Morgunblaðið - 31.01.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.01.1959, Qupperneq 3
Laugardagur 31. jan. 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 3 Nýr samningur um möskvastærð á botnvörpu og dragnót og lág- marksstærð á fiski Samkomulag náðist á fundi um þessi mál í London ÁRIÐ 1946 var undirritaður í London samningur um möskva- stærð á botnvörpu og dragnót og lágmarksstaerð á fiski. Skyldi samningur þessi gilda fyrir Norð- ursjóinn og Norður-Atlantshaf, þ. á. m. svæðið umhverfis ísland. Samningur þessi kom þó ekki til framkvæmda fyrr en 8 árum síðar þegar öll þau ríki, sem höfðu undirskrifað hann höfðu veitt honum fullgildingu. Öll ríki, sem fiskveiðar stund- uðu á þessu svæði, voru aðilar að þessum samningi, nema Sovét- ríkin, en þau gerðust aðilar síðar. Vegna aukinnar þarfar á raun- hæfum friðunaraðgerðum á fiski- slóðum Norðaustur-Atlantshafs- ins hefur verið talið, að þessi samningur væri ófullnægjandi og nauðsynlegt væri því, að gerður yrði nýr samningur, þar sem möguleikar væru til víðtækari friðunaraðgerða. Undanfarin ár hefur farið fram undirbúningur að slíkum samn- ingi og hafa verið haldnir fjórir óformlegir fundir með aðildar- ríkjum samningsins frá 1946. Haustið 1957 var hinn síðasti óformlegi fundur haldinn en með tilliti til ráðstefnunnar í Genf, sem þá stóð fyrir dyrum, var ákveðið að bíða með frekari að- gerðir þar til þeirri ráðstefnu væri lokið, þar sem gera mátti ráð fyrir, að samþykktir hennar gætu haft áhrif á væntanlegan samning. Hinn 20. janúar sl. var svo kvatt til fundar í London og voru þar samankomnir fulltrúar allra aðildarríkja samningsins frá 1946, en þau eru: Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, frland, ísland, Noregur, Pólland, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Sví- þjóð og Þýzkaland. Fulltrúar fs- lands á fundi þessum voru þeir Hans G. Andersen sendiherra, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Jón Jónsson, forstjóri Fiski- deildar. Lá fyrir fundinum uppkast að samningi, eins og frá því hafði verið gengið áður á óformlegum fundi og var ráð fyrir því gert, að endanlega yrði gengið frá samningi nú og hann undirskrif- aður. Varð og úr, að fullt samkomu- lag varð um öll atriði samnings- ins og sl. laugardag undirrituðu hann 10 af 14 ríkjum, en gert er ráð fyrir, að hin 4 muni skrifa undir innan tveggja mánaða. fs- land undirritaði samninginn, en hann getur ekki tekið gildi fyrr en ríkin hafa fullgilt hann, sam- kvæmt þeim reglum, sem gilda þar um í hverju landi. f sambandi við samningsgerð þessa var af íslands hálfu lögð á það megináherzla, að samn- ingurinn gæti á engan hátt haft áhrif á ákvarðanir hinna einstöku landa um víðáttu fiskveiðilögsög- unnar. Fékkst að lokum samþykkt sú grein samningsins, sem tryggir þetta atriði á fullnægjandi hátt, en hún er svo í íslenzkri þýðingu: „Ekkert í samningi þessum get- ur haft áhrif á réttindi, kröfur eða skoðanir samningsríkjanna að því er varðar víðáttu fiskveiði lögsögunnar“. Samningur þessi tekur til fisk- veiða á öllu Norður-Atlantshafi og takmarkast svæðið að vestan við austurströnd Grænlands og línu, sem hugsast dregin eftir 42°v.l. að 36°n.br. og þaðan í Gibraltar, en þar eru suðurtak- mörk svæðisins. Þessu svæði er svo skipt í þrjú minni svæði. Er I. svæði norðan 60°n.br. og er hafið umhverfis Færeyjar, ísland og Noreg, svo og Barentshaf á því svæði. II. svæði er svo hafið umhverfis Bretlandseyjar og ír- land og allur Norðursjór og loks III. svæðið milli 36°n.br. og 48° n.br., þ. e. hafið vestur undan vest urströnd Frakklands, sunnan Bretagneskaga, og vestan Pyr- eneaskaga. Samkvæmt samningnum skal sett upp fastanefnd og skulu öll samningsríkin eiga fulltrúa í nefndinni. Þá skulu einnig settar upp sérstakar nefndir fyrir hvert hinna ofannefndu svæða og geta þau ríki, sem eiga land að hafi á svæðinu eða stunda veiðar á einhverju svæðinu orðið meðlinv ir í svæðanefndunum. Hlutverk fastanefndarinnar er að fylgjast með fiskveiðunum á samningssvæðinu, hvort nauðsyn beri til sérstakra ráðstafana til verndar fiskistofnum og hverra og gera tillögur þar um til með- limaríkjanna. Ráðstafanir, sem fastanefndin og svæðanefndirnar geta gert til- lögur um eru eftirfarandi: a) Reglur um möskvastærð b) Reglur um lágmarksstærð á fiski, sem veiða má og landa c) Reglur um bann veiða á ákveðnum tímum d) Reglur um lokun veiði- svæða e) Reglur um notkun veiðar- færa f) Reglur, er miða að því að auka fiskistofna, t.d. með klaki, flutningi á fiski milli svæða o. s. frv. g) Reglur um hámarksafla mið að við heildarafla eða afla á tilteknum tíma, eða sér- hverjar þær aðrar ráðstaf- anir, sem miða að því að við halda fiskistofnunum á samningssvæðinu. Tillögur teljast samþykktar, ef þær fá % atkvæða, en ríki, sem ekki telur sér fært að samþykkja tillögu, getur innan tiltekins tíma, þ.e. þriggja mánaða frá samþykkt tillögu, lýst sig andvígt henni og ber þá ekki skylda til að framkvæma þá tillögu. Þá getur fastanefndin á sama grundvelli gert tillögur um eft- irlit, einnig alþjóðlegt með því að settum reglum sé framfylgt. Loks er svo kveðið á um það, að núgildandi ákvæði um möskva stærð og lágmarksstærð á fiski, samkvæmt samningnum frá 1946, skuli gilda áfram með sömu skil- yrðum og aðrar tillögur nefndar- innar, sem gerðar kunna að verða samkvæmt hinum nýja samningi. Svo sem áður segir hafa 10 ríki af 14 þegar undirritað samn- inginn en hann er opinn til und- irskriftar i næstu tvo mánuði og er gert ráð fyrir, að þá hafi öll ríkin undirritað hann. Samning- urinn tekur hins vegar ekki gildi fyrr en hann hefur verið fullgilt- ur af öllum samningsríkjunum. Þó er gert ráð fyrir því, að ef dráttur verði á fullgildingu samn ingsins þannig, að öll ríkin hafi ekki fullgilt hann innan eins árs frá undirskrift, en þó ekki færri en sjö, þá geti þau ríki ákveðið, að samningurinn taki gildi að því er þau snertir. Svo sem fram kemur af því sem á undan var sagt, getur samn ingur þessi engin áhrif haft á margyfirlýsta stefnu íslendinga að því er varðar víðáttu fiskveiði lögsögunnar, svo sem hún heíur m.a. komið fram í ráðstöfunum íslendinga á því sviði. Hins veg- ar hljóta íslendingar að telja þýð ingarmikið, að samvinna takist á alþjóðlegum vettvangi um nauð- synlega vernd fyrir fiskistofna á úthafinu og út frá því sjónarmiði verður að telja að samningur sá, sem nú hefur verið gerður, geti, er fram líða stunair, haft mikla þýðingu. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu). Sigurður Þórðarson eftir Sigurð arson við Passíusálmana PASSÍUSÁLMALESTUR er nú aftur hafinn í útvarpinu og er enn nýr lesari, Stefán Sigurðsson kennari. Þessir lestrar eru gamall og þjóðlegur siður, sem útvarpið hefur haldið uppi og nú þykir sjálfsagður. Mun vera hlustað á þessa lestra jöfnum höndum af trúræknu fólki, sem frá gömlum tíma þekkir Passíusálmana og heldur tryggð við þá og svo af bókmenntamönnum, sem unna sálmunum fyrir listræna fegurð þejrra og andagift. Útvarpið hefur tekið upp merka nýjung í sambandi við lestur sálmanna í þetta sinn. Með þeim er leikinn á orgel lagaflokk- ur við sálmanna, sem nú er flutt- ur í fyrsta sinni. Þetta eru lög, sem Sigurður Þórðarson tónskáld hefur safnað um mörg undanfarin ár og raddsett fyrir blandaðar raddir og fært í einfaldan búning. Þetta eru gömul íslenzk Passíu- sálmalög, eins og þau hafa verið sungin af gömlu fólki í langan tíma og er eitt sjálfstætt lag við hvern sálm, alls 50 lög, sem öll verða leikin í útvarpið af dr. Páli ísólfssyni. f eldri Passíusálmasöfnum, sem útgefin hafa verið, eru ekki sér- stök lög við hvern sálm, vantar t. d. 17 lög í messusöngsbókina, 13 í þjóðlagasafnið, en 8 í útgáfu Jónasar og margt í þesum söfn- um eru erlend lög. Lögin í safni Sigurðar Þórðar- sonar eru frá Austurlandi, úr Árnessýslu og af Vestfjöx ðum, en stofn nokkurra þeirra er úr Melodíu, gömlu íslenzku nótna og kvæðahandriti frá því um 1650, útgefnu í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. Þetta safn Sigurðar Þórðarson- ar hefur ekki enn verið prentað, en er nú frumflutt í útvarpið af dr. Páli ísólfssyni, með lestri Stefáns Sigurðssonar. Kinda leitað úr flugvél Vetrarharka austur á Héraði SKRIDUKLAUSTRI, 18. jan. — Tíðarfarið hefir verið harkalegt, það sem af er þessu ári Lengst af norðan kaldi eða hvassviðri. Éljaveður öðru hvei'ju og oft skaf renningur, þótt naumast verði sagt að hér sé nokikur snjór. Hörku- frost oft og tíðum, en hæst hefir það fai'ið í 15 gráður. Nú finnst mönnum vera milt, þegar fi'ost er ekki nema 5 gráður og einkum ef stillt er, sem sjaldan kemur fyrir. Hagar eru góðir hér um lágsveit- ina, þótt nokkur svellstorka sé neðan til í hlíðum fi'á því um jól- in. Innst til dalanna er meiri snjór og verx-a til jarðar. En oft hefir ekki verið unnt að beita ám fyrir kófi og harðviðri. A ofanverðum Jökuldal er snjó- lítið og hagar góðir. Fé var að koma fyrir hér af heiðunum í ki'ing allt fram um áramót. En víðast eru nú heimtur orðnar sæxni legar. Kinda leitað 1 vikunnl sem leið var Bjöx-n Pálsson flugmaður fenginn til að leita á afréttum Fljótsdælinga, Fellainanna og í Brúardöluni Koin Björn hingað s.l. miðvikudag og lenti hér á túninu á nesinu. Fói'u 3 menn úr Fljótsdal og Fellum með honum í leitina. Leitað var á líklegustu kindastöðum. 2 kindur, sennilega lömb, sáu þeir í Töðu- hraukunum í Kringilsárrana og þar sáu þeir einnig eina kind dauða. Auk þess sáu þeir 2 kind- ur í svonefndum Brúarskógi, inn- ai'lega. Um utanverða Fljótsdals- heiði og Fellsheiði var krökkt af hreindýi'um og því ógei'legt að ganga úr skugga um hvoi’t fé kynni að vera þar einnig. Öi-æfin eru nú öll hvít, svo að varhi scr nokkurs staðar á dökkan díl. En snjór mun vei'a grunnur og virtust kindurnar, er þeir séu hafa ágæta haga, enda eru þær á stöðvunum þar sem fé hefir geng- ið af vetur eftir vetur. Miklar útvarpstruflanir Útvarpsþáttur Sveins Ásgeirs- sonar, Vogun vinnur, vogun tapar, er mjög vinsæll hér um slóðir. Því ergilegra þykir mönnum að ein- mitt á þeim tíma er einna erfiðast að njóta útvarpsins, vegna truíl- ana. Er þá því líkast, sem allar kvarnir veraldar væru settar í gang og möluðu bæði malt og salt. I heild má segja að útvai’psefnis njóti menn hér naumast nema að hálfu. Er slíkt óviðunandi með öllu, einkum þar sem mest tapast á aðaldagskx'ártíma. Þorralblót er nú verið að undir- búa. Er það árleg venja að hafa þau í byrjun þori'a. Eru þau vel sótt úr sveitinni og vinsæl manna- mót. L. J. P. Kvikmynáasýning Germaníu í DAG, laugardag, verður kvik- myndasýning á vegum félagsins Germaníu í Nýja Bíó, og hefst hún kl. 2 e. h. Verða þar sýndar frétta- og fræðslumyndir, þar á meðal mjög athyglisverð kvikmynd um bygg- ingu nýrrar borgar frá grunni. Var höfð samkeppni um skipu- lagningu borgarinnar, og varð dr. Reichow hlutskarpastur í þeirri samkeppni. Hann hefur nú hlotið alþjóðaviðurkenningu fyrir starf sitt. Borgin heitir Sonnestadt og er skammt frá Bielefeld í Ruhr- héraði. Þá verða ennfremur sýndar 2 fréttamyndir fi'á helzlu viðburð- um i lok síðasta árs, og er þar margt fróðiegt og skemmtilegt að sjá. Kvikmyniasýningar félagsins Germanía hafa verið einkar vin- sæiar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. STAK8TEII\IAR Hræðslubandalagið gerði breytingar óh j ákvæmilegar Framsóknarmenn töluðu í mikl um æsingatón um fyrirhugaða , kjördæmabreytingu í útvarpsum- ræðunum sl. miðvikudagskvöld. Jóhann Hafstein svaraði þeim á mjög skilmerkilegan hátt, sýndi fram á það, hvernig Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf lifað á ranglætinu. í síðustu kosningum fékk hann 17 þingmenn kosna á 12952 atkvæði, en Sjálfstæðis- flokkurinn aðeins 19 þingmenn á 35027 atkvæði. Jóhann Hafstein komst m. a. að orði um kjördæmamálið á þessa leið: „Það er ólán Framsóknarflokks ins að gengi hans skuli alltaf velta á því í þessu máli að við- halda ranglætinu.. Páll Þorsteins- son, þingmaður Austur-Skaft„ sagði að það væru eðlilegar leik- reglur að keppinautar standi jafnt að vígi þegar keppni hefst. Þetta segir þessi háttv. þingmað- ur eftir alla rangsleitni Framsókn ar og misrétti, sem ég hef nokkuð lýst. En Framsókn hefur ekki nægt hið herfilega ranglæti og mis- rétti í núverandi kjördæmaskip. un, heldur tók þessi flokkur sér fyrir hendur fyrir síðustu Al- þingiskosningar að auka enn þá meira á ranglætið. Þá var stofnað Hræðslubandalagið. En fullvíst er það, að ekkert fremur en þau herfilegu kosningasvik Framsókn ar, gerir það nú óhjákvæmilegt að breyta kjördæmaskipun lands- ins svo að útilokutf séu svik og ranglæti.“ Tillögur Alþýðusambandsþings Vinstri stjórnin lofaði því há- tíðlega að hafa fyllstu samráð við verkalýðssamtökin um tillögur tál lausnar vanda efnahagsmálanna. En hvaða ieiðbeiningar fékk hún frá Alþýðusambandsþingi og öðr- um heildarsamtökum verkalýðs- ins í þessum efnum? Það er ómaksins vert að athuga það, ekki sízt vegna þess, að kommúnistar vísa nú sífellt til samþykkta Alþýðusambands- þings um efnahagsmálin. Á það hefur verið bent, að Al- þýðusambandsþing, haustið 1956, gaf vinsti'i stjórninni þá Ieiðbein- ingu eina „að ekki komi til mála að auknum kröfum útflutnings- framleiðslunnar verði mætt með nýjum álögum á alþýðuna“. Þetta var eina leiðbeiningin, sem 25. þing Alþýðusambandsins veitti hinni nýju vinstri stjórn um það, hvernig leysa skyldi vanda efnahagsmálanna.En stjórn in svaraði þessari leiðbeiningu verkalýðssamtakanna með því, að leggja fyrst á 300 millj. kr. nýja skatta og tolla á almenning og rúmlega ári seinna 790 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum. Þann- ig fylgdi þá vinstri stjórnin fyrstu leiðbeiningum Alþýðusambands- ins um lausn efnahagsmálanna. „ÁætlunaTráð“ En hvaða leiðbeiningu Veitti svo 26. þing Alþýðusambandsins vinstri stjói'ninni á sl. hausti? Enga aðra en þá, að haldið skyldi áfram að greiða vísitöluna niður og að stofnuð skyldj ný nefnd, er bera skyldi nafnið ,,áætlunarráð“. Þá eru taldar þær leiöbeining- ar, sem Alþýðusambandsþing undir forystu kommúr.ista, veitti vinstri stjórninní um það, hvern- ig verðbólgan skyldi stöðvuð og vandi efnahagsmálanna leystur. Svo er að sjá, sem vinstri stjórn in hafi ekki haft mikið gagn af þessum leiðbeiningum Alþýðu- sambandsins. Þvert á móti. Hún fékk „snert af bráðkveddu" og dó af þeim!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.