Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 18
MORCriyni AÐ1Ð Þriðjudagur 27. janúar 1959 Stöðugar frosthörkur Bikarkeppnin: Bolton sigraði Úrslit leikja í 3. og 4. umferð bikarkeppninnar sl. laugardag. 3. umferð Manchester City — Grimsby Town 1:2 Middiesbrough — Birmingham City 0:1 Nottingham F. — Tooting & M. 3:0 Peterbrough — Fulham 0:1 4. umferð Aecrington — Portsmouth 0:0 Blacburn — Burnley 0:0 (Leíknum var frestað í háifleik. Bristol City — Blackpool 1:1 Charlton — Everton 2:2 Chelsea — Aston Villa 1:2 Colchester Utd. — Arsenal 2:2 Leicester City — Luton Town 1:1 Norwich City — Cardiff City 3:2 Preston N.E. — Bradford City 3:2 Stoke City — Ipswich Town 0:1 Tottenham — Newport County 4:1 West Bromwich — Brentford 2:0 Wolverhampton — Bolton Wandrs 1:2 Worcester City — Sheffield Utd. 0:2 14 LEIKIH úr 4. umferð bikar- keppninnar og fjórir leikir úr þriðju umf. fóru fram á laugar- dag. Einum leik Blackburn— Burnley var frestað í hálfleik, en þá hafði hvorugu liðinu tek- ist að skora. í leiknum Wolver- hampton— Bolton, skoraði Bol- ton öll þrjú mörkin. Fyrsta mark ið var sjálfsmark, er Derek Hennin Bolton) setti á 29. mín. Leikurinn var frá upphafi skemmtilegur og vel leikinn og áttu Úlfarnir mun betri leik í fyrri hálfleik. Strax í byrjun síð- ari hálfleik héldu Úlfarnir uppi láílausri sókn og skot frá þeim Mason, Slater og Horne voru glæsilega varin af markverði Boltons, Hopkinson. Á 57. mín. fékk Bolton vítaspyrnu, er h. inn herjanum Denis Stevens var brugðið af Finlayson, markverði Úlfana. Ray Parry framkvæmdi spyrnuna óaðfinnanlega. Staðan var nú 1—1 og hinir 56 þús. áhorfendur voru að ærast. Nokkr um mín. síðar eða eftir 61 mín. af leik skoraði kempan Loft- house enn fyrir Bólton, Stevens gaf knöttinn fyrir markið, Parry skaut en Finlayson varði, en missti knöttinn og þar var Loft- house kominn og ekki að sökum að spyrja. Úlfarnir gerðu nú örvænting- arfullar tilraunir til að bjarga leiknum og Deeley. Mason og Broadbent léku mjög vel um þetta leyti, en allt kom fyrir ekki. Einvígið milli Wright og Lofthouse virtist vera aðeins í hag þeim síðarnefnda. „Taktík“ Boltons. en þeir notuðu meira langar • sendingar, hæfðu staðháttum betur í þetta skipti. Öll þrjú utandeildar-liðin, sem enn voru í keppninni, urðu að láta í minni pokann. Tooting, áhugamanna-liðið biðu nú ósig- ur fyrir Nottingham Forest, sem unnu 3—0 á heimavelli. Mörkin skoruðu Dwight og Wilson í fyrri hálfleik og Stuart Imlach rétt fyrir leikslok. Peterborough töp- uðu heima gegn Fulham, sem er næstefst í 2. deild. Fulham lék með 10 mönnum mestallan leik- inn og voru frekar heppnir að vinna. Er 10 mín. voru af leik slas aðist h. bakv. Jim Langley, sem var eftir það lítið með í leiknum og var ekið á sjúkrahús í leiks- lok. Um tíma voru allir leikmenn irnir, utan markvarðar Peter- borough á vallarhelming Ful- hams, en tókst þó ekki að jafna. Markið skoraði Johnson á 17. mín. — Worcester City og Shef- field Utd. áttust við í Worcester. Lewis skoraði fyrir Sheffield á 9. mín. og Simpson snemma í seinni hálfleik. Colchester, sem leika í 3. deild stóðu sig vel gegn Arsenal og eftir 74 mín. var stað- an 0—0. Þegar Vic Groves skor- aði tvisvar á tveimur mín. fyrir Arsenal, virtust úrslitin ótvíræð, en er 10 mín. voru til leiksloka skoraði miðherjinn Langham fyr ir Colchester og tveimur mín. síð „Úlfana" ar jafnaði John Evans fyrir 3. deildar liðið. Hliðstæða sögu er að segja í leiknum í London, þar sem heimaliðið Charlton. leiddi 2—0 er 13 mín. voru til leiksloka gegn Everton. Á 78. mín. skoraði Eddi Thomas fyrir Everton og er 4 mín. voru til loka jafnaði hinn litli Bobby Colli». Mörk heima- manna skQrðu Summers á 19. mín. og Lawrie eftir 57. mín. Rétt fyrir leikslok var Duff mark- verði Charltons vísað úr leik af dómara, en slík atvik að mark- verði sé vísað úr leik eru einstæð. Cardiff City, sem hefur verið í miklum uppgangi í 2. deild und- anfarið, var slegið út í Norwich. Ron Hewitt gaf Cardriff foryst- una á 16. mín. með góðu marki. Á 48. mín. jafnaði Crosman fyrir Norwich og stttu sainna tók Nor- wich forystuna. Himn ungi mið- herji heimaliðsins Terry Bly (Ha»n skoraði tvö gegn Manc- hester Utd. í 3. umferð) var þar að verki. Eftir Tl. mín. hafði Bonson jafnað fyrir Cardiff og er 4 mín. voru til leiksloka og jafntefli virtist liggja í loftinu skoraði Bly aftur með þrumu- skoti af 20 metra færi. Skotið var svo snöggt að markmaður Cardiffs stóð ráðvilltur og hreyfði sig ekki, en Bly tognaði við spyrnuna. Heimaliðið varð að fá lögregluvernd út af vellin- um, því áhorfendur — 38 þús. — vildu allir klappa leikmönnum Norwich á axlirnar, eða eitthvað slíkt. Norvich er eina 3. deildar- liðið sem hefur komizt í 5. umf. Chelsea tapaði fremur óvænt Á LAUGARDAG og sunudag fór fram að Hálogalandi hraðkeppni í handknattleik, sem Handknatt- leikssambandið efndi til. Var keppt bæði í kvenna- og karla- flokki. F.H. bar sigur úr býtum í karlaflokki, en Ármann í kvennaflokki. Keppni karlanna Átta lið tóku þátt í keppni karla. Á laugardaginn féllu fjög- ur þeirra úr leik, en til úrslita- keppni á sunnudaginn, mættu F.H., Í.R., Fram og Valur. Fyrst mættust F.H. og Í.R. og má hiklaust kalla þann leik „leik mótsins". Hann var harður og tvísýnni en dæmi eru til úr fyrri hraðkeppnum. í hálfleik stóðu leikar 2:2 og að leiktíma loknum 4:4. Þá var framlengt um 2x3 mín. í leikhléi framlengingar, stóð 5:5, og í framlengingarlok 6:6. Var nú enn framlengt og þá tókst F.H. að skora tvívegis og fara með sigur af hólmi 8:6. Þessi leikur var á köflum með því bezta, sem sézt hefir á Há- logalandi. Síðan mættust Fram og Valur í íremur daufum leik, einkum léku Framarar daufara en oft áður. Fram marði sigur, 9:8. í úrslitum mættust Fram og F.H. Sá leikur var svipur hjá sjón af fyrri leik F.H. þetta kvöld, — en sigurinn auðsóttur gegn daufum Framörum. 12:6 urðu úrslit hans. Keppi kvenna í kvennakeppninni tóku þátt 5 lið. Tvö féllu úr á laugardag, en Ármann, Þróttur og Valur mættu til úrslitakeppninnar. Kepptu fyrst Ármann og Þróttur, en Val- ur sat hjá. Þetta var hinn eigin- legi úrslitaleikur kvennakeppn- innar, og leikur Í.R. og F.H. í karlaflokki. Var barist af hörku heima á Stamford Bridge gegn Aston Villa, sem er neðst í 1. deild. Er hinn 18 ára gamli Jimmy Greaves skoraði eftir mín. af leik virtist Chelsea ætla að sigra með yfirburðum, en leikmenn Aston Villa jöfnuðu sig og tóku smám saman að færa sér leikinn í hendur. Gerry Hitshens jafnaði á 21. mín. og stuttu síðar skoraði Billy Meyerscaugh aftur fyrir Villa. Fleiri mök voru ekki skoruð í leiknum. Preston lék heima gegn 3. deildar Bradford City og jafntefli virtist óumflýj- anlegt, þegar Dennis Hatsell skor aði sigurmarkið er 1 mín. var til ldka. Farrall (Preston) skoraði fyrst á 35. mín., O’Farrell bætti öðru við á 50. mín., en er 20 mín. voru eftir tókst McCole að minnka bilið fyrir City og 11 mín. síðar jafnaði Lawlor. Portsmouth var hætt komið gegn 3. deildar liðinu Accrington, því tvisvar bjargaði Hayward miðframvörður á línu. Sigur West Bromwich yfir Brentford hefði getað orðið mun stærri en raun varð á. Derek Kevan skor- aði bæði mörkin. í gær var dregið fyrir 5. um- ferð bikarkeppninnar, sem fer fram 14. ferbrúar, en þá leiða þessi lið saman hesta sína. Fyrr- nefndu liðin leika á heimavelli: Charlton eða Everton — Aston Villa. Bristol City eða Blackpool — West Bromwich. Colchester eða Arsenal — Sheffield Utd. Blackburn eða Burnley — Accrington eða Portsmouth. Birmingham eða Fulham — Nottm. Forest eða Grimsby. Totenham — Norwich City. Ipswich — Leicester eða Luton. Bolton — Preston. og á köflum af góðri leikni. Ár- mann vann með 5:4. Ármann og Valur kepptu til úr slita, en þarna áttu Ármanns- stúlkurnar auðveldan sigur að sækja og unnu með 9:4. Til skemmtunar „og uppbótar" fyrir áhorfendur þreyttu stjórn- ir HKRR og HSÍ kappleik fyrir úrslitaleikina. Var þarna um mikla keppni að ræða, enda eng- ir viðvaningar, í öðru liðinu 5 meistaraflokksmenn og hinu einum færri. Þó að þarna hallað- ist lítillega á með meistaraflokks menn, gætti þess ekki í leiknum og lauk honum með jafntefli 7:7. Margt manna var á Háloga- landi þetta kvöld. ,,Hermannsmótið64 á Aknreyri ÁKUREYRI, 26. jan. — Hið ár- lega „Hermannsmót“ skíðamanna hér í bænum, sem kennt er við Hermann Stefánsson, íþróttakenn ^ra Menntaskólans, var haldið í Sprengibrekku í Vaðlaheiði í gær og hófst kl. 2 e.h. Keppt var í svigi, einum flokki. Brautin var ca. 450 m löng með 54 hliðum. Færi var sæmilegt, en þó fremur lint, enda var 7 stiga hiti. Úrslit urðu þessi: 1. Hjálmar Stefánsson, K.A. á 98,9 sek. 2. Bragi Hjartarson, Þór, 104,0 sek. 3. Hákon Ólafsson frá Siglufirði 106,1 sek. Skautamót Akureyrar, sem átti að fara fram nú um helgina, féll niður vegna góðviðris, en Stór- hríðarmótið margumtalaða — sem áður hafði verið frestað vegna illviðris — verður vænt- anlega háð um næstu helgi. —vig. ÁRNESI, 21. jan. — Ársmeðal- hitinn 1958 reyndist hér 2,5 gráð- ur eða 0,7 stigum undir meðal- lagi síðustu 20 ára. Úrkoman mældist 570 mm, eða 100 mm framyfir meðallag. Síðan um áramót hefur verið óvenju frosthart. Muna menn varla eftir jafnmiklum og lang- stæðum frostum síðan 1918. Með- al frostið hefur verið um 12 gráð- ur þennan tíma, en marga daga hefur það verið um og yfir 20 stig hér í lágsveitunum. í Mývatns- sveit og á Hólsfjöllum er frostið allt upp í 28—30 gráður. Björgunarskútu- sjóður Austur- lands ★ SLYSAVARNAFÉLAGINU hefir borizt stórmyndarleg gjöf til björgunarskútusjóðs Austur- lands frá Slysavarnadeildinni Hafdísi á Fáskrúðsfirði. Gaf deildin kr. 25 þúsund að þessu sinni en áður hafði deildin gefið 10 þúsund í sama skyni. Mikill áhugi er meðal Austfirðinga fyr- ir þessu nauðsynjamáli og vænta þeir þess að björgunar- og varð- skip það sem verið er að safna til fljóti sem allra fyrst fyrir Austfjörðum. Vilja frímerkin til viðtakanda Á FUNDI, sem nýlega var hald- inn í Félagi frímerkjasafnara, var kílóvörumálið svonefnda til umræðu. Var aðallega rætt um lausn málsins á grundvelli frum varps þess er nú liggur frammi á Alþingi flutt af Alfreð Gísla- syni lækni. Var hann mættur á fundinum, sem gestur félagsins og gerði grein fyrir frumvarpi sínu. Á fundinum, sem var mjög fjölmennur, ríkti einhugur um að samþykkja bæri þetta frum- varp og var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: Fundur í Fé’lagi frímerkjasafn- ara haldinn í Tjarnarcafé 12. jan. 1959, skorar á yfirstandandi Al- þingi að samþykkja frumvarp A1 freðs Gíslasonar alþingismanns um breytingu á póstlögunum er varðar eignarrétt á frímerkjum á innlendum fylgibréfum og póst ávísunum. Fundurinn telur að það sé rétt og sanngjarnt, að frímerki af öll- um innlendum póstsendingum falli til viðtakanda. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10. Sovétstjórnin kom því til leið- ar, að brezkar, franskar og bandarískar hersveitir komu ekki til Berlínar fyrr en í byrj- un júlí 1945, eða tveimur mán- uðum eftir að borgin féll í hend- ur sovézka hernum. Þessa tvo mánuði hafði sovézka stjórnin notað til þess að koma fótum undir borgarstjórn, sem var ein- göngu skipuð kommúnistum og laut boði sovézku hernámsyfir- valdanna í einu og öllu. Skilyrði fyrir „viðtöku" bandamanna í Berlín var, að Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn sæju yfir- ráðasvæðum sínum fyrir mat- vælum, en þau varð að flytja mörg hundruð mílur yfir her- námssvæði Sovétríkjanna, sem umlykur Berlín á alla vegu. Bandamenn fengu aðeins einn þjóðveg til afnota og eina járn- brautarlest til þess að flytja vist- ir bæði til hermanna sinna og íbúa yfirráðasvæða sinna. Þegar í upphafi var því allt þannig í pottinn búið, að Sovétstjórnin gat ýmist beitt Vestur-Berlínar- búa hótunum um að svelta þá inni eða freistað þeirra með mat- vælum, og þetta notaði hún sér óspart. Þessar frosthörkur skjóta nokk uð skökku við veðurfregnir Veð- urstofunnar undanfarið. Er leið- inlegt til þess að vita hvað veð- urathugunarstöðvarnar eru óraun hæfur samjafnari íslenzkrar veðr áttu, vegna þess hvernig þær eru staðsettar um landið. Snjór er orðinn töluverður og samgöngur mjög erfiðar. Flug- ferðir stopular síðan um áramót, sökum þrátlátra norðanhríða, sem sífellt hafa sett snjó á flugvöll- inn hér svo erfitt hefur reynzt að halda honum opnum. Mjólkur- flutningum er haldið uppi á drif- knúnum bílum og dráttarvélum. Jarðlaust er fyrir sauðfé, sem hef- ur nú staðið inni í 5—6 vikur. í dag er norðan stórhríðarveð- ur með 10—12 gráðu frosti og ó- fært öllum bílum nema snjóbíl- um. — Fréttaritari. Ákvæðisvinna í sem flestum atvinnugreinum IÐNAÐARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur haldið tvo um ræðufundi um ákvæðisvinnu- taxtana í byggingariðnaði. Fyrri fundurinn var haldinn 19. nóv. s.l. og voru þeir Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi og Gísli Hall- dórsson, arkitekt frummælend- ur, en Guðmundur Halldórsson, húsasm.m. á þeim seinni, sem haldinn var 7. jan. s.l. Fundirnir voru fjölsóttir og umræður mjög almennar. Að síðustu var borin fram eft- irfarandi fundarályktun, sem samþykkt var samhljóða. 1. Framhaldsumræðufundur um ákvæðisvinnutaxta haldinn í Iðnaðarmannafélaginu í Reykja vík 7. jan. 1959, telur að æskilegt væri að ákvæðisvinna yrði skipu- lögð og framkvæmd í sem flest- um atvinnUgreinum, með það fyr ir augum að stuðla að auknum af köstum. 2. Við endurskoðun og samn- ingu vinnutaxta, treystir fundur inn því, að félögin vandi þau störf sem bezt má verða. Jafn- framt leggur hann áherzlu á, að séð sé um, að innan hverrar iðn- greinar sé starfandi nefnd, sveina og meistara, er hafi á hendi gæða mat vinnu og endurskoðun vinnu taxta í samræmi við hina öru tækniþróun og aðrar þær aðstæð- ur er breytast kunna frá ári til árs. Þorsteinn Þorska- bítur með full- fermi STYKKISHÓLMI, 26. jan. — Togarinn Þorsteinn þorskabítur kom í gær af karfaveiðum af Ný- fundalandsmiðum með fullfermi, hafði m.a. 15—20 tonn á dekki. Fékk han mjög gott veður og hófst upskipun snemma í morg- un, en aflinn fer allur eins og áður til vinnslu í fiskiðjuverun- um í Stykkishólmi. Gengið hefur fremur erfiðlega að manna togarann undanfarið, en nú munu væntanlegir 14 Fær- eyingar á hann með Heklu,.sem er á förum til Færeyja. — Á. H. Kennslo Enska — Danska örfáir tímar lausir. Áherzla lögð á tal og skrift. Kristín Óladéttir, sími 14263. Les með skólafólki. reikning, stærðfræði ,eðlisfræði og fl. Einnig tungumál. Stílar, þýðingar o. fl. Kenni einnig byrj- endum þýzku: hagnýtar talæfing- ar o. fl. — Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (áður Weg), Grettisg. 44A, síml 15082. F.H. vann í karlaflokki en Ármann í kvennafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.