Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ
Vaxandi suðaustanátt
síðdegis.
Vetrarferð
að norðan. — Sjá bls. 11.
21. tbl. — Þriðjudagur 27. janúar 1959
Eina leiðin til þess að komast til og frá húsinu þurrum fótum var að nota bát eins og á myndinni sé=t
Litlar breytingar við
stjóraarkjör í Dagsbrún
Minnsta atkvæðamagn, sem kommúnistar
hafa fengið í mörg ár.
ÚRSLIT stjórnarkosninganna í
Dagsbrún urðu þau, að stjórn fé-
lagsins, sem er skipuð kommún-
istium, hélt velli. Styrkleikahlut-
föll voru svipuð og verið hefir
þótt kommúnistar hafi svift um
400 félagsmenn atkvæðisrétti.
Listi kommúnista hlaut 1268
atkvæði, en listi lýðræðissinna
793. Við kjör á þing ASÍ í haust
hlaut listi komma 1327 atkv., en
listi lýðræðissinna 831. Atkvæða-
tala kommúnista nú er sú lægsta,
sem þeir hafa fengið í félaginu í
mörg ár.
Nánar er rætt um kosningarn-
Loftleiðir nota
Skymastervél-
arnar áfram
í BERLINGSKE TIDENDE birt-
ist .18. þ. m. samtal við Sigurð
Magnússon blaðafulltrúa Loft-
leiða. Upplýsti Sigurður þar, að
forráðamenn Loftleiða hefðu til
athugunar að festa kaup á Dou-
glas DC-6 flugvélum til notkun-
ar á flugleið til New-York, en úr
því yrði samt ekki á þessu ári.
Skymaster-flugvélarnar (DC-4)
yrðu látnar annast flutningana í
sumar, en ferðum yrði fjölgað,
sagði Sigurður.
Þá tók hann það fram vegna
misskilnings, sem víða hefur gætt
að Ludvig Braathen, hinn norski
á ekki fimmeyrings-virði í Loft-
leiðum. Hins vegar hafa Loft-
leiðir haft viðskipti við hann og
annast verkstæði hans viðhald og
eftirlit tveggja Skymasterflug-
véla félagsins og leigir því þriðju
Skymasterflugvélina.
Þá má geta þess, að samkvæmt
frásögn Sigurðar seldu Loftleið-
ir farmiða í Danmörku fyrir
meira en 2 millj. (danskra) kr.
á síðasta ári.
" VAy'JT JV ,• r. •■/V.' 'Wf">
hvernig Rangá hefir flætt yfir bakka sína og inn í garðana við húsin á árbakkanum
Fimm í landhelgi
í GÆR voru 5 brezkir togarar að
ólöglegum veiðum á verndarsvæð
um herskipanna fyrir austan. —
Togaranna gæta að þessu sinni
3 stórir tundurspillar. Af öðrum
fiskislóðum í kringum landið er
ekkert sérstakt að frétta.
(Frá landhelgisgæzlunni).
Fótbrotnar
á báðum fótum
UM KLUKKAN 7 á sunnudags-
kvöldið varð umferðarslys hér í
bænum. Maður að nafni Davíð H.
Þorsteinsson, Skaftahlíð 32, varð
fyrir litlum bíl á Hringbrautinni,
skammt frá Kennaraskólanum.
Fótbrotnaði Davíð á báðum fót-
um og hlaut fleiri meiðsl. Er
hann í Landsspítalanum.
Upplýsingar lágu ekki fyrir í
gærkvöldi um aðdraganda slyss-
ins.
íslenzkur lœknanemi
skaðbrenndist á grímu-
dansleik í Þýzkalandi
AKUREYRI, 26. jan. — Það slys
vildi til í síðustu viku, að ungur
Akureyringur, Sigurður Jóhanns-
Á ÁTTUNDA tímanum á laugar-
dagskvöldið var slökkviliðið
kvatt að íbúðarbragga R-5 í
Camp Knox. — Hafði kviknað þar
í, er verið var að þiða frosna
vatnsleiðslu. Var nokkur eldur í
sagi milli þilja, er slökkviliðið
kom á vettvang. Tókst því fljót-
lega að slökkva, og urðu aðeins
smávægilegar skemmdir af eldi
og vatni.
son, sem undanfarið hefir stundað
nám í tannlækningum í Baiers-
dorf í Suður-Þýzkalandi, skað-
brenndist svo, að jafnvel er tal-
ið tvísýnt um líf hans.
Sigurður var á grímudansleik
í háskólabæ sínum, er slysið
henti. — Með einhverjum hætti
kviknaði í klæðum hans, en þau
voru úr gerviefnum og fuðruðu
upp þegar í stað. — Hlaut Sig-
urður við þetta mikil brunasár
og var þegar fluttur í sjúkrahús.
Sigurður er sonur Jóhanns Sig
urðssonar trésmiðs og konu hans,
en þau eru búsett að Norðurgötu
42 hér í bæ. — vig.
Flóð í Ytri-Rangá olli
skemmdum á Hellu
HELLU, 25. jan. — Síðan fyrir
jól hafa verið hér sífelld frost,
frá 4 og upp í 14 stig. Af þessum
sökum hefur það óvenjulega skeð,
að Ytri-Rangá hefur lagt svo, að
varla hafa sézt á henni vakir. —
Venjulegast er vatnsborð Rangár
um 2V2—3 m fyrir neðan brú, en
einungis um 1 m er eftir upp að
brúnni. ísinn á ánni er um 30—
40 sm. þykkur. Þegar fór að rigna
í gærkvöldi, fór vatn að renna
ofan á ísnum og flæddi hér yfir
austurbakka árinnar og rann inn
í íbúðarhús, sem stendur skammt
frá bakkanum og stórskemmdi
þar bæði innréttingar og innan-
stokksmuni. Ennfremur flæddi
áin inn í kjallara sláturhússins og
munaði aðeins 1 feti að hún fæddi
inn í kjallara kaupfélagshússins.
Er Mbl. átti tal við fréttaritara
sinn á Hellu í gærkvöldi, sagði
hann, að vatnið í ánni hefði lækk
að og mundi ástæðulaust að hafa
áhyggjur af því, að um frekari
flóð yrði að ræða að þessu sinni.
AKRANESI, 26. jan. — í dag
voru þrettán línubátar á sjó héð-
an. — Aflinn var rýr, frá 3 til
6 lestir á bát. — Óvíst er, að þeir
rói aftur í kvöld. — Síldarbát-
arnir þrír hafa ekki hreyft sig,
hvorki í gær ne dag.
— Oddur.
Menn minnast þess ekki þar
eystra, að Ytri-Rangá hafi bólgn-
að jafnmikið upp og nú gerðist,
en árið 1882 mun hafa farið líkt
og nú, að hún bólgnaði upp og
flæddi yfir bakka sína.
ar í forystugrein blaðsins í dag.
í aðalstjórn Dagsbrúnar eiga
nú sæti þessir menn: Hannes M.
Stephensen, formaður, Tryggvi
Emilsson, varaformaður, Eðvarð
Sigurðsson, ritari, Tómas Sigur-
þórsson, gjaldkeri, Guðmundur J.
Guðmundsson, fjármálaritari og
meðstjórnendur Kristján Jóhanns
son og Halldór Björnsson.
Lýðræðissinnar
sigrnðu í Firðinum
HAFNARFIRÐI — Um helgina
fór fram stjórnarkjör í Sjó-
mannafélaginu og hlaut A-listi
lýðræðissinna 67 atkvæði og alla
stjórnina en kommúnistar fengu
50 atkvæði. Stjórnin er því skip-
uð þessum mönnum: Einar Jons-
son formaður, Kristján Kristjáns-
son varaformaður, Halldór Hall-
grímsson ritari, Kristján Sigurðs-
son gjaldkeri, Oddur Jónsion
varagjaldkeri og Sigurður Pét-
ursson og Hannes Guðmundsson
meðst j órnendur.
Þá má geta þess, að kosið var
einnig núna um helgina í Sjó-
mannafélági Reykjavíkur og var
stjórnin sjálfkjörin, þar sem
kommúnistar buðu ekki fram að
þessu sinni. — G. E.
2000 kr. fuudar-
laun fyrir Skoda-
bílinn
EIGANDI Skoda-stationbílsins,
R-5804, hefur ákveðið að gefa
þeim manni 2000 kr. fundarlaun
sem bent gæti rannsóknarlögregl
unni á hvar bíllinn sé nú niður
kominn, eða gæti gefið aðrar þær
upplýsingar er leiða til þess að
bíllinn finnist. Þessum bíl var
í sl. viku stolið um nótt þar sem
hann stóð á Þórsgötunni ofan-
verðri. Bíllinn, sem er grænn á
lítinn er ’56 árgerð. Hurð er aft-
an á bílnum. Óttast er að bíllinn
kunni að vera falinn inni í skúr
hér í bænum, eða að honum hafi
verið ekið upp í sveit.
Hekla fer í dag að sœkja
Fœreyingana
SÍÐDEGIS í dag, eða milli kl. 5
og 6, mun m.s. Hekla leggja úr
höfn hér í Reykjavík til þess að
sækja Færeyinga þá, sem hingað
hafa verið ráðnir til vertíðar-
starfa.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk hjá L.Í.Ú. í gær, mun
hér vera um að ræða 320—340
menn, eða nokkru fleiri en talað
var um í fyrstu. — Flestir þeirra.
sennilega um 130 manns, munu
fara til Vestmannaeyja, en þar
hefir sem kunnugt er vantað
áhafnir á fjölda báta. — Um 50
af Færeyingunum munu fara til
verstöðvanna á Snæfellsnesi,
Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og
Stykkishólms: og sennilega fara
30 þeirra til Flateyrar, en þar
hefir togaraútgerðin stöðvazt
vegna manneklu og atvinnuhorf-
ur í kauptúninu verið mjög al-
varlegar. — Aðrir úr hópnum
dreifast svo á hinar ýmsu ver-
stöðvar, fleiri eða færri á hvern
stað, en einna stærstu hóparnir
munu fara til þeirra staða, sem
hér voru nefndir.
Skemmdir á Krýsu
víkurvegi
f FYRRINÓTT lokaðist Krýsu-
vikurvegurinn vegna skemmda af
völdum vatns. — í úrfellinu
höfðu myndazt skörð í veginn í
Vatnsskarði, ofan við Stefáns-
höfða.
í gærdag var unnið að viðgerð
á veginum, en varð ekki að fullu
lokið. Hins vegar sagði vegamála-
stjóri blaðinu í gærkvöldi, að
Krýsuvíkurvegurinn mundi verða
opnaður til umferðar aftur síð-
degis í dag.