem Ármenningar eiga
sér skála, en þar er sýnilega auð jörð enn. í baksýn sjáum við svo Hengilinn.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Andstaða Framsóknar gegn
vegasamhandi við Vestfirði
Vestfirðingar skiptast ekki i póli
tiska flokka i afstöðunni til
samgöngubóta
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var haldið áfram umræðum
um þingsályktunartillögu Kjart-
ans J. Jóhannssonar og Sigurðar
Bjarnasonar um akvegasamband
við Vestfirði. Var Páll Zóphónías
son á mælendaskrá frá miðviku-
deginum áður. Sagði hann, að
1. og 2. liður tillögunnar væru
auðsjánanlega fluttir í því einu
augnamiði að sýnast, í þessum
tillögum er lagt til að Vestfjarða
vegi frá Barðaströnd í Arnarfjörð
verði lokið á næsta ári og vega-
gerð, er tengi ísafjörð og ná-
grannakauptúnin við sveitirnar
við ísafjarðardjúp, verði lokið á
ekki lengri tíma en þremur árum.
Hins vegar taldi Páll, að þriðji
liður tillögunnar, sem leggur til
að ákvæðisvinna verði tekin upp
í vegagerð, væri athyglisverður.
Þá taldi Páll það ekki ná nokk-
urri átt, að ákveða fjárveitingu
til vegaframkvæmda með þings-
ályktunartillögu, enda væru eng
in dæmi fyrir að slíkt hefði verið
gert á Alþingi.
Rakalaus fullyrðing
Páls Zóphóníassonar
Sigurður Bjarnason tók næst-
ur til máls. Sagði hann, að Páll
Zóphóníasson hefði lýst því yfir,
að flutningsmenn meintu ekkert
með 1. og 2. lið tillögunnar. Þetta
gæfi glögga hugmynd um
hvernig Páll Zóphóniasson ynni
að málum. Hann flytti þau ein-
göngu til að sýnast. Þá væri það
einnig rakalaus fullyrðing, að fé
hafi ekki verið veitt með þáltill.
frá Alþingi. Kvað Sigurður slík-
ar fjárveitingar oft hafa átt sér
stað þau 16 ár, sem hann hefði
setið á þingi.
Fjandskapur Framsóknar
við Vestfirði
Það er annars undarlegt, hélt
Sigurður áfram, að í hvert skipti
sem vegamál Vestfjarða ber á
góma hér á Alþingi, standa upp
tveir þm. Framsóknarfl., . þeir
Bernharð Stefánsson og Páll
Zóphóníasson, og hafa allt á horn
um sér. En þetta gefur einnig
Tvœr virðulegar út-
farir í Akureyrarkirkju
AKUREYRI, 14. jan. — f gær
var gerð héðan frá Akureyri út-
för Jóhanns Helgasonar flug-
manns, sem fórst af slysförum1
á Vaðlaheiði fyrir skemmstu.
Mikill fjöldi fólks var við jarð-'
arförina, m.a. margir starfsbræð- '
ur hins látna, er hingað voru
komnir frá Reykjavík. Jóhann
var vinsæll maður, hógvær í
framgöngu og drengur hinn bezti.
Hann var viðurkenndur fær í
sínu starfi, og hafði hina beztu
tiltrú. Hlýhugur fylgir honum til
fyrirheitna landsins.
f dag fór fram útför Kristjáns
Kristjánssonar, frá Birningsstöð-
um í Fnjóskadal, fyrrum síma-
verkstjóra. Kristján var kunnur
atorkumaður við viðgerðir á sím-
anum á bemskuskeiði hans hér
á landi. í þá daga var útbúnað-
ur allur mun óvandaðri og erfið-
ari í meðförum en nú er. Mikið
þurfti þá á sig að leggja til þess
að lagfæra símabilanir, er urðu
á heiðum og fjallavegum, oft við
hin verstu skilyrði um hávetur.
Margir Akureyringar munu minn
ast Kristjáns heitins, er hann á
efri árum gekk hér um götur,
léttur í spori, þótt starfsdagur
væri langur orðinn. Kristján var
maður hress í anda, og kjarnmik-
ill bæði til orð og æðis. — Vig.
LONDON, 14. jan. — Það er haft
eftir áreiðanlegum heimildum, að
Englandsbanki muni á morgun
lækka forvexti úr 4% í 3%%.
góða vísbendingu um hver ást
þeirra er raunverulega til strjál-
býlisins. Kvaðst Sigurður harma
það að þessir þingmenn skyldu
fjandskapast svo við landshluta,
sem hefði orðið útundan í vega-
málum, en ræður þeirra beggja
hefðu mótazt af þröngsýni og
litlum velvilja.
Þá vék Sigurður að því, sem
Bernharð Stefánsson hafði sagt í
ræðu sinni fyrra miðvikudag, að
það væri ekki tíðkanlegt, að
flytja þáltill. um fjárveitingar til
vega. Minnti hann í því sam-
bandi á það að til Austurvegar
í nágrenni Reykjavíkur er ríkis-
stjórninni heimilað að taka allt
að 20 milljón króna lán. Einnig
hefði fyrr á þessi þingi verið
flutt þáltill. um steinsteyptan veg
frá Hafnarfirði til Sandgerðis.
En þegar sú tillaga hefði verið til
umræðu í þinginu hefði enginn
orðið var við að þeir Bernharð
Stefánsson og Páll Zóphóníasson
stæðu upp til andmæla. En nú
settu þeir upp landsföðurssvip,
þegar talað væri um nauðsynlega
vegagerð á Vestfjörðum. Kvaðst
Sigurður harma það, að tveir af
þingmönnum Framsóknarflokks-
ins skyldu hafa sýnt þessu máli
andúð og þröngsýni. Eftir þessari
afstöðu yrði munað. Fólk greind-
ist ekki í flokka um þetta mál á
V esturfj örðum.
Sex þús. manns
án akvegasambands
Sigurður Bj arnason þakkaði
þm. Vestur-ísfirðinga Eiríki Þor.
steinssyni stuðning við málið. En
hann talaði um það fyrra mið-
vikudag. Hann hefði sagt þessa
tillögu vera sitt mál. En hann
hefði þó ekki viljað gerast með-
flutningsmaður tillögunnar.
Að lokum kvaðst Sigurður vilja
endurtaka, að hér væri um mikið
sanngirnismál að ræða, því Vest-
firðingar byggju við algerða sér-
stöðu í þessum efnum. Sex þús-
und manns á Vestfjörðum væru
án sambands við akvegakerfi
landsins.
Nokkrar meiri umræður urðu
um málið, en að þeim loknum
var þingsályktunartillagan sam-
þykkt til 2. umræðu með 27 sam-
hljóða atkvæðum og til fjárveit-
inganefndar með 28 samhljóða at
kvæðum.