Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 19
Þriðjudaerur 27. janúar 1959 M O R C tl /V R r. 4 Ð 1Ð 19 Nauðsynlegt að stöðva verðbólguna Samþykkt Hlífar í Hafnarfirði VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði hélt fund sl. föstu- dag. — Á fund þennan var boðið bæjarráði og bæjarstjóranum í Hafnarfirði til umræðu um atvinnumálin. Félagið hefur haldið þeirri venju um árabil að bjóða ofangreindum aðilum á fyrsta félagsfund ársins og ræða atvinnumál. Þessir bæjarráðsmenn mættu á fundinum: Kristján Andrésson og Páll Daníelsson. Einn bæjar- ráðsmaður var fjarverandi, Kristinn Gunnarsson, en hann var í ferðalagi austur á Fjörðum. Hermann Guðmundsson, form. Hlífar, hafði framsögu og lagði fram tillögu af hálfu stjórnar- innar, síðan tóku til máls og fluttu fróðlegar ræður: Stefán Gunnlaugsson, bæjarstj., Kristján Andrésson, bæjarráðsm. og Páll Daníelsson, bæjarráðsmaður, svo og Sigmundur Björnsson. Að ræðum loknum var samþykkt eft- irfarandi tillaga: Aukning atvinnulífsins „Fundur haldinn í Verkam.fél. Hlíf, föstudaginn 23. jan. 1959 telur að útgerð og nýting sjávar- afurða muni í náinni framtíð F. 11. nóv. 1899. — D. 3. jan. 1959. SIGUREY fæddist á Akureyri og voru foreldrar hennar Sigurður Sigurðsson „Draupnis formaður" og kona hans Ingibjörg Guð- mundsdóttir. — Föður sinn missti hún á barnsaldri. Uppvaxtarárin dvaldist hún á Akureyri með móð ur sinni og eldri systur. Árið 1924 giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Finni Níelssyni og eignuðust þau tvö börn. Sigurð, loftskeyta- mann á ms. Tungufossi, og Erlu, gift Hauk Magnússyni, barnakenn ara á Siglufirði. Eyja, eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum.var jarð sungin frá Fossvogskapellu 9. þ. m. Síðasta spölinn fylgdu henni margir af þeim vinum sem hún eignaðist á lífsleiðinni, sérstak- lega þeir, sem hér voru staddir og höfðu kynni af Eyju á Siglu- firði, þar sem hún átti heimili og starfaði utan þess og innan flest sín fullorðinsár. Einnig þeir vinir sem hún eignaðist, þau ár sem heimili þeirra hjóna var hér fyrir sunnan. Alls staðar þar sem Eyja dvald- ist eignaðist hún vini. Það kom til af því að hún var félagslynd, glað vær og hjálpfús, flestum öðrum fremur. Sérstaklega var hún fund vís á að koma í heimsókn þar sem þörf var fyrir hjálpandi hönd við heimilisstörfin og kom þar ekki manngreinarálit til, hvort sem í hlut áttu þeir, sem betur máttu sín, eða hinir sem minna áttu veraldargengið, enda oftast meiri hjálparþörf þar. Ævifélagi var hún í Slysavarna- sveit kvenna á Siglufirði og starf- aði mikið í þeim ágæta félags- skap. Nokkur síðustu æviárin gekk hún með þann sjúkdóm sem að lokum bar hana ofurliði, en hún bar sig eins og hetja, eins og einn læknir og vinur komst að orði við eins og hingað til verða undir- staða atvinnulífsins í Hafnarfirði, því beri að kappkosta aukningu útgerðarinnar og fjölgun og stækkun fiskiðjuvera jafnhliða því sem unnið verði að því að gera atvinnulífið fjölþættara, svo sem með aukningu iðnaðar og fleira. Fundurinn þakkar forráða- mönnum bæjarins fyrir mikið og myndarlegt framtak með bygg- ingu og rekstri fiskiðjuvers Bæj- arútgerðarinnar. Þá skorar fundurinn á bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, að einbeita sér að byggingu fullkominnar hafnar og hafnarmannvirkja. Það er skoðun fundarins að eitt brýnasta viðfangsefni sé að byggja fullkomin bólverk er leysi af hólmi hinar gömlu og hana, síðasta dægrið, sem hún iifði. Allir vinir hennar á Akureyri og Siglufirði, þar sem hún starf- aði lengst og þeir tiltölulega mörgu vinir ’sem hún eignaðist á stuttri dvöl fyrir sunnan, sakna hennar mjög og vildu hafa notið samfylgdar hennar miklu leng- ur. Að sjálfsögðu sakna þó eig- inmaður og börn þeirra, tengda- sonur og barnaböxn hennar mest. Þeirra huggun er minningin um góðan og óeigingjarnan lífsföru- naut, sem reyndist bezt þegar mest á reyndi og ástríka móður og ömmu, sem bar umhyggju fyrir börunum sínum frá fyrstu til síðustu stundar. Við kveðjum hana öll með sökn uði. Ó. H. lélegu hafskipabryggjur og geri það unnt að afgreiða fleiri og stærri skip í einu, svo og skapa smábátaútveginum betri skilyrði. Ennfremur beinir fundurinn þeirri áskorun til bæjarstjórnar- innar að unnið verði að nýtingu jarðhitans í Krísuvík til iðnaðar og upphitunar Hafnarfjarðar". Nauðsynlegt að stöðva verðbólguna Þá var rætt um efnahagsmál- in og samþykkt einróma eftir- farandi tillaga frá stjórn félags- ins: „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf föstud. 23. jan. 1959 lýsir yfir þeirri skoð- un sinni, að fyllstu nauðsyn beri til að stöðva og minnka verð- bólguna í landinu og undirstrikar þá samþykkt síðasta Alþýðusam- bandsþings, að niðurgreiðsluleið- in verði farin til að leysa þann vanda. Varðandi frumvarp það, er nú hefur verið lagt fram á Alþingi og fjallar um niðurfærslu verð- lags og launa, þá lýsir fundurinn því yfir, að hann tekur ekki af- stöðu til þess í heild, þar sem ekki er mögulegt að sjá fyrir áhrif þess í veigamiklum atrið- um. Þó eru þegar augljós áhrif þess ákvæðis er fjallar um niðurskurð á verðlagsuppbótum og lögboðna vísitölu. Vill fundurinn lýsa yfir and- stöðu sinni á þessu ákvæði frum- varpsins, þar sem um hvort tveggja er að ræða, veigamikla kjaraskerðingu og skerðingu á rétti verkalýðsfélaga til samn- ingsgerðar við atvinnurekendur“. Félagslíf Kf. Þróttur. Handknattleiksæflng í Vals- heimilinu í kvöld kl. 10,10—11,00 hjá M.,1.—2. fl. karla. Mætið stundvíslega. — Stjórnin. Körfuknattleiksdeild K.R. Piltar, stúlkur! — Áríðandi er að allir þeir, sem eru í deildinni mæti á æfingunni í dag kl. 7, stundvíslega í íþróttahúsi Há- skólans. — Stjórnin. Þakka öllum er sýndu mér vinsemd og virðingu á fimmtíu ára afmæli mínu 18. janúar s.l. SVEINN H. M. ÓLAFSSON Beztu þakkir til ættingja og vina fyrir ógleymanlega ánægjustund, er þeir veittu mér, með heimsóknum sínum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmælinu 20. jan. Guðs blessun fylgi framtíð ykkar. MARlA EIRÍKSDÓTTIR Krosseyrarveg 3, Hafnarfirði. Vegna jarðarfarar verða Vinnufatabúðin, Snytivöru- búðin og Billabúð, Laugaveg 76. Lokaðar þriðjudaginn 27. janúar. LOKAÐ vegna jarðarfarar frá klukkan 2—4. Gufupressan Stjarnan h.f. Lokað í dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar. RADIÓSTOFA Vilbergs og Þorsteins Sigurey Sigurðardóttir Minning andaðist 23. þ.m. að hjúkrunarheimilinu Sólvangur, Hafn- arfirði. F. h. aðstandenda. Guðrún Þórðardóttir. Litli drengurinn okkar JÓN andaðist 26. þessa mánaðar. Sigrún Jónsdóttir. Brynjóifur Ölafsson. Eiginkona mín GYÐA ÓSKARSDÖTTIR andaðist í Bæjarspítalanum í Reykjavík. aðfaranótt mánudagsins 26. janúar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jón Lárusson Elsku maðurinn minn SIGURÐUR Þ. SKJALBBERG stórkaupmaður, Hávallagötu 22, andaðist laugardaginn 24. janúar í Landsspítalanum. Fyrir hönd vandamanna. Þorbjörg A. Skjaldberg GUNHARDA MAGNÚSSON lézt í Landakotsspítalanum 24. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda Ingólfur Magnússon Eftir langvarandi sjúkdóm, andaðist á Akureyri þann 23. jan. s.l. bróðir, mágur og frændi SIGMUND H. SONNENFELD verkfræðingur Ákveðið er að jarðarförin fari fram frá Akureyrar- kirkju, fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 2 e.h. Kurt Sonnenfeld, Elísabet Sonnenfeld Ursula Sonnenfeld Jarðarför systur okkar HÓLMFRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR frá Miðsitju, er lézt í Landakotsspítala 21. jan. fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. janúar kl. 2. Athöfninni verður útvarpað. Halldóra Jóhannsdóttir, Þóra Jóhannsdóttir Jarðarför eiginmannsins míns, HARALDAR LlFGJARNSSONAR skósmiðs fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. jan. kl. 1% Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast af- beðin. Fyrir hönd vandamanna Lára Jónasdóttir Jarðarför mannsins míns HANS ÖGMUNDSSONAR STEPHENSEN múrarameistara fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Laufey Vilhjálmsdóttir Stephensen Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför AUÐUNS JÖNSSONAR Ysta-Skála Guð blessi ykkur öll. Jórunn Sigurðardóttir og börn. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför konunnar minnar. SIGURBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, um leið þakka ég ölium, sem réttu okkur hjálparhönd. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Magnússon og börn Sólvöllum, Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.