Morgunblaðið - 21.01.1959, Page 10

Morgunblaðið - 21.01.1959, Page 10
10 MORGTJIVBLAÐIÐ Míðvikudagur 21. jan. 1959 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá vi>nir. Einar< Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. VERIÐ ALDREI OF VISSIR AF BLAÐAFRÁSÖGNUM í gær er auðsætt, að úrslit Þróttarkosninganna um síðustu helgi þykja tíðindum sæta. Þjóðviljinn gerir mikið úr því, að nú sé „10 ára völdum íhalds- ins í Þrótti lokið“. Skýring blaðs- ins á þeim atburði er sú, að „Al- þýðuflokksmenn og Alþýðu- bandalagsmenn" hafi gengið þarna „saman til stjórnarkosn- inga“ með hinum „athyglisverða árangri". Orsaka þessarar sam- fylkingar telur Þjóðviljinn svo að leita í samstarfi því, sem tókst milli Alþýðuflokks og kommún- ista um stjórn Alþýðusambands- ins á síðasta þingi þess. Frásögn og skýring Alþýðu- blaðsins er hins vegar önnur og þarf þó ekki að vera ósamrým- anleg túlkun Þjóðviljans. Alþbl. segir: „----það, sem gerðist að þessu sinni var það, að menn úr öllum flokkum tóku nú höndum saman um að skipta um stjórn,“ af innanfélagsástæðum. ★ Friðleifur Friðriksson er tví- mælalaust einn aðsópsmesti, ein- dregnasti og mikilhæfasti verka- lýðsforingi hér á landi. Um því- líka menn stendur oft styrr. Friðleifur Friðriksson, sam- starfsmenn hans í Þrótti og flokk- ur þeirra, mega vel við una, ef svo margvíslegar ástæður, sem Þjóðviljinn og Alþýðublaðið greina, hafa þurft að vera að verki til að valda ósigri þeirra í þessum kosningum. Lengi vel var talið, að samstarf allra lýð- ræðisflokkanna væri nauðsyn- legt til að hnekkja yfirráðum kommúnista í verkalýðshreyf- ingunni. Nú er játað, að tilstyrk allra andstæðinga Sjálfstæðismanna og nokkurt lið úr þeirra eigin flokki hafi þurft til að fella þá í Þrótti. Er og ekki hægt að leggja hér á eingöngu flokksleg- an mælikvarða. Atkvæðatöl- urnar hin síðari ár stað- festa það svo glöggt sem verða má. Því fer sem sagt fjarri, að Þróttur hafi verið óhaggan- legt vígi Sjálfstæðismanna í 10 ár eins og Þjóðviljinn nú segir. Ekki er lengra en þrjú ár síðah listi kommúnista fékk fleiri at- kvæði en lýðræðissinna og þrjá menn kosna í stjórn af fimm. Atkvæðaaukning andstöðulistans nú úr 67 atkv. í fyrra í 129 sann- ar og, að þar er um allt annað að ræða en fylgisaukningu eins flokks. Enda væru verkalýðsfé- lögin illa komin, ef hin pólitíska togstreita réði þar öllu og innan- félagsmálin engu. ★ En af hverju að fjölyrða um stjórnarkosningu í félagi, þar sem tæplega 250 manns tóku þátt í atkvæðagreiðslu? Það er vegna þess, að úrslitin minna menn á margt, sem þeim hættir of oft til að gleyma. Það sem sannarlegt lýðræði bíkir mega menn t. d. aldrei vera of vissir um úrslitin. Um þau getur enginn verið viss fyrr en búið er að telja upp úr atkvæða- kössunum. Yandséð er, hvort ó- heillavænlegra er að ala of mikla sigurvissu í brjósti eða að vera viss um eigin ósigur. Góður málsstaður er ekki einn örugg trygging fyrir sigri. Sum- ir láta blekkjast, stundum a.m.k., og einstaka ætíð. í lýðræðisfélagi eiga menn rétt á því að gera vit- leysur. Til einræðis hefur oft ver- ið efnt af mönnum, sem voru svo sannfærðir um eigin góðvild og alvizku, að þeir vildu alls ekki þola öðrum — vegna þeirra eigin sálarheillar og velferðar al- mennings — að hafa sjálfstæðar skoðanir. Sú góðvild hefur oft snúizt upp í hið harðsvíraðasta einveldi og ofsókn frjálsrar hugs- unar. Þolinmóð útskýring staðreynd- anna og hins rétta samhengis þeirra er það vopn, sem lýðræð- issinnum er bezt samboðið. ★ Allar þessar reglur lýðræðis- ins eru hafðar í heiðri í þeim félögum, sem Sjálfstæðismenn ráða yfir. Einmitt þess vegna verða úrslitin þar stundum önn- ur en flestir höfðu búizt við. Einræðismenn haga þessu allt öðru vísi. Þar eru úrslitin yfir- leitt alltaf örugg fyrirfram. Svo er t. d. um Dagsbrún, stærsta verkalýðsfélag landsins. Þar hafa kommúnistar búið um sig með þeim hætti, að frjáls skoðana- myndun fær ekki komizt að. Eft- ir öðrum leiðum en með sama árangri hefur Framsóknarflokk- urinn tryggt völd sín og áhrif í kaupfélögum og kjördæmum víða úti á landi. Styrkur andstöðunnar við kommúnista lýsir sér í því, að ár eftir ár skuli mörg hundruð verkamanna greiða atkvæði gegn stjórn þeirra í Dagsbrún, þó allir viti með hvílíkum rangindum þeir hafa hreiðrað þar um sig. Ósannindin ein eru ekki látin nægja, eins og nú þau að Al- þýðuflokksmenn hafi á Alþýðu- sambandsþingi skuldbundið sig til samvinnu við kommúnista. Slíkt eru aðeins smá-„trakter- ingar“ til bragðbætis ofan á hina alræmdu hagræðingu kjörskrár- innar og aðra því líka kraftfæðu kommúnista. Síðasta dæmi hennar er ógild- ing kommúnista á framboðslista Framsóknar við stjórnarkjör Dagsbrúnar nú. Tíminn tekur þeirri meðferð með þögn og þol- inmæði; virðist nánast telja hana sjálfsagða! Ef það er ekki vegna þess, að óhreint mél sé í pokan- um, hlýtur ástæðan að vera- sú, að Framsóknarmenn hafi sann- færzt um, að þeir eigi ekki nógu marga fylgismenn í stærsta verka lýðsfélagi landsins til að koma þar löglegum lista saman. Um það skal ekki sagt hér, en hitt er sannarlega ekki síður líklegt, að rangindi kommúnista hafi ráðið. ★ Kommúnistar og stjórnmála- braskarar á borð við Framsókn- arbroddana hafa vissulega komizt furðu langt hér á landi og hælast að vonum öðru hvoru yfir árangri iðju sinnar. Ef allir frjálshuga menn sameinast á móti spillingaröflunum er þó ekki að efa, að lýðræðissinnar verða í miklum meirihluta víðast hvar við frjálsar kosningar. En menn mega aldrei vera of vissir fyrirfram, heldur skilja, að góður málsstaður er þess virði, að ósleitilega sé unnið fyrir hann. ‘ aÉÉfeæis&'töíff gt|Íl||g Einn af þeim, sem eftir lifðu, hnígur niffur á kistu konu sinnar, úrvinda af harmi. Það var eins og víti á jörau — sögbu fréttamerm, sem komu til Rivadelago á Spáni eftir flóöið mikla sem varð þar fyrir skömmu FLÓÐIÐ MIKLA, sem nær gjör- eyddi sveitaþorpinu Rivadelago á Spáni snemma í þessum mánuði, er með óhugnanlegustu atburð- um, sem gerzt hafa í seinni tíð. — Nær 400 af rúmlega 500 íbú- um þorpsins drukknuðu í flóðinu, og mikill fjöldi líka grófst í leðjunni, sem myndaðist á botni dalsins eftir flóðölduna. — Fjöldi fréttamanna kom til Rivadelago fyrstu dagana eftir flóðið. Fylgd- ust þeir með því, er sjálfboða- liðasveitir, ásamt eftirlifandi heimamönnum, voru að leita og grafa eftir líkum í þykkri og þéttri leðjunni, sem huldi dal- botninn. Hafa margar átakanleg- ar lýsingar borizt af þeirri við- urstyggð eyðileggingarinnar, sem þarna varð, og angist og vonleysi fólksins, sem komst lífs úr flóð- inu. Ýmsir fréttamannanna lýstu Rivadelago þessa daga sem sann- kölluðu helvíti á jörðu. ★ Það var aðfaranótt föstudagsins 9. janúar, sem ógæfan skall yfir Rivadelago. — f fjöllunum skaihmt fyrir ofan þorpið var á sínum tíma gerð uppistaða mikil, þar sem heitir Samabria-vatn. Stíflugarðurinn er 33 metra hár og hefir verið talinn mjög traust- ur. En þessa örlagaríku nótt brast garðurinn skyndilega undan vatnsþunganum með þórdunum slíkum, að helzt mirinti á öfluga atomsprengingu — og yfir 20 milljónir lítra af vatni fossuðu með óstöðvandi afli niður í dal- inn, þar sem þorpið stóð. Drunurnar frá flóðinu heyrð- ust í meira en tíu kílómetra fjar- lægð, líkt og þrumuveður. Og þegar vatnsflaumurinn skall á Rivadelago, var krafturinn slík- ur, að hann svipti húsunum með sér eins og þau væru smásprek. — Aðeins kirkjan, sem stendur nokkuð uppi í hlíðinni, stóðst að nokkru heljarátök flóðsins. Turn inn er óhaggaður, og uppi stend- ur einnig nokkuð af fremri hluta kirkjunnar, en um helming henn- ar hreif straumurinn með sér. ★ Nokkrir íbúanna björguðust undan flóðinu með því að leita haSlis í kirkjuturninum. Ekki sak aði heldur tvo flokka viðar- höggvara, sem voru að störfum í hæðunum upp af dalnum. Fáir aðrir fengu umflúið hin hræði- legu örlög. — Aðeins nokkrar I manneskjur, sem voru enn á fót- Endalaus röff af líkkistum — og líkhringingarnar ómuffu um eyddan dalinn frá morgni til kvölds. — Fremri hluti kirkj- unnar, meff turninum, stendur enn uppi, en um helmingur hennar brotnaffi í flóðbylgjunni. um þessa nótt og voru nógu fljótar að átta sig á því, af hverju hinir hrikalegu drunur stöfuðu, sem bárust utan úr nóttinni, höfðu tíma til að komast það hátt upp í hlíðarnar, að flóðið náði þeim ekki. ★ Jafnskjótt og kunnugt varð, hvað gerzt hafði, gaf Frankó ein- ræðisherra skipun um að senda vel búna björgunarflokka til Rivadelgo, og þegar morguninn eftir voru þeir komnir þangað. En ekkert var hægt að aðhafast fyrr en að 12 stundum liðnum, þegar vatnið loks sjatnaði — og viðurstyggð eyðileggingarinnar blasti við augum í öllum sínum ömurleik. Þar sem hið litla frið- sæla þorp hafði áður staðið, var nú ekki annað að sjá en framburð flóðsins — þykkt lag af leðju og leir þakti dalbotninn. Og það var ekki mikið verkefni fyrir björg- unarflokkana. Þeir, sem flóðið hafði á annað borð ekki náð til, voru heilir, a.m.k. líkamlega — hinir voru horfnir; og verkefni björgunarmannanna varð því fyrst og fremst það að grafa í leðjudíkið — eftir nokkur hundr uð líkum....... ★ Og hvað er svo hægt að gera til þess að koma í veg fyrir, að slíkt geti gerzt aftur? Eftirlítið með stíflugarðinum við Sambria- vatnið verður aukið. Samt sem áður hafa menn ekki getað gert sér grein fyrir, hvað raunveru- lega gerðist þarna. Stíflugarður- inn var talinn svo traustbyggður, að hann þyldi miklu meiri þrýst- ing en hann gæti nokkru sinni orðið fyrir. — Þarna hefir það gerzt, sem „ekki getur gerzt“, segja verkfræðingarnir — og geta enga skýringu gefið. En hér hefði verið um gamla stíflu að ræða, hefði þetta verið skiljan- legra. En hið mikla Samabria- stífla var byggð úr traustustu, járnbentri steinsteypu og tiltölu- lega nýleg. ★ Flóðið þurrkaði út alla manna- bústaði í dalnum — og meiri- hluta þess lífs ,er þar þreifst — við fremur frumstæð skilyrði. En, svo mótsagnakennt sem það Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.