Morgunblaðið - 05.02.1959, Page 14
14
MOKGVTÍBr.A»IB
FJmmtudagur 5. febr. 1959
Þrengslin geta verið snjólaus
jbó Hellisheiði sé ófær af snjó
Ræða Sigurdar Ó. Ólafssonar um
Austurveg á Alþingi i gær
nýi vegurinn svo snjóléttur að um
óverulegan snjómokstur hefði
verið að ræða á honum.
Þrengslin og niður í Ölfus. Þessi
vegagerð myndi kosta um 3 millj.
króna. Árlegt tillag tii verksins
mun vera rúm 1 millj. króna. Ef
unnið væri aðeins fyrir þá upp-
hæð á næsta sumri, myndi vanta
tæpar 2 millj. króna til að ljúka
verkinu.
Að áliti flutningsmanna þessarar
tillögu, er hér um svo litla upp-
hæð að ræða, að ekki eigi að láta
það dragast eitt eða tvö ár enn
að opna þessa leið. Það er of
mikil fjárhagsleg áhætta. Hafi
ríkissjóður enga möguleika til
þess að ljúka verkinu án þess að
taka lán til þess þá er heimildin
til lántöku til í lögunum, og hana
ber þá að nota, til að ljúka þess-
um kafla.
í GÆR var tekin til umræðu í
•ameinuðu Alþingi þingsályktun-
artillaga frá Sigurði Ó. Ólafssyni
o. fl. um að hraða lagningu Aust-
urvegar. Tillagan og greinargerð
fyrir henni var birt í blaðinu í
gær. Fyrsti flutningsmaður, Sig-
urður Ó. Ólafsson, 2. þm. Árnes-
inga, fylgdi tillögunni úr hlaði og
mælti á þessa leið:
ÞEGAR lögin um Austurveg voru
sett 1946, hafði farið fram ná-
kvæm og víðtæk rannsókn á
samgönguleiðum milli Reykja-
víkur og Suðurlandsundirlendis-
ins, einkum vegna vetrarflutn-
inganna. Milliþinganefnd sem
hafði starfað að þessu, ásamt
vegamálastjóra, samdi ýtarlegt
nefndarálit um málið og lagði
einróma til að leggja skyldi nýj-
an veg frá Lækjarbotnum um
Þrengsli og Ölfus, að Ölfusárbrú.
Þessi leið yrði aðeins lengri en
Hellisheiðarleiðin, en hefði aftur
á móti þann kost ,að vera á annað
hundrað metrum lægri, og þar af
leiðandi gæti hár og breiður veg-
ur þar, verið snjólaus, þó Hellis-
heiði væri ófær af snjó.
Eins og þarna kemur fram er
valin fyrir hinn nýja veg sú leið-
in sem snjólaus er og í samræmi
við það, sett það ákvæði í lögin,
að fyrst skyldi leggja kaflann af
núverandi Suðurlandsbraut neð-
ar í Svínahrauni um Þrengslin
austur í Ölfus.
Þegar sá kafli hefði verið lagð-
ur, væri þeim tilgangi náð, að
hafa opna snjóléttustu leiðina
milli Reykjavíkur og Suðurlands-
undirlendisins. Lögin um Austur-
veg voru samþykkt á Alþingi
1946.
En 10 ár liðu svo að ekki voru
hafnar framkvæmdir um vega-
lagninguna. Aftur á móti var á
þessum árum lokið við að lengja
Krýsuvíkurveginn og hefir sú leið
verið öryggisvetrarvegur og á-
vallt farin þegar Hellisheiði hef-
ir verið ófær. En stærsti gallinn
á Krýsuvíkurleið er sá, að hún
er rúmlega 40 km lengri en leiðin
um Hellisheiði, og einnig hætt
við snjóþyngslum á köflum.
Undanfarin 2 ár, hefir nú verið
unnið að lagningu Austurvegar,
fyrir fé af benzínskatti. Er lokið
við að leggja kaflann frá Suður-
landsbraut í Svínahrauni, um
tæplega 5 km vegalengd, með
hliðarbraut upp í Hveradali. Er
þessi leið nú farin, eingöngu í
stað gamla vegarins í Svína-
hrauni. Mun þetta spara mjög
kostnað við snjómokstur, þar sem
Svínahraunsvegurinn gat verið
mjög erfiður yfirferðar í snjó,
vegna þess hvernig hann er
lagður.
En þó þessum áfanga sé náð
er ekki nóg að gert.
Nú vantar að leggja 10—11 km
i viðbót, það er að segja í áfram-
haldi af því sem nú er komið,
áfram um Þrengslin og niður í
Ölfus, austan Vindheima. Þá er
takmarkinu náð, að geta farið,
að vetrinum, snjóléttustu leiðina
sem til er milli Reykjavíkur og
Suðurlandsundirlendisins, sem er
þó ekki nema iítið eitt lengri en
stytzta leiðin, sem er um Hellis-
heiði.
Með sama fjármagni og veitt
hefir verið til vegarins tvö undan-
farin ár, tekur 2-3 ár að leggja
þenna kafla, sem hér um ræðir.
En nú er ef til vill spurt,
„Liggur nokkuð á? Er ekki ágætt
að fá þenna veg eftir 2—3 ár?
Margir verða að bíða lengur eftir
sínum vegum og meira að segja
þeir sumir hverjir, sem enga vegi
hafa.“
Allt getur þetta haft nokkurn
sannleik að geyma, en hér stend-
ur nokkuð sérstaklega á og skal
ég víkja að því nokkrum orðum.
Eins og kunnugt er, er leiðinni
„austur yfir fjall“ haldið akfærri
allan veturinn, hvað sem það
kostar, þó ekkj sé til annars, en
að bílar þeir, sem flytja hin
55—60 tonn af mjólk og mjólkur-
vörum, daglega frá Mjólkurbúi
Flóamanna til Reykjavíkur kom-
ist leiðar sinnar. En þetta
verður ekki gert kostnaðar-
Sigurður Ó. Ólafsson
laust. Sl. vetur var eytt í snjó-
mokstur á þessum leiðurn um
750 þús. krónum. Mest af þessu
fé fór til snjómoksturs í Svína-
hrauni og á Hellisheiði en nokkuð
á Krýsuvíkurleið, því Hellisheiði
lokaðist, þrátt fyrir allt, i nokk-
urn tíma. Mikið af þessari upp-
hæð hefði sparazt ef Þrengsla-
vegurinn hefði verið kominn, því
þá hefði hvorki verið mokað í
Svínahrauni né á Hellisheiði og
Hvern dag sem um Krýsuvik
þarf að fara, er um 38 km við-
bótarleið að ræða. Það vill segja
allt að 150 króna aukakostnaður
á hvert tonn sem flutt er, eða um
9 þús. krónur á dag, fyrir dag-
legan flutning frá M. B. F. þessa
leið.
Veturinn 1950—1951, lét vega-
málastjóri fara fram athugun á
því hver aukakostnaður var þá
við að aka um Krýsuvík, en þann
vetur var Hellisheiðarvegurinn
lokaður af snjó í rúmlega 100
daga.
Við þessar athuganir kom i ljós
að væntanlega hefði mátt spara
allt að IV2 milljón króna þessa
rúmlega 100 daga sem fara varð
Krýsuvíkurleiðina, ef Þrengsla-
leiðin hefði verið opin þá.
í lok skýrslu sinnar, um þetta
mál segir vegamálastjóri:
„Þar sem hér er um að ræða
mjög mikinn, árlegan kostnað,
sem vonazt er til að komast megi
hjá, ef nýr vegur er byggður um
Þrengslin, er augljóst að sú vega-
gerð er öllum hlutaðeigendum
mikið hagsmunamál.“
Eins og af þessum ummælum
vegamálastjóra er Ijóst, kemst
hann að þeirri niðurstöðu, eftir
ýtarlegar athuganir, að hver dag-
ur, sem fara verður um Krýsu-
víkurleið, hafi um 15 þús. króna
aukakostnað í för með sér. Þetta
var 1951. Síðan hefir flutnings-
kostnaður stóraukizt og flutnings
magnið á þessari leið einnig.
Ég hygg því að þessi auka-
kostnaður við að aka Krýsuvíkur-
leið nú, sé e. t. v. 20—25 þús.
krónur á dag e. t. v. meira.
Eins og áður er sagt, er eftir
að leggja 10—12 km kafla um
Sunnukór-
inn 25 ára
ísafirði í janúar.
SUNNUKÓRINN á ísafirði var
stofnaður 25. janúar 1934. For-
göngumenn að stofnun kórsins
voru þeir: séra Sigurgeir Sig-
urðsson, síðar biskup, þáverandi
sóknarprestur ísfirðinga, Jónas
Tómasson tónskáld, þáverandi
og núverandi organisti ísafjarð-
arkirkju og Elías J. Pálsson
kaupmaður, þáverandi formaður
sóknarnefndar. Fyrstu stjórn
kórsins skipuðu: séra Sigurgeir
Sigurðsson, María Jónsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir, Sigríður
Jónsdóttir og Halldóra Halldórs-
dóttir.
Stofnun Sunnukórsins markaði
tímamót í ísfirzku sönglífi. —
Kirkjusöngurinn varð betri, og
mun óvíða betri hérlendis.
Auk kirkjusöngsins hefir
Sunnukórinn haldið uppi söng-
störfum á öðrum vettvangi, með
söngmótum hér á ísafirði og söng
förum víðs vegar um landið og
þátttöku sinni við ýmsar þjóð-
hátíðir, svo sem 17. júní, full-
veldisdaginn og Skálholtshátíð-
ina 1956.
Séra Sigurgeir var formaður
Sunnukórsins fyrstu árin, eða
þangað til hann tók við biskups-
embættinu 1939; en þá tók Elías
J. Pálsson við formennsku kórs-
ins og gegndi henni næstu 9
árin. Vann hann trúlega að við-
gangi kórsins og er nú heiðurs-
félagi hans.
Að sjálfsögðu hefir þó aðal-
starfið hvílt á söngstjórum kórs-
ins: þeim Jónasi Tómassyni og
Ragnari H. Ragnars. Jónas var
einn söngstjóri Sunnukórsins
fyrstu 15 árin og hefir því frá
fyrstu tíð átt mestan þátt í hinu
mikla starfi kórsins. Leysti hann
jafnan starf sitt af höndum með
miklum dugnaði og ótrúlegri
þrautseigju. Það er nær ótrúlegt
hverju Jónas hefir afkastað í
söngmálum ísfirðinga, enda má
heita að hann sé síungur og förl-
ist hvorki né eldist. Að vísu
hefir mikið létzt um starf Jón-
asar síðustu 10 árin síðan Ragn-
ar H. Ragnars kom til. Hefir
samstarf þeirra verið hið bezta.
Auk venjulegra söngskemmt-
ana hefir Sunnukórinn flutt tvær
óperettur. Hin fyrri „Meyjar-
skemman" 1. þáttur, sem frú Jó-
hanna Johnsen stjórnaði og
„Bláa kápan“, stjórnandi frök-
en Sigrún Magnúsdóttir.
Á árshátíðum Sunnukórsins
hafa jafnan verið fluttir gaman-
leikir og söngur jöfnum hönd-
um.
25 ára hófinu stjórnaði vara-
formaður kórsins, Samúel Jóns-
son, í fjarveru formannsins, sem
er utanlands. Hann rakti sögu
kórsins frá upphafi. Frú Margrét
Finnbjarnardóttir söng einsöng.
Sunnukórinn söng undir stjórn
Ragnars H. Ragnars. Leikinn var
gamanþáttur, og margar ræður
voru fluttar. Þá barst Sunnukórn
um peningagjöf frá hjónunum
Láru Eðvaldsdóttur og Elíasi J.
Pálssyni.
ísfirðingar eiga Sunnukórnum
mikla þakkarskuld að gjalda
fyrir starfið á undanförnum 25
árum. Sunnukórinn hefir veitt
þeim margar ánægjustundir og
unnið stórmerkilegt menningar-
starf. Síðast en ekki sizt ber að
meta kynningarstarf Sunnukórs-
ins út á við. Hann hefir þar verið
góður fulltrúi ísfirðinga.
Sunnukórinn hefir nú í hyggju
utanför á komanda sumri. Einn-
ig þar myndi hann reynast góð-
ur fulltrúi.
Núverandi stjórn Sunnukórs-
ins skipa: Séra Sigurður Kristj-
ánsson, Gunnlaugur Jónsson,
bóksali og frk. Jónína Jakobs-
dóttir.
Arngr. Fr. Bjarnason.
Gamla mjólkurstöðin við Snorrabraut..
Gæðamatið ó lika að skapa
aðhald fyrir mjólhursamlögin
f SAMBANDI við „vígslu" Osta
og smjörsölunnar í gömlu mjólk-
urstöðinni við Snorrabraut í gær,
skýrði formaður stjórnar fyrir-
tækisins frá því, að þar myndi
innan fárra vikna verða opnuð
nýtízkuleg sýningarbúð með osta.
Það er m. a. hugmyndin að
Osta og smjörsalan beiti sér fyrir
þvi að hafin verði framleiðsla á
fleiri tegundum osta en nú tíð-
kast. í búðinni, sem hafa mun á
boðstólum einungis heila og hálfa
osta, á kaupandinn að geta keypt
osta „á öllum aldri“, af öllum
þeim tegundum, sem framleiddar
eru í mjólkursamlögunum.
stjórn matsins með höndum,
munum enn fara í leiðangur, og
þannig halda áfram að leiðbeina
eftir því, sem okkur þykir þurfa.
Einn gestanna, sem hlýddi á
frásögn hins norska mjólkurfræð-
ings, skaut því hér inn í, að eftir
að hafa skoðað osta- og smjör-
geymslur og aðra veigamikla
þætti í starfsemi fyrirtækisins
við Snorrabraut, mætti öllum
Ijóst vera, að það myndi vera
hægt að framkvæma svo vanda-
samt verk sem mat á smjöri og
ostum. Almenningur verður að
geta treyst því að matið sé ör-
uggt og óbrigðult.
Meðal þeirra, er voru við opn-
un Osta- og smjörsölunnar við
Snorrabraut í gærdag, var norsk-
ur mjólkurfræðingur, Jakob
Viske, sem starfa mun á vegum
fyrirtækisins um nokkra mánaða
skeið. Það er hugmyndin að hann
ferðist um á milli mjólkursam-
laganna og veiti þar leiðbeiningar
og fræðslu um framleiðsluhætti
og meðferð mjólkurinnar.
Þar sem það mun vera nokkuð
almennt að menn hafi litla hug-
mynd um hvað sé átt við þegar
rætt er Um gæðamat á smjöri og
ostum, og hvernig það sé fram-
kvæmt, þá skýrði Viske þetta
stuttlega fyrir nokkrum gestum
í gærdag. j
Hann kvast hér hafa orðið
þess var, að fólk teldi að með
gæðamati, þá ætti að tryggja það
eitt að fyrsta flokks smjör komi1
á markaðinn. Þetta er auðvitað 1
hárrétt. En með gæðamatinu á 1
líka að skapa öruggt aðhald gagn '
vart mjólkursamlögunum. —
Þannig, áð ef þau senda til okkar
smjör eða osta, sem ekki stand-
ast gæðamat til flokkunar í úr-
valsflokk, þá fer sú vara ekki í
þann flokk ,heldur þann sem hún
á heima í. Þannig er t. d. alveg
óhugsandi að smjör, sem ekki er
samkvæmt okkar mati í gæða-
flokki, verði bætt upp með því að
hræra því saman við úrvalssmjör
til þess að ná upp gæðamati þess
lélega, sagði Jakob.
Gæðamatið er framkvæmt eftir
alveg ákveðnum reglum, sem eru
strangar, en í sambandi við smjör
framleiðsluna má geta þess, að
eitt höfuðatriði við gæðamatið er
athugun á strokkun þess. Varð-
andi ostana kemur ýmislegt til
greina, svo sem frágangur og út-
lit, en svo kemur til kasta rann-
sóknarstofunnar að athuga ýmsa
aðra þætti og flóknari.
Jakob Viske kvaðst þegar hafa
ferðazt um milli mjólkursamlag-
anna og gefið leiðbeiningar. Við
Árni Waag, samstarfsmaður
minn, og sá, sem hafa mun yfir-
Elliheimilinu
Betel færð stór-
höfðingleg gjöf
í VESTURHEIMSBLAÐINU Lög-
berg er frá því skýrt að frú Signý
Eaton hafi sent stórhöfðinglega
jólagjöf í byggingarsjóð elliheim-
ilisins Betel, en þar dvelja nokkr-
ir tugir aldraðra íslendinga, eins
og kunnugt er. Sendi frú Signý
heimilinu 5000,00 dollara gjöf.
Frú Signý er kona á fimmtugs-
aldri, fædd í Vesturheimi, og var
eftirnafn hennar Stefánsson, áður
en hún giftist John David Eaton.
sem er auðrnaður, eigandi Eaton-
verzlananna, sem þekktar eru um
allt Kanada. Hefur frú Signý
Eaton ávallt sýnt mikla ræktar-
semi við íslenzk málefni vestan
hafs og stutt íslenzka starfsemi
þar með fjárframlögum. M. a.
mun hún hafa látið verulega af
hendi rakna við hinn íslenzka
kennarastól við Manitóbaháskóla.
Hin rausnarlega gjöf frú
Signýjar Easton til elliheimilisins
Betel var sérstaklega tímabær.
Nýlokið er endurbyggingú og við-
bót við elliheimilið, og fór kostn-
aður fram úr áætlun, enda er
Betel talið eitt fullkomnasta
heimili sinnar tegundar í Mani-
toba og þó víðar væri leitað. Er
ánægjulegt til þess að vita að
öldruðu fólki af íslenzka þjóðar-
brotinu skuli vera veitt svo gott
heimili og aðhlynning á sínum
efri árum. Flestir vistmenn þar
tala íslenzku, og hefur prestur
sem þar starfaði látið hafa það
eftir sér að ekki þýði að hafa
í því embætti annan en fslend-
ing. Hefur blaðið frétt að ekkl
verði þess langt að bíða, að
þangað komi aftur ísl. prestur.