Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 1
20 siður Glœsilegur sigur issinna í Iðju Kommúnisfar missa enn fylgi meðal verksmiðjufólks ÚRSLIT stjáMiarkosninganna í Iðju, sem fram fóru um síðustu taelgi urðu mikiil sigur fyrir lýðræðissinna í félaginu. Hlaut listi þeirra, B-listinn, 777 atkvæði en A-listi kommúnista hlaut 438 atkvæði. Auðir seðlar voru 31 og 7 ógildir. Samtals greiddu 1353 atkvæði af 1461. sem á kjörskrá voru. 1 fyrra féllu alkvæði þannig við stjórnarkjör í Iðju, að listi tvðræðissinna nlaut 804 atkvæði, listi kommúnista 466 atkvæði, M seðlar voru auðir og 4 ógildir. Samtals greiddu þá 1315 atkvæði »f 1479 á kjörskra Dulles dregur sig í hlé Ivðrœð- Guðjón Sv. Sigurðsson WASHINGTON, 9. febrúar. — NTB-Reuter. — Dulles utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hefur dregið sig í hié frá öllum opin- berum störfum um stundarsakir af heilbrigðisástæðum. Tilkynn- ing um þetta var send frá Hvíta húsinu seint í kvöld. Dulles ræddi við fréttamenn í dag eftir för sína til London, Parísar og Bonn, og lét vel af henni. Kvaðst hann hafa átt gagn legar viðræður í þessum þremur höfuðborgum, einkum um ástand ið sem skapazt hefði vegna hót- ana Rússa í Berlínarmálinu. — Hann hefði fengið staðfestingu á því, að Vesturveldin og Vestur- Þýzkaland væru einhuga í þessu máli og staðráðin í að láta ekki undan síga. Þessi ríki mundu aldrei sætta sig við, að Vestur- Berlín yrði einangruð, og yfir- leitt hefði verið eining um það, hvað gera skyldi ef Rússar létu til skarar skríða í Berlín. Dulles var spurður um mögu- leika á fundi utanríkisráðherra Vesturveldanna og Sovétríkj- anna. Kvað hann Vesturveldin fús til að reyna allar leiðir til samkomulags við Sovétríkin. Á slíkum fundi væri æskUegt, aS fjallað yrði um allar hliðar Þýzkalandsvandamálsins, um Berlín, sameiningu landsins og friðarsamninga, og um öryggis- mál Evrópu í heild. Ávarp til Iðjufélaga frá Cuðjóni Sv. Sigurðssyni formanni Iðju EG VIL fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, þakka meðlimum fé- lagsins fyrir hið mikla traust, sem þeir hafa sýnt okkur. Við munura leitast við eins og áður að berjast af fremsta megni fyrir hagsmunamálum þeirra. GUÐJÓN SV. SIGURÐSSON Lars Lynge rœðst á danska stjórnmálamenn Samningar um fiskveiði lögsögu Fœreyja Lýðræðissinnar hafa þvi aukið fylgi sitt nokkuð hlutfallslega ra kommúnistar tapað að sama skapi. Auðsætt er að verksmiðju- fólk í Reykjavík hefur ekki látið Ksingaskrif kommúnista gegn niðurfærslu verðbólgunnar hafa áhrif á sig. Hin nýja stjórn Iðju er skipuð þessu fólki: Formaður: Guðjón Sv. Sigurðsson. Varaformaður: Ingimundur Erlendsson. Ritari: Þorvaldur Ólafsson. Gjaldkeri: Ingólfur Jónasson. Meðst j órnendur: Jóna Magnúsdóttir. Ingibjörg Arnórsdóttir. Steinn Ingi Jóhannsson. Varastjórn: Björn Jónatansson. Búi Þorvaldsson. Klara Georgsdóttir. Trúnaðarmannar áð: Auður Jónsdóttir. Ragnheiður Sigurðardóttir. Magnús Pétursson. Þorvarður Áki Eiríksson. Endurskoðendur: Eyjólfur Davíðsson. Oddgeir Jónsson. BAGDAD, 9. febr. NTB-Reuter. — Stjórnin í írak bannaði í dag útkomu kommúnistablaðsins „Ittihad el Shaab“ (Þjóðarein- ing) í eina viku vegna ummæla blaðsins í sambandi við breyt- ingarnar, sem gerðar voru á stjórninni um helgina. Hinn nýi upplýsingamálaráð- herra, Hussein Jamilhad, tjáði aðalritstjóra blaðsins að leiðar- inn í morgun bryti í báða við hagsmuni ríkisins. í þessum umdeilda leiðara hafði ritstjórinn sakað nokkra af þeim sex ráðherrum, sem báð- ust lausnar á laugardaginn, um ZÚKICH, 9. febrúar. — NTB- Reuter. — Utanríkisráðherrar Grikklands og Tyrklands ræddu í kvöld grundvallaratriðin og einstök smáatriði í væntanlegum sáttmála um Kýpur. Fyrr í dag höfðu forsætisráðherrarnir rætt saman í röskan ZVz tíma. Averoff utanríkisráðherra Grikkja sagði í dag, að horfurn- KAUPMANNAHÖFN, 9. febr. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — Frá Godthaab hefur borizt skeyti um að Lars Lynge, sonur Augo Lynges, grænlenzka þing- mannsins sem fórst með „Hans Hedtoft“, hafi sent út yfirlýs- ingu, þar sem hann gagnrýnir harðlega hina svonefndu „flug- málanefnd“, sem var sett á laggirnar fyrir tveimur árum til að fjalla um flugið til Græn- lands, en hefur ekki lagt fram að hafa reynt að koma í veg fyr- ir byltinguna og um að hafa svik- ið hugsjónir byltingarinnar. Hann hafði látið í veðri vaka, að breytingarnar á stjórninni væru skref í rétta átt, og sagt að hin ákveðnu viðbrögð stjórn- arinnar hefðu orðið þess vald- andi, að fjarlægður hefði verið hópur manna, sem afturhalds- seggir og baktjaldamakkarar hefðu bundið miklar vonir við. Hingað til hefur ekkert annað blað rætt breytingarnar á stjórn- inni. Þá hafa fréttamenn vakið athygli á því, að árásirnar á Arabiska sambandslýðveldið eru svo að segja úr sögunni í írak. ar á samkomulagi væru jafn- miklar og líkurnar til að það næðist ekki. Hann kvað bæði Grikki og Tyrki hafa haft það í huga, meðan á viðræðunum stóð, að Bretar ættu hernaðarlegra hagsmuna að gæta á Kýpur. Náist samkomulag ó þessum fundi í Zurich, fara griski og tyrk -neski sendiherrann flugleiðis til London til viðræðna við Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta. neinar raunhæfar tillögum enn- þá. — Lars Lynge kveðst vona, að hin væntanlega nefnd um vetr- arsiglingar til Grænlands verði fljótvirkari. Að öðrum kosti verði að fá Grænlandssiglingar í hendur einkafyrirtækjum, sem kynnu að fá ríkistryggingu. I yfirlýsingunni segir enn- fremur: „Ég vísa til tillögunn- ar, sem faðir minn lagði fram fyrir löngu. Nú verða stjórn- málamennirnir að bregða venju sinni og hlusta á okkur Græn- lendinga, en ekki halda upptekn- um hætti og gera málið að póli- tísku bitbeini. Hinir fáu íbúar Grænlands hafa þegar misst of marga úr sínum hópi, og hafa ekki efni á að missa fleiri. Við krefjumst skjótra aðgerða til að koma í veg fyrir, að fleiri verði fórnarlömb þröngsýnna stjórn- málamanna.“ DJAKARTA, 9. febr. NTB-Reut- er. — Bandaríkjastjórn hefur lof- að að láta af hendi við her, flota og flugher Indónesíu ýmiss kon- ar vopn. Meðal þeirra verða létt vopn handa 20 herfylkjum og nýtt skip handa flotanum. Haft er fyrir satt að þessi vopn muni alls kosta um 40 milljónir dollara, en sú tala hefur ekki verið staðfest opinberlega. Hið nýja skip sem flotinn fær verður eftirlitsskip. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um það, hvers konar vopn flug- herinn fær. Stjórnmálafréttaritar ar eru yfirleitt undrandi yfir vopnasölunni til flughersins, þar sem Indónesíustjórn ákvað í fyrra að festa kaup á MIG-orrustuþot- um og Iljusjin-sprengjuflugvél- um frá kommúnistaríkjunum. KAUPMANNAHAFNARBLAÐ- IÐ „Dagens Nyheder" birti þá frétt á laugardaginn, að allir stjómmálaflokkar í Færeyjum nema Þjóðveldisflokkurinn hefðu nú fallizt á málamiðlunartillögu danskra og brezkra sérfræðinga í landhelgismáli Færeyja og nú sé hægt að undirrita samning um nýja fiskveiðilandhelgi Fær- eyja. Viggo Kampmann hafi boðið VARSJÁ, 9. febr. — NTB-AFP — Kaþólski presturinn Marian Pirozynski var i dag dæmdur í tveggja ára fangelsi af dómstóli í Varsjá. Jafnframt var honum gert að greiða 400 zloty í sekt. Faðir Pirozynski, sem gefur út kaþólska tímaritið „Homo Dei“, var tekinn fastur í júní í fyrra. Hann er sakaður um að hafa keypt pappír á svörtum markaði, mútað opinberum starfsmönnum, skipt gjaldeyri á ólöglegan hátt og gefið út trúmálarit. Tíu aðrir menn, sem einnig voru ákærðir í þessu máli, voru dæmdir í fangelsisvist frá 3 mán- uðum upp í lVz ár. Þá voru fjórir menn dæmdir til að missa borg- araleg réttindi í tvö ár, þeirra Engar skuldbindingar Bandaríski sendiherrann, How- ard Jones, heimsótti í dag dr. Djuanda forsætisráðherra og til- kynnti honum, að Bandaríkja- stjórn hefði skuldbundið sig til að afhenda vopnin. í Haag sagði for- mælandi hollenzka utanríkisráðu- neytisins, að hollenzku stjórninni hefði verið tilkynmt um þessi við- skipti fyrirfram. Ifann staðfesti að hollenzka stjórnin liti svo á, að það væri ábyrgðarmál ríkisins, sem seldi vopnim, hvernig þau yrðu notuð. Djuanda forsætisráðherra lét svo ummælt, að ekki hefðu verið sett nein skilyrði fyrir vopnasöl- unni. Þau verða greidd á löngum tíma og koma ekki undir hern- aðarhjálp Bandaríkjanna við önn ur ríki. Þegar hann var spurður, hvort Bandaríkim hefðu ekki sett það að skilyrði, að vopnin yrðu ekki notuð til árása á hollenzku Guineu, kvað hann þetta ekki hafa verið rætt. John Hare sjávarútvegsmála- ráðherra Breta til Kaupmanna- hafnar til að undirbúa samning- ana. Samkvæmt þeim á fiskveiði- landhelgl Færeyja að vera sex sjómílur ,cn er nú fjórar. Þar fyrir utan verður svo sex sjó- mílna svæði, þar sem bannaðar verða togveiðar á tUteknum stöðum, og þar verða einnig.. önnur svæði þar sem aðeins fær- eyskir linubátar mega veiða. < á meðal forstjóri prentsmiðju, sem rekin er af ríkinu. Allir hinir sakfelldu höfðu neitað sakargiftum. Þetta eru fysrtu stóru réttarhöldin í Pól- landi gegn kaþólskum presti, síð- an stalinistunum var steypt í okt. 1956. Nýr íinnskur stjórnmálaflokkur HELSINKI, 9. febr. NTB-FNB. — Nýr stjórnmálaflokkur var í dag stofnaður á fundi í Pieksal- maeki í Suðaustur-Finnlandi. Nefnist hann Smábændaflokkur Finnlands. Formaður flokksins var kosinn Veikko Vennamo for- stjóri, sem var rekinn úr Bænda- flokknum í fyrra vegna skoðana- munar innan flokksins. Á fund- inum í dag var ákveðið að Smá- bændaflokkurinn komi sér upp prentsmiðju og bókaforlagi. í ræðu sinni sagði Vennamo í dag, að flokkurinn mundi fá allt að 25 sæti á þingi. ★------------------------★ Þriðjudagur 10. febrúar Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Tíminn og niðurgreiðslur land- búnaðarafurða. — 6: íslendingar hefðu fengið sM landa fiski í Bretlandi þútt brezku togararnir hefðu stöðT- ast. (Observer). — 8: Björgunarvél frá Keflavík leM- ar skipbrotsmanna af mHui Hedtoft". Frásögn ísl. flug- manns. — 9: Fróðlegur fyrirlestur um sílé- veiðar og síldarrannsóknir. — 10: Forystugreinin: Björn að bahi Kára. —- 11: Tvö samtöl við Hemmingwajr og „gamla manninn". — 13: Hlustað á útvarp. ★-----------------------★ Kassem bannar útkomu kommúnistablaðs Grikkir og Tyrkir rœðast enn við Bandaríkin selja Indó nesíu vopn Réttarhöld gegn kirkj- unnar þjónum í Póllandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.