Morgunblaðið - 21.01.1959, Síða 3
Miðvikudagur 21. jan. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
3
Nœr sex þúsund sjúklingar í ríkis
spítölunum á sl. ári
Samtals fæddust 1766 börn —
jafnmörg af hvoru kyni
Morgunblaðinu hefir borizt eft-
irfarandi yfirlit yfir sjúklinga-
og legudagafjölda í ríkisspítölun-
um árið 1958.
Á árinu 1958 voru alls til með-
ferðar 5.922 sjúklingar og legu-
dagar voru 271.065. Sambærileg-
ar tölur frá árinu 1957 eru 5.613
sjúklingar og 268.969 legudagar.
Eftir stofnununum skiptist
sjúklinga- og legudagafjöldinn
sem hér segir:
ur, sem dvelur á vegum Klepps
spítalans í Stykkishólmsspítala.
Fávitahælið í Kópavogi:
í ársbyrjun voru í hælinu 42
sjúklingar, á árinu komu 33, eða
samtals til meðferðar 75, af
þeim 33, sem komu nýir á ár-
lnu, komu 23 frá Kleppjárs-
reykjahælinu, þar eð hælis-
rekstri þar var hætt á árinu.
Dvalardagar voru 20.232, með-
altal sjúklinga á dag 55,4 og
meðaltal dvalardaga á sjúkling
269,8. í framangreindum tölum
eru meðtaldir 3 sjúklingar sem
dvelja á vegum hælisins að Efra-
Seli, við Stokkseyri.
Kleppjámsreykjahælið:
í ársbyrjun voru 24 sjúkling-
ar. 16. júlí 1958 voru allir sjúkl-
ingarnir fluttir- til nýja fávita-
hælisins í Kópavogi, til dvalar
þar, og hælisrekstri á Klepp-
járnsreykjum þar með lokið.
Dvalardagar voru alls 4.712.
Hælisrekstur á Kleppjárnsreykj
um byrjaði 13. febrúar 1944 í
gömlu læknishúsi.
Holdsveikraspítalinn í Kópa-
vogi
I ársbyrjun voru 6 sjúkling-
ar, á árinu dó 1 sjúklingur, og
í árslok voru 5. Dvalardagar
voru 1.888.
Upptökuheimilið í EUiða-
hvammi:
í ársbyrjun voru 3 börn, á
árinu komu 65 og í árslok var
1 barn. Dvalardagar voru alls
1.185, og meðalta á dag 3,2 börn.
Gæsluvistarheimilið í Gunnars-
holti:
í ársbyrjun voru í hælinu 24
vistmenn, á árinu komu 71 og í
árslok voru þeir 29. Dvalardag-
ar voru alls 6.669, meðaltal vist-
manna á dag 18,3 og meðaltal
dvalardaga á vistmann 70,2,
í framangreindum heildartöl-
um ríkisspítalanna eru Upptöku
heimilið og Gæzluvistarhælið
ekki meðtalin.
(Frá skrifstofu ríkisspítalanna).
Eandspítalinn: ,
í ársbyrjun voru sjúklingarnir
185, á árinu komu 4.840, eða til
meðferðar á árinu samtals 5.025
sjúklingar. Legudagar voru alls
83.319, meðaltal sjúklinga á dag
228,3- og meðaltal legudaga á
sjúkling 16.6.
Á lyflækningadeild voru til
meðferðar 767 sjúklingar, legu-
dagar voru 20.416, meðaltal á dag
55,9 og meðaltal legudaga á sjúkl
ing 26,6. Á handlækningadeild
voru til meðferðar 1.245 sjúkling-
ar, legudagar voru 23,679, meðal-
tal á dag 64,9 og meðaltal legu-
daga á sjúkling 19,0. Á fæðinga-
deild voru til meðferðar 2.334
sjúklingar, legudagar voru 23.493
meðaltal á dag 64,4 og meðaltal
legudaga á sjúkling 10,1 Á húð-
og kynsjúkdómadeild voru til
meðferðar 99 sjúklingar, legudag
arar voru 4.573, meðaltal á dag
12,5 og meðaltal legudaga á sjúkl
ing 46,2. Á barnadeild voru til
meðferðar 580 sjúklingar, legu-
dagar voru 11.158, meðaltal á
dag 30,6 og meðaltal legudaga á
sjúkling 19,2.
Fæðingar voru alls 1.747 og þar
af tvíburafæðingar 19. Sveinbörn
og meybörn fæddust jafnmörg,
883 af hvoru kyni, eða samtals
1766 börn.
Vífilstaðahælið:
í ársbyrjun voru sjúklingar í
hælinu 82, á árinu komu 143,
eða samtals til meðferðar 265
sjúklingar. Legudagar voru alls
34.911, meðaltal sjúklinga á dag
95,6 og meðaltal dvalardaga á
sjúkling 153,2.
Kristneshæli:
,í ársbyrjun voru 58 sjúkling-
ar, á árinu komu í hælið 36,
eða til meðferðar samtals 94
sjúklingar. Legudagar voru
17.698, meðaltal sjúklinga á dag
48,5 og meðaltal legudaga á
sjúkling 187,7.
Kleppsspí talinn:
í ársbyrjun voru 302 sjúkling
ar í spítalanum, á árinu komu
171, eða til meðferðar samtals
473 sjúklingar. Dvalardagar
voru 108.305, meðaltal sjúklinga
á dag 296,7 og meðaltal dvalar-
daga á sjúkling 229,0. í þessum
tölum er meðtalinn 21 sjúkling-
Nú „liggja árar í báti“ — og þær eru meira að segja hvítar af hrími þessa dagana. En þegar hall-
ar að vori og rauðmaginn kemur á miðin, verður þessum fleytum ýtt úr vör og gripið sterklega
til ára. . (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Orkar tvímælis að lögfesta
sérleyfi handa
rikisins
Skipaútgerð
í GÆR var tekið til 2. umræðu
í neðri deild Alþingis frv. um
skipulagning samgangna. Hafði
samgöngumálanefnd klofnað um
málið. Meiri hlutinn, Páll Þorst-
einsson, Karl Guðjónsson og Ei-
ríkur Þorsteinsson, leggja til að
frv. verði samþykkt óbreytt, en
minni hlutinn, Jón Páiniason og
Ingólfur Jónsson skiluðu svo-
hljóðandi nefndaráliti:
Við, sem ritum undir þetta
Hér sést helm að Hæli í Gnúpverjahreppi, þar sem stórbrun-
inn varð sl. mánudag. Til vinstri sést ibúðarhúsið, sem brann,
en til hægri og framan við það eru útihús. Eldurinn komst
ekki í þau, þar sem vindur stóð af þeim.
nefndarálit, getum ekki fallizt á
að afgreiða það frumvarp, sem
hér um ræðir, á þessu Alþingi.
Frumvarpið er samið af milli-
þinganefnd, en hefur að öðru
leyti lítið verið rætt. Meðal ann-
ars teljum við mjög orka tvímælis
að lögfesta sérleyfi til handa
Skipaútgerð ríkisins, enda hefur
forstjóri þeirrar stofnunar sýnt
fram á veilur í því máli, og fleira
getur komið til greina um svo
mikið mál sem allar samgöngur
meðfram ströndum íslands.
Á sama hátt er það vafasamt og
óundirbúið að binda allar flug-
samgöngur innanlands við sér-
leyfi. Þetta og fleira þarf nánari
athugunar við.
Við leggjum því til, að deildin
vísi frumvarpinu til ríkisstjórn-
arinnar.
Jón Pálmason hafði framsögu
fyrir nefndaráliti minni hlutans.
Kvað hann það álit mini.i hluta
samgöngumálanefndar, að þessi
mál væru svo flókin og vanda-
söm og auk þess of lítið rædd til
þess að afgreiða þau á þessu
þingi. Skýrði ræðumaður frá því,
að hann hefði átt tal við fram-
kvæmdastjóra Flugfélags fslands
og hefði hann talið hæpið að
setja sérleyfi um allar flugsam-
göngur. Kvaðst Jón Pálmason því
vilja vænta þess, að deildin vís-
aði frumvarpinu til ríkisstjórnar
innar.
Atkvæðagreiðslu um málið var
frestað.
Minnkandi afli
Sandgerðisbáta
SANDGERÐI, 20. jan. — í gær
var afli bátanna hér nauðatreg
ur — komu 92 tonn á land af 16
bátum. Yfirleitt var aflinn þetta
frá 3% og upp í 5 tonn á bát. —
Hæstur var Mummi með 9,7 tonn,
næstur Stefán Þór með 8,9 og
þriðji var Víðir II, sem fékk 8.7
tonna afla. Mikið af fiskinum er
ýsa. Allar þessar aflatölur eru
miðaðar við óslægðan fisk. —
Veiðin hefir farið minnkandi
undanfarna daga, en hins vegar
eru alltaf gæftir. og er tíðin svo
framúrskarandi góð, að menn
muna vart annað eins.
Allir bátarnir héðan eru á sjo
í dag. — Axel.
Leiðrétting
í síðustu málsgrein Staksteina
í gær var sú villa, að gæsalapp-
ir áttu að vera á eftir næstsíð
ustu setningunni og síðan grein-
arskil á undan síðustu setningu.
Hún var svo sem sjá mátti af
efninu athugasemd Morgunblaðs-
ins en ekki tekin upp úr Þjóð-
viljanum eins og það, sem á und-
an var.
STAKSTEIHAH
„Nú em ek reiðuT44
Undir þessari fyrirsögn birt-
izt eftirfarandi grein í íslend-
ingi hinn 16. janúar:
„Þessi orð mun ritstjóri Dags
hafa haft í huga, er hann ávarpar
þingmann Akureyrar, Friðjón
Skarphéðinsson dómsmálaráð-
herra í forustugrein í fyrradag.
Talar hann þar um „hvarf Frið-
jóns Skarphéðinssonar“ og líkir
göngtu hans upp í ráðherrastól
við hvarf séra Odds á Miklabæ,
sem þjóðsagan teiur Miklabæjar-
Sólveigu hafa dregið í dys sína.
Og eftir að hann hefir borið sam-
an þjóðsöguna og „hvarf“ Frið-
jóns, segir hann:
„Friðjón Skarphéðinsson, sem
bauð sig fram á Akureyri 1956,
hverfur . . . . Á hlaðinu liggja
handvettirnir, hötturinn og keyr-
ið brotið. Við sjáum því miður
aldrei framar meira en svip eða
vofu þess vel metna Friðjóns
Skarphéðinssonar, sem kosinn
var á þing 1956“.
Margir munu skilja, hvað Dag-
ur er að fara með þessum «m-
mælum. Framsóknarmenn hafa
litið á hinn horfna mann sem
eign Framsóknarflokksins vegna
þess að hann komst á þing með
atkvæðum Framsóknarmanna á
Akureyri. Þegar hann svo tekur
sæti í minnihlutastjórn síns
eigin flokks, þá telur
Framsókn hann vistaðan í gröf
Miklabæjar-Sólveigar. (!)“
„Vitfitrt öfgastefna“
Svo hét fyrirsögn forystugrein-
ar Alþýðublaðsins í gær:
„Vetrarvertíðin er hafin, gæft-
ir góðar og aflahorfur með al-
bezta móti.-------En þá leggja
kommúnistar sig alla fram um að
stöðva þetta örlagahjól. Afleiöing
arnar skipta þá engu máli. Þjóð-
arhagurinn liggur þeim í léttu
rúmi. Boðskapur þeirra er sá, að
bátaflotinn skuli stöðvast.-—
Hvað veldur svo því, að komm-
únistar ganga berserksgang i
baráttunni gegn ríkisstjórninni?
Orsökin er sú viðleitni hennar að
ætla að stöðva verðbólguna og
dýrtíðina. Kommúnistar eru nú
á móti því, sem Alþýðubanda-
lagið þóttist vera með sem stjórn-
arflokkur. Sams konar ráðstafan-
ir og Hannibal Valdimarsson og
Lúðvík Jósepsson léðu fylgi sitt
haustið 1956 dæmast nú óhæfu-
verk í Þjóðviljanum. Kommún-
istum má ekki verða til þess
hwgsað, að vísitalan skuli stöðv-
uð i 175 stigum, þó að það tryggi
efnahag okkar og þjóðarbúskap
með almennri atvinnu. Þeir ótt-
ast ekkert þá öfugþróun, að vísi-
talan komist upp í 270 stig á
þessu ári, enda þótt afleiðing
þess verði augsýnilega stöðvun
atvinnutækjanna, öngþveiti og
hrun. Og þennan boðskap á verka
lýðshreyfingin að meðtaka sem
fagnaðarerindi. Annað eins á-
byrgðarleysi er einsdæmi i ís-
lenzkri stjórnmálasögu.
—------Kommúnistar ímynda
sér, að þeir geti kúgað samfélag-
ið, og hyggjast þannig lama
stjórnarfarið. Slíkt er vitfirrt
öfgastefna, sem Islendingar hljóta
að vísa á b<ug“.
Margt er rétt í því, sem Al-
þýðublaðið segir. En því miður
eru kommúnistar nú að reyna
það, sem þeir hafa oft gert áður,
stundum með stuðningi Alþýðu-
flokksins. Svo var t.d. í verkfall-
inu mikla 1955, sem setti fjármál
íslenzku þjóðarinnar úr jafn-
vægi. Þá vann Hermann Jónas-
son einnig að því að efla ófarn-
aðinn. Viðbrögð Hermanns og
annarra aðstandenda V-stjórnar-
innar eiga einmitt drýgstan þátt
í því, að „kommúnistar ímynda
sér, að þeir geti kúgað samfélag-
ið“ og þar með „lamað stjórnar-
farið“.
f