Morgunblaðið - 10.02.1959, Page 2

Morgunblaðið - 10.02.1959, Page 2
r / MORGVlvnT 4Ð1Ð Þr’^judagur 10. febnlar 1059 Fasteignagjöld í Reykjavik ekki hækkuð frá jbv/ sem nú er Frá umræðum á Alþingi A DAGSKRÁ efri deildar Alþing is í gær var til fyrstu umræðu frumvarp til laga um heimild fyr ir sveitarstjórnir til þess að inn- heimta með álagi skatta og gjöid til sveitarsjóða, sem miðuð eru við fasteignamat. Er í grein frv. mælt svo fyrir, að þetta áiag megi vera allt að 100%. Friðjón Skarphéðinsson, dóms- málaráðherra, fylgdi frumvarp- inu úr hlaði. Skýrði hann svo frá, að þegar fjármálaráðuneytið hefði staðfest hið nýja fasteigna- mat 1. maí 1957 hefðu fallið úr gildi allar reglugerðir um fast- eignaskatta, vatnsskatta o.fl., svo og lög um heimild til að inn- heimta ýmis gjöld með 400% álagi. Flestar sveitarstjórnir hefðu ekki verið við þessu bún- ar og því ekki gætt þess, að setja þá þegar nýjar reglugerðir um þessi gjöld. Þá kvað ráðherrann það hafa komið í Ijós, að ýmis sveitarfélög, sem hefðu notað lagaheimildina um 400% álagið hefði fengið fast- eignamatið svo lítið hækkað að skattar og gjöld, sem við fast- eignamatið væru miðuð, lækkuðu stórlega og því væri nauðsynlegt, að veita ráðherra með lögum heimild til að jafna metin á þann hátt, sem gert væri ráð fyrir í þessu frv. Alfreð Gslason tók næstur til máls. Kvaðst hann ekki standa upp til að andmæla þessu frv. en þó vilja minnast á eitt atriði í þessu sambandi. Fasteignagjöld í Reykjavík hefðu hækkað nýlega. Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtu dag hefði bæjarfulltrúi Framsókn arflokksins borið fram tillögu um að gjöldin yrðu lækkuð aftur til samræmis við aðrar lækkanir nið urfærslufrumvarpsins. Þetta hefði verið fellt á bæjarstjórnar fundi gegn atkv. Framsóknar- og Alþýðubandalagsmanna. Nú ætti enn með þessu frv. að leyfa meiri hækkanir á fasteignagjöld- um bæjarins. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, 6. þm. Reykvíkinga, kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann vilja gera örfáar athugasemdir við ræðu Alfreðs Gíslasonar, sem hefði verið mjög villandi um þetta mál. Hann hefði gefið í gkyn, að ef frv. þetta yrði að lögum, mundi það væntanlega þýða, að fasteignagjöld í Reykja- vík yrðu stórhækkuð frá því sem nú er, jafnvel allt að 100%. Tilgangur þessa frv. væri fyrst og fremst sá, að leiðrétta mistök, sem ovöið hefðu á síðasta þingi, þegar samþykkt voru bráða- birgðalög um fasteignagjöldin. Með þeim lögum hefði verið tek- inn af sveitarfélögunum nokkur réttur, sem þau hefðu haft og nokkur bæjarfélög eins og t.d. Akureyri. hefðu verið svipt nokkru af sínum tekjustofni. Gunnar Thoroddsen kvaðst sér staklega vilja taka það fram út af ummælum Alfreðs Gíslasonar, að það hefði ekki komið til orða að hækka fasteignagjöld í Reykja vík frá því, sem nú væri, samkv. þessu frv., ef að lögum yrði. Gjalddagi fasteignagjalda I Reykjavík væri 2. janúar, upp hæð þeirra hefði verið ákveðin af bæjarstjórninni í október og staðfest af ráðherra í nóvember og hefði þetta allt verið komið í gildi og að vissu leyti til fram- kvæmda áður en lögin um niður- færslu verðlags og launa tóku gildi. Þá vék Gunnar Thoroddsen að því, að nýja fasteignamatið gæfi engan vegina rétta mynd af raun verulegu verðmæti fasteigna. Hefði því verið nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur um fasteignagjöldin eftir að það tók gildi. Þetta hefði verið gert á s.l. ári og afgreitt í bæjarstjórn Reykjavíkur svo að segja ágrein- ingslaust og staðfest af ráðherra og væri sér ekki kunnugt um neinar athugasemdir frá hans hendi, en pólitískt séð stæði þessi ráðherra mjög nærri Alfreð Gísla syni. ,Þá skýrði Gunnar Thoroddsen svo frá, að húsagjöld í Reykjavík, sem væru langstærsti liður fast- eignagjalda, væri nú ekki nema í mesta lagi fjórði til fimmti hluti af því, sem hann hefði ver- ið fyrir stríð miðað við verðmæti fasteigna. Væri því fráleitt að tala um einhverjar gífurlegar og ósanngjamar álögur í þessu sambandi. Varðandi þá fullyrðingu Al- freðs Gíslasonar, að fasteigna- Njósnamál Bleehingbergs tekið tyrir opinberlega Kaupmannahöfn, 9. febr. Einkaskeyti til Mbl. BORGARRÉTTURINN fjallaði í dag fyrir opnum tjöldum om njósnamál Blechingbergs, fyrr- ▼erandi starfsmanns danska sendi ráðsins í Bonn. Saksóknarinn gaf þær upplýsingar, að Bleching- berg væri ákærður fyrir sam- bönd við erlenda njósnaþjónustu, Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Sameign fjölbýlishúsa, frv. — 3. umr. 2. Samkomudagur reglulegs Al- þingis 1959, frv. — 2. umr. Fjögur mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Skipun prestakalla, frv. — 2. umr. 2. Skipulagning samgangna, frv. — 3. umr. S. Aætlunarráð ríkisins, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. 4. Hefting sandfoks og græðsla lands, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyíir. sem fyrir tilstilli hans hefði rek- ið njósnir á danskri grund. Blechingberg fékk til afnota sérstaka myndavél með „mikró- filmum“ og tilsögn í notkun hennar. Síðan gaf hann manni, sem hann nefnir Baumgarten, upplýsingar um ýmis mikilvæg landvarnarmál, þar á meðal um danska” hersveitir í Þýzkalandi. Margvisleg leyndarmál Leyniskjöiin, sem Blechingberg útvegaði Baumgarten frá sendi- ráðinu í Bonn, fjölbuðu m.a. um hlutverk Sjukovs marskálks í æðsta ráði Sovétríkjanna, heim- sókn Strauss landvarnaráðherra Vestur-Þýzkalands til Washing- ton, ályktanir Atlantshafsráðs- ins, flotastyrki vestrænna rikja og um Rapacki-áætlunina. Blechingberg, sem hefur fyrir löngu játað á sig sakir, kvað störf sín í Varsjá hafa komið sér í fjárhagsörðugleika. Hann fékk því lánaðar 30.000 danskar krón- ur frá danska sendiráðinu og greiddi þær aftur með ágóðanum af njósnastarfsemi sinni. gjöldin þurfi að lækka til sam- ræmis við launalækkanirnar, sagði Gunnar Thorodsen. að hér vissi þingmaðurinn, að hann væri að fara með mjög villandi hluti. Hann vissi vel, að árslaun launa- manna, verkamanna og allra starfsmanna Reykjavíkur yrðu hærri í ár en verið hefði í fyrra. Af þessu leiddi, að útgjöld bæj- arfélaganna vegna launa- greiðslna yrðu meiri í ár en í fyrra. Það væri um misskilning hjá þm. að ræða, ef hann héldi að hann væri hér að tala máli alþýðumanna eða hinna fátækari, því meginhluti fasteignagjalda lenti fyrst og fremst á þeim, sem ættu eignir í miðbænum, þar sem fasteignamatið eða verðmæti eignanna væri meira en annars staðar. Hækkunin næmi 200—300 kr. á ári á 2ja til 3ja herbergja íbj. Ef tillögur Alfreðs um lækk í fasteignagjaldanna ættu fram að ganga þyrfti Reykjavík- urbær að endurgreiða 7 til 8 milljónir, sem búið væri að greiða í bæjarsjóð og mestur hluti þess fjár færi til manna, sem ættu töluverðar eignir, en ekki til hinna fátækari. Gunnar Thoroddsen sagði að lokum, að sig furðaði nokkuð á framkomu Alfreðs Gíslasonar, sem leyfði sér eftir að tillögur hans hefðu ekki náð samþykki í bæjarstjórn — að koma klagandi inn á Alþingi og fara fram á að löggjafarvaldinu væri beitt til að lækka tekjustofna bæjarfélag- anna. Væri það vart sæmandi fyrir mann. sem kjörinn væri trúnaðarmaður bæjarfélagsins. ÍSLENZK stúlka, Kristín Helga Finnbogadóttir, verður ein af sýn ingarstúlkunum á tízkusýningu stærsta fyrirtækisins í London, sem leigir út brúðarkjóla, en sýn- ingin verður í Festival Hall 17. febrúar. segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Kristín er lesend um Mbl. kunn, því hún hefur sent blaðinu leikfréttir, kvik- myndafréttir og tízkufréttir frá London, þar sem hún er búsett, gift enskum leikara. Á sýningunni verða ekki að- eins sýndir enskir brúðarkjólar, heldur einnig brúðarkjólar frá Kína, Rússlandi, Persíu, Vestur- Indíum og Ástralíu og sýna þá stúlkur frá þessum löndum. Kristín verður í hálfsíðum hvít- um satín-brókaði kjól, með rós á brjóstinu. Það er eftirlíking af Diorkjól. , Eldur í bát á Akranesi AKRANESI, 10. febr. — Á ell- efta tímanum fyrir hád. á sunnu- daginn kom upp eldur í mb Keili, þar sem hann lá í bátakvínni, fjórði báturinn frá byrggju. Elds upptök eru ókunn, nema hvað gizkað hefur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsleiðslum, sem festar voru neðan á loft vélar- hússins. Stýrishúsið er þar yfir ag brann gólfið í því, en aftur af vélarhúsinu er káetan og urðu talsverðar skemmdir á he'ini, ýmist af eldi og reyk. Kallað var á slökkviliðið og kom slökkvi- bíllinn niður á bátabryggjuna. — Tók hálfa klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Vél bátsins slapp við spjöll, en hvort eldur- ínn hefur skemmt mælitæki hennar, sem eru upp á vegg, veit ég ekki. Skipstjóraherbergið brann með öllum tækjum sem í I því voru. —Oddur. Akurnesingar tefldu við nem. í Bifröst AKRANESI, 10. febr. — Nítján skákmenn úr taflfélagi Akranesg fóru á sunnudaginn upp í Bif- röst í Borgarfirði og tefldu við nemendur Samvinnuskólans 16 skákir alls. Akurnesingar unnu á 9 borðum, en heimamenn unnu á 7 borðum. Góðir skákmenn og góð skákmannsefni eru meðal nemenda. Teflt hefði verið á fleiri borðum, ef ekki hefði skort töfl. Skákmenn ferðuðust i hinum nýja glæsilega langferðabíl Þ. Þ. Þórðarsonaar. Hjónadansleikur og þorrablót var haldið á Logalandi í Reyk- holtsdal sl. laugardag. —Oddur. Merkjasöludagur RKÍ til ágóða fyrir sívaxandi starf „RAUÐI KROSSINN þarf á hjálp þinni að halda í dag, á morgun getur þú þurft á aðstoð hans að halda“. Undir þessu kjörorði hef- ur RKÍ gert öskudaginn að aðal- fjáröflunardegi sínum. Starf það, sem Rauði Krossinn vinnur með þjóðinni er öllum almenningi fyrir löngu kunnugt, en það er rekstur sjúkrabílanna hér í Reykjavík, sumardvalarheimili, sjúkraskýli, veitir ókeypis tilsögn í hjálp I viðlögum ,hefur stuðl- að að kaupum sjúkraflugvéla og fleira. Um þessar mundir eru starf- andi í landinu 15 deildir, sem all- ar eru innam vébanda Rauða Kross íslands. Munu þessar deild ir einnig efla starfsemi RKÍ í dag, því á vegum deildanna verða merki seld, og einnig verða merk in seld I mörgum kauptúnum út um land. í gær ræddi stjóm og fram- kvæmdastjóri RKÍ litla stund við blaðamenn, og gerði þeim nokkra grein fyrir starfsemi Reykjavík- urdeildar R.K.f. — Nú hefur deildin lagt drög að kaupum á nýrri sjúkrabifreið og leggur kapp á að það takist. Slökkviliðið hefur annazt sjúkra- flutninga af mikilli prýði. Þeir voru síðastliðið ár alls 4904, þar af innanbæjarflutningar 4395, ut- anbæjarflutningar 261 og slysa- flutningar 248. Rekin voru tvö barnaheimili fyrir reykvísk börn. Að Laugar- ási í Biskupstungum starfaði sumardvalaheimilið í 8 vikur; þar dvöldust 120; að Silungapolli voru 60 börn í 8 vikur á vegum deildarinnar. Ár hvert hefur deildin reynt að stilla í hóf dval- arkostnaði hvers barns. Sumar- dvalaheimilið er nú rekið með halla. Deildin vinnur stöðugt að því að auka hjúkrunargagnabirgðir sínar til þess að vera fær um að | að nemendur úr Kvennaskólan lána endurgjaldlust í heimahús um, Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sjúkrarúm og dýnur. Hins vegar skortir mjög á að unnt sé að veita hjálp ef stórslys ber að höndum. Námskeið í hjálp í viðlögum eru haldin endurgjaldslaust á vegum deildarinnar, á vetri hverj um, og mun námskeið verða nú síðast í febrúar og marz. Til þess að standast straum af þessari starfsemi og auka hana þarf mun meira fé en deildin hef- ur nú yfir að ráða. Af þeim sök- um leitar RKÍ og Reykjavíkur- deildin ennþá einu sinni til allra landsmanna «g biður þá að styrkja Rauða Krossinn með því að kaupa merki hans og leyfa börnum sínum að selja þau. Þess skal með þakklæti getið, Kveimadeild SVFÍ safnaði 120 þús. til starf- seminnar Á AÐALFUNDI Kvennadeildar Slysavarnafélagsins, sem haldin var 2. febr. kom það fram í skýrslu gjaldkera, að deildin hefur á síðastliðnu ári látið 10 þús. kr. til hjálparsveitar skáta og 111 þús. kr. til Slysavarnafé- lagsins, þar af 50 þús. kr. í hús- byggingarsjóð Slysavarnahúss- ins sem minningargjöf um frú Guðrúnu Jónasson, fyrrv. for- mann félagsins. Þessa fjár hafa deildarkonur safnað eins og venjulega með merkjasölu, kaffisölu og hinni árlegu hlutaveltu, sem haldin var 9. nóv. sl. Hjúkrunarkvennaskóla íslands og stúdentar úr læknadeild HáskóL ans, sem undanfarin ár hafa veitt mikla og góða aðstoð við afhend- ingu merkja, ætla nú einnig að rétta Rauða Krossinum hjálpar- hönd. — í Dagbókinni er sagt frá því hvert sölubörnin eigi að snúa sér. Starfsemi Kammer músíkklúbbsins NÚ er Kammermúsíkklúbburinn að hefja þriðja starfsár sitt. Hann er nú orðinn fastur liður í tón- listarlífi bæjarins. Tónleikar eru sex á ári og hafa þeir verið fjöl- breytilegir og -mjög til þeirra vandað. Leikin hafa verið tónverk allt frá dögum Bach og Telemann til nútímahöfunda. Á síðasta ári hófst flutningur Brandenborgarkonserta eftir J. S. Bach. Voru fluttir tveir þeirra og þótti flutningur þeirra undir stjórn Björns Ólafssonar viðburð- ur í tónlistarlífi okkar. Á síðustu tónleikum klúbbsins voru leiknar sónötur eftir Tele- mann fyrir cembalo og Viola da Gamba, en á það hljóðfæri mun ekki hafa verið leikið opinberlega áður hér á landi. Á fyrra hluta næsta starfsárs verður haldið áfram með flutn- ing Brandenborgarkonserta, en auk þess verður leikinn konsert fyrir píano og strengi eftir J.S. Bach, sunginn ljóðailiokkurinn Vier ernste Gesange eftir Brahms og ennfremur leikin Virk eftir Bartok, Katchaturian, Tsjaikow ski og Jón Nordal. Verð ársskírteina er óbreytt en þau eru afhent hjá Braga Bryn- jólfssyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.