Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 10.02.1959, Síða 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. febrúar 1959 REYKHYLTINGAFÉLAGIÐ Skemmtiferð að Reykholti, laugard. 14. febrúar kl. 1,30 e.h. frá B.S.Í. Áskriftarlisti í Bókabúð KRON, Bankastræti, til fimmtudags. Stjórnin Vinna Óskum eftir pilti til aðstoða við vöru- afgreiðslu. ftarðar Gislason h.f Hverfisgötu 4 Nylon Þorskanet Gaa-n nr. 12, 15 og 18. Dýpt 26, 30 og 36 möskvar. Möskvastærð 95, 98 og 102 m/m. IVEarko h.f Aðalstræti 6 — Sími 15953 Auglýsing um bann v/ð hundahaldi i Reykjavik Samkvæmt 161. gr. heilbrigðissamþykkt- ar fyrir Reykjavík, mr. 11, 1950, er hunda- hald í lögsagnarumdæminu óheimilt, að und- anteknum þarfahundum í sambandi við bú- skap á lögbýli, enda hafi leyfi verið veitt fyrir hundinum. Þeir, sem kunna að hafa ólöglega hunda í vörzlu sinni hór í bænum, eru áminntir um að ráðstafa þeim tafarlaust að viðlagðri ábyrgð. Lögreglustjcffinn í Reykjavík, 6. febr. 1959 SIGURJÓN SIGURÐSSON ^ylonhét MEIRI VEIÐI, MINNI KOSTNAÐUR. Þetta geta Amilan 100% nælon net veitt yður — • Þau spara yður þurrkun og kostnað. Þau geta verið í sjó svo árum skiptir án þess að fúna. Þér getið veitt lengur, oftar og á fjarlægari miðum. • Þau spara yður vinnuafl og olíu vegna þess að þau eru létt cg meðfærileg og drekka lítið i sig af sjó. • Þau spara yður viðgerðar- og endurnýjunar- kostnað vegna þess að þau eru tvisvar sinnum sterkari en bómullarnet, og hafa 10 sinnum meiri endingu. • Þau veita yður meiri veiðimöguleika vegna þess að þau eru gagnsæ og teygjanleg. Öll Amilan brand 100% nælon- net hafa ofanskráð til að bera. Du Pont’s einkaleyfi í Japan TOYQ RAYON COMPANY LTD. MITSUl BLDG., OSAKA, JAPAN Stofnsett: 1926 Símr.efni: TOYO RAYON OSAKA Báturinn snarsnerist og stóri fiskurinn drc hann áfram eins og hálmstrá. — Úr kvik- myndinni um gamla mannin og hafið. — Tvö samtöl Frh. af bls. 11. brjálaður, en þetta var mín síð- asta von. Fyrsta vinhviðan var farin að gára sléttan vatnsflötinn, þegar ég fann að stóri fiskurinn, sem Hemingway varð svo hrifinn af, beit á hjá mér. Það er reyndar ekkert undarlegt, því þetta var reglulegur risafiskur, jafnvel þó miðað sé við stórfiskana þarna. Þúsund pund? Að minnsta kosti það. Ef til vill miklu meira. Ég var ekki með nema nokkur hundruð m af línu á hjólinu, og fiskurinn reif það allt út og braut stöngina eins og eldspýtu. Það var rétt svo að ég hafði tima til að þrífa línuna, setja mig í keng og spyrna í þóftuna. Báturinn snarsnerist, og fiskurinn dró okk- ur báða eins og fis ... Við þutum áfram með eldingarhraða, fiskur- inn, báturinn og 4g. Ég man að með rokinu hafði kólnað í lofti og allt umhverfis mig hafði tekið á sig gulleitan blæ. Eldingarnar glömpuðu eins og eldslöngur í suðaustri og þrumurnar endur- ómuðu frá haffletinum. Nú var komið ofsarok og vindurinn þeytti regngusunum framan í mig, svo ég sá ekki út úr augun- um. Risafiskurinn dró alltaf línuna og ég spyrnti enn í borðstokkinn á bátnum, og óttaðist það eitt að missa stóra fiskinn, sem hafði skalazt á mína fjöru í fátækt minni, til að gera mig ríkan og binda endi á alit mitt ólán. Ég sagði við sjáifan mig: — Þessi fiskur skal taka mig með sér hvert sem hann fer, jafnvel bó það verði á botn Mexikóflóans. Þá reið fyrsta stóra aldan yfir bátinn. Ég hélt að línan mundi slitna og ég missa fiskinn, eða þá að bátnum hvolfdi. En línan hélt, báturinn hélzt á réttum kili og risafiskurinn hélt áfram ferðinni. Við klufum stærstu öldurnar, eins og herskip í orrustu, og vind- urinn lyfti undir okkur. Vélin, sem nú er í bátnum mínum, er ekkert nálægt því eins kraftmikil og þessi gífurlega stóri fiskur. Hve lengi ég háði þetta stríð við óveðrið og fiskinn? Það veit ég ekki. Fiskurinn var á flótta til að reyna að forða sér, en ég hexk á honum hvað sem á gekk. Storm- urinn reyndi að racna mig fisk- inum og brjóta bátir.n minn, en ég barðist þá bara við bæði óveðrið og fenginn. Einu sinni um nóttina slaknaði á iínunni og ég var dauðhræddur um að ég væri bú- inn að missa fiskinn. Ekki aldeil- is, ég hafði sigrað. Ég neytti þeirra krafta, sem ég átti eftir, til að draga hann upp að borð- stokknum og festa hann rækilega, en ég var ekki fær um að lyfta honum um borð. Svo sofnaði ég. Beinagrindin ein eftir Dagurinn rann upp, bjartur og fagur. Ég skoðaði þennan dásam- lega fisk minn. Hann var næstum jafn langur bátnum og ég sá að ég gæti ekki með nokkru móti innbyrt hann. Þá dró ég upp segl og tók stefnuna á Kúbu. Golan hélzt fram að hádegi, og Kúba sást aftur úti við sjóndeildarhring inn, en þá hætti allt í einu að blakta hár á höfði. Ég tók upp árarnar, en gat ekki róið með fiskinn bundinn í keipana. Þá slakaði ég á linunni, svo fiskur- inn drægist svolítið á eftir og ég gæti róið. í sömu mund komu hákarlarnir. Ég kom auga á þann fyrsta um leið og fór að móta fyrir Havana. Uggi klauf vatnið og dró hring um aflann minn. Það glampaði á hvítan kvið og rauður blettur steig upp á yfir- borðið. Hákarlinn var byrjaður á fiskinum mínum. Blóðbletturinn stækkaði og dró að fleiri hákarla, og ég lagðist enn fastar á árarnar, og bað þess að mér lánaðist að ná landj áður en þeir hefðu etið upp fiskinn minn. En þeim fjölgaði stöðugt og brátt fóru þeir að berj- ast um bráð sína. Ég hætti að róa og dró fiskinn til mín. Há- karlarnir eltu. Ég réðist gegn þeim með árinni og barði á höf- uðin og uggana, en þeir voru grimmir og óðir af blóðbragðinu. Árin brotnaði á einum þeirra og félagar hans réðust á hann líka. Ég hætti ekki fyrr en ég var bú- Unglijónaklúbburifin Þeir, sem gerast vilja meðlimir, sendi inntökubeiðni með upplýsingum um aldur (hámarksaldur 35 ár) heimilisföng og vinnustað, merkt. „Unghjóna klúbb- urinn“, í pósthólf 809, Reykjavík. inn að brjóta hlna árlna og eyðl- leggja bátshakann, eftir að mér hafði tekizt að drepa nokkra há- karla með króknum á endanum á honum. En þetta var vonlaus barátta. Klukkustund eftir að hákarlarnir sáust fyrst, voru þeir búnir með stóra fiskinn mir.n. Þegar varla var eftir annað en beinin, sneru þeir loks frá. Jafnvel gamail maður eins og ég á enn til tár. Að lokum kom gola, ég dró upp segl, og sigldi 1il halnar. Enn'oá hafði ég Lcina- grindi.ia, af risafiskinum mínum, svo hinir fiskimennirnr lögðu trúnað á sögu m:na. Reyndar er þetta ævintýri mitt orðið frægt, eins og þú veizt. Nú koma ríku sportveiðimennirnir til mín og ég fer með þá á sjó í gamla bátnum mínum. Með því hef ég aflað mér dálítilla peninga, og keypt mér vél í bátinn og sett á hann stýris- hús. En aldrei hef ég séð svona stóran fisk aftur. Þegar einhverju er lokið, er þvi lokið Ég þakkaði Manuel Ulibarri Montespan fyrir greitt svar, gaf honum annan fimm dala seðil og steig á land. Meðan ég dvaldist í Havana, lagði ég aftur leið mína á Café Florida og fékk mér einn af þessum frægu rommkok- teilum. Meðan ég var að velta því fyrir mér hvort Hemingway ^ mundi koma birtist hann í dyrun- um. Ég sagði honum að ég væri búinn að hafa tal af fiskimann- inum sem hefði verið fynrmynd- in hans í Gamla manninum og hafinu. Hann virtist ekki hafa mikinn áhuga á því. — Þegar eiuhverju er lokið, er því lokið. Alveg eins og þegar farið er á veiðar, bætti hann við til skýringar. Skrifuð bók er eins og dautt ljón. Til hvers er að gera það að umræðuefni? Það er hægt að fá verðlaun fyrir að hafa lagt stórt ljón að velli og það er alveg fyrirtak, en áhuginn beinist að næsta ljóni. Núna er ég með hugann við nýju bókina mína en ekki eitthvert dautt ljón. Við spjölluðum lengi saman, þangað til hann þurfti aftur heim á búgarðinn sinn Hann gekk út með rommglasið í hendinni. Ég óskaði þess að hann segði einhver lokaorð, til að enda með þennan fund okkar og vissi að hann var að leita að þeim. Svo stanzaði hann andartak við buickinn sinn, þar sam bílstjórinn beið hans. — Sem rithöfundur við rithöfund, sagði hann hægt og með áherzlu, vil ég segja þetta: Vittu hvað þér hentar. Framkvæmdu það. Og lifðu umfram allt í tengslum við efniviðinn þinn. (José le Breho í Figaro Litteraire).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.