Morgunblaðið - 21.01.1959, Síða 17

Morgunblaðið - 21.01.1959, Síða 17
Miðvikudagur 21. jan. 1959 MORGUISBLAÐIÐ 17 r Anægjuleg kvöldstund í Hlégarði REYKJUM, Mosfellssveit, 19. jan. — Frumsýning á leiknum Köld eru kvennaráð var í Hlégarði í gærkvöldi. Húsfyllir var og leikn- um afburðavel tekið. — Leik- stjórinn Klemens Jónsson. hefir unnið prýðilegt afrek, enda bar heildarsvipur sýningarinnar þess greinileg merki. Þá ber og að geta þess, að Jóhann Pálsson leikari frá Reykiavík, lék eitt aðalhlut,- verkið, sem gestur U. M. F. „Aftureldingar“ og var leikur hans snurðulaus og góður. Það létti undir með öðrum leikendum, sem ekki eru yfirleitt sviðsvanir. Arndís Jakobsdóttir lék frú Carton ágaetlega. Það sama má segja um leik Margrétar Jóhannsdóttur, sem lék Saily Watts, nema ef vera skyldi að hún talaði of hratt á köflum. Hin hlutverkin vcru það vel af hendi leyst, að þau féllu vel inn í hinn hraða gang leiksins, og má það teljast ágætt af lítt vönu fólki. Meðal gesta á sýningunni voru meðal annars þjóðleikhússtjóri og Halldór Kiljan Laxness. — Leik- skrá var sérlega vönduð, og er þar að finna ýmsan fróðleik, meðal annars sögu leikstarfsem- innar í félaginu. er hófst með sýningu á Lágafelli árið 1912. Starfið lá þó niðri á síðustu stríðsárum, en efldist mjög er félagsheimilið Hlégarður var tek- ið í notkun. — Þessi sýning ber glæsilegan vott um að þessi þátt- ur félagsstarfseminnar stendur nú með miklum blóma. — Þökk fyrir ágæta skemmtun. — J. • Þau spara yður þurrkun og kostnað. Þau geta verið í sjó svo árum skiptir án þess að fúna. Þér getið veitt lengur, oftar og á fjarlægari miðum. • Þau spara yður vinnuafl og olíu vegna þess að þau eru létt og meðfærileg og drekka lítið í sig af sjó. • Þau spara yður viðgerðar- og endurnýjunar- kostnað vegna þess að þau eru tvisvar sinnum sterkari en bómullarnet, og hafa 10 sinnum meirí endingu. • Þau veita yður meiri veiðimöguleika vegna þess að þau eru gagnsæ og teygjanleg. Öll Amilan brand 100% nælon- net hafa ofanskráð til að bera. Du Pont’s einkaleyfi i Japan TOYO RAYON COMPANY LTD. MITSUI BLDG., OSAKA, JAPAN Stofnsett: 1926 Símr.efni: TOYO RAYON OSAKA MINNI KOSTN AÐUR. Þetta geta Amilan 100% nælon net veitt yður — Saumastúlkur óskast nú þegar. AKRANESI, 19. jan. — „Gamla Heidelberg" var sýnt í Bíóhöll- inni kl. 4 síðdegis á sunnudaginn, og sótti margt aðkomufólk sýn- ingu þessa. — Meðal áhorfenda voru t. d. nemendur Bændaskól- ans á Hvanneyri, nemendur Reyk holtsskóla og nemendur Hús- mæðraskólans á Varmalandi — auk þess fjöldi Borgnesinga. — Oddur. BONN, 14. jan. — Það var upp- lýst í Bonn í dag, að arabíska sambandslýðveldið hefði ekki og hyggðist elcki viðurkenna stjórn A-Þýzkalands. Fatagerð Ara & co h.f. Laugaveg 37. Stór jörð í næsta nágrenni Reykjavíkur til sölu. (Ca. 20 mín. akstur frá bænum). — Vélar og bústofn geta fylgt. Eignaskipti að einhverju leiti möguleg. Uppl. gefur eftir hádegi HAUKUR JÓNSSON hdl. Hafnarstræti 19 — Sími 17266. — Að vestan Framh. af bls 13 lagfæra. Bjartsýni þeirra eykst með bættum skilyrðum. En það verður ekki á allt kosið og hver framkvæmd verður að bíða síns tíma. Til þessarar uppbyggingar þurfa þeir líka að endurheimta það fólk, sem yfirgefið hefir stað- inn. Og Súðvíkingar trúa því að með bættum hag leiti frændur þeirra og vinir enn á ný á fornar slóðir. í Súðavík stunda menn tals- vert landbúnað og brúa þannig árstíðabundið atvinnuleysi. Eru þar um 25 kýr og 4—500 fjár. Að- staða er allgóð til framfærslu bú- penings á staðnum. Hitt er aftur á móti eðlilegra að sjávarútveg- urinn eflist svo að eftirláta megi bændum framleiðslu landbúnað- arafurða og í þá átt stefnir þró- unin. Þeir tímar munu og koma. Bjartsýnis- og athafnamennirnir munu sjá drauma sína rætast. í þeirri vissu held ég á brott eftir stutta en góða viðkynningu við alúðlegt fólk í Súðavík. — vig. Síðdegiskjólar Cocktaikjólar — Kvöldkjólar — MARKAÐURIil Hafnarstræti 5. Flugfreyjur Loftleiðir óskar að ráða til sín nokkrar flugfreyjur frá vori komanda. Lágmarks- aldur umsækjenda skal vera 19 ár. Stað- góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Loft- leiða Lækjargötu 2. Umsóknir berist fé- laginu fyrir 15. febrúar 1959. LOFTLEIÐIR handhox. tintnset' Grcilið, það litar og leggur hárið Fyrir dökkhærðar eða ljóshærðar — allan háralit. bæði skollitað og grátt. Fallegri bylgjur, og jafnframt litur í»ér getið lagt hárið og lífgað það með lit líka. Með Bandbox Tint-n-set, gjörið þér hvor- tveggja í einu. Ekki skol, ekkl fastur litur, þessi nýi krem- vökvi gerir lagninguna endingargóða og hárið gljáandi með fallegum lit. Hvernig sem hinn eðlilegi háralitur er, þá gjörir Bandbox Tint-n-set hárið aðlaðandi og gljáandi. Greiðið aðeins Tint-n-set 1 gegnum hárið. Engin blanda, ekkert skol. (Þvæst úr strax, ef þér óskið að skipta um blæ). Dásamlegt, Tink-n-set! Fáið yður túbu í dag áður en þér þvoið yður næst. Sex fallegir litir: Russet Brown, Chestrout Glow, Auburn Gold, Golden Blonde, Silver Blue, Smokey Grey. Og munið alltaf eftir að nota BANDBOX SHAMPOO! SI-SLETT POPLINL t|1\14 - » (/97/999^771 STRAUNI NG (no-iron) I ívr oþörf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.