Morgunblaðið - 03.02.1959, Page 16
16
MORCVNfíLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. febr. 1959
„Mig langar til að vita það“.
„Nei, — það er að segja — það
getur vel verið. Hvers vegna
hefði ég átt að halda því
leyndu?“
„Hverjum hefurðu sagt það?“
Spurningin virtist innileg og
áfjáð.
„Bill gamla. Eg hélt að hann
væri hinn rétti svaramaður. Þú
heldur þó ekki að hann...."
„Engum öðrum?“
„Eg bara man það ekki ....
Jú, annars — Sherry aðalforstjór
anum mínum“.
Hún fölnaði. Sherry og Tulp-
anin. Var mögulegt að einhver
leyniþráður lægi milli aðalfor-
stjóra stærstu blaðaútgáfunnar í
hinum kapítalíska heimi og
sovétska ofurstans? Og var það
mögulegt að þessi voldugi mað-
ur, blaðakóngurinn Morrison II,
væri' svo óskiljanlega barnaleg-
ur og einfaldur, a ðtrúa hatramm
asta andstæðingi sínum fyrir
einkamálum sínum? Vissi hann
kannske ekki að Sherry var ó-
vinur hans og hættulegur and-
stæðingur?
„Hvers vegna Sherry?“ spuröi
hún.
Morrison brosti, næstum eins og
1) „Ég trúj varla mínum eigin
•ugum. Þetta er alveg stúrkost-
Jegur dalur. Aldrei hef ég séð
strákur sem hefur gert einhverj-
um slæman grikk.
„Það er leyndarmál", sagði
hann. „Sherry hefur nefnilega
umsjón með einkapeningaskápn-
um mínum. Eg hefi hugsað mér
að kaupa einhverja litla bruð-
kaupsgjöf handa þér. Auðvitað
segi ég ekki hvað það er. Eg hefi
a. m. k. falið honum að....“
„Að kaupa gjöfina, vegna
þess að þú hefur ekki tíma
til þess sjálfur“, greip hún fram
í fyrir honum. Svo þrýsti hún
hönd hans og horfði beint framan
í hann. Nú varð hún að segja það.
— Nú eða aldrei.
Hún sagði:
„Eg ætla ekki að giftast þér,
Riehard“.
Richard Morrison starði skiln-
ingsvana á Helen. „Hvað seg-
irðu?“ spurði hann.
„Þarf ég að endurtaka það,
Richard?“
„Nei. En þú verður að segja
mér hvers vegna.... “
Þá kom hún þessi óumflýjan-
lega spurning, sem hún hafði ótt-
azt. Hún lagði hendina yfir hönd
hans, sem hvíldi á bekknum. —
„Eg hefi fundið þefinn“, sagði
hún og reyndi að brosa glettnis-
svona mikið af fuglum og dýrum.
Og dýrin virðast ekkert hrædd. ‘
lega, „af metorðum og frægð. Eg
vil komast lengra áfram. Hærra.
Ameríka reynir nú að afla sér
hylli og vinsælda í heiminum
með kvensendiherrum. Einhvern
góðan veðurdag....“
„Þú lýgur“, sagði Morrison
hvatlega.
„Hvers vegna skyldi ég gera
það....“
„Það veit ég ekki. Hins vegar
yrði það þér öruggasta leiðin til
frama og metorða að giftast mér.
Áfram og hærra. Það veizt þú
sjálf betur en nokkur annar“.
Hún strauk hendinni um mjúkt
liðað hár sitt.
„Kannske er þetta bara of mik
ið fyrir mig“, sagði hún. „Þetta
hefur allt gerzt of fljótt. Eg gæti
í hlutverki mínu sem eiginkona
þín....“
„Það er ekkert hlutverk". —
Rödd hans var hörkuleg. „Þetta
er bara heimskulegur fyrirslátt-
ur. Þú elskar mig ekki“.
„En, Richard. . ..“
„Viðurkenndu það bara und-
anbragðalaust". Hið stóra, hár-
lausa höfuð hans var orðið dökk-
rautt. Hann hnyklaði þykkar
brýrnar. — „Nú skil ég allt“.
„Hvað er það sem þú skil-
ur?“
„Sherry .... Sherry hefur geí-
ið mér bendingu. Auðvitað mjög
gætilega. Til þess að særa ekki
hinn mikla Morrison í hinni lítil-
mótlegu hégómagirnd sinni“.
„Og viðvíkjandi hverju gaf
hinn ágæti hr. Sherry þér bend-
ingu?“
„Þér — í Berlín. Að sjálfsögðu
vita allir það. Þannig fréttir sjálft
ginningarfíflið allt að lokum. —
Hann hefur reynt að aðvara mig
á mjög nærgætinn hátt. Og ég,
hinn mikli Morrison, hið mikla
erkifífl Morrison, skildi það ekki.
Þú flaugst til Berlínar, til þess
að hitta hinn ■ heitt elskaða friðil
þinn. Á minn kostnað. Með minni
hjálp. Með mínum meðmælum. —
Svo undursamleg áhrif hefur
nafn mitt haft. Vegna þess var
honum sleppt lausum. .. .“
„Richard, ég bið, ímyndaðu þér
ekki slíkan. . . .“
Hann hlustaði ekki á hana leng
ur, en greip um úlnliðinn á henni.
Takið var stálhart.
„Þú gazt ekki þolað við leng-
ur“, hélt hann áfram og andar-
drátturinn var þungur og slitrótt
ur. — „Þú varðst einu sinni enn
2) Skammt frá er Frank varS-
stjóri á ferð.“ Nú líður ekki á
löngu áður en víð náum þeim,
að finna arma hans "efjast um
mjaðmir þínar, lúkurnar á honum
fara um líkama þinn. Riddara-
krosshafinn, unga hetjan þín. —
Ertu nú ánægð? Hefur þetta
borgað sig? Hafið þið hlegið að
mér? Hafið þið skemmt ykkur?
Var þetta unaðsleg ástastund? Að
minnsta kosti unaðslegri en með
hinum sköllótta Morrison, sem að-
eins var hægt að elska í myrkri?
Og í örmum hans hugsaðir þú um
hinn. Það varð auðvitað að vera
mjög dimmt. Og jafnvel það nægði
ekki. Það voru ekki sömu hend-
urnar. Það var ekki sami munn-
urinn“. Hann sleppti hendi henn-
ar. — „En þú ert siðsöm og heið-
virð“. Hann hló gjallandi hæðnis-
hlátri. — „Hjónaband -—- a. m. k.
ekki......Ibúð í „Waldorf-Ast-
oria“ og frumsýning á Broadway
og kosninga-stuðningur og þing-
mennska í Kaliforníu — til slíks
var hægt að þiggja hjálp Morri-
sons. En þú ert siðsöm og heiðvirð.
Þú giftist honum ekki“.
Hann spratt á fætur og æddi aft-
ur og fram um herbergið, eins og
rándýr í búri.
Bara ef ég gæti sagt honum
sannleikann, hugsaði Helen með
sér. Það væri svo einfalt: — Þeir
eru á eftir mér, Richard. Þeir
munu umkringja mig eins og hjálp
arvana dýr. Og svo drepa þeir
mig. Og þig með mér. Ég veit ekki
hvort ég elska þig, en ég virði þig
og met mikfls. Ég vil ekki láta
steypa þér í glötun. Þetta er gert
þin vegna......... Sannleikurinn,
hinn einfaldi sarinleikur.
Hún fann hvernig þreytan greip
hana heljartökum. Þreytan var
eins og hataður andstæðingur, sem
maður gat þó ekki veitt mót-
spyrnu. —
Hún hsyrði sjálfa sig tala. Hún
sagði orð, sem hún vildi ekki hafa
sagt. —
„Þetta er allt saman ósatt. Þú
verður að hæt.ta að tala um þenn-
an Þjóðverja. Ég hef aðeins séð
hann þrisvar sinnum á ævi minni“.
Hann staðnæmdist skyndilega
andspænis henni.
„Þrisvar sinnurn? Hvernig þá
þrisvar? Hittirðu hann þá aftur í
Berlín? Ég veit ekki nema um tvö
skipti. Ég hafði þá sem sagt rétt
fyrir mér að. ...“
„Þrisvar sinnum. — Ég segi
bara svon “.
„Þú hefur þá sem sagt e'kki hitt
hann aftur?“
„Nei“.
„Geturðu svarið það?“
„É.g get ekki alltaf verið að
sverja".
„Þú lýgur þá“.
„Ég lýg ekki“.
„Sverðu þá“.
Morrison stóð beint andspænis
henni, yggldur á brún og með
kreppta hnefana.
„Þú veizt að ég elska þig, Ric-
hard“, sagði hún og leit beint
framan í hann. — „Ég hef verið
Vaskur karlinn. Eftir þessum
sporum að dæma, blýtur Markús
að vera rétt á undan okkur.**
að hugsa um þig fyrst og fremst
.... um alla þá erfiðleika sem þú
munt lenda í mín vegna. ...“
„Hættu öllu orðagjálfri. Viltu
giftast mér, eða viltu ekki giftast
mér? Já eða nei“.
Hún svaraði veikum rómi:
„Já .... ég skal giftast þér“.
Það slaknaði á andlitsdráttum
mannsins, en líkami hans hé'lt
áfram að titra af geðshræring-
unni.
Skyndilega gekk hann yfir að
dyrunum og kveikti loftljósið. Svo
hljóp hann, eins og haldinn einni
einustu hugsun, frá einum slökkv-
aranum til annars. Með skjálfandi
hendi kveikti hann á stóra gólf-
lampanum, sem stóð hjá dragkist-
unni. Því næst á skrifborðslamp-
anum. Svo gekk hann inn í hlið-
arherbergið og kveikti líka þar á
öllum ljósum. Þegar hann kom til
baka, skildi hann dyrnar eftir
opnar. Út úr hliðarherberginu
flæddi bjart ljós inn í upplýstan
salinn til þeirra.
Hann kom að legubekknum þar
sem Helen. sat, settist við hlið
hennar og tók hana í faðm sinn.
Rödd hans var svo torkennileg
vegna geðshræringarinnar, að
Helen skildi varla hvað hann
sagði.
„Nú er ég búinn að kveikja öll
ljós, svo að þú sjáir og vitir að
þetta er ég —- ekki hann“.
Votar varir h-ans þrýstust nið-
ur að nöktum öxlum hennar.
Á sama andartaki hringdi sím-
inn.
Helen losaði sig úr faðmi
mannsins. Hárið á henni var úfið.
Hún gekk yfir að símanum.
Smjaðursleg kvenmannsrödd
hljómaði í eyra hennar.
„Frú Bai'den þykir mjög leitt,
en við getum ekki framreitt mat-
verð í íbúð yðar. Það er á móti
fyrirmælunum. 1 dag verður snædd
ur mjög góður hrámetis-hádegia-
verðurj Við biðjum yður og hr.
Morrison að gera svo vel að koma
inn í borðsalinn. Klukkan er ná-
kvæmlega átta“.
„Ég ve.it að klukkan er átta",
svaraði Helen.
Hún Iét símtólið aftur á sinn
stað og gelck yfir að legubekkn-
um, þar sem Morrison beið henn-
ar. —■
„Klukkan átta að kveldi í Ari-
sona“, hugsaði hún með sér. —>
„Hvað er þá framorðið í Ber-
lin. . ?“ •
Brúðkaupið fór fram í Waa-
hington 21. apríl, eins og Morrison
hafði ákveðið.
SHÚtvarpiö
Þriðjudagur 3. febrúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Barnatími: ömmusögur. —
18.50 Framburðarkennsla i esper
anto. 20.30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson eand. mag.) 20.35
Tónskáldið Felix Mendelssohn,
— 150 ára afmæli: Erindi (Dr.
Páll ísólfsson). Músík eftir
Mendelsohn. — 21.45 íþróttir
(Sigurður Sigurðsson). — 22.20
Upplestur: Höskuldur Skagfjörð
leikari les kvæði eftir Kristján
frá Djúpalæk. 22.35 íslenzkar
danshljómsveitir. — 23.05 Dag-
skrárlok.
Miðvikudagur 4. febrúars
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 18.30 Útvarps-
saga barnanna: „1 landinu, þar
sem enginn tími er til“ eftir Yen
Wen-ching; X. (Pétur Sumarliða-
son kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í ensku. 19,05 Þingfrétt-
ir. — Tónleikar. 20,30 Lestur
fornrita: Mágus-saga jarls; XII.
(Andrés Björnsson). 20,55 Ein-
leikur á orgel: Þýzki organleik-
asinn Wilhelm Stollenwerk leikur
á orgel Dómkirkjunnar í Rvík. —
21,15 íslenzkt mál (Ásgeir Blön-
dal Magnússon kand. mag.). 21,30
„Milljón mílur heim“, geimferða-
saga, III. þáttur. 22,10 Passíu-
sálmur (8.). 22,20 Vifttal vikunn-
ar (Sigurður Benediktsson). —
22,40 í léttum tón (plötur). 23,10
Ð*f«krárMc.
ATLASUTGAFAN
Pósthólf: 1115, R-vík.
HEILBRIGÐI
HREYSTI
FEGIIRO
Það hefur alla tíð verið
óskadraumur drengja og
ungra manna, að verða
hraustur og sterkur.
Loks er leiðin fundin:
HEILSURÆKT ATLAS
Engin áhöld, Æfingatími:
10—15 mínútur á dag
Pantið bókina strax í dag
— hún verður send um hæl
Útsala — Útsala
Kvenkápur í miklu úrvali.
Peysur, Úlpur, Poplínkápur.
Altt að 75% afsláttur.
Aðstoðarstúlka
Aðstoðarstúlka óskast í mötuneyti.
Upplýsingar í síma 1-14-25.