Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. janúar 1959
MORGVISBLAÐIÐ
9
Níels Þórarinsson
Minningarorð
HÉR í þessum bæ, á Laugaveg
76, hefur undanfarin 40 ár búið
fjölskylda þeirra heiðurshjóna
Guðrúnar Daníelsdóttur og Þór-
arins Kjartansson, kaupmanns.
Þeim hjónum hafa fæðst 12 börn.
Þau Guðrún og Þórarinn hafa
lagt sig sérlega fram við að koma
börnum sínum vel til manns. Átta
af þessum börnum eru nú gift
og orðin sínir eigin húsbændur
og eignast sín eigin börn. En allt
af hefur samt verið mjög náin
og góð samheldni hjá foreldrum,
börnum og tengdabörnum, þótt
margar fjölskyldur séu orðnar
og afkomendum fjölgi. Og allt af
hefur mikill hluti hinna giftu
barna búið í hinu stóra og mynd
arlega húsi, sem Þórarinn kom
upp með miklum dugnaði og
einnig bjó í með konu sinnj og
hinum ógiftu börnum, íjórum.
Það má telja að lífshamingja
hafi lengi verið hliðholl þessu
ágæta fólki, unz kom fram á síð
astliðinn áratug. Mörg högg og
þung hafa undanfarið dunið á frú
Guðrúnu Dan.elsdóttur. Hún
hefur misst barnabarn sitt af slys
förum, mann sinn og dóttur sína,
sem bæði dóu snögglega, fyrir
stuttu, móður sína aldraða og
nú síðast son sinn svo óvænt.
Þann soninn, sem óhætt má segja
að var henni mest, eftir að hún
missti mann sinn og reyndist
henni, systkinunum og öllum er
er hann sem kynntist, sem sannur
drengskaparmaður.
Níels Þórarinsson gekk yngsta
bróður sínum í föðurstað. Sá bróð
ir var 13 ára, er hann missti sinn
ágæta föður og var föðurmissir-
inn sérstaklega sár þessu yngsta
barni þeirra hjóna, enda hafði
samband þeirra feðga alltaf verið
mjög náið og innilegt. En Níels
gerðist húsbóndi á heimili móður
sinnar eftir dauða föður síns og
einnig verzlunarstjóri og rækti
allt þetta með ágætum.
Nú í dag er þessi ungi maður
Niels Þórarinsson til moldar bor-
inn. Hann var fæddur hér í
Reykjavik 29. júní 1927, og var
því ekki nema rúmlega þrítugur
er dauðinn barði að dyrum og
sótti hann. En þá skuld eigum vér
allir að gjalda, hvort sem vér
náum hærrj eða lægri aldri og
eitt af því allra öruggasta hér
í heimi er þetta, dauðinn ber að
dyrum.
En Níels var þannig, að hans
mun sárt saknað. En minninguna
um hann getur enginn tekið frá
móður hans, systltinunum og okk-
ur öllum, sem þekktum hann, en
sú minning er fögur og hún er
fjársjóður, sem móðir þessa unga
manns kann að varðveita.
Vertu sæll, vinur og frændi.
Stefán Pálsson.
★
í DAG verður jarðsettur frá Frí-
kirkjunni Níels Þórarinsson verzl
unarstjóri, Laugaveg 76, Reykja-
vík, er andaðist þriðjudagirm 20.
þ. m. Þegar fregnin um andlát
þessa unga, velgefna atorku-
manns, barst til þeirra, sem hann
þekktu, setti alla hljóða og dap-
urleiki gagntók hugi þeirra.
Var hugsað til móðurinnar,
sem nú varð að sjá á bak ást-
kærum syni sínum, er hafði að-
stoðað hana með ráðum og dáð
við heimilishaldið og verzlunar-
fyrirtækið eftir að hún mssti
ágætan eiginmann sinn, en hann
andaðist á jólum 1952. Enn var
höggvið skarð í hinn fríða og
fjölmenna systkinahóp á Lauga
vegi 76 og nú án nokkurs fyrir-
vara.
Árið 1954 andaðist yngsta dóttir
þeirra hjóna, ICristbjörg, vel gefin
og góð stúlka.
Minnist ég þessa ástvinamjssis,
því að hugurinn hvarflar til þessa
atburðar við andiát hins unga
vinar vors.
Níels Þórarinsson var fæddur
29. júní 1927. Foreldrar hans voru
þau merku hjón, Þórarinn Kjart-
ansson kaupmaður á Laugavegi
76, og Guðrún DaníeJsdóttir Daní
elssonar fyrrv. dyravarðnr í
Stjórnarráðinu. Hann óxst upp hjá
foreldrum sínum í fjölmennum
systkinahópi, sem voru 12 að tölu.
Hlustað á útvarp
Níels sál. naut góðrar fræðslu
og lauk gagnfræðaprófi. Hann
stundaði verzlunarstörf með föð-
ur sínum sál. og vð fráfall hans,
tók hann við verzlun móður sinn-
ar og reyndist þar hygginn og
trúverðugur og fetaði dyggilega
í fótspor föður sins, sem var
hann mætasti maður.
Niels sál. var góður drengur,
vel gefinn og ljúfmenni hið
mesta.
Ég vil enda þessi fátækiegu orð
mín með því að votta hmni sárt
syrgjandi móður og öðrum ætt-
ingjum innilega samúð mína og
míns fólks og biðja góðan guð
að vernda þau og styrkja á þess-
ari sorgarstund.
Blessuð sé minning hans.
Ó. B.
LEIKRITIÐ á laugardaginn, 17.
þ. m., var gott, enda er höfund-
urinn, Jean Anouith, nafnkennd-
ur maður. Inga Laxness þýddi
leikritið, en leikstjóri var Ævar
Kvaran; léku þau bæði ásamt
öðrum góðum leikurum. I leit að
fortíð, en svo nefndist leikrit
þetta, er um mann er 18 ára gam-
all var sendur í stríð. Hvarf
hann á vígvellinum. En 18 árum
síðar þóttist fjölskylda ein þekkja
hann á hæli einu. Hafði hann
algerlega misst minnið, fortiðin
var þurrkuð út. Móðir hans,
bróðir og fleiri vandamenn þótt-
ust ganga úr skugga um að hann
væri hinn sami, er 18 ára hafði
horfið þeim. Var hann svo flutt-
ur „heim“. En er þangað kcm
var hann hvergi nærri ánægður
með þetta fólk, sem átti að vera
honum svo nákomið og vildi um-
fram allt ekki viðurkenna að
hann væri því neitt vandabund-
inn. Enda þótt hann yrði sann-
færður um að svo væri, notaði
hann þó brögð til þess að sleppa
úr klóm ástvinanna. Bak við
þessa fremur reyfarakenndu sögu
felst mikill skáldskapur og mann-
þekking. Ágætlega var farið með
leikritið, sem telja má í flokki
betri útvarpsleikrita.
★
Hirti Halldórssyni tókst mjög
glæsilega að vinna 10.000 krónur
í þættinum „Vogun vinnur —
vogun tapar“, en hann svaraði
öllum spurningunum um tungiið
frá upphafi auðveldlega. Var
gaman að heyra slíka framm,-
stöðu, hiklausa og ákveðna. —
Thorolf Smith virðist ákaflega
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Sívertsen — Minning
HINN 17. jan. sl. andaðist á
sjúkrahúsinu Sólheimum í Re.ykja
vík, Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Sivertsen_ ekkja Jóns Þorleifs-
sonar kaupfélagsstjóra á Búðar-
dal í Dölutm.
Ingibjöig var fædd í Arney á
Hvammsfirði 26. nóv. 1885, en
foreldrar hennar fluttust skömmu
síðar að Hrappsey og þar ólst hún
upp, fluttist nokkru eftir tvítugs
ár til Búðardals, giftist þar Jóni
Þorleifssyni 28. des. 1912 og
bjuggu þau alla sina hjúskapar-
tíð á Búðardal. Jón lézt 1942.
Nokkni síðar fluttist Ingibjörg til
Reykjavíkur ásamt einkadóttur
þeirra hjóna Hlíf, sem er búsett
þar.
Ingiibjörg var af merku fólki
komin, faðir hennar af hinni
kunnu Sivertsens-ætt er að fram-
ætt var upprunnin í Haukadal og
Miðdölum. Móðir hennar var son-
aidóttir Kristjáns kammerráðs á
Skarði.
Ingitojörg var dugmikil, skap-
föst, hreinskiiin og trygglynd vin
um sinum, starfssöm og verklag-
m á allt er hún tók höndum til,
enda bar heimili hennar í Búðar-
•dal þess vott, þar var allt með
snyrtibrag og hagsýni og sparnað-
ar gætt, enda voru þau hjón sam-
valin í nægjusemi og því, að gera
ekki miklar kröfur fyri.r unnin
Störf_ er ©ftinminnilega kom fi'am
í því er Jón kaupfélagsstjóri hafn-
aði launauppbót er fulltrúar eé-
lagsins töldu réttmætt að greiða
honum, af þeirri á«tæðu að rekst-
ur félagsins það úr hefði ekki
gengið svo vel að hann teldi sér
rétt að taka við hækkuðum iaun-
um og mun kona hans hafa verið
mjög ánægð með þá ákvörðun, slík
var fórnfýsi þeirra hjóna í skípt-
um við almenning.
Jón lét kaupfélaginu í té alla
starfsorku. bar heill þess og hag
fyrir brjósti eins og það væri hans
eigin stöfnun, og lengstum fyrir
litil laun. Það kom því í hlut hús-
móður að sjá um dagleg störf
heimilisins og láta hin litlu laun
er.dast fyrir þörfum þess og það
tókst Ingi'björgu vel, með hag-
sýni ©g iðj-uisemi. Skönwnu áður en
Ingibjörg giftist var hún eitt sum
ar við heyvinnu á búi móður minn
ar að Breiðabólstað. Það kom
fljótt í ljós að hún var ekki akta
skrifari við vinnuna, né gerðj há-
ar kröfur urn gi'eiðslu, mat meira
vinsamlega og hlýja aðbúð en
nokkra aura greiðslu. Og ævilanga
tryggð hélt hún við heimilið og
það fólk er hún vann þar með.
Sú var skapgerð hennar.
Eftir að Ingibjörg fliuttist til
Reykjavíkur vann hún fyrir sér
við sauma-skap o. fl. þar til kraft-
ar þrutu og hún varð að leggj-
ast í sjúkrahús, veikindum sín-um
og dauða tók hún með hugarró og
hetjulund eins og sjálfsögðum og
þá ærið kærkomnum atburði, er
losar hinn þjáða við öll mannleg
mein.
Guð blesai öllum vandamönnum
og vin-um minningu henr.ar.
Jón Sumarliðason
f. Breiðabólstað.
líristján Cuðlaugssor
bæsti-réttarlöginaður.
Austurstræti 1. — Sími 13400
Skrifstofutimi kL 10—12 og 1—6.
lærður um Lincoln og hans tima-
bil. Meiri hik er á stúlku þeirri
er „gengur upp“ í Eddukvæðun-
um og í rauninni svaraði hún
ekki einni spurningunni, þótt svo
væri látið heita. En, þrátt fyrir
það, er hún alveg framúrskarandi
vel að sér í Eddu og nærri ót-ú-
legt að hún geti, á svipstundu að
kaila má, svarað þeim spurning-
um öllum er fyrir hana vejða
lagðar um það efni.
★
Páll Bergþórsson, hinn
skemmtilegi útvarpsmaður, talaði
um daginn og veginn. Gat hann
þess í upphafi máls síns, að erfitt
væri enn að spá um veður langt
fram í tímann, eða ómögulegt.
Vantar orsakasamhengi um lög-
mál það er ræður veðurfari. Nýj.
ar reiknivélar auóvelda þó út
reikninga. — Þá minnti hann á
það hversu ljúfmennska og
kurteisi manna getur gerbreytt
viðhorfi manna til lífsins. Til
dæmis tók hann bifreiðarstjóva
á strætisvagni .lipran mann, sem
öllum vildi gott gera. Þá gat
hann um augnlækni einn hér í
bæ, alúðarfullan gæðamann, sem
margir kannast við, án þess að
nafn hans sé nefnt. Það er ótrú-
legt hversu slíkir menn geta
stráð frá sér ljósi og yl í skamm-
degiskulda og myrkri. Gat ræðu-
maður um listastefnur, allar góð-
ar ©g hin síðasta jafnan bezt.
Tízka ræður þar mestu, fólk get-
ur vanið sig á að þykja það fal-
legt sem áður þótti ljótt og gott
það sem áður þótti illt o. s. frv
Til dæmis þótti Norðmönnum
ekki ástæða til þess að taka mál-
stað með okkur í landhelgismál-
inu fyrr en Hallvarður Lange,
utanríkisráðherra þeirra, hafði
talað, þá urðu þeir fullir af sam-
úð með okkur.
★
Baldur Andrésson talaði um þá
bræður Jónas og Helga Heiga-
syni tónskáld. Mikið voru lög
þeirra sungin í mínu ungdæmi,
enda mörg þeirra falleg og í
fullu gildi enn. Þeir bræður voru
báðir snillingar og miklir áhuga-
menn um söng og söngmennt,
brautryðjendur hér á því sviði.
Engin fengu þeir listamannalaun,
Helgi hraktist af landi burt
vegna stirðlyndis bankastjórnar.
er ekki vildi veita aðstoð, er að
kreppti um sinn. Það urðu hans
laun.
Sigurður Magnússon, fulltrúi,
spurði og spjallaði í útvarpssal
við þau Helgu Kalman, Gísla
Jónsson, fyrrv. alþm., Sigurð
Ólason, lögfr., og Gunnar Dal,
skáld. Voru aðeins tvær athyglis-
verðar spurningar ræddar, hin
fyrri um álit áðurnefndra manna
á því, hvort leyfa ætti að brugga
hér áfengt öl. Eins og ætíð, er á
þetta mál er minnzt, urðu skiptar
skoðanir um það. Urðu umræður
allsnarpar. Ég er á sama máli og
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rit-
höfundur, en hann sagði nýlega,
að sitt álit væri, að eftir því sem
auðveldara væri að ná í áfengi
myndi meira verða drukkið.
Bruggun áfengs öls yrði því til
þess að auka drykkjuskap, a. m.
k. fyrst í stað. Hitt er satt, að það
er einkennilegt og bjánalegt. í
fljótu bragði athugað, að menn
geti ekki drukkið bjór með mat
í landi þar sem allt flóir í stei'k-
um áfengum drykkjum. — Hin
spurningin var um það, hvort
mark væri takandi á draumum.
Sagði Gísli Jónsson merkilegan
draum er hann hafði dreymt.
Geri ég ráð fyrir að Gísli sé
gæddur dulgáfum eins og bróðir
hans var. Allir aðspurðir virtust
trúa á að draumar gætu stund-
um verið fyrirboðar ókominna
atburða. — Ég hef heyrt marga
merkilega drauma og stundum
hefur mig dreymt eða órað fyrir
í vöku, viðburði sem hafa komið
fram. Flestir munu hafa líka
sögu að segja af sinni eigin
reynslu.
Sigurður Benediktsson átti við*
tal vikunnar við ungan nwnn,
Braga Kristjónsson. Hið merk-
asta í þessu viðtali var, að B. Kr.
upplýsti, að hér væru eitursalar,
er seldu ungu fólki nautnalyf, svo
sem marihuna-vindlinga, ópíum,
morfín og fleira. Þetta er mjög
alvarlegt mál er lögreglan mun
vafalaust taka föstum tökum án
nokkurrar vægðar við eiturlyfja-
salana er upp um þá kemst. Þess-
ir óþokkar eru einhverjir hættu-
legustu og verstu glæpamenn.
Varla hefði Bragi gert þetta að
umtalsefni í útvarpi, ef nann
vissi ekki allmikið.
★
Á kvöldvokunni 23. þ. m. fluttl
Eiríkur Bjarnason, skrifstofu-
stjóri, frásöguþátt eftir Bergþóru
Pálsdóttur frá Veturhúsum:
Ifrakningar á EskifjarffarheiðL
Síðari hluti þessarar frásagnar,
sem er prýðilega rituð og me, ki-
leg að mörgu leyti, verður flutt-
ur 30. þ. m. — Þá flutti frú Sig-
ríður Björnsdóttir frá Miklabæ
frásögn um drukknun Howeils
hins enska í Héraðsvötnum sum-
arið 1901. Howell kom að Mæli-
felli með enskum ferðamönnum
er ég var þar unglingur. Hann
hafði víst ferðaskrifstofu eða
vann fyrir slíka stofnun. Drukkn-
un hans er mér mjög minnisstæð-
ur atburður. Frú Sígríður segir
vel frá. — Rímnaþátturinn var
óvenjulega fjörugur, enda kveð-
ist á, sem er gömul íþrótt og
skemmtileg.
★
f þ. m. gat ég um dagskrá
Góðtemplara en láðist að geta
þess, að auk Gunnars Dal sáu
um dagskrána Stefán Ág. Kr ist-
jánsson, umboðsmaður hátempl-
ars, sem bar aðalveg og vanda af
dagskránni, svo og Einar Björns-
son. Leiðréttist þetta hér með.
Bið ég afsökunar á að nöfn þeirra
Stefáns og Einars féllu niður í
umsögninni.
Þorsteinn Jónsson.
Samningur v/ð
Ungverjaland
framlengdur
VHDSKIPTA- og greiðslusamn-
ingur fslands og Ungverjaland*
frá 6. marz 1953, sem falla átti
úr gildi við sl. áramót, hefur ver-
ið framlengdur til ársloka 1959,
Samningurinn var framlengd-
ur í Moskvu hinn 13. þ. m. með
erindaskiptum milli Péturs Thor-
steinssonar sendiherra og János
Boldoczky, sendiherra Ungvei'ja-
lands í Moskvu.
* KVIKMYNDIR +
Camla bíó:
Hátib i Florida
Þessi ameríska gamanmynd,
sem tekin er í litum, segir frá
ungri og glæsitegri stúlku, Julie
Hallerton, sem er fyrirsæta að
atvinnu en jafnframt aðalstjarn-
an í hinum íburðarmiklu sund-
sýningum sem fram fara daglega
í hinum undurfögru Cypress Gard
ens hjá Winterhaven í Florida. —
Unga stúlkan verður afar ást-
fangin af vinnuveitenda sínum
Ray Lloyd, en hann virðist ekki
gefa því neinn gaum, enda er hug
ur han allur við fyrirtæki hans.
Er meginefni myndarinnar bar-
átta Juliu til þess að vinna ást
Ray’s. Kemur margt skemmtilegt
fyrir í þeirri viðureign, því að
Julia á marga aðdáendur og gefst
því mörg tækifæri til að vekja af-
brýðisemi Ray’s.--
Myndin er ekki stórbrotin, en
þó mjög skemmtileg á sina vísu,
með glæsilegum skrautsýningum,
sem gleðja augað og góðum söngv
um, og fjörmikil- og vel leikin.
Fara þau Esther Williams og Van
Johnson með aðalhlutverkin, og
hinn vinsæli söngvari Tony Mart-
in syngur þarna nokkur lög og fer
með allmikið hlutverk. — Held
ég að myndin komi öllum áhorf-
endum í sólskinsskap. — Ego.