Morgunblaðið - 03.02.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 03.02.1959, Síða 20
V EÐRIÐ Suðvestanátt með allhvössum skúrum. mpmM&Wb 27. tbl. — Þriðjudagur 3. febrúar 1959 S/ós/ys í sögu Dana — Sjá bls. 10. Brezk herskip meina Þór að taka togara að veiðum innan fjögurra mílna fylgir togaranum meðan beðið er svars frá London AÐ MORGNI sl. sunnudags kom varðskipið Þór að brezkum togara að veiðum innan fjögurra sjómílna markanna út af Loðmund- arfirði. Stöðvaði Þór togar- ann, en brezk herskip komu í veg fyrir, að varðskips- menn gætu nokkuð aðhafst frekar. Landhelgisgæzlunni barst skeyti frá Þór á sunnudag þess efnis, að skipið hefði þá um morguninn komið að brezka tog- aranum Valafell frá Grimsby, þar sem hann var að veiðum 0,8 sjómílur innan fjögurra sjómílna takmarkanna út af Loðmundar- firði. Stöðvaði Þór skipið, og sett var út dufl við hlið togarans, þar sem hann var að draga inn vörp- una. Skotið var að togaranum einu lausu skoti sem stöðvunar- merki. Tveir brezkir tundurspill- ar, H.M.S. Agincourt og H. M.S. Corunna, sem voru skammt undan, komu þegar á vettvang. Beindu þeir fall- byssum sínum að Þór og meinuðu honum frekari að- gerðir. Yfirmaður herskipanna kom síðan um borð í Þór, staðfesti, að mælingar varðskipsins á duflinu væru réttar og hét því að leita álits yfirboðara sinna í Lundún- um um málið. Hafa skipin síðan verið á sömu slóðum og beðið nánari fyrir- mæla. Hvað eftir annað hefir togarinn beðið leyfis um að fara í burtu en sífellt fengið neitun, þar sem svar væri enn ókomið frá Lundúnum. Er blaðið hafði samband við Landhelgisgæzluna laust fyrir miðnætti í nótt, sat enn við það sama út af Loðmundarfirði. Skipin eru á svipuðum slóðum en utan við fjögurra sjómílna mörkinn. Reyndi brezki togar- inn að halda áfram veiðum í fyrradag og fram eftir degi í gær. En Þór heldur sig þétt að togar- anum og fylgir honum fast eftir, hvert sem hann fer. Herskipin halda sig í grennd við togarann og Þór. Kristinn og Tryggvi Emilsson i Moskvu NÚ HEFIR hulunni loksins verið svipt burt af leyndarmálinu: Hverjir voru fulltrúar íslenzkra kommúnista á 21. flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins, sem haldið er I Moskvu um þess- ar mundir? 1 Isvestia frá 28. janúar eru taldir upp allir er- lendu fulltrúarnir. Þar er sagrt, að fulltrúar sameinaða sósíalista Sj ómannaverkf all í Færeyjum ÞÓRSHÖFN, 2. febr. — Nokkur þúsund færeyskir fiskimenn fara nú í verkfall eftir að samninga- viðræður við útgerðamenn hafa farið út um þúfur. Ekki náðist samkomulag um kaup sjómann- anna í swmarleyfum og strönduðu samningar á því. Sjómenn á ís- lenzkum skipum og opnum bátum í Færeyjum fara ekki í Verkfall, því að samningaumleitanirnar náðu ekki til þeirra. flokksins á fslandi eigi báðir sæti í miðstjórn hans — en þeir séu Kristinn Andrésson og Tryggvi Emilsson. Fíatinn af Akranesi, E-196, í skúr hjá Vöku. Þar sögffu menn að bíllinn væri allur svo illa farinn aff hann væri ónýtur. Ölvaður bílstjóri eyð/- lagði nýjan bíl í árekstri 300 Færeyingar komu með Gull- fossi í gær f GÆR komu um 300 Færeyingar hirigað til lands með Gullfossi. Er skipið kom til Vestmanna- eyja, fóru um 100 Færeyingar þar í land, aðallega stúlkur, sem ráðnar hafa verið til að starfa þar við fiskvinnslustöðvarnar. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ er aðeins lítill hluti Færey- inganna, sem komu með Gull- fossi komnir hingað á vegum sambandsins — eða rúmlega 40. Af þeim eru 33 ráðnir til útgerð- arfélagsins Isfells á Flateyri og 10 fara til Sandgerðis. Þess má geta, að færeyskar stúlkur, sem koma hingað til starfa í fisk- vinnslustöðum, koma hingað ekki fyrir milligöngu LÍÚ. UM klukkan 9,40 á laugardaginn ók maður einn af Akranesi í ný- legum Fítabíl sínum eftir Sund- laugavegi og var hann á leið inn í bæinn. Allt í einu tók ökumað- urinn eftir því að framundan var bíl ekið, beint á móti hans bíl. Að lítilli stundu liðinni skullu bílarnir saman af feikilegu afli, og kom bíllinn, sem í órétti var, beint framan á litla Fíatbílinn með þeim afleiðingum að þetta dýra farartæki er talið ónýtt með öllu. Akurnesingurinn, Einar J. Ól- afsson, kaupmaður, fékk mikið högg á munninn, svo tennur brotnuðu. Farþegi, er sat í fram- sætinu hjá honum, fékk og mikið höfuðhögg og missti meðvitund sem snöggvast. í aftursæti bíls- ins var annar farþegi, en hann slapp ómeiddur. Bíllinn R-2839, sem ekið hafði á bíl Einars J. Ólafssonar, var stærri. Bílstjórinn á þeim bíl slapp ómeiddur, en lögreglan taldi ríka ástæðu til þess að láta manninn fara í slysavarðstofuna til þess að taka honum þar blóð vegna gruns um að maðurinn væri undir áhrifum áfengis. Enda reyndist svo vera. Þess skal getið að flughálka var og gerði hún það m. a. að verkum, að Einari J. Ólafssyni tókst ekki að stöðva bíl sinn nógu snemma til að komizt yrði hjá árekstri. Vöruverð og þjónusta lækkar um 5°Jo næstu daga Lögin um niðurfærslu kaupgjalds og verðlags tekin að verka SL. FÖSTUDAG var efnahagsmálaflumvarp ríkisstjórnarinnar af- greitt sem lög frá Alþingi, og gengu lögin í gildi 1. febrúar. Vegna þessa hafa verðlagsyfirvöldin gefið út tilkynningar um lækkað verð á vörum í heildsölu og smásölu, á far- og farmgjöldum og seldri vinnu. Alagning Hámarksálagning á vörum í heildsölu og smásölu svo og álagning framleiðenda iðnaðar- Fræðslunómskeið um utvinnu- og vsrkulýðsmúl helst unnuð kvöld EINS og áffur hefur veriff sagt frá verffur haldiff fræffslunámskeiff um atvinnu og verkalýðsmál á vegum Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins og Málfundafélagsins Óðins. Námskeiðiff verður haldið i Valhöll við Suðurgötu og er fyrsti fundurinn ákveðinn á mið- vikudaginn klukkan 8,30. Á námskeiðinu verða fluttir fyrirlestrar um málefni er sér- staklega varða launþega, svo sem um starf og skipulag verkalýðs- félaga, vinnulöggjöfina og efnahags- og atvinnumál. Þá verða einnig málfundaæfingar. Þeir, sem enn hafa ekki tilkynnt þáttöku sína, en hafa hug á að taka þátt í námskeiðinu þurfa að hafa samband við skrifstofu Ejálfstæðisflokksins fyrir annað kvöld. vara lækkar um 5%. Gildir þetta ákvæði einnig um þær vöru- birgðir, sem fyrir eru hjá verzl- unum og innflytjendum. Á að breyta verði birgðanna þegar í stað, en hins vegar er heimilt að framkvæma verðlækkun birgð- anna jafnóðum og tími vinnst til, svo að röskun verði ekki á eðli- legri vörudreifingu, en lækkun- um skal að fullu lokið 10. febr. næstkomandi. ANNAÐ spilakvoiu Sjálfstæffis- félaganna á Akureyri verður haldið annaö' kvöld í Lóni. Nokkr ir aðgöngumiðar verða seldir á morgun í skrifstofu Sjálfstæðis- félaganna. Farmgjöld og seld vinna Far- og flutningsgjöld innan- lands og taxtar, sem gilda um sjóflutninga á vörum til landsins lækka um 5% og einnig út- og uppskipunargjöld, og á að fram- kvæma þessar lækkanir í síðasta lagi fyrir 5. febr. öll seld vinna lækkar yfirleitt um 5,4%. Gefnar hafa verið út tilkynningar um lækkanir á seldri vinnu hjá rafvirkjum, blikksmiðum, í bifreiðaverkstæð- um, vélsmiðjum og skipasmíða- stöðvum. Húsaleiguvísi- talan 27S stig Kauplagsnefnd hefur reiknað út húsaleiguvísitölu samkvæmt 2. gr. laga nr. 1 30. janúar 1959 um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. og reyndist hún vera 275 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 4. apríl 1939. Gildir hún fyrir tímabilið frá 1. febrúar til 31. marz 1959. (Félagsmálaráðuneytið, 31. jan. 1959.). Óvenjulöng flug- ferð frá Akurcyri til Reykjavíkur I GÆR var sunnanátt um allt land. Allhvasst var sunnan- og vestanlands. í Reykjavík voru 8 vindstig, en 9 vindstig sums stað- ar á Suðvesturlandi. Til gamans má geta þess, að Douglasflugvél frá Flugfélagi ís- lands, sem flaug til Akureyrar í gærdag, fékk svo mikinn með- vind á leiðinni norður, að hún var aðeins þrjá stundarfjórðunga á leiðinni, en mótvindurinn á leiðinni til Reykjavíkur var svo mikill, að ferðin tók tvær klukku stundir frá flugtaki til lendingar. Engin önnur flugferð var farin á vegum F. í. í gær vegna hvass- viðris. gert er, aff verffl tvisvar mánuðinn. málfundirnlr viku næsta Málfunair Eins og áffur hefur veriff skýrt frá, ákvaff stjórn Heim- dallar fyrir nokkru aff efna til málfunda, þar sem ungir Sjálfstæffismenn hefðu fram- sögu. Fyrsti fundurinn verffur n. k. fimmtudagskvöld í Val- höll og hefst kl. 20.30. Ráð- Verffa málfundir þessir meff nokkuð öffru sniffi en hingað til hefur veriff. G framsögu- menn verffa á hverjum fundi, og umræðuefnin verffa valin þannig, aff menn hafi mis- munandi skoffanir á þeim. Munu því hverju sinni 3 mæla meff einhverju máli en 3 á móti. Þeim, sem hyggjast sækja þessa málfundi Heimdallar, er bent á að láta skrá sig á skrifstofu félagsins í Valhöll (símar: 1-71-00 og 1-71-02 eftir kl. 17).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.