Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 6
6 MORGTlwnr 4Ðlf) Þriðjudagur 27. janúar 195 , Bændahöllin í Staf- angri og samvinna bændanna Rogalandsbréf trá Árna C. Eylands ROGALAND hefir lengi haft orð fyrir það að þar væru bændur betri en í flestum eða öllum fylkj um Noregs öðrum. Svo er það nú, en ef til vill er ekki rétt að segja, að um þetta standi bændur hér á gömlum merg. Ekki er hún glæsileg lýsing Árna Garborg á búnaðarháttum Jaðarbúa, ef flett er upp í hinni frægu bók hans Fred, fyrsta kapítula. En nú er Rogaland orðið mikið framleiðslu fylki. Héðan streyma búsafurð- irnar í stríðum straum til Björg- vinjar og Óslóar. Samvinna bænd anna er mikil og sterk. Höfuð- borg fylkisins Stafangur hefir engan veginn undan að nota það sem hér er framleitt af búsaf- urðum. Þess er eigi að vænta, því að í borginni búa eigi nema um 55 þús. manna. Þó er sú tala villandi ef bera skal saman við Reykjavík með um 70 þús. íbúa, úthverfi sambyggð Stafangri eru fjölbyggð. í næstu sveit, Mos- fellssveit Stafangurs,. búa um 18 þús. manns. í næstu sveit þar við Höyland álíka margt og svo tekur við smábærinn Sandnes með 6000 manns. Þá er sveitin Sóla með flugvöllinn og um 6000 íbúa skammt frá Stafangri sem kunnugt er. Stafangur er kunnur bær fyr- ir niðursuðuiðnað sinn og nafnið Bjelland er oft nefnt 1 því sam- bandi. Er það að vonum því að gamli Kristján Bjelland lagði grunninn og meira en það, að niðursuðuiðnaðinum í Stafangri. En nú er þessi þáttur atvinnu- lífsins eigi eins áberandi og áð- ur var, aðrar greinar hafa færzt svo í aukana, til dæmis hin mikla skipasmíðastöð Rosenbergs En Stafangur er engan veginn borg iðnaðar umfram allt annað, þó sú atvinna sé mjög mikilsverð. Mér er minnistætt atvik sem kom fyrir 1935. Þá sátum við Klemens heitinn á Skógtjörn veizlu eina mikla í hótelinu á Sóla. Aðalræðuna hélt Norem fylkismaður sá er nú lét af störf- um um áramótin sjötugur að aldri. Norem er tengdasonur gamla Bjellands (hann dvaldi nokkra daga í Reykjavík síðast- liðið sumar). — I ræðu sinni sagði Norem, er hann fagnaði gestum frá Norðurlöndunum öllum og Norðmönnum úr öðrum landshlut um: Þið skuluð minnast þess að Stafangur er ekki einungis borg niðursuðuiðnaðar og siglinga, Stafangur er líka höfuðstaður Rogalands, borg bændanna í þessu fylki. — Hið sama myndi Norem vafalaust segja nú, þó að töluvert hafi svipur borgarinnar breytzt á umliðnum árum. Stór- byggingar hafa risið og setja breyttan svip á borgina. Svo sem Hótel Atlantic, Ólavsgárden, Bergesen-byggingin, Stavanger Aftenblads-byggingin og nú síð- ast Bændahöllin — Böndernes hus. Allt 6—9 hæða hús í og við miðbæinn, sem stinga mjög í stúf við gömlu byggðina í miðbæn- um, sem um margt er með forn- menjasvip, lág þéttstæð timbur- hús og götur svo þröngar að sums staðar er hægt að feðma húsa á milli þvert um götu. Þó að Kirkjugatan, mesta verzlunargata borgarinnar sé ekki alveg svo mjó finnst manni það fjarri öll- um sanni að mæta bílum á þeirri götu þar sem bíllinn fyllir alveg milli gangstéttanna og þær sums staðar eigi meira en álnar breið- ar eða minna en það. Á torginu í Stafangri stendur Alexsander Kielland og horfir til hafs albúinn að taka á móti Skipper Worse, og nú eru sigl- ingarnar orðnar mikill þáttur í búskap Stafangursbúa. Um þessi áramót áttu þeir 221 skip, alls um 466.183 brutto register tonn. Er þá talið frá smáskipum 26—30 smál. og upp til hinna stærstu, 20.000 — 25.000 lesta skipa sem eru ekki svo fá. í skrúðgarðinum bak við Dóm- kirkjuna fornu, frægu frá því um 1100, sem alltaf er og verður mið- depill borgarinnar, stendur Árni Garborg á stalli og horfir suður yfir Breiðavatnið og suður til Jaðars. Rétt þar hjá er hin nýja höll bændanna handan götunnar, skástætt við hinn fagra kórgafl kirkjunnar, og andspænis húsi verzlunarmanna. Það er mjög að vonum að bænd ur á Rogalandi hafi lengi hugsað til þess að eignast sitt eigið hús í Stafangri. En langur varð á því silinn að það gæti orðið. En það varð með þá eins og með Skipper Worse að þeir komu vel þó að þeir kæmw seint. Nú stend- ur höllin þar 6 hæða hús ög kjall ari, á kjörstað í borginni. Ég nefndi í upphafi máls míns að samvinna bændanna væri hér mikil og sterk. Á ég þá ekki við hina venjulegu samvinnu neyt- enda, konsum-kooperasjon held- ur landbnuks-samvirke, sem svo er nefnt hér á landi og sem stend- ur algerlega á sjálfstæðum fót- um óbundið neytenda-kaupfélög- unum. Við hlið bænda-samvinn- unnar þrífast fullum fetum öflug einkafyrirtæki sem verzla við bændur, selja þeim fóðurvörur, búvélar, áburð, fræ o. s. frv. — annað væri óhugsandi hér um slóðir. Mjólkurbúin í fylkinu 31 að tölu tóku árið sem leið á móti 163 millj. kg af mjólk, sum eru stór, önnur lítil eftir aðstöðu, stærst Frue meieri í Stafangri, það tók á móti rúml. 24,5 millj. kg. Alls st'aðar reyndist meðalfita mjólkurinnar yfir 4% nema í einu mjólkurbúi (3,98%), og á einu búi var hún 4,75%. Samkaupastofnun bændanna — Rogalands Felleskjöp — sem selur bændum áburð, fóðurbæti, sáðvörur, búvélar, byggingar- vörur o. s. frv. seldi á árinu vörur fyrir rúmlega 80 millj. kr. (norskar). Sláturfélagið — Roga lands Fellessalg — seldi vörur Þessi mynd er af nemendum, skólastjóra, kennurum og próf- dómurum á stýrimannanám- skeiöi Sjómannaskólans í Nes- kaupstað. Efsta röö: Benedikt Guttorms- son frá Stöðvarfirði, Birgir Sigurösson, Djúpavogi, Frey- steinn Þórarinsson, Neskaup- staö Friörik Kristinsson, Djúpavogi. Næstefsta röö: Friðrik Óskars- son, Nesk., Guömundur Hans- son, Mjóafiröi, Guömundur Sigurðsson, Nesk., Guömundur Vestmann, Nesk. Þriöja röö aö ofan: Hallgrím- ur Guömundsson Húsavík, Haukur Jónasson, Siglufirði, Jörundur Jónsson, Hornafiröi, Kristbjörn Árnason, Húsavík. Fjóröa röö: Siguröur Sigurös- son, Húsavík, Sigurjón Váldi- marsson, Nesk., Sveinn Bene- diktsson, Nesk., Þóröur Víg- lundsson, Nesk. Nœst neöst: Axél V. Tulinius, kennari, Baldur Sveinbjörns- son, skólastjóri, Eyþór Þóröar- son, kennari. Neösta röö: Ingólfur Þóröar- arfiröi og Stefán Þorleifsson, ísaksson, prófdómari. Á myndina vantar einn nem- anda, Víöi Friögeirsson, Stööv- arfiröi og Stefgn Þorleifsson, sem kenndi heilsufrœöi. Prófum lauk 15. janúar og var skólanum slitiö meö af- hendingu prófskírteina þann dag. Allir nemendurnir stóöust prófiö fyrir um 88 millj. kr., félagsmenn eru um 7800. — Kartöflumjöls- verksmiðjan á Kleppi tók á móti 136.000 hektólítrum af kartöfl- um og framleiddi 1500 smálest- ir af kartöflu mjöli, sú verk- smiðja er einskonar jafnari fjöru og flóðs í kartöfluræktinni hér á Jaðri og kemur sér vel sérstak- lega þegar mikið er um kartöflu myglu og nýting vafasöm. — í grasmjölsverksmiðjunni á Sóla, sem er eign Rogalands Felles- kjöp voru framleiddar 607 smál. af grasmjöli. Sláttur hófst þar óvenju seint eða 27. maí — það voraði seint, og honum lauk 16. október. Það var í kringum 1930 sem fyrst var farið að tala alvarlega 1 um að byggja bændahús í Staf- angri. Raunar hafði málinu ver- ið hreyft 1918, en þá án raun- hæfra aðgerða. Árið 1939 gengu tveir framsýnir og áræðnir menn í að afla sér forkaupsréttar að lóð þeirri, sem síðar var byggt á, 1250 fermetrum fyrir kr. 225.000,00 Þeir gerðu það upp á eigin spýtur og þótti djarft í ráðizt. Árið eftir gekk Slátur- félagið inn í kaupin og keypti auk þess viðbót, svo að lóðin varð alls 1425 ferm. Þá kom til þess að samræma allar fyrir- ætlanir um byggingu fram- tíðar skipulagi í þessum hluta borgarinnar, og slíkt er ekkert skrifar úr daglegq lífínu TÖLUFRQÐUR reglumaður" skrifar" „í viðtali við Morgunblaðið hinn 9. janúar sl. lét Gunnar Dal, rithöfundur, hafa það eftir sér um drykkjuskap forfeðra okkar, að „árið 1860 hefðu verið drukkn- ir 8 lítrar á hvert mannsbarn, en nú væru aðeins drukknir 1,7 lítr- ar á mann. Taldi hann óhugsandi, að við hefðum náð því marki að verða sjálfstæð þjóð. ef við hefð- um ekki haft okkur upp úr þeim drykkjuskap ... “ Lét rit- höfundurinn einnig liggja orð að því, að sú breyting, sem hann taldi, að á hefði orðið, væri af- leiðing af starfsemi Góðtemplara- reglunnar. Svipaðar upplýsingar um áfengisneyzlu fyrr og nú gaf rithöfundurinn í útvarpsþætti Sigurðar Magnússonar, „Spurt og spjallað“, hinn 22. þ. m. Þar sem hér virðist um alrang- ar upplýsingar að ræða, er rétt að benda á eftirfarandi. í skýrsl- um um landshagi á íslandi, III. bindi, í kaflanum um „verzlan á fslandi árin 1856-1863“, 597. bls., eru birtar nokkrar tölur um áfeng isinnflutning á hvert mannsbarn árin 1849, 1855 og 1862. Sam- kvæmt þeim var brennivínsinn- flutningur 1849 4,35 pottar á hvert mannsbarn, 1855 6,03 pottar og 1862 6,90 pottar. Innflutningur annarra vínfanga þ. e. romm, vín, púnsextrakt og kryddvín) þessi sömu ár nam 0,67, 0,90 og 0,70 pottum á mannsbarn. Þar sem Gunnar Dal nefnir sérstaklega árið 1860, er rétt að geta þess, að þá var innflutningur áfengis minni en nokkurt þeirra þriggja ára, sem tekin eru hér að framan, eða 4,2 pottar af brennivíni og 0,5 pottar af öðrum vínföngum. Af skýrslum verður ekki séð, að miðað sé við hreinan vínanda, eins og nú er gert í töflunum frá Áfengisverzlun ríkisins. Sé áfeng ismagnið hins vegar lauslega um- reiknað í hreinan vínanda, sést, að vínneyzlan fyrir 100 árum var sízt meiri en nú er. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að rithöfundurinn miði ekki tölu sína um vínneyzlu 1860 við hrein- an vínanda ( eins og gera ætti til að fá réttan samanburð við þær tölur, sem nú birtast), virðist hún engu að síður nær helmingi hærri en skýrslur sýna. Talan er því algerlega út í hött. Að lokum má bæta því við, að sú kenning, að íslendingar hefðu aldrei náð sjálfstæði að óbreyttri áfengisneyzlu, virðist vera lævís- leg tilraun til að koma því mn hjá fólki, að Góðtemplarareglan eigi hvað ríkastan þátt í, að ís- lendingar hlutu sjáifstæði." Enn blæs austankaldinn KUNNUR söngmaður kom að máli við Velvakanda vegna skrifanna um vísuna „Austan- kaldinn á oss blés .. . “. Fullyrti hann að lagið, sem algengast er að notað sé þegar þessi vísa er sungin, sé íslerrzkt þjóðlag. Það sé í Þjóðlagasafni Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar og raddsett af honum. Þá hefur annar maður Þórður Þorsteinsson komið með þær upp- lýsingar, að vísan sé úr norð- lenzkri hrakningsrímu og segi frá því er þeir félagar hafi tekið til segls eftir hrakningsnótt. Sé því afbrigðið, sem Hannes Jónsson var með að sjálfsögðu rétt. Ríman sem vitnað sé til, muni ekki hafa verið prentuð og vera í fárra manna höndum, en afritið muni vera til á Landsbókasafninu, að sögn Theodórs heitins Arnbjarn- arsonar frá Ósi og Árna G. Ey- lands. spaug í Stafangri, með hinar þröngu krókagötur. Allt þar að lútandi var loks komið í lag 1954 og róma forráðamenn bænda mjög velvilja borgarstjórnar og fyrirgreiðslu alla í því máli. Forráðamenn borgarinnar sýndu hinn mesta áhuga, á því að hús bænda gæti risið sem fyrst og bezt af grunni. Bygging hófst 1955 og nú er húsið fullgert og fullsetið. Flutt var í það í áföng- um á umliðnu ári og loks var það vígt hátíðlega 11. desember síð- astliðinn. Böndernes hus, eins og það er nefnt, er 6 hæða hús auk kjall- ara. Þetta er mesta bygging borgarinnar. Grunnflótur húss- ins er 1292 ferm. en gólfflötur alls 8929 ferm. Rúmmál alls 26.879 rúmm. Að húsið var eigi byggt hærra stafar af því að slíkt þótti ekki viðeigandi sök- um nágrennis við Dómkirkjuna. Kirkjan stendur hátt í hugum fólksins, — eitthvað á þá leið minnir mig að Björnson segi einhvers staðar. Og hér kemur ekki til mála að byggja neitt svo að það gnæfi yfir Dóm- kirkjuna. — Betur að þess hefði verið gætt í Reykholti — gagn- vart Snorralaug, þeim mikla helgidómi íslenzku þjóðarinn- ar og þeirrar norsku líka, sem gat orðið og átti að verða. ef þar hefði verið með heillum að unnið og um gengið En það er nú'önnur saga — raunasaga. — Mikið gleði efni að óhæfunafnið og smekk- leysa Snorralaug í Reykjavík, er úr sögunni, það var móðgun við íslenzka sögu, mál og menningu og meira en það, því að það var ljós vottur um það gagnvart frændum vorum Norðmönnum, að vér værum að skrílmennast fslendingar. Fyrirgefið útúrdúr- inn.— Bændahöllin 1 Stafangri hefir kostað alls um 7 millj. króna, noskra — auðvitað. Það eru ,að- eins tveir aðilar, sem hafa kost- að byggingu hennar og eiga hana, Böndernes bank — Bændabank- inn norski, Rogalandsdeild hans Framh. á ots. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.