Morgunblaðið - 21.01.1959, Page 9
Miðvikudae'ur 21. ian. 1959
MORCVTSBLAÐIÐ
9
Hámarksliraði
KAUPMANNAHÖFN 19. jan.
(NTB) — Hans Hækkerup dóms- j
málaráðherra Dana hefur lagt [
fram á þingi frumvarp um að
taka upp að nýju hámarkshraða
á vissum svæðum. í júlí 1953 var
hámarkshraði afnuminn á dönsk-
um þjóðvegum en slys hafa auk-
izt við það um 20%. Nokkrir
bæir í Danmörku hafa viðhaldið
50 km hámarkshraða, með lög-
reglusamþykktum, en Hækkerup
leggur nú til að hámarkshraði í
fjölbýli verði 50 km meðan öku- j
hraði úti á þjóðvegum verður
áfram ótakmarkaður.
Jón Björnsson
Minningarorð
JÓN BJÖRNSSON fyrrum kaup-
maður á Þórshöfn, andaðist á
Elliheimilinu í Reykjavík hinn
13. þ.m. eftir langvarandi van-
heilsu. Með Jóni Björnssyni er
horfinn úr hópi samferðamann-
anna góður og gegn íslendingur,
sem í engu mátti vamm sitt vita
og sem var svo háttvís og fágað-
ur í framkomu að af bar.
Jón var höfðinglegur maður
sýnum og með glöggu svipmóti
ættar sinnar. Hann var mikill
áhugamaður um stjórnmál og ein
dreginn fylgismaður sjálfstæðis-
stefnunnar. Hinsvegar var Jón
mjög hlédrægur og var það skaði
um slíkan hæfileikamann.
Jón var fæddur á Vopnafirði
24. júlí 1887. Voru foreldrar hans
Björn gullsmiður Ólafsson, bónda
á Sveinsstöðum í Þingi Jónsson-
ar, prests að Þingeyrarklaustri
Jónssonar, — og kona hans Sig-
ríður Vilhelmína Jónsdóttir, pró-
fasts að Hofi í Vopnafirði Jóns-
sonar, prests í Klausturhólum
Jónssonar prests í Hruna Finns-
sonar biskups Jónssonar.
Móðir Jóns Björnssonar var
ein hinna kunnu Hofssystra. Voru
þeir því systrasynir Jón Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Síldar-
útvegsnefndar og Jón Björnsson
og systkinasynir hann og Jón
Kjartansson, forstjóri Áfengis-
verzlunar ríkisins.
Bera þeir nafnarnir allir nafn
afa síns, Jóns prófasts að Hofi í
Vopnafirði.
Jón stundaði verzlunarstörf hjá
Stefáni Guðjohnsen kaupmanni
á Húsavík um og innan við tví-
tugsaldur. Var hann þar þá sam-
tíða Þórði Sveinssyni, föðurbróð-
ur mínum, og bundu þeir með
sér æfilanga vináttu.
Löngu síðar, þegar Jón var far-
inn heilsu, átti hann athvarf hjá
Jakob verkfræðingi Guðjohnsen,
syni Stefáns. Hjá honum bjó
hann og naut góðrar aðhlynning-
ar nokkur ár.
Tæplega tvítugur sigldi Jón til
náms á verzlunarskóla í Kaup-
mannahöfn. Að námi loknu hvarf
hann aftur að verzlunarstörfum
hjá Stefáni Guðjohnsen. Haustið
1915 sigldi hann öðru sinni til
Kaupmannahafnar og vann í tvö
ár á skrifstofu hjá Örum & Wulf.
Árið 1918 festi hann kaup á
verzlun Örum & Wulf á Þórs-
höfn í félagi við Jóhann Tryggva
son, núverandi innkaupastjóra
hjá Skipaútgerð ríkisins. Ráku
þeir félagar þar verzlun um 27
ára skeið allt til ársins 1945.
Jón var lengi fulltrúi Sauða-
neshrepps i sýslunefnd Þingeyj-
arsýslu, og gegndi fleiri trúnað-
arstörfum innan sýslu.
f fljótu bragði virðist það ein
kennilegt, að maður svo vel
menntaður og fær, sem kynnst
hafði miðstöðvum íalenzkrar
verzlunar í Kaupmannahöfn og
í Reykjavík og eignast þar fjölda
kunningja og vina, skyldi kjósa
að setjast að á stnð, svo langt
frá brennipunkti viðskiptalífsins.
En þeir, sem komu til þeirra
verzlunarfélaganna Jóns og Jó-
hanns á Þórshöfn, voru ekki hissa
á þvi, þótt þeir yndu þar vel hag
sínum. Þeir bjuggu í góðu húsi
Hermóður Gubmundsson:
Búnaðarmálasjóðshœkk-
cffiin og lýðrœöið
frá Þórshöfn
í fögru umhverfi með rausn og
höfðingsskap eins og kóngar
ríki sínu, um tugi ára, vel metnir
og vinsælir. Umgengni öll var
hin prýðilegasta utan húss og
innan. Auk eigin snyrtimennsku
naut Jón þar Jóhanns félaga sins
og konu hans frú Jónínu Krist-
jánsdóttur, en sjálfur var Jón
ókvæntur alla æfi.
Verzlunin átti að vísu við
ýmsa örðugleika að etja sökum
landbúnaðarkreppunnar, útstrik-
unar meginhluta verzlunar-
skulda árið 1933 og sívaxandi
hafta og misréttis verzlunar
kaupmanna og kaupfélaga. Samt
héldu þeir félagar velli til loka
heimsstyrjaldarinnar síðari, að
þeir fluttu báðir búferlum til
Reykj avíkur.
Seldu þeir þá ríkinu verzlun-
arhúsin og lóðirnar til byggingar
landshafnar á Þórshöfn.
Þegar til Reykjavíkur kom,
gerðist Jón skrifstofustjóri hjá
Stefáni Thorarensen lyfsala og
gegndi því starfi allt þar til að
hann missti heilsuna fyrir um
það bil fjórum árum.
Eins og öllum þótti gott að
koma til þeirra félaga á Þórshöfn,
svo var Jón og aufúsugestur hjá
vinum og kunningjum.
Jón var á sjötugasta og öðru
aldursári er hann lézt; svo að
margir vina hans eru nú horfn-
ir til æðri heima og munu fagna
honum við heimkomuna.
Allir, sem nokkur kynni höfðu
af Jóni Björnssyni frá Þórshöfn,
blessa minningu hans.
Sveinn Benediktsson.
Flóð í Signu
PARÍS 19. jan. (NTB) — 500
manns hafa orðið að yfirgefa
heimili sín í nágrenni Parísar,
vegna vatnavaxta í Signu. Öðr-
um 1500 hefur verið sagt að vera
reiðubúnir að flýja húsin. Vatns-
borðið í Signu heldur áfram að
hækka fyrir austan höfuðborg-
ina. Herlið hefur verið kvatt út
til að veita fólki aðstoð, sem er í
einöngruðum húsum og byggðar-
lögum, flytja það með bátum á
öruggan stað og annast matvæla-
flutninga. Þá hefur orðið að loka
mörgum skólum og nokkrar járn-
brautir sem ganga frá París í
þessi hverfi hafa stöðvazt. Flóðið
sem stafar af skyndilegri hláku,
hefur valdið stórfelldu tjóni á
akurlendi.
ENN er búið að vekja upp mál,
sem dagaði uppi á síðasta þingi
varðandi % % hækkun á Bún-
aðarmálas j óðsg j aldi.
Maargir hugðu þó að þetta mál
yrði ekki á dagskrá Alþingis aft-
ur fyrr en það hefði hlotið nægi-
legan og lýðræðislegan undirbún-
ing. Hér er um að ræða verulegt
hagsmunamál einnar fjölmenn-
ustu stéttar þjóðarinnar og er
því sjálfsagt að leitað sé hennar
álits áður en til kasta Alþingis
kemur. Bjálfsagt mun því verða
svarað til, að þetta hafi venð
gert og stuðningur bænda sé ó-
tvíræður. Þessu vil ég eindregið
mótmæla. Fyrir nokkrum árum
var gerð fyrirspurn um það, til
búnaðarsamtakanna hvort þau
vildu samþykkja ¥2% hækkun á
Búnaðarmálasjóðsgjaldi, en meiri
hluti þeirra sá sér ekki fært að
mæla með hækkuninni. Hvað þá
um Búnaðarþing og Stéttarsam-
bandið munu menn spyrja. Rétt
er það að þessir aðilar báðir sáu
sér fært — án nokkurs umboðs
— að mæla með hækkuninni á
gjaldi til Búnaðarmélasjóðs. Víst
hefði verið mikill stuðningur í
þessum meðmælum Búnaðar-
þings og Stéttarsamb. hefðu full-
trúarnir verið kjörnir með til-
liti til þessa máls sérstaklega. —
Þessu varð þó ekki komið við.
enda eru fulltrúarnir kosnir til
meira en eins árs í senn. Það er
þvi rangt að halda því fram, að
vilji bændanna liggi skírt og ótví-
rætt fyrir í þessu máli. Það er
óhætt að segja að það vekur ekki
litla undrun að Búnaðarþing og
Stéttarsamb. skuli afgreiða stór-
mál sem þetta án nokkurs fyrir-
vara.
Þess munu ekki finnast dæmi
hérlendis, að nokkur stéttarsam-
tök hafi árætt það, að leggja jafn
þung gjöld á meðlimi sína og hér
er stofnað til á meðal bænda.
Hvað hefðu t. d. verkamenn sagt,
ef síðasta Alþýðusambandsþing
hefði samþykkt að leggja það til
við Alþingi, að árstillag hvers
verkamanns skyldi með lögum
ákveðið kr. 1000 á ári — auk hins
venjulega félagsgjalds ,sem víð-
ast munu vera um 100—150 kr.
— án nokkurs fyrirvara. Þess má
líka minnast, að bændur hafa
einnig skyldum að gegna gagn-
vart sínum eigin stéttarfélags-
skap heima í sveitunum og greiða
til hans svipuð gjöld og verlta-
menn greiða til sinna stéttarfé-
laga, sem síðan annast allar
greiðslur fyrir þeirra hönd til
Alþýðusambands íslands.
Samkvæmt núverandi stærð
vísitölubúsins greiða bændur ár-
lega um 500 krónur í Búnaðar-
málasjóð. Með hækkuninni yrði
allt gjaldið til sjóðanna um 1000
krónur. Eftir 4 ár gæti þetta gjald
orðið 14—1500 krónur ,ef fram-
leiðsluaukningin í landbúnaðin-
um verður jafnör og hún ilefur
verið síðustu árin.
Verði þessar tölur véfengdar,
verður ekki komist hjá því, að
tortryggja þann grundvöll, sem
launakjör bænda eru byggð á
Raunar hefur þvi verið haldið
fram með fullum rétti nú að und-
anförnu, að opinber gjöld, dýrtið
og hverskonar skattar væru þegar
að ganga af framleiðslunni dauðri
— skattpíningarmælirinn væri
þegar fullur.
Mann furðar á því, að nokkrir
bændafulltrúar skuli að þarf-
lausu beita sér fyrir 3ja millj.
kr. nýjum álögum á bændastélt-
ina til viðbótar því, sem fyrir er
og hvílir á landbúnaðinum með
svo miklum þunga, að fjöldi
bænda sér fram á sívaxandi örð-
ugleika við nauðsynlegustu um-
bætur á jörðum sínum, svo að á
þeim verði búardi Eflaust rnun
því verða haldið fram, að hús-
bygging fyrir starfsemi B. í. og
Stéttarsamb. sé muðsynjamál og
því sé óhjákvæm.'egt að hækka
gjaldið til Búnað u-málasjóðs. —
Þessu tvennu má þó ekki blanda
saman. Allir eru sammála um
það, að þörf sé að byggja mynd-
arlega fynr starfsemi þessara
samtaka, enda hefði það átt að
vera búið fyrir löngu.
Surningin er aðeins um hitt
hvort þörf sé á því, að skatt-
leggja_ bændur sérstaklega til
þess. Ég er þeirrar skoðunar að
þetta sé þarflaust —, ef aðeins
er hugsað um byggingu sem sé
þó bæði vegleg og í samræmi við
vaxandi þarfir þeirra stofnana
er hlut eiga að máli. Þau brask-
sjónarmið sem virðast vera miklu
ráðandi i þessu húsbyggingarmáli
koma bændum nokkuð undarlega
fyrir sjónir. Margir eru þeirrar
skoðunar, að mikið af þeirri starf
semi er fyrirhugaö er að reka í
þessu væntanlega stórhýsi bænda
samtakanna — og á að sögn að
fylla að minnsta kosti helming
húsrýmisins — setji noxkuð ann-
arlegan sviþ á þessa veglegu
bændahúss-bygingu. Sé minnzt á
fjárhagshlið byggingarinna’’
mætti flestum vera ljóst, að fáir
bændur á íslandi hafa haft jafn
góða fjárhagsmöguleika hlutfalls
lega til þess að byggja jarðir sín-
ar og B. í. og Stéttarsambandið
hafa til þess að koma upp sínu
húsi.
Tekjur Búnaðarmálasjóðs eru
miklar og vaxandi cg eignir B. í.
hljóta að nema miklu þegar eign
arlóð félagsins við Tjörnina
Reykjavík er metin og söluverð
Sámsstaða. Ekki verður heldur
óeðlilegt þótt ríkið legði B. í.
myndarlega fjárfúlgu til húsbygg
ingar og stuðlaði þannig að því
að gera þessari virðulegu stofnun
kleift að rækja sitt þýðingar
mikla hlutverk í þjóðfélaginu.
Liggur við að ríkissjóði beri
skylda til þessa. Það renna því
Verzlunar-atvinna
Ein af eldri innflutnings- og heildsöluverzlunum bæj-
arins óskar eftir skrifstofumanni. Viðkomandi þarf
að hafa verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun, með
sæmilega ensku- og vélritunarkunnáttu, einnig
reynslu og þekkingu á algengum skrifstofustörfum.
Aðeins duglegur og reglusamur maður kemur til
greina. Umsóknir sem með gleggstum upplýsingum,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m., merkt:
„Góð atvinna — 5685“.
bæði margar og traustar stoðir
undir byggingarstai í ;emi bænda-
samtakanna þótt ekki sé farið að
seilast í vasa bænda með nýjum
álögum.
Þetca væri þó ekki umtalsvert
ef oændur hefðu sjálfir af fús-
um og frjálsum vilja lagt þessa
kvöð á sig við almenna atkvæða-
greiðslu, en þá málsmeðferð þarf
að viðhafa ef grundvallarreglum
lýðræðisins á að vera fullnægt.
Sjónarmið þetta ætti Alþingi að
taka til athugunar og fresta af-
greiðslu Búnaðarinálasjóðs-máls-
ins þar til atkvæðagreiðsia hef-
ur farið fram í búnaðarmálafé-
lögunum.
Mundi slíkt verða Búnaðar-
þingi og Stéttarsambandinu holl
hugvekja. Fulltrúar bænda á þess
um þingum mættu þá gjarnan
minnast þess, að til þess er ætlast
af þeim að þeir sýni bændum
meiri kurteisi í meðferð stærri
mála en hér átti sér stað. Ef
þessa verður ekki gætt í fram-
tíðinni er fullkomin hætta á því,
að bændasamtökin sigli hraðbyri
til aukins einræðis. Hvergi eru
þó betri skilyrði til þess í okk-
ar þjóðfélag, en meðal bænda
að varðveita lýðræðið. Hin sjálf-
stæða hugsun hefúr verið um
aldirnar sá aflvaki, er hefur átt
drýgstan þáttinn í sjálfstæðistil-
veru þjóðarinnar. Enn verður að
vænta þess að þessi afligjafi lifi
í íslenzkum sveitum og þess virði
að til hans sé skírskotað. Mér
finnst ástæða til þess að benda
á það hér, að margt bendir til
þess að félagsmálalöggjöf bænda
stéttarinnar þurfi endurskoðunar
við, ef aðeins fáir menn, sem vald
ir eru til fulltrúastarfa geti ákveð
ið launakjör bænda án fyrrvara
og jafnvel hverskonar álögur ef
svo ber undir, eða hvað er því
til fyrirstöðu að samtökin geti
ákveðið t. d. 10% framleiðslu-
gjald á söluvörur bænda, ef þau
hafa sjálfdæmi í því að ákveða
1% framleiðslusjóðsgjalá? Er
ekki einnig álitamái hvort örfáir
menn megi taka sér það vald, að
aftala bændum þeim rétti til
fullra vaxta af þvt stofnfé, sem
þeir eiga bundið í jörð og búi og
ti' þess kjörin nefnd sk:puð full-
trúum neytenda og bænda varð
sammála um að þeim bæri.
Væri ekk> rétt af bændasam-
tökunum að taka upp lyrirvara-
ákvæði verkalýðsstéttanna í sam
bandi við sín kjara og hagsmuna
mál? Á þennan hátt kæmu sam-
tökin bezt í veg fyrir það, að þau
siltnuðu í vaxandi mæli úr tengsl
um við sjálfa bændurna og með
fyrirvaraákvæðinu mætti kama í
veg fyrir margskonar deilur og
mistök sem átt hafa sér stað í
málefnum bænda.
3. jan. 1959.
Hermóður Guðmundsson.
Gott kaup
Iðnaðarfyrirtæki óskar eftir stúlku eða karlmanni
sem getur unnið sjálfstætt við að búa til snið og
sníða kápur og annan utanyfirfatnað. Tilboð með
upplýsingum merkt: „Kunnátta — 5709“ sendist
afgr. blaðsins fyrir næstkomandi mánud.
Fokheld íbúð
eitt herbergi, eldhús og bað til sölu við Sólheima. — Ca.
45 ferm. að flatarmáli. — Sér inngangur. — frá-
gengin að utan, með miðstöð. Verð kr. 65.000.00.
Upplýsingar gefa
Lögmenn
Geir Hallgrímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson
Tjarnargötu 16 — Símar 1-1164 og 22801.