Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 2
r
/
MORGUNB L AÐ IÐ
Þriðiudairur 27. janúar 1959
Lúðvík viðurkennir að náðst hafi
beztu og hagstœðustu samningar
Alþingi fái skýrslu um
úiaerðar sem ríkið
Frá umræðum um útflutningssjóðsfrv.
ríkisstjórnarinnar á Alþingi i gær
FRUMVABP ríkisstjórnarinriar
um breytingu á lögum um út-
flutningssjóð o. fl. var tekið til
fyrstu umræðu í neðri deiid í
gær. Fylgdi Emil Jónsson, íor-
sætisráðherra, því úr híaði. Hóf
hann mál sitt með því að skyra
frá þvi, að fyrsta verk ríkis-
stjórnarinnar hefði verið að
semja við sjávarútveginn og rakti
ráðherrann gang þeirra samr-
inga og skýrði frá niðurstöðum
þeirra.
Sami grundvöllur
I samningum þessum hefði
vwið lagður til grundvallar
meðalafli fimm síðustu ára, svo
sem venja hefði verið, en auk
þess hefði verið gert ráð fyrir,
að útgerðarmenn fengju bætta
nettóaukningu útgjalda. í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar hefði
verið gerð áætlun um hve mik-
ið fé útgerðin þyrfti til að hægt
væri að halda bátunum úti og
hefði verið gerð áætlun um 105
millj. kr. í því sambandi. Þegar
samningar við útgerðarmenn
hefðu svo hafizt, hefðu þeir get-
að bent á nokkra liði, sem hefðu
hækkað og nauðsynlegt hefði
verið að taka tillit til.
Niðurstöður samninganna við
útgerðarmenn gat forsætisráð-
herra um í framsöguræðu sinrú
fyrir frv. um niðurfærslu ve.'ð
lags og launa, og var þeirra þá
getið hér í blaðinu.
Forsætisráðherra gat þess, að
þeir, sem að samningunum hefðu
unnið, hefðu fullyrt, að fuiit
samræmi væri milli áætluunar
þeirrar, sem fyrrverandi ríkis-
stjórn gerði og þeirrar áætlunar,
sem bæturnar til sjávarútvegsins
voru byggðar á við þessa sarnn-
ingagerð. Enginn ágreiningur
hefði verið í samninganefndinni,
en hana hefðu skipað menn úr
öllum flokkum. — Taldi forsæt-
isráðherra þá samninga, sem
náðst hefðu, hagstæða fyrir út-
flutningssjóð.
Að lokum skýrði Emil Jónsson
einstök atriði frumvarpsins, en
lagði síðan til að því yrði vísað
til fjárhagsnefndar.
Eysteinn á erfitt
með að átta sig
Eysteinn Jónsson, 1. þm. Sunn-:
mýlinga, tók næstur til máls
Kvað hann meginefni þessa frv.
þegar allmikið rætt og því væri
ekki ástæða til að fara um það
mörgum orðum. Þó vildi hann fá
gleggri upplýsingar um nokkur
atriði frv., m. a. hvort landbun-
aðinum væru ætlaðar sömu upp-
bætur og verið hefði. Þá spurðist
hann einnig fyrir um hverjar
skuldbindingar væru fólgnar í
Dagskrá Aljpingis
í dag eru boðaðir fundir í báð-
um deilum Alþingis á venjulegum
tíma. Á dagskrá eftir deildar eru
þrjú mál.
1. Aðstoð við vangefið fólk, frv.
— 2. umr. 2. Bann gegn botn-
vörpuveiðum, frv. — 2. umr. 3.
Sauðfjárbaðanir, frv. 89. mál, Ed.
— 1. umr. Ef deildin leyfir.
Tvö mái eru á dagskrá neðri
deildar:
1. Útflutningssjóður o. fl., frv
— Frh. 1. umr.
2. Niðurfærsla verðlags og
launa, frv. — 2. umr.
því nýmæli að útvegsmenn gætu
fengið bætta þá hækkun á rekstr-
arkostnaði, sem leiddi af breyt-
ingum á grunnkaupi og hvort hér
væri um lagayfirlýsingu eða vilja
yfirlýsingu að ræða.
Þá vék ræðumaður að því, að
erfitt væri að fá heildaryfi.'lit
yfir efnáhagsmálin meðan eKki
væri gerð fjárhagsáætlun fyrir
árið. Kvað hann í því sambandi
æskilegt að vita afstöðu Sjálf-
stæðismanna til einstakra atnða
í væntanlegri fjárhagsáætlun,
sem forsætisráðherra hefði drep
ið á í framsöguræðu sinni fyrir
niðurfærslufrumvarpinu. Enda
hefði átt að afgreiða allt þetta í
sambandi svo að það lægi ljóst
fyrir.
Lúðvík sakar aðra
um uppgjöf
Lúðvík Jósefsson tók næslur
til máls. Sagði hann, að í þessu
frv. væri gert ráð fyrir breyt-
ingu á lögum um útflutningssjóð,
þannig, að ríkisstjórnin fái heirn-
ild til að greiða auknar bætur
til framleiðslunnar. — Hins veg-
ar væri ekki gert ráð fyrir því
í frv. að tryggja útflutningssjóði
neinar tekjur, sem gætu vegið á
móti þessum greiðslum og hefði
ríkisstjórnin valið þann ágæta
kost, að gefast upp við að finna
nokkrar tekjur til að standast
straum af þessum útgjöldum. —
Forsætisráðherra hefði sl. fimmtu
dag gert grein fyrir hvernig
hægt væri að afla tekna, en þó
ekki að nærri öllu leyti. Hann
hefði þá spurt, hvort Sjálfstæð-
isflokkurinn styddi þessar áætl-
anir og Bjarni Benediktsson hefði
svarað því til að Sjálfstæðisflokk
urinn væri á allan hátt óbund
inn. Væri því mjög ólíklegt, að
það fé fengist, sem forsætisráð-
herra hefði talað um og því ekki
hægt að ætlast til að Alþingi
tæki við svona frumvarpi.
Beztu og hagstæðustu
samningarnio*
Þá sagði Lúðvík Jósefsson, að
nú væri gengið frá loforðum um
útgjöld til útgerðarinnar, en
tekjuöflun skotið á frest. Með
þessu væri verið að skapa lengri
skuldahala, en áður hefði þekkzt
Kvað ræðumaður lítinn vanda að
semja við útgerðarmenn með því
að ganga að öllum þeirra kröfum.
Vandinn væri hins vegar í því
fólginn, að tryggja, að því verði
til þeirra skilað, sem lofað er.
Lúðvík Jósefsson kvað bær
bætur ,sem útgerðin fengi þegar
allt væri talið með vart undii
200 millj. á ári. Kvaðst hann ekKi
snúa aftur með það, sem hann
hefði haldið fram í umræðum um
þessi mál í fyrri viku, að hann
teldi þettá of mikið.
Þá gagnrýndi ræðumaður ein-
stök atriði í samningunum, svo
sem of mikla hækkun á veiðar-
færakostnaði. Þá taldi hann, að
vátryggingastyrkur hefði átt að
falla niður. Þá fór hann nokkr-
um orðum um, að frystihúsin
hefðu krafizt þess, að fá 16%
hækkun á útflutningsverðinu. ..
(„En fengu hana ekki“, sKaut
Sigurður Ágústsson inn í).
Lúðvík Jósefsson sagði, að það
kynni að vera, þrátt fyrir þes.'.ar
athugasemdir, sem hann hefð;
gert, að samningarnir væru þeir
beztu og hagstæðustu, sem hægt
hag óreiðu-
styrkir
hefði verið að ná við útgerðar-
menn og kvaðst hann ekki vúja
neita því, að þurft hafi að semja
við þá um þau atriði, sem samið
hafi verið um. En bæturnar
væru meiri en verið hefði og
rekstrargrundvöllurinn hagstseð-
ari en áður.
Að lokum kvaðst ræðumaður
vilja beina því til forsætisráð-
herra, hvort ekki væri hægt að
setja inn í frv. tekjuliðina á móti,
eða þá fá yfirlýsingu frá Sjálf-
stæðisflokknum um að þeir stæðu
með Alþýðuflokknum í þeirri
tekjuöflun, sem Emil Jónsson
hefði talað um
Heppilegra að afgreiða
allt samtímis
Bjarni Benediktsson: Vegna
þeirra ummæla, sem fallið hafa
í þessum umr., þykir mér rétt
að ítreka það, sem kom fram af
minni hálfu í umr. um stöðvunar-
frv. ríkisstjórnarinnar, að réttara
hefði verið að allt þetta vanda-
mál hefði verið leyst samtímis.
Samið hefði verið við útgerðina,
tekjuöflun ákveðin og afgreiðsla
fjárlaga allt í einu eða um svipað
leyti, þannig að alþingismenn og
allir aðilar hefðu getað tekið af-
stöðu til málsins í heild, en ekki
í smábitum eins og nú er óhjá-
kvæmilegt að gert verði.
Ég drap á það þá, að þetta
kynni að hafa leitt til þess, að
eitthvað hefði frestazt, að flotinn
hefði lagt úr höfn eftir áramót-
in, og ég skildi, að ríkisstjórnin
hefði valið þann kost að koma
flotanum sem fyrst á veiðar, þó
að nokkrir annmarkar fylgdu.
Sannleikurinn er sá, að ríkis-
stjórnin hafði einfaldlega ekki
ráðrúm til þess, að hafa þann hátt
á, sem æskilegastur hefði verið.
Það var afleiðing þess, hversu
seint á árinu hún tók við völdum.
Hún varð að snúa sér að því fyrst
að koma flotanum af stað, síðan
að semja stöðvunarfrumvarpið,
leggja þetta frumvarp fram og
þar næst er ætlunin, að því er
mér hefur skilizt, að snúa sér að
afgreiðslu fjárlaga.
Ríkisstjórnin er engan veginn
aðfinningarverð fyrir að hafa
haft þennan hátt á, vegna þess
hvílíkt neyðarástand ríkti, þegar
hún tók við völdum, og hversu
snöggar ákvarðanir og skjótar
framkvæmdir þurftu að verða,
til þess að ekki stöfuðu vandræði
af.
Mér er ljóst, að þessu ei-u ýms-
ir annmarkar samfara. Ég drap
á þá í umræðu um daginn og skal
ekki ítreka þá nú. En það kemur I
úr hörðustu átt, þegar Lúðvík
Jósefsson vítir nú ríkisstjórnina
fyrir þetta og telur það með ein-
hverjum ósköpum, að hún skuli
fara svona að. Það var einmitt
sami hátturinn, sem V-stjórnin
hafði á sl. ári. Þá voru útgerðar-
mönnum gefin tiltekin fyrirheit
um áramótin, en það var ekki
fyrri en í maí-lok, sem ríkisstjórn
in kom sér saman um ráðstafan-
ir til þess að efna þau fyrirheit.
Það væri að vísu gott, ef Lúð-
vík hefði lært af reynslunni.
Hann talaði um, að nú mundi
skapast mikill halli og verða
vandræði, þegar á árið liði. Hann
talar þarna af reynslu. Loforð-
in, sem gefin voru um áramótin
1957—1958, voru ekki efnd, fyrr
en með bjargráðalögfestingunni í
maílok 1958. Og nú erum við að
finna afleiðingarnar af þeim ó-
sköpum, sem þá voru lögfest: í
stað þess, að verðbólgan hefur
frá 1946 þangað til nú vaxið á
ári um 10% að meðaltali, þá er
afleiðing þessara bjargráða, efnda
Lúðvíks Jósefssonar og félaga
hans á loforðunum til útgerðar-
manna fyrir liðlega ári síðan, að
verðbólgan vex nú a. m. k. um
20—30% og sennilega meira ár-
lega.
Flýta ber afgreiðslu
fjárlaga
Það er því sízt að ófyrirsynju,
að Lúðvík talar um að þessi hátt-
ur kunni að hafa alvarlegar af-
leiðingar í för með sér. Einmitt
með vitundina um þá hættu, hefð
um við Sjálfstæðismenn kosið,
að allt annar háttur hefði verið
á hafður, sem því miður ekki
var hægt að koma við.
En ég treysti því fastlega, að
núverandi ríkisstjórn láti ekki
dragast fram í maí, eins og fyr-
irrennari hennar gerði, að efna
loforð sín, og hún skilji ekki allt
eftir botnlaust eins og V-stjórnin.
Ég treysti því, að unnið vkrði að
því, strax og meðferð stöðvunar-
frumvarpsins er lokið, að semja
fjárlögin og þau samþykkt á allra
næstu vikum. Þ5 að enn sé ekki
komið samkomulag á milli flokka
um afgreiðslu þeirra, þá er það
fyrst og fremst af þeirri ástæðu,
að ekki hefur unnizt tími til þess
að snúa sér að meðferð þeirra,
sökum hinna miklu anna, ríkis-
stjórnarinnar. Hún hefur þurft á
fáum vikum, að ljúka málum er
að réttu lagi hefði þurft margra
mánaða undirbúning til. Ég
treysti því, að á komist samkomu
lag meiri hluta þings um miklu
skaplegri meðferð þeirra mála en
í fyrra varð.
Það verður að sýna sig, hvern-
ig til tekst. Um það skal ég engu
spá. Þeir, sem hér hafa verið
með aðfinningar af þessum efn-
um, ættu sízt að hafa haft þær í
frammi, til þess að rifja upp sinn
hörmungarviðskilnað í þessum
málum.
Eina breytingin
Lúðvík Jósefsson vildi halda
því fram, að útgerðarmenn hefðu
fengið of mikið. í öðru orðinu
sagði hann þó, að vel mætti vera,
að ekki hefði verið hægt að ná
betri samningum heldur en hér
er gert. Ég verð að segja, að með
þessu ómerkti hann gersamlega
allar sínar aðfinningar.
Þá vil ég benda á, að þessir
samningar eru nú gerðir af sömu
sérfræðingum og unnið hafa að
málum undanfarin ár. Eina breyt-
ingin, sem orðin er, er sú, að nú
í gær var Atbýtt á Alþingi nefnd-
aráliti frá meiri hluta fjárhags-
nefndar neðri deildar um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um nið-
urfærslu verðlags og launa o. fl.
Undir þetta nefndarálit skrifa
alþm. Pétur .Pétursson, Ólafur
Björnsson og Jóhann Hafstein. Er
það svohljóðandi:
Nefndin hefur athugað frum-
varpið, og tók fjárhagsnefnd efri
deildar einnig þátt í þeirri athug-
un. Á sameiginlegum fundum
var efni frumvarpsins rætt og
ýmsar nánari skýringar fengnar
varðandi einstakar greinar. Hag-
stofustjóri kom á fund nefndar-
innar og gaf ýmsar upplýsingar.
Ekki var samkomulag um af-
greiðslu málsins í nefndinni.
Einn nefndarmanna, Einar Ol-
geirssson, greiddi atkvæði á móti
frv., og annar, Skúli Guðmunds-
son, mun skila séráliti.
Við undirritaðir leggjum til,
hefur Emil Jónsson fyrst og
fremst fylgzt með þessum samn-
ingum Lúðvíks Jósepssonar. Ég
veit ekki um neinn mann á ís-
landi, sem hefur hælt sjálfum
sér meira af því, að hann hafi
veitt útgerðarmönnum betri fyr-
irgreiðslu en Lúðvík.
Eina breytingin er þá sú frá
því sem verið hefur, að nú var
ekki þessi maður við, sem að
eigin sögn var ætíð reiðubúinn til
þess að rétta eina gjöfina eftir
aðra að útgerðarmönnum, nú er
hann farinn frá og annar tekinn
við. Mér sýnist það sízt benda
til þess, að líklegt sé, að útgerð-
armenn hafi nú fengið óhóflega
mikið.
Óreiðuútgerð?
Þetta þarf auðvitað að rann-
saka, og verður sjálfsagt skoðað
ofan í kjölinn, en af gefnu þessu
tilefni frá Lúðvík Jósefssyni um
það, hve útvegurinn hafi haft
góða afkomu á sl. ári, þá vil ég
spyrja, hvort það sé rétt, að a.
m. k. tveir togarar hafi nýlega
lent í stórkostlegum vanskilum.
Annar þeirra liggi ónotaður I
höfn á Austurlandi og togari úr
nágrannakaupstað þar sé svo illa
staddur — og ég h.vgg, að hv. 2.
þm. S-M. sé þar engan veginn
ókunnUgur — að ríkissjóður hafi
hans vegna nýlega orðið að greiða
800 þús. kr. Ef þetta er rétt, þá
bendir það sízt af öllu til þess,
að útvegurinn hafi verið ákaf-
lega vel staddur á sl. ári. Eða
hefur þessum fyrirtækjum tveim
ur verið svo sérstaklega illa
stjórnað, að ríkisstjórnin þurfi
þess vegna að taka í taumana og
gera sérstakar ráðstafanir?
Ég vil eindregið skora á ríkis-
stjórnin að gera Alþingi grein
fyrir fjárreiðum þessara fyrir-
tækja og annarra slíkra, þannig
að alþingismenn fái betri skil á
þeim stórkostlegu fjárhæðum,
sem þarna virðast vera að ganga
í súginn.
Að lokum vil ég segja það,
að þessar umr. um mat á því,
hvort eigi að borga nokkrum aur-
um meira eða minna með hverju
fiskkílói og annað slíkt, sýna bet-
ur en flest annað réttmæti þess,
sem ég lagði áherzlu á í umræð-
unum á dögunum, að allt þetta
kerfi er búið að ganga sér til húð-
ar. Alþingi íslendinga er sízt af
öllu hæfur vettvangur til þess að
annast ákvarðanir þessara mála,
enda er það svo, að það er ekki
Alþingi sjálft, sem þeim ræður
nú frekar heldur en áður. Það er
ríkisstjórnin sem um þetta sem-
ur í stað þess, að það sé ákveðið
eftir eðlilegum lögmálum við-
skiptalífsins, sem er ein brýnasta
nauðsyn, að verði á ný tekin í
gildi á íslandi.
Er Bjarni Benediktsson hafði
lokið máli sínu var umræðunni
frestað og fundi slitið.
að frv. verði samþykkt, en áskilj-
um okkur rétt til að flytja eða
fylgja breytingartillögum, sem
fram kunna að koma.
Þá var einnig í gær útbýtt á Al-
þingi tveimur breytingartillög-
um við sama frumvarp frá Skúla
Guðmundssyni. Segir í þeirri
fyrri, að hækka skuli laun bónda
og verkafólks hans í verðlags-
grundvellinum um 3,3% til sam-
ræmis við þá hækkun, sem varð
í almennri verkamannavinnu í
Reykjavík frá 1. sept. 1957 til 23.
sept. 1958. Eftir þessa hækkun
vinnuliðar verðlagsgrundvallar
skuli hann svo færast niður sem
svarar lækkun kaupgreiðsluvísi-
tölunnar úr 185 stigum í 175 stig.
f hinni brtill. er lagt til, að
heimilað verði að hækka verð
landbúnaðarafurða til samræmis
við kauphækkanir fjórum sinn-
um á ári.
Fjárhagsnefnd neðri
deildar tvíklofin um nið
urfœrslufrumvarpið