Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. janúar 1959 MORCVTSBLÁÐIÐ 11 Vetrarferð með flutningabíl frá Akureyri til Reykjavíkur Þótt ófært sé talið, og vegunum ekki haldid opnum, brjótast bilarnir samt áfram Það er þreytandi að sitja undir stýri í illri færð að vetrar- lagi og jafngott að hendin sem um það heldur sé trausí og svipurinn ákveðinn. EF aðalslagæðin frá hjartanu brestur í mannslíkamanum, er hann allur. Hins vegar getur ■ hann lifað, þótt æðar ýmissa út- lima séu óstarfhæfar, þótt að vísu hái það líkamanum meira og minna eftir því hve sjúkdóm- urinn er mikill eða útbreiddur. En því frekar er öllum líkaman- um hætt, sem æðar þær, sem bresta, eru stærri og þýðingar- meiri. Lífæðin miili Norður- og Suðurlands Ég tek þessa samlíkingu vegna þess, hve hún má vera Ijós, er ég ætla í stuttu máli að lýsa vetr arferð um eina lífæð iandsins okkar, þjóðleiðina milli Akur- eyrar og Reykjavíkur, þ.e.a.s. á landi. Vera kann að einhver kunni að segja að þessir staðir eigi sér fleiri samgönguleiðir bæði í lofti og á legi. Það er vissu lega rétt og í nútíma þjóðfélagi lægju ýmsir staðir vissulega við auðn, ef ekki kæmi fleiri sam- gönguleiðir til greina en land- leiðin, jafnörðug og hún er mik- inn hluta-ársins. Rabb þetta er ekki hugsað sem ádeila á einn eða neinn aðila, hvorki ríkisvald, vegagerð né önnur samgönguyfir- völd. Ekki fer þó hjá því, að í hug ferðalangsins, sem hjakkar stundum saman nálega í sama farinu í „spólandi" flutningabif- reið, leiti þankar um tilgang þess er ferðinni ræður og þörfina fyrir ir það 'að hún sé farin. Það er sannreynt og enda rann- sakað, að þeir staðir, sem eiga við örðugastar samgöngur að búa, verða efnalega og atvinnulega útundan í þjóðfélaginu, tapa í samkeppninni við þau önnur hér- uð, sem að öðru leyti eiga við sambærilega möguleika að búa. Sá hluti þjóðarlíkamans lamast, eða deyr, sem ekki lengur nýtur slagæðar sinnar, samgönguleið- arinnar. Þetta og margt fleira kom mér 1 hug á ferðalagi milli Akureyrar og Reykjavíkur í byrjun þorra, erfiðasta tímans til landferða. Sjáðu hvernig er að fara þegar ófært er. Það er upphaf þessarar ferðar að ég hringdi til Arnar Péturs- sonar bifreiðarstjóra og spurði hann hvort hann ætlaði ekki á spilakvöld hjá Bridgefélagi Ak- ureyrar er þá skyldi vera um kvöldið. Örn annast ásamt fleir- um vöruflutninga milli Akureyr- ar og Reykjavíkur og ég vissi ekkj betur en að leiðin væri lok- uð og því hlyti hann að vera „í bænum“, enda hafði vegagerð- in látið það boð út ganga að hún myndi ekki halda leiðinni opinni að óbreyttu veðurlagi. — Nei, ég get ekki mæít í kvöld. Við vorum að enda við að lesta bílana og förum eftir hálftíma eða svo. En ert þú ekki til í að fara með. Þú hefðir gaman af að sjá hvernig er að fara, þegar vegagerðin telur ófært. Allar hugleiðingar um spila- mennsku voru þegar roknar út í veður og vind. Það hlaut að vera athyglisvert ferðalag, þegar 4—6 vöruflutningabílar voru bún ir til ferðar suður í ófæru, að því er talið var, og án allrar að- stoðar. Þarna hlaut að vera ein- hver vitleysa í „sögninni", eða spil upp á „down“, og mig fýsti að sjá spilað úr, ekki hjá Bræðra- félaginu, heldur á leiðinni suður. Eftir tæpa klukkustund var ég tilbúinn til fararainnar, með peysur og vettlinga, búinn að eta kjarngóðan mat og með sjóðandi te á hitabrúsa til að sötra ef mér yrði kalt á leiðinni. Vettl- ingar, leistar, peysur og heitur drykkur er farsæll ferðabúnaður að vetrarlagi í grimmdarfrosti og slæmu veðurútliti. Klukkan rúmlega sjö um kvöld ið ókum við út úr bænum, þrír menn á tveimur bílum og flutn- ingurinn var á annan tug tonna. Framundan var kolsvart kvöld'ð og nóttin, frostið 12—15 stig, hríð arsiitur úr skýjuðu lofti og skaf- renningur með jörðu. Bifreiðar- stjcrarnir voru traustir, þeir Örn og Jón Halldórsson, og bílarnir vcru góðir að því er ég bezt vissi Farmurinn á bílnum var þannig, að ekki -var hætt á að við sveltum þótt tii langrar úti- legu kæmi. Má þar nefna nokkur tonn af smjöri, osti og kjöti, auk vefnaðarvöru, er skiptist í nær- fatnað og klæði. Með öllum þess um útbúnaði gátum við lifað af fimbulvetur á fjöllum. Ótalin er bjartsýni ökumannanna, sem ekki var lélegasta veganestið. Þó taldi ég ráðlegt að vera viðbúinn því að ganga sem svaraði hálfri þing mannaleið eða svo. Betra að aka við ljós Það þótti hér áður fyrr ekki mikil fyrirhyggja hjá ferðamönn um að leggja upp í vetrarferð að kvöldi dags og allra sízt er fara skyldi fjallvegi. Hér gegnir öðru máli. Þegar snjór er yfir allt og hríðarmugga, er blindan svo mikil að deginum að vart sér móta fyrir veginum. Hins vegar sést hann mun betur við bílljósin, ef þau eru sterk og góð. Bílar þeirra félaga voru vel búnir ljós- um, fjórar luktir og tvær þeirra gular. Ferðin gekk greitt og vel út Kræklingahllíðina og vestur fyr- ir Moldhaugahálsinn, en þá tók að þyngja. Driftir voru víða á veginum og oft þungfærar. Það þurfti því að keyra mikið á lág- gírunum. Allt gekk því samt stór tafalítið. Bilarnir þokuðust fram dalinn. Við komum í hólana gegnt Hrauni sem Jónas kvað um forð- um „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“. Ekki höfðum við enn þurft að fara út til þess að moka, en oft varð að róa bílunum aftur og fram þar sem driftirnar voru erfiðastar. Snjórinn var eink ar óhagstæður til þess að aka í honum. Hann var þurr og salla- kenndur, þæfðist undan hjólun- um en tróðst ekki. Það lagðist því allt á eitt með að þyngja ferð- ina. En bílstjórarnir voru lagnir ökumenn og vanir vetrarferðum í snjó. Mun þeim hafa þótt þcssi þraut fremur auðleyst miðeð við ýmsar aðrar, er þeir hafa lent í. í fyrravetur um svipað leyti tók þá hálfan mánuð að brjótast frá Reykjavík til Akureyrar og gekk þá á ýmsu. Þegar komið var fram á móts við Engimýri þyngdi færð ina enn. Allþykkt samfellt snjólag lá hér á veginum og þurfti nú af og til að moka, en hvergi mikið. Lítil bót að slóðinni. Fyrr um daginn höfðu tveir bílar frá Bifröst á Akureyri lagt af stað suður. Sáum við víðast slóð þeirra þótt sumsstaðar hefði skeflt í hana. f snjóalagi sem þessu er lítil bót að því að fara í annarra slóð. Snjórinn er hvað lausastur í slóðinni og þvælist því enn meir fyrir. Nú má segja að við þumlunguðumst áfram alltaf á fyrsta „gír“ og stundum var hjakkað og róið fram og aft- ur. Úti var heljar mikill kuidi og lítt fýsilegt að þuría að fara út til þess að moka. En við urð- um að láta okkur hafa það þótt hvergi væri um mikinn mokstur að ræða. Helzt þurfti að hreinsa frá hjóli, ef bíllinn skekktist í slóðinni, sem nokkrum sinnum kom fyrir. Nú kom sér vel að eiga heitt kaffi og te og sötruðum við það við Öxnadalsárbrúna fyrir neðan Bakkasel. Enn var haldið af stað og var nú þyngsta þrautin eftir að hafa sig upp á heiðina. Slæmar driftir voru norðan Bakkasels, en þar hafði fyrir nokkru verið ýtt slóð fyrir áætlunarbílana, er þeir fóru síðustu ferðina til Akureyr- ar. Nú var slóðin full af snjó og því þungt að pæla í gegnum hana. Þurfti nú oftar að leita til skóflunnar. Eftir liðlega fjög- urra tíma akstur vorum við hjá Bakkaseli og er ekki annað hægt að segja, en að miðað við allar aðstæður hefði ferðin gengið vel. Lengst vorum við að þuml- unga okkur upp Bakkasekbrekk- una og lá oft nærri að bílarnir færu út af veginum, en þeir skríða út á fremri brún vegarins vegna hallans, sem myndast á veginum er snjórinn sext á hann. En þessi þraut vannst sem aðrar í þessu farsæla ferðalagi og áður en langt var liðið fram yfir mið- nætti vorum við komnir vestur fyrir Grjótá á Öxnadalsheiði. Og nú var loks hægt að „slá í“. Vest- ur yfir alla heiðina var aðeins smávægileg föl á veginum, sem enga fyrirstöðu gerði. Það var sem um hásumar að keyra yfir Klifið og Giljareitinn. Á nokkr- um stöðum voru svellbunkar yfir veginn ,en í svo miklu frosti, sem þarna var, gekk greiðlega yfir þau, því lítillar hálku gætti á þeim. Eftir 7 tíma í Varmahlíð. Við brunuðum niður Blöndu- hlíðina, en þar var veg- urinn alauður og utan hans var að sjá aðeins grátt í rót. Langt í norðri sáum við tindrandi ljósin á Sauðárkróki og handa við Vötn- in sáust ljósin í litla þorpinu sem er að myndast við Reykjarhólinn kringum Varmahlíð. Þangað var ferðinni heitið í nótt. Skammt norðan við Velli í Vall hólmi hafði vatn flætt yf:r veg- inn og þar bólgnað upp, en bil- ar jafnan brotið niður. Nú var vatnið að mestu fjarað á burt en eftir voru klakabunkarnir. Ekki tafði þetta för okkar neitt að ráði og eftir tæplega sjá tíma akstur höfnuðum við á hlaðinu hjá hesta- og íerðamanninum Páli ’Sigurðssyni í Varmahlíð. Þótt enga þrekraun hefðum við unn- ið með þessu ferðalagi vorum við fegnir að vera komnir á áfanga- stað, fá okkur hressingu og síð- an í bólin. Næsta morgun vorum við árla á fótum. Bifrastarmenn höfðu far ið á undan okkur af stað um morguninn, en við töldum ekki liggja svo mikið á, við myndum alla vega ná einhverntíma um kvöldið til Reykjavíkur. Ég brá mér því í hesthús með Páli og skoðaði 20 stríðalda gæðinga, er hann hefur þar. Var það skemmi- leg sjón. Klukkan tæplega tíu héldum við svo af stað. Okkur hafði bætzt nýr ferðaféagi í hóp inn. Var það Bergur Arnbjarn- arson bifreiðaefii'iitsmaður frá Akranesi. Ætiaði hann að verða okkur samferða til Blönduóss, en hann var að koma frá Sauð- árkróki, þar sem hann hafði ver- ið að ökuprófa menn, er ganga ætla undir meirapróf bifreiðastj. Ferðin gekk nú greitt vestur ýfir Vatnsskarð utaa hvað blindað var nokkuð, enda skafrenningur lengst af. Þar sem Langidalur er talinn ófær var haldið fram á Blöndubrú, hina nýju og þaðan ekið niður ásana vestan Blöndu, svonefnda Svínvetningabraut. Á nokkrum stöðum á henni voru dálitlar driftir og því þæfingur, Frh. á bls. 15 Vetrarsólin brýzt fram gegnum óveðursskýin og sendir okkur daufa geisla örlitla stund í Blöndudalinn. Þrír menn í snjónum — og tveir bílar. Talið frá vinstri: örn Pétursson, Jón Halldórsson og Bergur Arnbjarnarson bifreiðaeftirlitsmaður. (Ljósm. vig )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.