Morgunblaðið - 05.02.1959, Side 9
Fimmtudagur 5. febr. 1959
MORSVNBLAÐIÐ
9
Á Kræklingahlíðarveginum mætum við stærstu ýtu Vegagerðarinnar, sem er að fara út á Dal-
víkurveg og ryðja þar snjó. Karl Friðriksson ræðir við ýtustjórann. — (Myndirnar tók vig.)
Með Karli Friðrikssyni
vegavinnuverkstjóra í
eftirlifsferð
Svellbunkarnir eru sfórhættulegir
HLUTVERK Vegagerðarinnar er
að vinna sem mest verk með
sem minnstum tilkostnaði. Þó
eru forstöðumenn hennar sýknt
og heilagt skammaðir af þeim,
sem um vegina fara, og hins veg-
ar hafa þeir aðhald frá sínum
yfirboðurum. Þessir ágætu menn
geta því aldrei gert neinum til
hæfis, því auðvitað er aldrei á
það minnzt, sem þeir gera vel, en
það er margt.
Mér þótti fróðlegt að bregða
mér í ferðalag með einum þess-
ara „dæmdu“ manna hér á dögun-
um og fylgjast með athugunum
hans. Að undanförnu hafði hann
fengið orð í eyra hjá vegfarend-
um hér á Norðurlandi, því megin
hluti veganna í umdæmi hans
var ófær vegna snjóa, og þá heimt
uðu auðvitað allir að mokað væri
og það strax.
Verkstjóri í 30 ár.
En Karl Friðriksson vegaverk-
stjóri fer jafnan nokkuð nærri
um það, hve miklu hann má
eyða hverju sinni í vegaviðhald,
enda er hann orðinn svo gamal-
reyndur í hettunni, búinn að vera
verkstjóri hjá ríkinu síðan 1927
að undanskildum einum tveimur
árum, sem hann var yfirverk-
stjóri hjá Reykjavíkurbæ. í
fyrra kostaði snjómoksturinn í
umdæmi hans, sem nær frá Öxna
dalsheiði að Jökulsá á Fjöllum,
rétt um eina og hálfa milljón
króna, og mun svipurinn á þeim
fyrir sunnan ekki hafa verið sér
lega frýnilegur er þeir sáu reikn-
ingana. Menn hafa áreiðanlega
verið fremur ánægðir með, hve
miklum snjó var rutt hér af veg-
um sl. ár, en þó sjálfsagt ekki um
of. Hins vegar er enginn vafi á
því að erfitt er að bera slíkar
fúlgur fyrir yfirboðara sína, þó
að þeir í flestum tilfellum fylg-
ist með kostnaðinum. Þannig er
það ekki sérstaklega auðvelt
tveimur herrum að þjóna.
— Jæja, þú er vaknaður og
kominn á fætur?
— Já, já. Karl minn. Ég skal
vera til eftir 15 mínútur. Bara
að fá mér morgundrykk og troða
filmu í myndavélina. Svo er ég
til.
Ég þurfti ekki að spyrja um,
hver væri í símanum, svo auð
þekkt var röddin. Það var einu
sinni símastúlka hér í bænum,
sem sagði við Karl Friðriksson,
greitt, eins og hann vildi sýna
Karli, að þetta væri nú ekki eins
bölvað og virtist við íyrstu sýn.
Hætt rnar á svellunum.
Allt í einu snarsnerist bílinn á
svellbunka og nam staðar þvers-
um á veginum. Jón hló, ég bölv-
aði, en Karl §agði ekki neitt.
Þarna var í raun og veru ekki
um neina torfæru að ræða, en
Karl var hugsi út af þessu. Það
var að vissu leyti ábyrgðarhluti
að opna veginn, ef mjög var hætt
á svellbunkum sem þessum. Þgð
var ekki óalgengt, að slys hlyt-
ist af óvarlegri keyrslu á hálku.
Mönnum hættir til að gleyma
háikunni, þegar svellbunkinn er
nálega sléttur. Einkum er hættu-
legt að fara þá fyrst að slá af
ferðinni, er komið er út á bunk-
ann.
Um þetta urðu nokkrar umræð-
ur hjá okkur. Annars gekk ferðin
tiltölulega vel, og fyrirstaða gat
hvergi talist að marki fyrit jepp-
ann, þótt seinfarið færi á köfl-
um.
Þannig héidum við áfram aílt
vestur að Reitgili vestan við Klif-
ið, en þar byrjar Giljareiturinn.
Allónotalegir svellbunkar voru
víða á þessari leið, og á mörgum
stöðum rann vatn yfir veginn,
og er ekki að efa, að þar mynd-
azt feikna stórir bunkar, ef ekki
er að gert og reynt að stemma
stigu við rennslinu.
Karl er nú kominn á þá skoð-
un, að rétt sé að ryðja veginn,
ef þíðviðrið haldist, og eins sé
naunðsynlegt að senda flokk
manna með veginum og freista
þess að koma vatnsrennslinu
gegnum ræsin, en sýnilega eru
víða bæði snjór og kiakatappar
j þeim, og getur þá oft verið
næsta óhægt um vik.
Hvað um brýrnar á þjóðleiðinni?
Á heimleiðinni barst ýmislegt í
tal viðkomandi vegum og brúar-
gerð.
Ég spurði m. a. að því, hvenær
SANTIAGO, 31. jan. — Undan-
farið hefir staðið yfir heims-
meistarakeppni í basketball og
eru Rússar meðal þátttakenda.
En nú hafa þeir í miðjum klíð-
um hætt keppninni, þar sem þeir
neituðu að keppa við Þjóðernis-
sinna á Formósu. Rússarnir
voru orðnir stigahæstir ásamt
Bandaríkjamönnum, með 10 stig
hvor, þegar þeir fóru út úr
keppninni.
Þarna sér upp bröttu brekkuna I Klifinu á öxnadalsheiði. Heita má að hún sé öll einn svell-
bunki. Þarna er lífshættulegt að fara ef ekki er hægt að laga veginn, því framan við hann
er hengiflug niður í Heiðarárgil.
j þegar biluð var langlínan til
Reykjavíkur, að hann þyrfti enga
línu. Hann gæti bara kallað í
þá fyrir sunnan.
Vestur í Öxnadal.
Á tilskildum tíma héldum við
út úr bænum í jeppanum hans
Karls, en ökumaður var Jón Ás-
kelsson. Jeppinn var búinn gadda
keðjum á öllum hjólum, því ekki
var búizt við góðu færi. Tilgang-
ur ferðarinnar var að athuga,
hvort tiltækilegt væri að ryðja
veginn frarn Öxnadal og upp á
Öxnadalsheiði, en hlákan að und
anförnu hafði breytt mjög við-
horfum forstöðumanna vegagerð
arinnar í þessu efni. Karl vildi
ekki hafa neinar sögusagnir ann-
arra um færið. Hanp átti að taka
ákvörðunina, hvort eyða skyldi
nokkrum þúsundum í þetta og
hann vildi því sjá það með eigin
augum, hvort leggjandi væri í
fyrirtækið.
Veðrið var eins gott og hægt
er að búast við á Þorra, sunnan
gola og svo til frostlaust.
Ekki vorum við fyrr komnir
vestur fyrir Moldhaugahálsinn,
en við lentum í snjóhöftum, sem
voru talsverðar hindranir á veg-
inum.
— Jæja, byrjar það þá svona,
sagði Karl, — ekki held ég mað-
ur fari nú að moka, ef það er
svona alla leiðina.
V>ð héldum áfram og Jón ók
við mættum vænta brúar á Öxna
dalsá. Karl kvaðst ekki vita það
nákvæmlega, en þó skildist sér,
að litlar líkur væru til þess a8
það yrði á næsta sumri.
Brúargerð á ýmsum stöðum
barst nú í tal. Skammt vestan
heiðarinnar hefir nýlega verið
reist brú, er kostaði ■.nilljónir,
og við hana mikill varnargarður.
Þetta er yfir Norðurá vil Silfra-
staði. Á sama tíma eru brýrnar
á alþjóðaleiðinni milli Norður-
og Suðurlands, á Húseyjakvísl,
Kotá og Öxnadalsá látnar óhreyfð
ar, en þær gætu dottið niður hve
nær sem er, auk þess sem þær
eru svo mjóar, að þær fullnægja
engan veginn kröfum tímans. —
Þannig ganga 7 bæir í Skagafirði
fyrir meginhiuta allra byggða á
Norðurlandi með samgöngur. Hitt
er svo enn annað mál, að fyrir
það fé sem þessi eina brú kostar,
mun vera hægt að byggja að
mestu leyti allar fyrrgreindar
brýr.
— Þetta er vegr.a þess að eng-
inn þingmaður telur sér skylt að
annast þjóðvegina, segir Karl og
hlær við. Hreppapólitíkin er
miklu nauðsynlegri á Alþingi en
hagur heilla byggðarlaga eða
landshluta.
Við förum nú að ræða um
pólitík og kjördæmi, og er það
ekki til birtingar hér að þessu
sinni.
Betra að hafa lokað, en að menn
drepi sig.
Á heimleiðinni mætum við
stórri ýtu, sem er á leiðinni út
á Dalvíkurveg til þess að ryðja
burtu nokkrum höftum, sem veg-
hefillinn hefur ekki ráðið við.
Þetta er stærsta ýtan, sem Vega-
gerðin hér á Akureyri hefir til
umráða, 14 tonn að þyngd, en það
er ekki hægt að senda hana vest-
ur á Öxnadalsheiði á veturna,
vegna þess, að hún kemst ekki
yfir brúna á Öxnadalsá, en á
sumrin er henni ekið yfir ána
á vaði.
Karl ræðir nokkra stund við
ýtustjórann og svo höldum við
áfram.
— Ætli maður láti ekki hefil-
inn skafa þarna vestur á heið-
ina ef hann helzt hlýr. Það er
meira en helmingi ódýrara að
senda hann en ýturnar, og ég
held að hann vinni á því. En
blessaður, ef þú ætlar eitthvað
að skrifa um þetta, þá varaðu
menn við svellbunkunum, því ég
vil heldur að vegurinn sé lokað-
ur en að menn fari að drepa sig
á svellunum, segir Karl Friðriks-
son að lokum.
—vig.
Þannig myndast hinir hættulegu svellbunkar. Vatnið rennur yfir veginn og þótt aðeins sé lítið
frost, bólgnar það upp og myndar svellalög og oft háa bunka, sem geta verið bæði illfærir og
stórhættulegir yfirferðar. Myndin er tekin framan við Engimýri í Öxnadal.