Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 9

Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 9
Þriðjudagur 10. febrúar 1959 MOHnVlSBLAÐlÐ 9 Fróðlegur fyrirlestur um síld- veiðar og síldarrannsóknir Frásögn Jakobs Jakobssonar á fundi i Hinu íslenzka náttúrufræbifélagi í INNGANGI að erindi sínu, drap Jakob Jakobsson stuttlega á sveiflurnar í síldargöngunum, og hve geysi stórtækar þessar veið- ar eru, ef vel tekst til. Kvað fyrirlesarinn frumorsakir sveifln- anna svo flókið mál, að hann myndi ekki ræða þær að neinu ráði. Sem kunnugt er lifir síld- in á krabbadýrum, sem nefnast rauðáta, en hún lifir á þörungum, en þeir nýta sólarorkuna, til þess að byggja upp lífræn efnasam- bönd úr ólífrænum uppleystum söltum, eins og plöntur á landi. Þar sem síldargöngurnar fyrir Norðurlandi, eru svonefndar ætis- göngur þarf ekki annað en einn hlekkur í þessar fæðukeðju bresti til þess að göngurnar breytist. Hér gat Jakob þess, að sumarið 1957 hafi þörungarnir á miðum Norðurlandssíldarinnar ekki blómstrað fyrr en í júlímán- uði, í stað þess að blómstrunar- tími þeirra er Oft í mai og júní. Stóðu þörungarnir óétnir og föln uðu um haustið eins og hver ann- ar gróður sem ekki nýtist. En Jakob kvað hafrannsóknir okk ar ekki komnar á það stig, að hægt væri að gera nákvæma grein fyrir áhrifum þeim, er t.d. sveiflur í magni næringarsalta gróðurs og átu á hinum ýmsu hafsvseðum við ísland, hefðu á síldargöngur. Þessu næst athugaði fyrirlesar- inn, hvort síldveiðarnar við Norð- urland standi í réttu hlutfalli við síldargöngurnar, þ. e. a. s. síld- armagnið. Sem kunnugt er byggjast herpi- nótaveiðar á því, að hægt sé að staðsetja síldartorfurnar. Til skamms tíma hefur það einung- is verið hægt, ef torfurnar hafa komið upp að yfirborði og sézt. Þannig var hugsanlegt að mikið síldarmagn væri á miðunum án þess að nokkuð veiddist, ef torf- urnar óðu ekki. Á síðustu árum hafa hljóð- bylgjutæki, þ. e. a. s. asdic tæki verið notuð til að staðsetja síld- artorfur, þannig að veiðarnar eru nú ekki eins háðar því og áður að torfurnar sjáist. Eigi að síður verðá þær að halda sig tiltölu- lega nærri yfirborði til þess að hægt sé að ná til þeirra með herpi nót. Þá eru viðbrögð torfanna mjög misjöfn, þegar kastað er á þær. Stundum eru þær mjög styggar, svo að ekkert veiðist enda þótt næg síld sé í sjónum. Veiðarnar eru því enn mjög háð- ar hegðun síldartorfanna. Norðurlandssíldin heldur sig aðallega í tvenns konar torfum. í fyrsta lagi eru það hinar svo- nefndu sumartorfur. Þær eru þéttar í sér, halda sig á mjög aímörkuðu svæði og á þessum torfum má segja að herpinóta- veiðin byggist. Torfurnar koma skýrt fram á mælitækjum síld- veiðibátanna. Úr slíkum torfum sem eru oft um 15 m langar, en þykktin um 30 m geta fengizt 100—2000 tunnur í kasti. f öðru lagi getur síldin haldið sig nærri eða í yfirborði sjávar- ins, en er þar mjög dreifð og kemur fram á mælitækjum sem ótal punktar. Greinilegt er að sumartorfur leysast oft upp og myndast þá þessar smátorfur eða öfugt. Þar eð herpinótaveiðar byggjast á því að stórar sumartorfur mynd- ist og séu stöðugar er hér um enn eitt atriði að ræða, sem hefur úrslitaáhrif á gang veiðanna. Jakob gat þess að yfirleitt finnist sumartorfurnar sjaldan í myrkri og fremur sjaldgæft er, að þær séu stórar utan við lands- grunnsbrúnina. Þessar torfur eru ekki stöðugar sé sjórinn átulítill. Þannig getur verið um mikið síldarmagn að ræða á stórum svæðum, án þess að herpinóta- bátarnir fái nokkuð sagði Jakob, í þessu sambandi minntist hann á vetrarsíldar-torfurnar hér við Suðvesturlandið og við Noreg, en þar heldur síldin sig í flekkj- Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur, sem lauk embættisprófi í Glasgow vorið 1956 og haft hefur með höndum stjórn sild- arlcitar- og rannsókna um borð í Ægi sl. tvö sumur, hélt fyrra mánudag erindi um síldveiðar og síldarrannsóknir í Hinu ísl. náttúrufræðifélagi. Var þessi fyrirlestur hans hinn fróðleg- asti og fer hér á eftir frásögn af fyrirlestri Jakobs. Sérgrein hans innan fiskifræðinnar eru síldarrannsóknir. um sem ná yfir margra fermilna svæði. Til frekari skýringar á því^hve veiðarnar eru háðar hegðun síld- arinnar og torfumyndun, sýndi Jakob línurit og „kortlagningu" síldargangnanna 1957 og 1958, sem hann gerði nánari skil. Fyrra árið höfðu komið þrjár megin síldargöngur inn á veiðisvæðið. Hafði sú fyrsta komið inn á vest- ursvæðið og var þá allgóð veiði. í júlímánuði hafði komið mjög sterk ganga inn á djúpmiðin úti- fyrir Norðurlandi. Var síldin þar öll í smátorfum, en alls engin veiði var, þrátt fyrir svo mikla síldargöngu. Þriðja gangan kom í ágústbýrjun og gekk hún á miðin út af Austfjörðum og var þá töluverð veiði á því svæði. Jakob gerði í þessu sambandi sérstaklega grein fyrir þeirri staðreynd, að göngurnar á vest- ursvæðinu og út af Austfjörð- um komust í mikið rauðátumagn. Aftur á móti var sjórinn átulaus á landgrunninu, þegar aðalgang- an kom upp að Norðui'landi. Síldarsumarið 1958 var að ýmsu mjög frábrugðið. Gangan inn á vestursvæðið í júní var þó svipuð og 1957. Norðurlandsgang an, sem sterk hafði verið 1957, var veikari árið 1958. Aftur á móti kom sterk og mjög óvenju- leg hafsíldarganga upp við Aust- firðina um miðjan júlí. Um mánaðamótin júlí og ágúst gekk talsvert síldarmagn á grunn mið norðanlands og þéttist þar í góðum torfum en undanfarin aflaleysis ár hefur slíkt ekki kom- ið fyrir svo síðla sumars. Þá kom einnig sterk ungsíldarganga inn á Austfjarðarmiðin. Enn er öllum í fersku minni hin kalda og stormasama veðrátta á Norðurlandi sumarið 1958. En vegna hinnar stöðugu norðaustan áttar, eftir 25. júlí, tók að héita má alveg fyrir veiðarnar. Nokkuð veiddist þó af ungsíldargöngunni inn á Austfjörðum. Einn dag, 10. ágúst, lægði svo á miðunum, að hægt var að hefja herpinótaveið- ina aftur. Þá voru allmörg skip við Grímsey og þann dag var mik il veiði þar við eyna. Mikið rauð- átumagn var á öllum grunnmið- um frá Grímsey að Langanesi, og hélzt það fram yfir 20. ágúst. Víst er, að búast hefði mátt við góðu síldarsumri, ef veður hefði verið skaplegt til veiða, því reynslan sýnir að sé rauðátan á grunnmiðunum, þá má fastlega reikna með að það síldarmagn, sem fyrir hendi er, nýtist, sagði Jakob. Greinilega kom þannig fram, að síldveiðarnar norðanlands og austan fara ekki einungis eftir því síldarmagni, sem á miðin kemur, heldur fyrst og fremst eftir torfugerð og hegðun síldar- innar. Fyrirlesarinn kvað það skoðun sína, að meira síldarmagn hefði verið fyrir Norðurlandi 1957 en 1958. Aðstæðurnar fyrra árið voru hins vegar þannig að herpi- nótaveiðar voru nær óhugsandi. Hins vegar bentu allar líkur til þess að það magn sem fyrir hendi var 1958 myndi nýtast vel síðari hluta vertíðarinnar, ef veð- ur hefðu ekki hamlað veiðum. Er fyrirlesarinn hafði lokið máli sínu tók fundarstjóri hr. Unnsteinn Stefánsson til máls, þakkaði Jakobi ágætan fyrirlest- ur og bar fram nokkrar spurn- ingar. Er þeim hafði verið svar- að kvaddi dr. Hermann Einars- son sér hljóðs. Hermann minntist á það í upphafi máls síns, að við rannsóknir síðustu ára hefði kom- ið í ljós, að miklu meiri hreyfing væri á síldarstofnunum en menn hefðu áður gert sér grein fyrir. Kvað hann Árna Friðriksson fyrstan hafa bent á hinar lör.gu göngur síldarinnar landa á milli, nákvæmar rannsóknir á göngum síldarinnar inn á og á síldarsvæð inu hefðu hins vegar hafizt eft- ir að asdic tæki voru sett í Ægi. Kvað hann Jakob hafa stjórnað síldarleit og rannsóknum yfir sumartímann með frábærum ár- angri og dugnaði. Margrét Ólafsson — elzti núlifandi íslendingur í N-Ameríku. Lækkun fasteignagjalda Á STJÓRNARFUNDl Húseig- endafélags Reykjavíkur, höldnum þriðjudaginn 3. febr. 1959, var samþykkt samhljóða að beina eindregnum tilmælum til bæjar- ráðs Reykjavíkur urr . 1 gera nú þegar ráðstafanir til þess að lækka fasteignagjöldin, sem nú er verið að innheimta, a. m. k. í hlutfalli við þá lækkun, sem orðið hefur á vísitölu, frá þeim tíma, er upphæð gjaldanna var ákveðin. Einnig óskaði stjórn Húseig- endafélagsins eftir stuðningí bæj- arráðs við kröfu félagsins til fjár- málaráðuneytisins um hækkun á fyrningarafskriftum fasteigna Fregnir af ísiendingum í Vesturheimi BLAÐINU hefur nýlega borizt nýjasta héftið af tímaritinu „The IcelandicCanadian" og flytur það að venju margar fréttir af Islend- ingum o. íslenzkum málefnum í Vesturheimi. Frá sumu hefur áður verið sagt hér í blaðinu, eins og stofnun The Canadian- Iceland Foundation. hljómleika- ferð Guðrúnar Símonar um Kan- ada, heimsókn dr. Vilhjálms Stef ánssonar til Kanada, 75 ára af- mælí Jakobínu Johnson í október mánuði og áttræðisafmælis Gutt- orms J. Guttormssonar í nóvem- ber sl. í heftinu er m. a. getið 105 ára gamallar konu, frú Margrétar Ól- afsdóttur í Selkirk í Manitoba, sem talin er vera elzti núlifandi fslendingurinn í Norður-Ame- riku. Margrét er fædd á íslandi árið 1853 og fluttist með' manni sinum til Kanada árið 1884. Hún býr nú hjá syni sínum, Jóhanni Ólafssyni og tengdadóttur sinni. Löng grein er um Barða G. Skúlason, sem mun vera einn þekktasti lögfræðingur af islenzk um ættum. Hann hefur rekið lög fræðiskrifstofu í Portland í Ore- gon og aflað sér orðstírs sem einn færasti lögfræðingur Kanada. Barði G. Skúlason er fæddur 19. Norskt síldarskip tekið við Noreg en sleppt aftur ÁLASUNDI, 7. febr. (NTB) Norskt strandgæzluskip tók rússneska síldveiðiskipið Yukon í dag að veiðum innan norskrar landhelgi, að því er E. G. Host- ved flotaforingi, yfirmaður strandgæzlunnar fyrir vestur- ströndinni tilkynnti. Eftir að lög- regluyfirvöldin í Álasundi höfðu rannsakað mál skipsins var því sleppt án þess að til ákæru kæmi. Strandgæzlan hafði fengið kærur frá norskum fiskimönnum um það, að rússneski síldveiði- flotinn hefði verið að veiða inn- an landhelgislínu við ströndina um 100 km fyrir norðan Álasund. Varðskipið Otra frá Kristjans- sund, var sent á staðinn, en það tilkynnti að aðeins eitt hinna rússnesku skipa hefði reynzt vera innan fjögra milna landhelginn- ar. Það var síldveiðiskipið Yuk- on og var tilkynnt, að það hefði reynzt vera tvær mílur innan línu rétt fyrir norðan Rundö. Öll hin rússneska áhöfn var flutt um borð í norska varðskip- ið, en starfsmenn norsku strand- gæzlunnar sigldu skipinu inn til Álasunds. Þar tóku lögreglumenn við skipinu. Venjulega fær áhöfn á teknum skipum sjálf að sigla þeim inn undir eftirliti norskra sj óliðsf oringj a. Hostved sjóliðsforingi, skýrði frá því, að um 300 skip væru í síldveiðiflota Rússa við Noregs- strendur. Lögreglustjórinn í Álasundi yf- irheyrði rússneska skipstjórann og yfirmenn á varðskipinu Otra, en að því búnu var Rússanum sleppt og Yukon fékk að fara frjálst ferða sinna frá Álasundi. Það var upplýst við réttarhöld- in, að á þilfari skipsins hefðu ekki verið togaveiðarfæri, held- ur aðeins reknet, en slíkt er ekki ástæða til handtöku. janúar 1871 á íslandi og flúttist fimm ára garnall með foreldrum sínum vestur um haf. Árið 1942 var hann skipaður ræðismaður íslands í Portland. Þá er getið andláts Ólafs T. Anderson, deildarforseta við Westley College, sem lézt á 68. aldursári. Hann hafði gegnt fjöl- mörgum trúnarstöðum við skóla sinn, síðan hann hif kennslu- starf þar 1917, og var ákaflega vel látinn af þeim mörg þúsund nemendum, sem nutu nandleiðslu hans. Ólafur T. Anderson var fæddur vestanhafs, en foreldrar hans, Sigurður Anderson og Ólína Björg Nordal voru meðal fyrstu Islendinganna, sem settust að í Manitoba. Sigurður lézt árið 1902. Getið er margra fleiri íslend- inga, sem hafa unnið til náms- styrkja og orðið margvíslegs heið urs aðnjótandi. Meðal þeirra, sem hafa sýnt afburða námshæfileika eru þrjú börn séra Eiríks Brynj- ólfssonar og konu' hans, sem nú eru búsett í Vancouver. Þau heita Guðný, 8 ára, Guðmundur, 10 ára og Brynjólfur, 11 ára, og hlutu þau öll verðlaun fyrir hæstu einkunnir í sínum aldurs- flokkum í Cecil Rhodes skólanum í Vancouver. í ritinu eru m. a. birt þrjú ljóð eftir Guttorm J. Guttormsson bæði á ensku og íslenzku: Jarð- göngin, Góða nótt og síðasta er- indið af Sandy Bar Þá eru birt Ijóð eftir Ásu frá Ásum, eða Ásu Jónsdóttur, konu Ingva Ólafsson- ar í Reykjavik, við lag eftir frú Thordísi Louise Otteson, konu Steinþórs Guðmunds í Berkley í Kaliforníu. Nefnist ljóðið Jólin. Fylgir lausl. þýðing á ensku eftir Jakobínu Johnson. Margt fleira er í ritinu, sem of langt yrði upp að telja. H a Dodræftfti SIBS SKRÁ um vinninga í Vöruhapp- 18052 18326 18846 18902 18995 drætti SIBS í 2. flokki 1959. 19090 19728 19856 20066 21074 21109 21388 21758 22221 22963 200 þús. kr. 23065 23633 23661 24574 24786 37598 24940 25085 25376 25437 25844 50 þús. kr. 26885 27063 27175 27458 28742 55540 29163 29361 29892 30216 30429 10 þús. kr. 31320 31490 31698 32315 32867 20652 25083 25487 40325 58275 32919 33438 33512 34228 34517 58750 60729 34607 35170 35320 35321 35341 5 þús. kr. 35600 35792 36601 37433 37505 10863 16765 20073 29599 32391 37649 37795 37825 38292 38980 37102 41404 42170 51787 58010 39011 39067 39125 39616 39781 59199 40243 40565 40803 40915 41425 1 þús. kr. 41572 41583 41686 41919 41965 1182 1697 4538 4788 6155 42166 42174 42610 42991 43203 13410 15562 15780 21297 23718 43429 43509 43570 43707 43729 25216 28046 33570 34652 36417 43858 45076 45124 45321 45676 36441 39717 42742 59376 61286 46327 46479 46566 46972 47495 47665 47773 48609 49427 49692 500 kr. 50084 50105 50153 51227 51553 223 453 956 966 1431 51713 52306 52315 52826 52996 1478 2553 2863 3006 4394 53215 53431 53747 53891 54066 4596 4598 4644 4966 4992 54350 54372 54986 55014 55092 5211 5843 6013 6247 6332 55469 55630 55636 55751 56650 6600 7182 7439 7612 7897 56669 56715 56925 57491 57900 8272 8376 8561 8676 8963 57932 58261 58454 58458 58735 8984 9665 9690 10831 10998 57785 59116 59941 60175 60302 11472 11702 11806 11838 11872 60691 60836 61556 61664 61723 12938 13076 13083 13306 13967 62126 62204 62688 62740 62933 15538 15702 15966 16750 17145 63265 63418 63787 64049 64809 17386 17633 17688 17762 17843 (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.