Morgunblaðið - 21.01.1959, Page 16
16
MORCllVntL AÐIb
Miðvikudagur 21. jan. 1959
niim
sons. — Morrison var hræddur
um að hún myndi sjá Jan Möller
aftur. Hann hafði ekki hugsað um
rússneskan herforingja í skóla-
hyggingu í hinni hersetnu Berlín.
Hún varð gripin viðkvæmum,
næstum ástúðlegum tilfinningum
við hugsunina um Morrison. Hann
var einn af voldugustu mönnum í
víðri veröld, en í návist hennar
varð hann samt eins og feiminn
skólapiltur. Hér var ekki um neina
feimni að ræða, engin umsvif. —
Hún minntist líka Jan Möller.
Hún sá hann fyrir sér, ofurseldan
valdi litla mannsins með rauða
skeggið og rauðu augun. Þegar
ofurstinn hikaði ekki við að beita
hana, amerískan fréttaritara,
valdi — hvað myndi þá aftra hon-
um frá því að senda Jan í gálg-
ann?
„,BIaðið yðar mun aldrei skýra
frá þessu“, sagði ofurstinn. —
„Við erum handamei,n“. Hann
sleppti ekki höndum hennar, en
hló tvíræðum hlátri. — „Erum við
kannske ekki bandamenn?“
„Ætlið þér að hegða yður eins
og hinn drukkni hermaður, hr.
ofursti?“ sagði Helen.
_,Kannske hefur hann alls ekki
verið drukkinn. Hann hafði ein-
ungis góðan smekk. Þjóðverjinn
■hafði raunar líka góðan smekk. —
Langar yður til að sjá hann aft-
ur?“
Hann vafði handleggjunum um
mjaðmir hennar.
Helen Cuttler lét hann fara
sínu fram mótmælalaust. Hún var
komin til Berlínar í þeim tilgangi
að bjarga Jan Möller. Hún var
ekki búin til úr þeim efnivið sem
lætur auðveldlega undan.
Munnur ofurstans nálgaðist
ískyggiiega varir hennar.
Hún hallaði sér aftur á bak í
sætinu og sagði:
„Þér þurfið ekki að beita valdi,
hr. ofursti. Viljið þér gefa mér
aftur i glasið?"
Hann sleppti henni og fyllt.i
glasið. Hún sá að hendurnar á hon
um titruðu.
„Afturkallið þér kröfuna um af-
hendingu Jan Möllers", sagði hún,
— „og ég heimsæki yður annað
kvöld".
Á næst andartaki hafði hann
aftur vafið líkama hennar örm-
um. Andardráttur hans var stutt-
ur og þungur.
| _,Þú verður hér — og ég læt
Þjóðverjann sigla sinn sjó“.
„Kemur ekki til mála“.
„Treystirðu mér ekki?“
„Nei“.
„Hvers vegna skyldi ég þá
treysta þér, dúfan mín?“
Hné hans snertu hné hennar og
hún lét það afskiptalaust. _,Takið
þér þá pant af mér, Tulpanin
ofursti".
„Geturðu skilið munninn á þér
eftir hjá mér?“
Rödd hans var æst og ástríðu-
þrungin. Munnur hans leitaði vara
hennar.
Hún ýtti honum frá sér og stóð
á fætur. Skyndilega vaknaði hugs
un innra með henni, leiftursnöggt
— og þó var eins og hugmyndin
hefði allan tímann verið í undir-
búningi þar eins og elding í þrumu
skýi.
Hún stóð teinrétt fyrir franran
legubekkinn.
„Þér vitið að okkur Ameriku-
mönnum er stranglega bannað að
stofna til náinnar vináttu við Þjóð
verja og að þung refsing biður
þeirra sem óhlýðnast þeim fyrir-
mælum. Jan Möller var elskhugi
minn“.
„Játning, dúfan min?“
<(Já, játning, sem ég er reiðubú-
in að gefa yður skriflega. Þér aft-
urkallið svo framsalskröfuna. Ég
skil játninguna hér eftir hjá yð-
ur. Annað kvöld afhendið þér mér
hana aftur. Henni tókst að neyða
bros fram á varirnar. — „Tor-
tryggni á móti tortryggni. -— Sam-
þykkt?“
Ofurstinn reis á fætur.
„Mér líkar alltaf betur og bet-
ur við þig“, sagði hann.
Hann gekk að skrifborðinu og
tók símtólið. Á hinu forneskjulega
skrifborði, innan um margháttað
skran og dót virtist síminn alls
ekki eiga heima.
Ofurstinn gaf fyrirskipanir sín-
ar: Orðsending frá sovétsku her-
stjórninni í Berlín til US-her-
stjórnarinar í Berlín. . . . Sov-
étska herstjórnin hefur sann-
færzt um sakleysi hins handtekna
Þjóðverja, Jan Möller, og fellur
frá fyrri kröfu sinni um framsal
hans .... o. s. frv., o. s. frv. Und-
irritað: Tulpanin ofursti. Dag-
setning. Stimpill.
„Færið mér bréfið sti-ax hingað
inn“, sagði ofurstinn að lokum.
Helen settist andspænis honum
við skrifborðið. Hún leit á hann.
Henni fannst litli rauðleiti höku-
toppurinn á honum allt í einu svo
hlægilegur Samtímis hvarflaði sú
hugsun að henni, að kannske hefði
dáni rússneski hermaðurinn átt
eiginkonu og börn En það skipti
engu máli
Án þess að segja orð, tók hún
pappírsörk af skrifborði Tulpan-
ins. Á fótstalli fornlegrar marm-
ara-blekbyttu lá pennastöng með
penna.
„Segið mér hvernig þér viljið að
ég orði það“ sagði hún.
Hann lagði frá sér símtólið og
stóð hreyfingarlaus bak við skrif
borðið, undir Stalíns-myndinni.
„Ég, Helen Cuttler", þuldi
hann upp úr sér — „fréttaritari
hjá Morrison-blöðunum, viður-
kenni af frjálsum vilja og ótil-
neydd....“
, Ótilneydd....“, endurtók Hel-
en. —
„að ég hafi í september árið
1945 haft mjög náið samband við
hinn þýzka ríkisborgara og fyrr-
um riddarakrosshafa, Jan Möller“.
Hún lagði pennastöngina á borð
ið: — „Það nægði að segja bara
samband".
„Nei — mjög náið“.
Hún laut niður að blaðinu.
Hún skrifaði undir játninguna.
Hann tók blaðið, braut það sam
an með mestu umhyggju og stakk ,
því svo í brjóstvasann.
^Svo fáið þér það aftur á morg
un, ef. ...“. Hann lauk ekki við
setninguna, en leit íbygginn á
Helen, um leið og hann settist aft
ur í hægindastólinn sinn.
Þau sátu nokkra stund þegjandi.
Það snarkaði hátt í ofninum. Hel-
en fannst líða heil eilífð áður en
drepið var á skrifstofudyrnar.
Andartaki síðar hélt hún á
skjalinu, stimpluðu og undirrit-
uðu af Tulpanin ofursta, í hend-
inni. Liðsforinginn sem hafði kom-
ið með það og horft á Helen með
meðaumkun í svipnum, að því er
henni sjálfri sýndist, var horfinn
jafnhljóðlega og hann birtist við
dyrnar.
Hún gekk til dyra.
„Komdu ekki svona seint annað
kvöld“_ heyrði hún rödd ofurstans
segja fyrir innan skrifborðið.
Hún leit ekki við.
Hún hljóp eftir ganginum, fram
hjá vopnuðu hermönnunum og út
um opnar dyr skólastofunnar með
lausnarskírteini Jans Möllers í
hendinni.
Hún fór að hugsa um Morrison.
Hann ætlaði að kvænast henni. —
Hann hafði lofað að koma henni á
þing. Ef til vill tækju þeir leik-
ritið hennar á Broadway.
Kannske? Sennilegra var þó
hitt að ekkert af þessu myndi
koma fyrir. Tulpanin ofursti hafði
öll ráð hennar í höndum sér. Hún
var staðráðin i því að sjá Tulpan-
in ofúrsta aldrei aftur.
Handsetjari
Getur fengið atvinnu
hjá oss, við umbrot nú þegar
Nóvember-stormurinn þaut ýlfr
andi eins og soltinn hundur í gegn
um Berlín. Hann virtist vera að
öskra að niöurbrenndum húsa-
rústunum. Búðarskiltin, sem skil-
in höfðu verið eftir, slógust með
ískrandi málmhljóði við hálf-
hrunda veggi.
Um morguninn var Jan Möller
sleppt úr ameríska varðhaldinu.
Helen frétti það um hádegisleyt-
ið í skrifstofu ameríska hernáms-
stjórans. Hún spurðist fyrir um
næstu flugferð til U.S.A. og
komst að raun um að hennar yrði
langt að bíða.
Þegar hún kom aftur heim í
herbergið s'-tt, fann hún þar bréf
frá Jan Möller. Hann yrði heima
allan daginn, stóð þar og hann
myndi koma, ef hún kærði sig um
að hitta hann.
AUt til klukkan sex um kvöld-
ið átti hún í harðri baráttu við
sjálfa sig. Hún minntist loforðs-
ins er hún hafði gefið Morrison.
Hún minntist þess líka, að Tul-
panin ofursti beið hennar nú í
aðalstöðvunum. Sú tilhugsun veitti,
henni ánægju, blandna napurri
illkvitni.
Um klukkan sex hélt hún af
stað.
Og nú gekk hún eftir sömu
götunni og hún hafði gengið hið
afdrifaríka septemberkvöld, við
hliðina á Þjóðverjanum_ Jan
Möller. Gatan var enn sem fyrr
myrkvuð. Enn sem fyrr gat rússn
eskur hermaður birzt skyndilega á
næsta götuhorni. Hún hafði farið
í einkennisbúninginn.
Húsið sem Jan Möller bjó í var
ekkert hús. Það var einungis bak-
hsi. Það týrði á gömlum, útslitn-
um lamparæfli fyrir ofan stiga,
sem virtist standa úti á bersvæði,
eins og stigi er reistur er upp við
flugvél. Munurinn var aðeins sá,
að þessi stigi var reistur upp við
framhlið á húsi. Maður var ekki
viss um nema húsveggurinn kynni
að fljúga í burtu.
Á þriðju og efstu hæðinni var
mjór gangur og á honum fjórar
íbúðardyr. Á öllum hurðunum
héngu nafnspjöld og póstkassar.
Helen virtist Þjóðverjar ekki
halda jafnmiklu dauðahaldi í neitt
og nafnspjöldin og póstkassana.
Fyrir neðan nafnið á síðustu hurð
inni stóð einnig nafnið Jan Möller.
Hún barði að dyrum.
Gömul kona lauk upp fyrir
henni. Inni í forstofunni logaði
einungis á litlum lampa, en það
vakti athygli Helen, hversu snot-
urlega gamla konan var klædd.
Hún vissi þegar hvemig í öllu lá
og fylgdi Helen að dyrum, bank-
aði fyrir hana á hurðina og lét
hana fara eina inn.
Herbergið var svo lítið, að hún
stóð jafnskjótt andspænis Jan
Möller, sem hafði risið upp af
bekknum. Hann var í slitinni en
hreinni amerískri heimannatreyju
og víðum flúnelsbuxum. Herberg-
ið var svo lágt, að höfuðið á Jan
virtist nema við loft. Lítið borð
með gljádúk stóð á gólfinu og á
því lampi mt gulri viðkunnan-
legri ljóshlíf, sem varpaði veikri
birtu um herbergið.
Hún hélt að hann hefði ekki
breyzt mikið, en hún gat ekki full-
yrt það með neinni vissu. Hún
gat ekki borið þennan Jan Möller
sem andspænig henni stóð, Ijós-
hærður, bláeygur og með helzt til
hvasst nef, saman við manninn
sem hún kynnzt eitt september-
kvöld í næturklúbbnum „Femina",
vegna þess að síðan hafði hún
hugsað of mikið um hann og gert
sér alveg nýja mynd af honum —
mynd sem bar langt af hinni raun-
verulegu.
Hann hélt Iengi í hönd hennar.
Þegar hann sleppti henni loks,
sagði hann: — „Ég hef leitað að
yður, til þess að geta þakkað yð-
ur“.
Þau settust við borðið, andspæn-
is hvort öðru.
,_Ég get því miður ekki boðið
yður neitt", sagði hanr..
Hún brosti.
„Ég kom ekki til þess og e'kki
heldur til þess að Iáta þakka mér
eitt eða neitt“.
„Hvers vegna komuð þér?"
Þetta var skringileg spurning
og ekkert svar var til við henni.
Helen svaraði ekki.
„Hvers vegna gerðuð þér
þetta?“'spurði hann.
^Gerði ég hvað?“
„Fenguð mig lausan úr varð-
haldinu. Ég hefði ekki komið upp
um yður“.
„Það veit ég“.
„Það gátuð þér ekki vitað. —
Hundrað sinnum var ég alveg að
því kominn“.
„Hvað aftraði yður frá að gera
það?“
Hann spennti greipar fram á
borðið. Hún veitti því athygli að
hann hafði langar hvítar hendur.
„Ég hefði gert mig of hlægileg
an með slíkri afsökun", sagði
hann. — „Ég barði rússneska her-
nranninn ekki vegna þess að þér
voruð amerísk, heldur af því að
þér voruð kona. Ég hefði gert ná-
kvæmlega það sama, þótt þýzk
stulka hefði átt hlut að máli. Þar
að auki hef ég neitað öllu".
,_En Mf yðar var í veði“, sagði
hún þrjózkulega.
„Keynið þér bara ekki að gera
neina hetju úr mér. Einu sinni var
ég gerður að hetju ....“. Hann
lauk ekki við setninguna, en
skipti um viðræðuefni: — „Getur
þetta ekki orðið yður til mikilla
óþæginda?"
, Það mun a. m. k. ekki kosta
mig lífið", svaraði hún þurrlega.
„Þér eruð undarleg stúlka,
ungfrú Cuttler".
„Yður er alveg óhætt að kalla
mig Helen“.
,,Jæja .... Helen. Þér virðist
hafa ásett yður að sannfæra mig
um mannlegan heiðarleika".
„Væri það skelfilegt fyrir yð-
ur, ef þér yrðuð að sannfærast um
það að flestir menn séu heiðar-
Iegir?“
ajUtvarpiö
MiSvi'kudagur 21. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,30 Útvarpssaga
barnanna: „1 landinu, þar sem
enginn tími er til“ eftir Yen Wen-
ching; VI. (Pétur Sumarliðason
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir.
Tónleikar. 20,30 Lestur fornrita:
Mágus-saga jarls; XI. (Andrés
Björnsson). 20,55 Tónleikar (plöt-
ur). 21,25 Viðtal vikunnar (Sig-
urður Benediktsson). 21,45 Is-
lenzkt mál (Dr. Jakob Benedikts-
son). 22,10 „Milljón mílur heim“.
geimferðasaga; II. þáttur. 22,40
1 léttum tón plötur). 23,10 Dag-
skrárlok.
a
r
L
u
1) Rétt þegar Markús heldur að
Andi geti vísað sér leiðina til
mannsins, sem merkir endurnar
með gullhringjunum, þá stöðv-
»r Frank varðstjóri hann. „Mér
þykir leitt að þurfa að tefja þig,
Markús, en ég verð að fá sann-
anir fyrir því að hundurinn hafi
verið bólusettur".
2) „Ég er hræddur um að ég
sé búinn a ðtýna því. En ég legg
það við drengskap minn, að Andi
var bólusettur fyrir þremur mán
uðum, Frank“. „Því miður varð
ég að læsa Anda inni, Markús.
Þú getur látið dýralækninn
gefa honum aðra sprautu eftir
tíu daga. í
| 3) „Nei, heyrðu nú Frank.
Þetta er hreinasta fjarstæða. Þú
hefur engan áhuga fyrir bólu-
setningu Anda. Þú ert bara að
reyna að koma í veg fyrir að
við komumst að einhverju"?
Fininitudagur 22. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 18,30 Bamatimi: Yngstu
hlustendurnir (Gyða Ragnarsdótt-
ir). 18,50 Framburðarkennsla í
frönsku. 19 05 Þingfréttir. Tón-
leikar. 20,30 Spurt og spjallað i
útvai-pssal: Þátttaker dur: Gísli
Jónsson forstjóri, Gunnar D-al rit-
höfundur, Helga Kalman skrif-
stofustúlka og Sigurður Ólason
hæstaréttarlögmaður. — Umræðu-
stjóri: Sigurður Magnússon full-
trúi. 21,30 Upplestur: Flosi Ólafs
son leikari les smásögu eftir Geir
Kristjánsson. 22,10 Erindi: Þank-
ar um sagnaskáldskap (Sigurður
Sigurmundsson bóndi í Hvitár-
holti). 22,25 Sinfónískir tónieikar
(plötur). 23,05 Dagskrárlok.