Morgunblaðið - 05.02.1959, Side 2

Morgunblaðið - 05.02.1959, Side 2
MORcrnvnr.AÐiÐ Fimmtudaerur 5. febr. 1959 Electra hrapaði í Austurá i New York 65 munu hafa farizt L.istkynning Morgunblaðsins sýnir um þessar mundir nokkrar af cftirprentunum Helgafells af málverkum islenzkra listmálara. Myndin hér að ofan er af einu málverka Jóns Stefánssonar. — Skattayfirvöldin ætlast til oð steinhús fyrnist á 6-700 árum Stjórn Húseigendafél. Rvíkur krefst oð tekin verði til skattafrádráttar edlileg fyrning" húseigna þess STJÓRN Húseigendafél. Reykja-1 frádráttar vegna fyrningar og víkur sendi fjármálaráðuneytinuj viðhalds fasteigna vissa hlutfalls svohljóðandi bréf hinn 4. þ.m.: Fj ármálaráðuney tið, Reykjavík. Reykjavík, 4. febr. 1959. Til áréttingar viðtali, er stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur átti í morgun við hæstvirtan fjár málaráðherra, er það krafa félags vors, að nú þegar verði tekinn til endurskoðunar og leiðréttingar frádráttur við skattaálagningu, vegna húseigna, sbr. eyðublöð skattyfirvalda til skattframtals fyrir árið 1959. Vitað er, að fymingin hefur verið allof lág undanfarin ár, en þó kastar tólfunum nú, þegar fyrning steinhúsa, er á skatteyðu blöðum 1958 var 3% af fasteigna- mati, er færð niður í 1%, og fyrn ing timburhúsa, er var 6% af fasteignamati, er færð niður í 2%, samkvæmt eyðublöðum til skattframtals árið 1959. Við hækkun fasteignamats á fyrra ári hækkuðu húseignir til eignarframtals og það er því auð sæ rökvilla, ef frádráttur vegna fyrningar á að haldast syo til ó- breyltur I krónutölu, en það virð ist vera hið eina ,sem fram er borið til réttlætingar því, að lækka stórlega í hlutföllum breyti legar afskriftir. Samkvæmt 10. gr. tekjuskatts- laga, skal draga frá „venjulega fyrningu", áður en skattur er á lagður, og fjármálaráðherra er heimilað að ákveða í reglugerð til tölu (prósentu) af fasteigna- eða brunabótamati þeirra. Sú var tíðin, að ráðuneytið mið aði fyrningu steinhúsa við 1% af brunabótamati, og var þá lagt til grundvallar, að brunabótamat væri hið sama og byggingarkostn aður, og að ending steinhússins væri um 100 ár. 100 ára ending steinhúsa var að vísu langt frá því að vera eðlileg, og einkanlega er slík á- ætlun varhugaverð með hliðsjón af því, hve ört kröfur manna til íbúðarhúsa breytast nú á tímum. En núverandi hlutfallstala, miðuð við fasteignamat, en ekki brunabótamat og því síður raun- verulegan byggingarkostnað, bendir til þess að skattyfirvöldin ætlist til að steinhús fyrnist á 6—700 árum. Vér viljum í þessu sambandi benda á hið algjöra ósamræmi þessara fyrningarafskrifta og lög leyfðra fyrningarafskrifta á skip- um, síldarverksmiðjum, dráttar- brautum o. fl., sbr. lög nr. 59/ 1946 og síðari breytingar á þeim lögum, þar sem gert er ráð fyrir allt að 20% afskriftum. Vér óskum þess að fyrningar- afskriftir húseigna verði án taf- ar færðar til samræmis við eðli- lega fyrningu þeirra, að mati sérfróðra manna, og að nauðsyn- leg reglugerðarbreyting verði síðan gerð í samræmi við þá nið- urstöðu áður en skattur er á lagður á yfirstandi ári. New York, 4. febr. — NTB. STÓRSLYS varð í New York um miðnætti sl. nótt, þegar flugvél fullskipuð farþegum var að lenda á La Guardia- flugvelli í dimmu og þoku. í stað þess að hitta á flugbraut- ina féll flugvélin í Austurá (East River). Þetta var ný flugvél í eign American Airlines af tcgund- inni Lockhead Electra. Hún var að koma frá Chicago og voru innanborðs 73 menn. Af þeim hafa bjargazt 8 manns, en óttazt er að allir, sem eftir eru, 65 að tölu, hafi farizt. Sá níundi, sem bjargað var með lífsmarki, lézt áður en hann yrði fluttur í sjúkrahús. £ allan dag unnu björgunar- sveitir að því að reyna að ná líkum úr flugvélinni, sem liggur á nokkru dýpi á botni árinnar. Hafa 18 lík þegar náðst. Talið er að farþegarnir hafi látizt við drukknun. Flugvélin fór í sund- ur í miðjunni og margir sluppu út. Reyndi fólkið síðan að synda í land, en vatnið var ískalt og mikill straumur í því af sjávar- föllum. Meðal þeirra, sem björguðust er átta ára drengur, Robert Sullivan að nafni. Hann kveðst ekki skilja hvað hafi komið fyr- ir. Annar farþegi segir, að hann sína og segja brandara, þegar flugvélin kastaðist til og hélt hann þá að sín hinzta stund væri runnin upp. — Talið er að lík margra hafi borizt langa leið með straumnum. La Guardia-flugvöllurinn stend ur á norðvesturhorni Langeyju (Long Island). Þar er þröngt um hann og hefur það oft komið fyrir að flugvélar hafa við lend- ingu og flugtak fallið í Austurá. Úti á miðri Austurá stendur fangelsi fyrir óbótamenn. Fyrir nokkrum árum gerðist það að stór flugvél féll í ána við flug- tak með tugi farþega. Gengu fangarnir þá vel fram í að bjarga fólkinu. Tónleikar Sin- fóníuhljómsveit- arinnar í kvöld Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu i kvöld. Hefjast þeir kl. 8,30 s.d. Stjórnandi sveitarinnar verður Paul Pampichler, og einsöngvar- ar verða þau frú Þuríður Páls- dóttir og Guðmundur Jónsson. Viðfangsefnin á tónleikunum verða að þessu sinni öll af „létt- ara taginu“. Hefir Sinfóníuhljóm sveitin haldið áður nokkra slíka „létta“ tónleika, og eru þeir lið- ur í þeirri viðleitni að ná til sem flestra hlustenda. Hafa þessir tón leikar og orðið mjög vinsælir hafi verið að tala við sessunauta meðal almennings. Bandaríkin mótmœla hindrunum Rússa WASHINGTON, 4. febr. (Reut- er) — Eisenhower forseti sagði blaðamönnum í dag frá því, .að Allt smjör og allir ostar seldir undir einu merki Osta- og smjörsalan tekin til starfa Dagskrá Alþingis £ DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Sjúkrahúsalög, frv. — Frh. 3. umræðu. 2. Búnaðarmálasjóður, frv. — 1. umræða. Fjögur mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Samkomudagur reglulegs Alþingis 1959, frv. 2. umr. 2. Veitingasala o. fl., frv. — 3. umræða. S. Dýralæknar, frv. Ein umr. 4. Dragnótaveiðar í fiskveiði- landhelgi, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. Afsteypa af styttu Ingólfs til Noregs EINS og kunnugt er samþykkti Alþingi á síðastliðnu vori svo- hljóðandi ályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að afsteypa af styttu Einars Jónssonar af Ing- ólfi Arnarsyni verði reist í Rive- dal, Dalsfirði í Noregi og afhent Norðmönnum að gjöf frá £slend- ingum sem tákn óbrotgjarnar vináttu þjóðanna“. Hefur utanríkisráðherra ný- lega skipað nefnd til þess að sjá um framkvæmdir í málinu. £ nefndinni eiga sæti þessir menn, er alíir voru flutnings- menn þingsályktunartillögunnar: Bjarni Benediktsson, alþingis- maður, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, alþingismaður, og Halldór E. Sigurðsson, alþingis- maður. Auk framangreindra manna á Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytis stjóri utanríkisráðuneytisins, sæti í nefndinni og er hann for- maður hennar. (Frá utanríkis- ráðuneytinu). FYRSTU smjörpökkunum merkt um Osta- og smjörsölunni, sam- eignarfyrirtæki Mjólkursamsöl- unnar hér í Reykjavík og Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. var ekið í matvörubúðir í gær- dag, en smjörpakkar þessir eru í nýjum umbúðum með áletrun- inni: Gæða smjör. Er þetta fyrir- tæki til húsa í gömlu mjólkur- stöðinni við Snorrabraut. Til- gangurinn með stofnun þessa fyrirtækis er að hafa með hönd- um umboðssölu á ostum og smjöri hér í Rvík og nágrenni, svo og „að koma á vöruvöndun og gæða mati á mjólkurafurðum samlag- anna og samræma framleiðsl- una“. Stjórn þessa sameignarfyrir- tækis, sem skipuð er sex mönn- um, fjórum fulltrúum frá SÍS og tveim frá Mjólkursamsölunni, bauð í gærdag blaðamönnum og allmörgum gestum öðrum, að kynnast starfsemi fyrirtækisins og skoða húsakynni þess. Erlendur Einarsson, framkv.- stj. SÍS, formaður stjórnar fyrir- tækisins, bauð gesti velkomna og hélt við það tækifæri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir að- dragandanum að stofnun þess. Hann gat þess m.a. að sl. tvö ár hefði mál þetta verið til umræðu hjá SÍS og Samsölunni. Hafa dvalizt hér á landi tveir norskir sérfræðingar, og er annar þeirra yfirmaður alls mats á mjólkurafurðum í Noregi, Gunn- ar Aas að nafni, en hinn er Jakob Viske mjólkurfræðingur, sem mun verða Osta- og smjörsölunni til ráðuneytis fyrstu mánuðina, eða þar til Árni Waag mjólkur- fræðingur tekur við yfirstjórn matsins, en haútn nam mjólkur- fræði í Noregi. í ræðu sinni minntist forstjór- inn sérstaklega á þann veiga- mikla þátt í starfi fyrirtækisins, sem gæðamatið er. Síðan lýsti hann starfseminni eins og hún gengur fyrir sig í Smjör- og osta- stöðinni, og var gestum boðið að skoða þar vinnusali, sem allir eru hvítmálaðir, bjartir og hreinleg- ir, og að lokum lá leiðin niður í ostakjallarann, þar sem hægt verður að geyma um 20 tonn af osti í einu. f stjórn fyrirtækisins eiga sæti þessir menn: Erlendur Einarsson, forstjóri, sem er formaður; Egill Thoraren sen, kaupfélagstj., Selfossi; Einar Ólafsson, bóndi Lækjarhvammi; Helgi Pétursson, framkv.stj., Reykjavík; Hjalti Pálsson, fram- kv. stj., Reykjavík; Stefán Björns son, forstjóri, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar er Sigurður Bene- diktsson, sem um mörg ár hefir haft með höndum störf hjá Sam- bandi ísL samvinnufélaga. Bandaríkjastjórn hefði mót- mælt harðlega við Rússa, að þeir hefðu hindrað för fjögurra banda rískra vörubíla frá Berlín til V- Þýzkalands og hefðu fimm bandaríska hermenn í haldi. Mótmæli Bandaríkjastjórnar fylgja á eftir þremur árangurs- lausum mótmælum herstjórnar Bandaríkjanna í Berlín. Vörubílarnir fjórir eru á veg- um hernámsstjórnar Bandaríkj- anna í Vestur-Berlín. Eru þeir að flytja gamla jeppa vestur á bóginn. Bílarnir höfðu ekið í lest 160 km vegalengd frá Vestur- Berlín til Helmstedt á takmörk- um Vestur- og Austur-Þýzka- lands. Rússneskur liðsforingi stöðvaSi vörubílana þar og krafðist þess að fá áð leita í þeim, en banda- rísku hermennirnir neituðu því. Standa bílarnir nú aðeins nokkra tugi metra frá markalínunni, en fá ekki að ljúka ferðinni. Eisenhower sagði á blaða- mannafundinum, að í samning- um Bandamanna um hernám Berlínar hefði ekkert verið tekið ákveðið fram um heimild her- námsveldanna til frjálsrar um- ferðar yfir rússneska hernáms- svæðið til og frá Berlín. En það leiddi af sjálfu sér að slík um- ferð væri heimil, þar sem Vest- urveldin hefðu samkvæmt samn- ingum hernámssvæði í borginni. Það hefði líka alltaf verið viður- kennt í reynd og Rússar hefðu aldrei fengið að framkvæma skoðanir í bandarískum herbíl- Síðustu fréttir: HELMSTEDT 4. febr. (NTB). Bandarísku vörubíiarnir fjórir, sem Rússar stöðvuðu í fyrradag við Helmstedt, skammt fyrir aust an markalínunna, fengu í kvöld kl. 8 að halda för sinni áfram til Vestur Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.