Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 16
16 MORGUH BLAÐIÐ Þriðjudagur 27. janúar 1959 ni ini „Langvíunni". — _,Þarna inni bíð- llr fólk, sern búið er að kaupa að- göngumiða sína. Og fólk sem vinn nr fyrir brauði sínu með list sinni. Ég gef ykkur þrjár mínútur til umhugsunar. Að þeim liðnum læt ég leiksýningun-a byrja“. Piltui-inn og stúlkan litu hvort til annars. Helen gekk á milli þeirra. — ,_Þetta er óvii-ðulegur leikur“, hugsaði hún með sór. Svo minntist hún Morrisons. Hún sá fyrir sér óánægt augnaráð hans. Hann fyr- irleit fátæklingana sem greiddu fianm cent fyrir dagblöðin hans. — „Hvers vegna ert þú að elta ólar við þetta fólk“, myndi hann hafa sagt. — „Þú, í þínum Dior- klæðum, í anddyri Broadway-leik- hússins, þar sem hátiðlegir sýn- mgargestir bíða þess að tjaldið lyftist og sýningin á leikritinu þínu hefjist?" En hún hafði hins vegar ekki fjarlægt sig nógu mik- ið fólkið_ sem keypti dagblöðin á götuhornum fyrir fimm cent. Hún blés á alla tign og virðingu. Hún horfði beint fraiman í unga mann- inn. Það væri heldur glæsilegt tii afspurnar, ef þingfulltrúinn frá Kaliforníu gæti ekki brotið á bak aftur mótspyrnu þessarra áhriifa- lausu kröfugöngumanna, sem held ur vildu öskra en láta sann- færast. „Jæja?“, sagði hún í spurnar- Tó.mi. „O.K., ungfrú Cuttler", sagði .,Langvian“. Fimm mínútum síðar þyrptust tuttugu ungar manneskjur inn í anddyrið, framhjá undrandi, skiln ingsvana einkennisbúx.a leikhúss- þjóninum. Áhorfendasvæðið var þegar myrkvað, þegar þessir tuttugu síð komnu gestir smeygðu sér inn á milli raðanna og settust á stól- ana, sem komið hafði verið fyrir beint andspænis leiksviðinu, eins og Helen Cuttler hafði lagt fyrir. Og tjaldið lyftist hægt og hátíð- lega. Helen hafði verið ætlað sæti í einkastúku, en hún var of æst til að geta fylgst sitjandi með atburð unum á leiksviðinu. Hún stóð hvað eftir annað á fætur og gekk öðru hverju nær til þess að geta séð og heyit betur. Það var undariegt að ókunnugt fólk skyldi hér segja þau orð, sem hún hafði sett á pappír í hótel- herbergjunum sínum í Berlín og New York. Það var líkast krafta- verki að sjá persónurnar, sem hug myndaflug hennar hafði skapað, öðlast líf á leiksviðinu og hreyfa sig og framkvæma eftir eigin geð- þótta. Nú kom leikarinn Walter Gohr . fyrsta skipti fram á sviðið. Leik- urinn fór fram í amerískum her- fangabúðum og Walter Gohr lék fyrrverandi riddarakrosshafa. — Hann var hár vexti o.g grannur, með ljósa hárkollu, en hann var samt ekki líkur Jan Möller í út- liti. Samt gat hún ekki hugsað um annað en Jan allan tímann. Orð, sem hann hafði sagt, hljómuðu í eyrum hennar: þýdd á ensku og stílfærð af Helen Cuttler. Hvað myndi Jan segja, ef hann gæti heyrt það? Það var undarlega, næstum í skyggilega hljótt í áhorfendasaln um. Táknaði þögnin hátíðl-egt sam þyki, eða var það hin óhugnan- lega kyrrð, sem er fyrirboði óveð- ursins? Hún gat ekkei-t um það sagt, jafnvel að loknum fyx-sta þætti. Á Broadway var sjaldan klappað eftir fyrsta þátt. 1 þetta skipti vox-u fagnaðarlætin líka hæversk og mjög hófleg. Helen fór inn í búningsherberg- ið. Hún settist fyrir framan auða snyrtiborðið. Hún hefði getað gengið inn til leikaranna, en þeir voru önnum kafnir við að hafa fataskipti og breyta andlitsförðön. Eftir litla stund þoldi hún ekki lengur einveruna í búningsher- berginu. Hún gekk fram á leik- sviðið. Það var verið að br-eyta því fyr- ir næsta þátt. Aðstoðaimennii-nir tosuðu leiktjöldunum fram hjá henni. Þeir drógu enga dul á það að unga konan_ sem staulaðist á milli áhaldanna, væri þeim til hreinna óþæginda. Loftið var mett að af ryki, eins og í forngripa- veralun. Hún varð allshugar glöð, þegar hún heyrði kunnuga rödd við hlið sína. „Þetta gengur allt vel“, sagði hinn litli hr. Ross. Það hijómaði líkast því sem hann væri að reyna að tala kjark í sjálfan sig. — „Annar þáttur gengur eflaust líka vel“, flýtti hann sér svo að bæta við. — „Vonandi hlær fólkið á réttu stöðunum“. 1 leikhúsi var ekkert jafnmikilsvert og hlátur á hinum réttu stöðum. „Og þriðji þátturinn?" Helen fann að honum lá eitthvað fleira á hjarta. „Breytingin í þriðja þætti. — Það er undir því komio hvort á- hor-fendurnir láta sér hana vel líka. Það er raunverulega satt sem hr. Mason sagði strax . . . Honum er borin of vel sagan, þessum Þjóðverj-a . . .“ Helen reyndi að brosa. „Nú er það of seint, Ross“. ,_Þetta unga fólk .. . með fyllstu virðingu fyrir hugrekki yðar . . . Þér vitið ekki hvað tutu-gu ri-bb- aldar geta gert af sér í áhorfenda- salnum“. „Það bitnar þá á mér, ekki yð- ur“. „En þetta eru okkar peningar“. „Varið ykkur“, hrópuðu að- stoðarmennii-nir_ sem báru heiian heimannaskála framhjá þeim. Ross stökk til hliðar. Hún veifaði hendinni til hans og snéri aftur til búningsherbergisins. Bifreiðastjóri Morri-sons var ný- búinn að koma með körfu af rauð um rósum, sem Morrison var van- ur að senda aðalritstjórum sín- um: — „Húsbóndinn er hreykinn af þér“. Hún hélzt ekki lengur við í her berginu, þar sem hún var ein með rósunum. Jafnvel hin dánu bló-m voru henni ógeðfelld. Þau minntu hana á grafreit. Þegar hún kom út á ganginn fyrir framan bún- ingsherbergið, var annar þáttur byrjaður. Hún gekk eftir auðum göngun- um og opnaði hljóðlega dyrnar að áhorfendasalnum, flýtti sér áfram bak við stúkurnar og stanzaði við bakdyr áhorfendasalarins. Gamli dyravörðurinn þekkti hana. Hún -gði vísifingurinn á m-unninn og opnaði dyrnar varlega. Hún renndi augunum yfir á- horfendasvæðið. Hún sá mörg hundruð mannshöfuð. Sköllótt höf- uð. Krúnurökuð höfuð. Hárliðuð kvenhöfuð. Ung höfuð. Gömul höfuð. Fremst, milli raðanna, stóla kröfugöngumannanna. Augu henn ar vöndust fljótt hálfrökkrinu í salnum. Fremst, til hægri í fyrstu bakgófsstúkunni, skein á sköllótt höfuð Morrisons. Hann var einn í stúkunni sinni. Undraverður maður, sem gat verið aleinn í troðfullu-m leikhússal. Til vinstri, andspænis honum, Ruth Ryan. Öðru hverju kinkaði hún kolli til stúkunauta sinna. Hún sagði eitt- hvað. Hér og hvar hneigðu tvö höf uð sig hvort gegn öðru, á einu máli. Ef hún hefði bara vitað hvað tvær manneskjur sögðu hvor við aðra. Ef hún hefði bara get- að mótmælt þeim, sannfært þær. En fjöldinn var nafulaus. Hann hafði ekki einu sinni andlit. Hann 'hafði aðeins hauskúpu. Aðeins hnakka sem blasti við augam hennar. Augu Helen hvörfluðu í hjálp- arleit um leiksviðið. Því meir sem leið á annan þáttinn, þeim mun greinilegar hlutu áhorfend- urnir að finna að skáld-konan reis öndverð gegn hinni þýzku sam- sekt, gegn hinni almennt viður- kenndu samsekt Þjóðverja. Uppi á sviðinu yfirheyrði amerískur liðsforingi Joachim, hinn þýzka fanga. Helen heyrði sín eigin orð hljóma um salinn. Liðsforinginn: — „Og fyrst þér voruð á móti því -— hvers vegna gerðuð þér þá ekki uppreisn?" Joachim: — „Það hefði verið sama og sjálfsmorð“. Liðsforinginn: — „Þér hafið hætt lífi yðar í þágu hins illa málsstaðar — hvers vegna ekki í þágu hins góða?“ Joachim: — „Það er auðveldara fyrir milljónir manna að d-eyja saman fyrir illan málstað, en fyr- ir einn mann að falla í þágu hins góða“. Liðsforinginn: — „Þokkalegur hetjuskapur, eða hit þó heldur“. Joachim: — „Eg er engin hetja. Bf ég slepp einhverntíma héðan út, þá ætla ég að berjast fyrir því að hér eftir verði aldrei fram- ar þörf fyrir hetjur". Áhorfendur voru teknir að ó- kyrrast. Menn ræsktu sig. Ruth Ryan snéri aftur að karlmannin- u-m, sem sat við hlið hennar. Morri son ast hreyfingarlaus og starði á leiksviðið. Á meðan hélt leikurinn áfram: Liðsforinginn: — „Þér haimið það þá ekki, að þér skulið hafa byrjað striðið. Þér harmið það eitt að þér skylduð tapa því“. Joachim: — „Eg hefi ekki byrj- að það. Eg hefi aðeins tapað því“. Liðsf oringinn: •— „Og þér álítið að við ættum að gleyma öllu, fyr- irgefa allt“. Joachim: — ,_Fyrirgefa — já. Gley-ma — nei. Við höfum of hörð hjörtu og of lina heila. Ef við hefðu-m betra minni, þá myndutn við ekki alltaf gera sömu glappa- skotin aftur og aftur. Og ef við hefðum betri hjörtu . . .“ Ameríski liðsforinginn greip nú fram í fyrir honum, en Helen heyrði það ekki. Hún hafði læðst á tánum út úr salnu-m. Hún varð skyndilega gripin þeirri tilfinn- ingu, að hún hefði framkvæmt heiimskulega og vonlausa tilraun. Hún hafði fl-utt hina tortímdu Berlín hingað á Broadway. En hin tortímda Berlín varð hér aðeins að pappírsleiktjöldum. Karlmenriirn- ir voru í smoking og konurnar í skrautlegum kvöldkjólum. þetta fólk skildi Þjóðverjann ekki og heldur ekki ameríska liðsforingj- ann. Báðir voru of framandi. Leik- arar voru ekki færir um að flytja veruleikann, sem herjaði götur Berlínar, hingað. Áhorfendurnir vildu skemmta sér. Eða heyra það staðfest, sem þeir sögðu sjálfir. Eða lásu í Morrisons-blöðunum. Helen fann að hún v-arð að tala við Morrison. Hún gat ekki verið ein lengur. ajtltvarpiö ÞriSjudagur 27. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Barnatími: Ömmusögur. —■ 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik ar 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Er- indi: Um ættleiðingu; síðari hluti (Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor). 21,00 Erindi með tón- íeikum: Baldur Andrésson talar um íslenzk tónskáld; III: Svein- björn Sveinbjörnsson. 21,30 íþrótt- ir (Sigurður Sigurðsson). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,20 Upplest- ur: Steingerður Guðmundsdóttir leikkona les úr ljóðabókinni ,Dögg í grasi“ eftir Bjöm Braga. 22,35 Islenzkar danshjómsveitir: Tríó Jóhanns Péturssonar leikur. 23,05 Dagsskrárlok. Skrifsiofuhúsnæði Til leigu, nú þegar, er skrifstofuhúsnæði rétt við miðbæinn. Upplýsingar í síma 13190 milli ki. 2 og 6 e.h. HENDZBERG píanó fil sölu Upplýsingar á Bergstaðastræti 52 eftir kl. 5. Nýkomið g Sími 15300 | Ægisgötu 4 £ N ý k om i ð : VIFTUR fyrir verksmiðjur og sam- komuhús. BLÁSARAR fyrir loftræstikerfi SMIÐJU BLÁSARAR f r o t t e baðhandklæði Smekkiegt úrval f r o t t e þvottapokar Lítið í gluggana. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. Clausensbúð Snyrtivörudeild 1) Sússana hefur hleypt Anda ét úr hundastíu Franke varð- nokkuð um það, og nú skipar hún | gullhringum. bon-um að víaa aér leiðina til stað!“ „Af atað, Andi, af 9-) „Ekki í þeesa átt, Andi . . . »ei, ekki þangað!" •tjóm, án þees «ð Markúe viti mannsins, sem merkir enéux moð Miðvikudagur 28. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- Ieikar af plötum. 18.30 Útvarps- saga barnanna: „í landinu, þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Weng-Ching; VIII. (Pétur Sum- arliðason kennari). 20.30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; XII. (Andrés Björnsson). 20.55 Ein- leikur á orgel: Þýzki organleik- arinn Wilhelm Stollenwerk leik. ur á orgel Dómkirkjunnar í Rvík. 21.15 íslenzkt mál (Ásgeir Blön- dal Magnússon kand. mag). 21.30 „Milljón mílur heim“; geimferða saga, III. þáttur. 22.20 Viðtal Vik- unnar (Sigurður Benediktsson). 22.40 í léttum tón (plötur). 23.10 Dagskrálok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.