Morgunblaðið - 05.02.1959, Side 8

Morgunblaðið - 05.02.1959, Side 8
8 MORVVNBZIBIÐ Fímmtuaagur 5. feb'r. 1959 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frr Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. MÁLEFNI EIGA AÐ RÁÐA UTAN ÚR HEIMI Furstahöllin — aðgangseyrir fyrir gesti drjúgur þáttur í ríkistekjunum. — Óperettublœr á atburðum í Monaco — Jafnvel þegar einvaldinn gerir ,1byltingu" //* EÐLILEGT er, að Alþýðu- blaðinu þyki nú meira til Alþýðuflokksins koma en um skeið var. Víst er það rétt, að Alþýðuflokkurinn má muna tvenna tímana. Hlutskipti hans nú er ólíkt frá því er hann var í vinnumennsku hjá Framsókn, því að síðast í gær segir Tíminn svo: „Ekki er ofsögum af því sagt, að ýmsir ráku upp stór augu, þegar sú furðufregn barst út, að Emil Jónsson væri búinn að mynda minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins". Af þessum orðum og ýmsum öðrum er ljóst, að Framsóknar- menn töldu sig hafa haft þau tök í Alþýðuflokknum, er þeir héldu að mundu ekki bila. Það er því sízt ástæða til að draga dul á að nokkra karlmennsku hafi þurft til að komast úr klóm Framsókn- ar. Um leið og menn viðurkenna þetta, má ekki gleyma sök Al- þýðuflokksins á því, sem gerðist á valdatímum V-stjórnarinnar. Án atbeina Alþýðuflokksins og þátttöku hans hefði sú stjórn aldrei verið mynduð. Hún hefði og hrökklazt frá miklu fyrr en raun varð á, ef farið hefði verið að vilja verkalýðsins innan Al- þýðuflokksins. Með aðgerðum sínum nú er Alþýðuflokkurinn að bæta fyrir það, sem hann áð- ur misgerði. Hlutur hans er að því leyti ólíkt betri en hinna V-stjórnarflokkanna, sem hvor- ugur hafa enn séð sig um hönd. ★ Allt þetta er skylt að viður- kenna. En það er einungis verið að leggja vopn í hendur þeim, sem vilja minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins verst, þegar reynt er að dylja hin raunverulegu styrkleikahlutföll á Alþingi. Al- þýðublaðinu ætti sannarlega að vera kunnugt ekki síður en öðr- um, að af 27 þingmönnum, sem greiddu niðurfærslu- og stöðv- unarfrumvarpinu atkvæði, voru aðeins 8 þingmenn Alþýðuflokks- ins en 19 Sjálfstæðisflokksins. Kommúnistar gerðu aftur á móti allt, sem í þeirra valdi stóð til að fella niðurfærslu- og stöðv unarfrumvarpið og Framsóknar- menn rógbáru það og rógbera enn eftir föngum, þó að þá brysti kjark til að greiða atkvæði á móti því. Þeir völdu versta kost- inn, þann að sitja hjá. Afstaða flokkanna til þessa nytjamáls er því vissulega mjög ólík. Enginn einn flokkur hafði styrkleika til að koma því fram. Þar þurfti á að halda samvinnu tveggja þeirra eða fleiri. Á sama veg var það ekki styrkleiki Al- þýðuflokksins, sem gerði mögu- lega stjórnarmyndun Alþýðu- flokksins, heldur hitt, að afstaða manna til mála á Alþingi fór svo á misvíxl, að þetta reyndist eina ráðið til að mynda þingræðis- stjórn, Því fer þess vegna fjarri, að það sé vegna „haturs“ Sjálf- stæðismanna og Framsóknar, að þeir mynduðu ekki saman stjórn að þessu sinni, eins og Alþýðu- blaðið hefur haldið fram hvað eftir annað. ★ Sjálfstæðismenn láta hvorki vild né óvild til einstakra manna eða flokka ráða gerðum sínum. Strax og forseti Islands fól þeim að gera tilraun til stjórnarmynd- unar, gerðu þeir sér grein fyrir, hverjum lágmarksskilyrðum þyrfti að fullnægja um málefnin til þess að þeir gætu tekið á sig ábyrgð af stjórnarsetu. I skilyrðum sínum létu þeir mál- efnin ein ráða og voru reiðubún- ir til þess að taka höndum sam- an við hverja þá, sem þeim voru sammála. Samvinna þeirra, sem hafa ó- líkar skoðanir, verður stundum óhjákvæmileg. En hún getur aldrei blessazt, ef hún hvílir ein- ungis á sameiginlegri sókn eftir völdum og vegtyllum. Það, sem úr hlýtur að skera, er, hvort menn eru sammála um hvernig hin mest aðkallandi vandamál verði leyst. Og þá einnig, hver hin mest aðkallandi vandamál eru. Höfuðmeinsemd V-stjórnarinn- ar var einmitt sú, að hún var mynduð með valdabrask í huga og vilja til að „víkja öðrum til hliðar“, en án samkomulags um nokkrar „raunhæfar ráðstafanir" í aðsteðjandi vandamálum. Þess var aldrei að vænta, að stjórn mynduð á slíkum grundvelli gæti blessazt. ★ Því meiri ástæða var til að varast þetta viti nú og láta mál- efnin ein ráða. Það vildu þó bæði Framsókn og kommúnistar um- fram allt forðast. Aðal áhugamál þeirra var að hindra kosningar á árinu 1959. Ótti beggja við dóm kjósenda var slíkur, að þeir vildu draga að skjóta málinu undir úrskurð almennings fram á síðustu stundu. Með þessu gerðu Framsóknarmenn, sem höfðu heitið því, að vinna alls ekki með Sjálfstæðismönnum á kjörtímahilinu, sjálfa sig minni en menn þó höfðu ætlað að þeim væri unnt. Þjóðstjórnartalið létu þeir og ekki í sér heyra fyrr en þeim var orðið ljóst, að ella voru valda dagar þeirra taldir, vegna þess að Alþýðuflokkurinn hafði á- kveðið að gera tilraun um mynd- un minnihlutastjórnar. Afstaða Framsóknar til þeirrar stjórnarmyndunar mótaðist af hinni venjuleg valdhyggju henn- ar. Sjálfstæðismenn létu aftur á móti málefnin ein ráða hér eins og um þeirra eigin tilraun til stjórnarmyndunar. ★ Þegar í ljós kom, að lágmarks- skilyrðum þeim, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hafði sett fyrir stjórnarmyndun varð helzt full- nægt með því að heita Alþ.fl. tak mörkuðum stuðningi til mynd- unar minnihlutastjórnar, þá hik- aði flokkurinn ekki við að gera það. Hann gaf þá ákveðin lof- orð, sem hann- er eindreginn í að standa við af sinni hálfu. — Þau loforð eru alþjóð kunn. Enn sem komið er hafa báðir aðilar unnið af heilindum að því að fullnægja því, sem um var sam- ið. Fer vafalaust bezt á að geyma allan meting um hlut hvors um sig í hversu til hefur tekizt, þang að til betur er séð en nú, hvort sá árangur næst, sem að er stefnt. — ÞOLINMÆÐI mín er á þrot- um .... Með þessum orðum gerði Raini- er III — hertogi af Valentinois, markgreifi af Beaux, greifi af Carlades, barón af Buis, greifi af Torigny, barón af Hambye, barón af Luthumiere, með meiru — stjórnarbyltingu „ofan frá“ hinn 29. janúar sl. Stjórnarskrá dverg- ríkisins Monaco var numin úr gildi og þingið leyst upp. — Lang- vinn misklið milli furstan og hins þjóðkjörna þings náði þar með hámarki. Konur og kosningaréttur Ástæðan til þess, að Rainier fursti missti nú loks þolinmæð- ina, mun hafa verið sú, að 11 af 18 fulltrúum þjóðráðsins (stjórn- arinnar) höfðu sett fram kröfu um það, að furstadómur yrði af- numinn og þingbundin konungs- stjórn tekin upp í staðinn, þann- ig að furstinn virði þau lög, sem þingið setur, en það er skipað 30 þjóðkjörnum fulltrúum. — Samkvæmt gildandi stjórnarskrá hefir furstinn einræðisvald, en meirihluti þingmanna er þeirrar skoðunar, að hér sé um úrelt þjóð skipulag að ræða. I kosningunum í fyrra vann þjóðlegi sjálfstæðis- flokkurinn, undir forystu dr. Jos- ephs Simons, allmikinn sigur, og skömmu siðar voru samþykktar á þingi kröfur um breytingar á stjórnarskránni. I marz sendi Rainier þinginu síðan yfirlýsingu, þar sem hann sagðist ekki mundu þoia neinar tilraunir í þá átt að rýra það vald, sem hann hefði hlotið að erfðum. — Enn frekari misklíð kom upp, þegar þingið krafðist þess í júní í fyrra, að kosninga- lögunum yrði breytt þannig, að konur fengju kosningarétt. — Reyndar hefir furstinn nú beygt sig fyrir þessari kröfu, því að hann tilkynnti í útvarpsræðu til þegna sinna 29. f.m., að konur myndu nú fá kosningarétt og kjör gengi — en í sama mund leysti hann sem sagt þingið upp! „Fjárkúgun!“ Fyrir um það bil ári, um þær mundir sem furstahjónunum fæddist annar erfinginn, snerust þingið og þjóðráðið í fyrsta skipti alvarlega gegn Rainier. — I til- kynningu til furstans gaf þingið í skyn, að það mundi ekki sam- þykkja lífeyrisfjárveitingu til barnsins. Dr. Simon lét svo um mælt af þessu tilefni: „Við kærum okkur ekki um að vera samkunda, sem aðeins gefur furstanum ráð, ráð sem hann getur síðan skellt skollaeyrum við, ef honum sýnist — og oftast gerir hann það. Við höfum viljað koma þessu máli fram með venjulegum hætti — en okkur blöskrar afstaða furstans". — Einu ummæli furstans í þessu sambandi voru: „Fjárkúgun!" — Þrem árum áður hafði þingið raunar gert allharða atlögu að furstanum, eftir að nokkrir per- sónulegir ráðgjafar i. ans í fursta höllinni höfðu gert dvergríkið næstum því gjaldþrota með fjár- glæfrum sínum og braski. Eins og óperettuleiksvið íbúar Monaco eru aðeins um 20 þúsund, og af þeim hafa ein- ungis 3.500 borgararétt í ríkinu. — Vald Rainiers grundvallast á þeirri staðreynd, að Monaco verð ur sjálfstætt ríki aðeins jafnlengi og núverandi einveldi stendur — ef einveldið verður afnumið, fell- ur smáríkið sjálfkrafa til Frakk- Rainer III — hann missti þolinmæðina .... lands, sem raunar fer nú með mörg af málum þess, svo sem utanríkis- og varnarmál o. fl. Enda þótt Monaco sé eitthvert minnsta ríki í heimi, aðeins 12 ferkílómetrar að stærð, hefir það þó býsna oft undanfarið orðið fréttaefni á forsíðum heimsblað- anna. Nú er það vegna „stjórn- arbyltingar“ furstans — fyrir nokkrum árum var það á allra vörum, þegar Rainier gekk að eiga kvikmyndastjörnuna Grace Kelly, og nokkru síðar aftur, þeg ar frumburður þeirra furstahjón- anna kom í heiminn. — Það er eins 9g alltaf sé (einnig þegar um er að ræða stjórnarbyltingu „ofan frá“) einhver óperettublær yfir atburðum í -Monaco. Nægir þar að nefna tekjulindir ríkisins, sem eru harla óvenjulegar. Þær eru fyrst og fremst spilavítið fræga, aðgöngugjald fyrir að skoða furstahöllina, sem talið er að nemi árlega 1.5—2 milljónum króna, og — skipakóngurinn On- assis. — Fyrir skömmu var um það talað, að raunverulega ætti Onassis ríkið með húð og hári! Grimaldiættin Hið fagra umhverfi og hentug landfræðileg staða til ýmiss kon- ar viðskipta hefir löngum laðað kappa mikla og stórmenni að Monaco — að fornu Föníkíumenn og Grikki, sem byggðu þar hof Heraklesar (hið gríska viður- nefni hans var Monoikos, og er nafn rikisins, Monaco, af því dregið) — á seinni tímum kemp- ur eins og Onassis og Kreuger. Árið 168 settist Grimaldi, ura- svifamikill kaupsýslumaður frá Genúa á Ítalíu, að í Monaco og sló eign sinni á nokkurt lands- svæði þar umhverfis. Síðan hef- ir Grimaldiættin ríkt í þessu litla ríki. „Taka niður fyrir slg“ Núverandi fursti í Monaco, Rainier III, kom til valda 1949 eftir móðurföður sinn, Louis prins. Sú undarlega árátta virð- ist ríkja í furstaættinni að „tak.i niður fyrir sig“. — Louis II gekk að eiga Juliette nokkra Louvet, snoppufríða dóttur þvottahúss- eiganda, til þess að fá dóttur þeirra, Charlottu, viðurkennda sem ríkiserfingja. Charlotte gift- ist frönskum greifa, og eignuðust þau dótturina Antoinette og son- inn Rainier. Hann var þrem ár- um yngri en systir hans. Þegar Antoinette síðan gaf bandarísk- um tennisleikara hönd • ína og hjarta, varð Rr.inier ríkiserfingi í Monaco, samkvæmt vilja Louis II. — Og Rainier fylgdi dæmi systur sinnar og leitaði sér maka í Bandaríkjunum. —o— Nokkru fyrir aldamótin síð- ustu var það haft á orði, að í heiminum væru aðeins tveir þjóð höfðingjar, sem teljast mættu öf- undsverðir af hlutskipti sínu. Annar þeirra var Rússakeisari, af því að hann var einvaldsherra yfir 120 milljóna þjóð — hinn var furstinn í Monaco, sem líka var einvaldi, en aðeins yfir nokkrum þúsundum manna. Ástæðan var sú, að hann þekkti alla þegna sína. Ef til vill má með nokkrum rétti segja það sama um Rainier, að hann þekki alla sína þegna — en það er nú orðið langt síoan hann hefir getað talað við þá eins og maður við mann — a. m. k. á það við um allmikinn hluta þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.