Morgunblaðið - 10.02.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.02.1959, Qupperneq 10
1C MORGUTVHLAÐIÐ Þriðjudagur 10. febrúar 1959 .tttiMðfrifr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigu. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, Sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. BJÖRN AÐ BAKI KÁRA? FYRIR réttri viku varð sú villa í Morgunblaðinu, að í fyrirsögn var sagt, að verðlækkanir, sem leiddu af stöðvunar- og verðlækkunarlög- unum, yrðu meiri en þær raun- verulega eru. I meginmáli grein- arinnar var hins vegar alveg rétt frá málum skýrt. Strax dag- inn eftir var birt áberandi leiðrétting. Engum gat því dulizt, að hér var um algeran misgán- ing að ræða. Daginn eftir að hin ranga fyr- irsögn birtist í Morgunblaðinu, réðst Tíminn að henni með hörðum orðum og var e. t. v. naumast við því að búast að hann vildi lesa í málið. Hitt fór úr hófi, þegar Tíminn, daginn þar á eftir, birti mynd af „fals- frásögn" Morgunblaðsins, og hélt því fram, að Morgunblað- ið hafi „skrökvað að fólki“ um málið. — Þetta var gert eftir að Morgunblaðið hafði leiðrétt villu sína og án þess að Tím- inn skýrði frá þeirri leiðréttingu. i * Þetta rifjast upp við lestur fyrirsagnar forystugreinar Tím- ans sl. sunnudag. Hún heitir „Varnaðarorð forsetans". Þegar betur er að gáð, sézt, að það, sem þarna er um að ræða eru ummæli Ásgeirs Ásgeirsson- ar frá árinu 1933 um kjördæma- málið. Orð Ásgeirs eru þess vegna meira en aldarfjórðungs gömul. Þau voru sögð nær 20 árum áður en hann varð forseti Islands. Staða þingmanns á Alþingi ís- lendinga er allt önnur en staða íorseta íslands. Orðum, sem mað- ur hefur við í hörðum stjórn- málaátökum á Alþingi, má þess vegna ekki líkja við „varnaðarorð forsetans“. Þar er um tvennt al- veg ólíkt að ræða. Af meginmáli Tímagreinarinn- ar er ljóst, hvernig í þessu ligg- ur, en fyrirsögn hennar er ó- sæmileg. Atferli Tímans er því vítaverðara, sem forseti íslands á þess ekki kost að bera hönd fyr- ir höfuð sér, né mundi það sam- ræmast stöðu hans, að hann tæki þátt í þeim deilum, sem nú eru uppi um kjördæmamálið. •k Annað er, að Tíminn hefur ekki ætíð verið hrifinn af af- stöðu Ásgeirs Ásgeirssonar í kjördæmamálinu. Það var ein- mitt vegna forystu haps innan Framsóknarflokksins um leið- réttinguna, sem fékkst á árun- um 1933—’34, sem Ásgeir hrakt- ist úr flokknum, ásamt Tryggva heitnum Þórhallssyni og ýmsum öðrum ágætum mönnum. Fram- sóknarflokkurinn í heild sam- þykkti að vísu breytinguna 1933 —’34, en gremjan undir niðri var svo mikil, að hinum beztu mönn- um, sem höfðu haft vit fyrir hin- um, varð þar ekki lengur vært. Enn meiri varð þó heiftin gegn Ásgeiri Ásgeirssyni, þegar hann beitti sér fyrir nýjum leið- réttingum 1942. Hingað til hefur verið svo á Tímanum að skilja, að meira óhappaverk hafi naum- ast verið unnið í íslenzkum stjórnmálum. Yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar hefur raunar á því allt aðra skoðun. ★ Það er því sannarlega nýj- ung, þegar Tíminn er farinn að vitna til Ásgeirs Ásgeirssonar i kjördæmamálinu og kallar hin aldarfjórðungs gömlu ummæli hans „varnaðarorð forsetans.“ Sjálf hljóða ummælin að sögn Tímans svo: „Sýsluskiptingin hefur þróazt um þúsund ár, og það skal sterk rök til að raska þeim grundvelli, ef hægt er að finna aðra leið til jöfnunar á kosningarétti manna en að raska svo fornum grundvelli. Þessi héruð — sýslu- félögin og bæjarfélögin —• eru sjálfstæðar fjárhags- og menn- ingareiningar, sem orðnar eru samvanar til starfs. Og það verða ekki búin til með lögum önnur héruð, sem betur séu til þess fallin að vera kjördæmi." Öllum má vera augljóst, að þessi ummæli skera ekki úr um það, sem nú er deilt um. Það er auðvitað alls ekki ætlunin með kjördæmabreytingunni að hagga sýsluskiptingu, afnema sýslufélög og bæjarfélög. Þau eiga að halda áfram sinni sjálf- stæðu tilveru. Sýslum hefur ver- ið skipt og kaupstaðir stofnaðir án þess að það hefði nokkur áhrif á kjördæmaskipun. Hér er um tvennt gersamlega ólíkt að ræða. Sýsluskiptingin er upphaflega orðin til fyrir áhrif hins erlenda valds. Landinu var skipt í sýslur til þess að gera hægara um gjaldheimtu til konungs og aðra umboðsmennsku af hans hálfu. Á meðan hið forna þjóðveldi stóð og íslendingar réðu sjálfir málum sínum, höfðu menn hins vegar rétt til að kjósa sér goða innan þess fjórðungs, þar sem þeir bjuggu. Valið var alls ekki bundið við þröng staðartakmörk, heldur var kjörfrelsið svo vítt að svipar til þess sem verða mun, ef hin fyrirhugaða kjördæma- breyting nú nær fram að ganga. Þegar íslendingar fóru smám saman að toga frelsi sitt frá Dön- um, var eðlilegt, að fulltrúaval væri í fyrstu byggt á. þeirri skiptingu, sem þróazt hafði með- an danska valdið var í fullum blóma. En nú eru íslendingar orðnir alfrjálsir og þurfa ekki lengur að búa við þá hagi, sem hið erlenda vald skapaði. Atvik eru gjörbreytt. ★ Ekkert er því eðlilegra en að skoðanir manna á þessum efn- um hafi breyzt síðasta aldar- fjórðunginn, þegar meiri breyt- ingar hafa orðið en nokkru sinni fyrr. Úrslitum ræður þó einmitt það sem Ásgeir Ásgeirsson vék að 1933: Er hægt að finna aðra heppilegri leið en þá, sem nú er stungið upp á til að jafna kosn- ingarétt svo sem nútíminn kref- ur? Þetta hefur hingað til reynzt ókleift. Framsóknarmenn sjálfir hafa ekki treyst sér til að gera neina grein fyrir, hvernig þeir gætu á hinum gamla grundvelli fundið viðunanlega lausn. Þess vegna spyrja nú allir: Hverjar eru tillögur Framsóknarmanna? Þegar þeir í rakaleysi sínu reyna nú að skýla sér að baki herra Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta íslands, er framkoma þeirra því ólíkt aumari en þegar Björn faldi sig forðum að baki Kára. UTAN UR HEIMI ^ THB 'starni'>dlMPPr J NESSEm ■ >——— t%-.= - Þannig hugsar danski skopteiknarinn Mogens Juhl sér fund þeirra Karenar Blixen og Marilyn Monroe. Kvikmyndadísin segir við skáldkonuna: — Má ég sem reynd kvikmyndaleikkona gefa yður nokkur ráð ..... Karen Blixen hyllt í Bandaríkjunum hverjum degi — og auk þess boð , , . í morgunverð, miðdegisverð, leik konu aldarinn!»r og furðuðu sig hús o.s.frv.! | a Þvl> hdn skuli ekki hafa Einhvern veginn tókst mér að hlotið Nóbelsverðlaunin. Garbo komst inn í spila vír/ð klœdd síðbuxum Fyrir skömmu var hin fræga, danska skáldkona, Karen Blixen, boðin til New York til þess að koma fram í kvikmynd, ásamt mörgum öðrum heimsfrægum rit- höfundum. — Hver dagur átti að vera nákvæmlega skipulagður — en margt fer öðru vísi en ætlað er. Samkvæmt áætluninni átti Blixen að vera fyrir framan kvikmyndavélina hálftíma á dag í eina viku. Fyrsta daginn tók kvikmyndunin þrjár klukku- stundir. — Hún átti að halda einn blaðamannafund á vegum forlags ins, sem gefur út bækur hennar í Ameríku. Fundirnir urðu fimm. Hún hafði hlakkað mjög til þess, að borða morgunverð í ró og næði með vini sínum, rithöfundinum Truman Capote. Eitt hundrað gestir komu til morgunverðar- ins. — Karen Blixen hafði fyrir fram tilkynnt útgefanda sínum, að hún vildi ekki sækja nema alveg sér- stök „kokteil-boð“. Slík „alveg sérstök“ boð voru yfirleitt á Fyrsta konan, sem fengið hefir aðgang að spilavítinu í Monte Carlo klædd síðbuxum, er Gréta Garbo. Fyrir nokkru síðan labb- aði hún í hægðum sínum inn 1 spilavítið — í síðbuxum — og dyravörðurinn þorði ekki að hreyfa legg eða lið til að stöðva hana, enda kvað Gréta vera mikil vinkona Onassishjónanna, sem eiga Monaco að mestu leyti. Marlene Dietrich er ekki sérstak- lega ánægð með þetta, því að hún reyndi eitt sinn að komast — í síðbuxum — inn í spila- vítið, en tókst ekki. Marlene Dietrich var þá að vinna að Somerset Maugham segir, að mjög kynlegt atvik hafi hent hann daginn, sem hann átti 85 ára afmæli fyrir skömmu. Eitt af Lundúnablöðunum sendi hon- um heillaóskabréf. Maugham varð kynlega við, er hann fann einnig í umslaginu próförk af minningargrein um hann sjálf- an, sem blaðið hafði greinilega tilbúna. — Mér fannst reyndar, að greinin væri dálítið kuldaleg, sagði Maugham. En það, sem reyndar skiptir mestu máli er, að sá, sem les minningargrein um sjálfan sig, er jafnan sagður lifa lengi eftir það. Nú er ég nokkurn veginn viss um, að mér muni vinnast tími til að fara í flest þau ferðalög, sem ég hefi á prjónunum nú sem stendur. anna þessu öllu saman, sagði Blix en, en ég hafði heldur ekki tíma til að líta í eitt einasta blað, hvorki danskt eða amerískt. —. Segja má, að það hafi verið „synd“, að hún sá ekki amerísku blöðin, því að þau hófu hana upp til skýjanna, nefndu hana skáld- kvikmyndinni um Monte Carlo. Myndin, sem birtist hér að of- an var tekin af Grétu Garbo fyr- ir skömmu. Notaði ljósmyndar- inn öflugan kíki við myndatök- una. Gréta var að æfa morgun- leikfimina við ströndina. AKRANESI, 30. jan. — Það tók hálfan mánuð að þvo og síðan mála allt íþróttahúsið hér, eftir að kviknað hafði í borðum í mið- stöðvarherberginu_ svo að húsið varð svart af reyk hátt og lágt. Iþróttahúsið e» fjöregg 6—800 leikfimis- og íþróttaiðkenda hér á staðnum, og slíkt og annað eins og þetta má ekki koma fyrir aftur. Eldurinn kom upp aðfaranótt sunnudags. Búið er að setja nýjan miðstöðvanketil í húsið, og íþrótta kennsla og æfingar hófust aftur á mánudaginn var. — Oddur. Maugham las minning- argrein um sjálfan sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.